Þjóðviljinn - 01.06.1980, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 01.06.1980, Qupperneq 13
Sunnudagur 1. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Við horfum á áhuga- menn fá fiskinn við megum ekki bætti þvi við aö það væri orðinn ansi langur timi sem loönusjó- menn sætu oröið hjá aðgerðar- lausir, allt að 7 til 8 mánuöir á ári og gæti sá timi lengst ef veiði- kvótinn yrði enn minnkaður. • — Mér sýnist að það veröi heldur erfitt fyrir okkur að bæta viö kvóta islensku skipanna eftir Jan Mayen samninga við Norð- menn, þar sem þeirra kvóti stækkar af sjálfu sér, ef viö stækkum okkar kvóta, sagði Haf- steinn. Eruð þið sammála fiskifræö- ingum um nauösyn veiðitak- markana á loönunni og finnst ykkur aö rétt hafi veriö aö þeim málum staðið? — Það er erfitt að fullyröa nokkuö um þetta mál. Stundum hefur maöur haft það á tilfinning- unni að veiða mætti meira en leyft hefur verið; á öörum stund- um hefur manni llka þótt full- veitt, eins og til aö mynda 1978, svo ég nefni dæmi. Ég hygg að nauösyn sé á veiöitakmörkun, en hvar mörkin eiga aö vera, og hvernig standa á aö þessu, um það eru deildar meiningar, sagði Haukur. — Þetta er misjafnt milli ára, stundum hefur verið óhemju mikið loönumagn i sjónum, önnur árin minna. Ég er á þvi aö hin allra siðustu ár hafi loðnumagniö 1 sjónum minnkað og ég hygg að allir sem nálægt þessum veiðum hafa komið séu á einu máli um nauösyn á einhverjum veiöitak- mörkunum, en menn greinir á um hvað leyfa á mikla veiði og þá ekki siður um hvernig veiðitak- markanirnar skuli fram- kvæmdar, sagði Hafsteinn. Þeir Hafsteinn og Haukur voru sammála um að það skipulag sem verið hefur á veiöitakmörkunum sé della. Þeir bentu á sem dæmi þegar veiöar voru stöövaðar I vetur og ákveðiö aö geyma ákveðiö magn til hrognatöku. Ráöamenn vissu þá ósköp vel að um litla sem enga hrognatöku yrði að ræöa, vegna þess að ekkert verö fékkst fyrir hrognin I Japan. Þetta kom lika á daginn, aö nær allt það sem átti aö fara til hrognatöku, fór I bræöslu á marg- falt lægra verði en fékkst áöur en veiðarnar voru stöðvaöar, þar munaði um 5 kr. á kilóinu. Kvótakerfið All-mikið hefur verið rætt um hiö svo nefnda kvótakerfi á loönu- veiðunum, þ.e. að hvert skip fái að veiöa ákveðiö magn af loðnu, en ekki að hvert skip geti veitt eins mikið og það kemst yfir úr heildarkvótanum; hvert er ykkar álit á þessu máli? — Skipstjóra loönubátanna greinir á um þetta, og þeir eru langt frá þvi að vera sammála um hvernig aö stjórnun veiöanna skuli staðið, sagði Hafsteinn. Haukur sagöi að sér þætti hug- myndin að kvóta á hvert skip nokkuö góö; alla vega væri hægt að gera útgeröina hagkvæmari fyrir hvern bát með þvl móti en eins og nú er. Bannað að fara á net Nú hljóta flestir að vera sam- mála þvl að það gengur ekki til lengdar aö leggja loðnuskipa- flotanum, meira en hálft árið; hvaö er til ráöa? — Ekki er gott um þaö að segja. Mér þótti það rangt I vetur þegar okkur var bannaö að fara á neta- veiöar þegar loðnuvertíöinni lauk. Við hreinlega skikkaðir til þess að leggja skipunum. Og það kæmi mér ekki á óvart þótt þessi ákvörðun ætti eftir að hafa það I för meö sér að helmingur þeirra skipa sem stundaö hafa loönu- veiöar undanfarin ár, sleppi þvl alveg næsta vetur og fari á llnu og net, til þess aö vera ekki úti- lokaðir frá þvi eins og geröist I vetur er leiö, sagði Haukur. Hann bætti þvi við að þaö væri mis- skilningur að þessi skip gætu ekki stundað aörar veiöar en nóta- veiöar, flest þeirra gætu farið á linu og net, einhæfu skipin væru sára fá. — Maöur veit ekkert hvað verður meö loönuveiöarnar i sumar, við vitum ekki einu sinni hvenær við fáum aö hefja veið- arnar og þvi er afar erfitt aö spá nokkru um hvað gerist I þessum málum. Viö veröum bara aö blða og sjá hvaö setur; en eitt vil ég taka fram og það er að ákvarð- anir um þessi mál öll má ekki taka á einhverri skrifstofu; það veröur að fylgjast með loönunni og rannsaka málið af kunnáttu- mönnum og þeir einir eiga að taka ákvarðanir um hvað leyft veröur að veiöa, sagði Hafsteinn. Hann bætti þvl viö að hafa heyrt marga loðnuskipstjóra hafa orð á þvi aö þeir myndu fara á net og linu næsta vetur, þannig að útlit sem veiða væri fyrir að vandanum yröi bara velt yfir á þorskveiöarnar og þætti mönnum hann ærinn fyrir. Missa mannskapinn Ef framhald veröur á þvl, aö loðnusjómenn fá ekki aö veiöa nema fáa mánuði á ári, er þá ekki hætta á að þið missið mann- skapinn og hafið þvl ekki vana menn þann tima sem veiöarnar standa? — Þaö er alveg ljóst að við höldum ekki góðum mannskap meö þessu móti; menn una þvi ekki að sitja aðgeröarlausir meira en hálft árið, jafnvel þótt aö tekjurnar af loðnuveiöunum dugi til lifsframfæris. Full- hraustum mönnum er aögeröar- leysi ekki eölilegt og þvi munu þeir leita I aðra vinnu. Við getum ekki ætlast til þess aö menn bindi sig fyrir svo stuttan tlma sem loðnuveiöarnar eru núna, sagði Haukur. Þeir Hafsteinn og Haukur sögö- ust báöir hafa reynt lúðuveiöar I vor eftir að loðnuvertlð lauk, en þaö hefði gengið illa og veriö sjálfhætt. Og hvað er þá fram- undan? Þeir sögðu aö ekkert væri framundan hjá þeim nema loönu- veiðarnir I sumar og enginn vissi nú hvenær þær byrjuöu. 1 fyrra var byrjað 20. ágúst. — Margir skipstjórar vilja fá að byrja fyrr á sumarveiðunum og stoppa þá heldur I september ef það verður hægt, en annars er aldrei hægt aö segja til um hve- nær hægt er aö byrja, segir Haf- steinn. — Hvaö með kolmunnaveiði, er ekki möguleiki á að gera loönu- veiðiskipin út á kolmunna, meira en gert hefur verið? — Kolmunnaveiðin er bara fyrir stærstu skipin; hin eru of vélvana til þess að hægt sé að nota þau á kolmunnann. Aö visu kæmi til greina fyrir þau að nota tveggja skipa nót, en einhvern veginn er þaö svo að litill áhugi er fyrir þessu sem stendur og spilar verðiö sem fæst fyrir kolmunnann sjálfsagt þar inni lika, sagði Haukur. Þeir voru sammála um að það hlyti að vera afar erfitt aö gera loðnuveiöiskipin út eins og nú árar og þar af leiöandi væru menn að hugsa æ meira um aörar veiðar, svo sem linu og net eins og áðan var nefnt. Eins kæmi til greina aö veiöa djúprækju; þær veiðar heföu gengiö alUvel og þessi skip hentuðu vel til djúp- rækjuveiða. r Osanngirni — Mig langar að skjóta hér einu innl þessar umræöur okkar. I vetur var okkur sem vorum á loðnu bannaö að fara á net, sjálf- sagt gert til verndar þorskinum. En á sama tíma sem okkur at- vinnusjómönnum er bannað að veiða þorsk, megum viö horfa uppá tugi ef ekki hundruð af trill- um, sem áhugamenn gera út I frl- stundum sinum, koma hlaðnar af þorski að landi. Menn segja alltaf að þetta sé smotterl, en þegar þessi afli kemur saman er ekki um neitt smáræði að tala. Ég skal vel játa þaö, að mér sárnar þetta, sagði Hafsteinn. Og Haukur bætti þvi viö að margir loðnusjómenn fengju sér trillu lika til að hafa eitthvað að gera, þannig aö það að banna loðnuskipunum að stunda netaveiði væri hæpið fyrirbæri frá fiskverndarsjónar- miði, þar sem trilluútgerðin ykist og henni væru engin takmörk sett I fiskverndarmálunum. Þið eruð sem sé ekki bjartsýnir eins og málin standa hjá ykkur I dag? Þeir kváöust svo sem ekki vera neitt svartsýnir, enda ekki svart- sýnismenn, en vissulega ættu þeir viö erfitt vandamál að glima og sem stæði væri lltið annað hægt að gera en biöa og vona aö betri tlö sé i vændum. — S.dór Margt breytist á skömm- um tíma. Hver heföi trúað því fyrir nokkrum árum ef spáð hefði verið að línu og netasjómenn dásömuðu afla og afkomu/ en loðnu- sjómenn stunduðu skrap- vinnu í landi/ nema þá 3 til 4 mánuði sem þeir mega vera að veiðum núorðið. Sennilega hefði ekki verið tekið mikið mark á slfkrí spá fyrir nokkrum árum síðan.Samt hefur þetta nú gerst. Eftir þá vetrarvertlð sem nú er liðin, eru linu og netasjómenn hæst-ánægðir, afli mikill og góöur og kjörin þar af leiöandi góð. Loðnusiómenn aftur á móti veröa að hirast i landi og hafast ekki að; þeirra vertiö stendur ekki yfir neina 3 til 4 mánuði á ári eins og málum er nú háttað. Hvað er framundan i þessum málum; una menn þvi aö fá ekki að vinna nema þennan stutta tíma? Missa ekki útgerðarmenn loðnuskip- anna bestu sjómennina frá sér? Með þessa og fleiri spurningar var farið á fund tveggja skip- stjóra loðnuskipa, þeirra Hauks Bergmanns skipstjóra á Jóni Finnssyni og Hafsteins Guðna- sonar, skipstjóra á Gigju RE. Við ræddum málin yfir kaffibolla á heimili Hauks i Keflavik. Veiðitakmarkanir eiga rétt á sér — Ekki veröur það nú sagt að við séum beint ánægðir með ástandiö eins og það er, okkur sem erum á loðnuskipunum er flest meinað nú um stundir, sagði Haukur Bergmann, og Hafsteinn Skipstjórarnir Haukur Bergmann t.v. og Hafsteinn Guðnason og meö honum er sonur hans Guðni Hafsteinsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.