Þjóðviljinn - 27.06.1980, Qupperneq 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. júnl 1980.
ÚTBOÐ
Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir til-
boðum i lagningu 13. áfanga hitaveitu-
dreifikerfis.
útboðsgögn eru afhent á bæjarskrif-
stofunum Vestmannaeyjum og verkfræði-
stofunni Fjarhitun h.f. i Reykjavik gegn 50
þús. kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð i Ráðhúsinu Vest-
mannaeyjum þriðjudaginn 8. júli kl. 16.00.
Stjórn Veitustofnana Vestmannaeyjabæjar
Fóstra —
forstöðumaður
Forstöðumaður óskast að barnaheimilinu
i Neskaupstað frá og með 1. ágúst n.k.
Fóstrumenntun áskilin.
Nánari upplýsingar veita Guðrún Björns-
dóttir fóstra (simi 97-7485) og formaður
félagsmálaráðs, Svavar Stefánsson (simi
97-7127)
Umsóknum sé skilað til félagsmálaráðs
Neskaupstaðar, Egilsbraut 1, 740 Nes-
kaupstað, fyrir 15. júli n.k.
Félagsmálaráð Neskaupstaðar.
Njarðvíkurbær —
Kjörfundur
Til forsetakosninga 29. júni 1980
Kjörfundur hefst kl. 10 f.h. og lýkur kl. 23 i
félagsheimilinu Stapa (litla sal)
Njarðvik 25. júni 1980
Kjörstjórn
Jón Ásgeirsson
Jenný Lárusdóttir
Friðrik Valdimarsson
Aðalfundur SATT
verður haldinn sunnudaginn 29. júni kl. 16
að Hótel Borg
Stjórnarkjör og önnur mál
Stjórnin
Stœrðfrœðikennarar
Flensborgarskóla vantar stærðfræðikenn-
ara. Upplýsingar veitir skólameistari i
sima 50560.
Skólameistari
Starf leiðbeinanda
i handavinnu við félagsstarf eldri borgara
i Reykjavik, Norðurbrún 1, er laust til um-
sóknar.
Umsóknir berist til Félagsmálastofnunar
Reykjavikurborgar, Vonarstræti 4, fyrir
8. júli n.k.
Félagsmalastofnun Reykjavíkurborgar
P Vonarstræti 4 sími 25500
~ ~ ---~-----------Sunnudaxur 22. jam IM> I»JóDV1LJ|nN _ SIDA 3
tirrn ifasta yfirvinnu á mánuði:
h firlit yfir ríkisstarfsmenn sem fá yfir 30
tí mafjöídin n segir ekkl aíia
'amkværnt skrá .....__ vvaavH-
Skrá Srm unum' st»fnunum tened-
mö hefur undir um landh.m^—— «-r
ZJTJTSilK&æSsHsi
Tímakóngurmn
f orsetabilgtjsí
stundir. Nát*^
seta Islands metn'!™. ■
\
\ á
'’To<- í",kfee|
„**&«» .:md )\V<«
111"“.
Fastar yfirvinnugreiðslur
Hqfa tíðkastsíðan 1963
Besta lausnin segir Helgi Bergs á Akureyri. Bæöi
raunveruleg vinna og launahækkun segir Jón Hjartar
Hvernig á að haga yfirvinnu-
greiöslum? A að borga mönnum
eftir reikningi eða eiga menn að
fá ákveöna upphæð á mánuöi? A
sama regla að gilda um alla eöa
getur verið réttlætanlegt að við-
hafa mismunandi aðferðir eftir
eðli starfanna? Þessum og
svipuöum spurningum velta
margir fyrir sér þessa dagana
vegna þeirra umræðna sem uppi
eru I fjölmiðlum um fastar yfir-
vinnugreiðslur til handa yfir-
mönnum o.fl. f þjónustu ríkisins.
Þjóðviljinn kannaði lauslega i
gær hvernig yfirvinnugreiðslum
væri háttað hjá rikinu og hjá
tveimur bæjarfélögum, Kópavogi
og Akureyri. Ætlunin var aö hafa
llka tal af yfirmönnum launa-
deilda hjá Reykjavikurborg og i
Hafnarfirði en þaö tókst ekki.
Ekki samkv.
reikningi
Þorsteinn Geirsson yfirmaöur
launadeildar i fjármálaráðuneyt-
inu sagði að þessar föstu yfir-
vinnugreiöslur rikisstarfsmanna
ættu sér æöilanga sögu. Fyrsti
samningurinn um þær væri frá
þvi 1963 en þar er ákvæði þess
efnis að yfirmenn stofnana megi
ekki vinna yfirvinnu samkvæmt
reikningi en aftur á móti sé
heimilt að ákveða þeim einhverja
fasta upphæð ef þörf krefði.
Siðan hefur tilhögun yfirvinnu-
greiðslna litið breyst að sögn Þor-
steins. Ýmist eru þessar greiöslur
ákveönar einhliða af samninga-
nefnd rikisins eða samið er um
þær i sérkjarasamningi. Dæmið
um hið sfðarnefnda eru skóla-
stjórar og yfirmenn Pósts og
sima.
Þorsteinn kvaö mönnum hafa
yfirsést það I þessari umræðu um
yfirvinnu að meö þessum föstu
greiöslum er verið að koma i veg
fyrir að yfirmenn stofnana skrifi
reikninga eftir klukku. „Slikt
hefur aldrei verið ætlunin, sagöi
hann, enda byði það upp á gagn-
rýni”.
20-48 tímar
Kópavogur. Jón Hjartar er
yfirmaöur launadeildar Bæjar-
sjóös Kópavogs og sagði hann aö
yfirmenn þar hefðu fastar yfir-
vinnugreiðslur. Reyndar væri
ekki I öllum tilvikum um yfir-
menn að ræöa t.d. fengju þessar
greiðslur húsverðir I skólum
meðan þeir starfa og baðvörður I
iþróttahúsi. Alls eru 23 menn með
fasta yfirvinnu og er timafjöldinn
á mánuði 20—48 timar. Hæstir eru
baðvörður I fþróttahúsi með 48
tima og húsverðir með 47 tima.
Jón kvaðst ekki vita hversu
langa sögu þessar greiðslu ættu
sér en þær heföu verið tilkomnar
þegar hann tók við starfi sinu
1974. Astæðan fyrir þessu fyrir-
komulagi sagöi Jón að væri tvi-
þætt. Annars vegar er þetta vinna
sem raunverulega er unnin og
hins vegar er I einstaka tilfellum
um að ræða nokkurs konar launa-
hækkun. Þaö á við þegar menn
sitja fastir i einhverjum launa-
flokki og ekki er hægt aö hækka
þá. Jón taldi að ekki væri endi-
lega vist aö allir sem þessar
greiðslur fá græddu á þessari til-
högun, t.d. ekki þeir sem eru með
20—25 tima á mánuöi. Sumir
vinna að mati Jóns meiri eftir —
og aukavinnu en sem þvi nemur.
Um 33 timar
Akureyri. Helgi Bergs bæjar-
stjóri sagði að yfirmenn nokkurra
stofnana bæjarins og bæjarfyrir-
tækja fengju yfirvinnu greidda
með fastri upphæð mánaöarlega.
Það yröu þeir að láta sér nægja til
aö leysa sin störf af hendi hvernig
sem á stæði. Hann taldi að i öllum
tilvikum ynnu menn þessa vinnu
og að slnum dómi ynnu sumir
miklu meira en þeir fengju greitt
fyrir. Helgi sagðist ekki vera I
vafa um að þetta fyrirkomulag á
greiðslum til yfirmanna væri
eðlilegt og besta lausnin. Sér
fyndist með öllu óeðlilegt að yfir-
menn færu að stjórna sjálfir sinni
yfirvinnu. Hitt væri annað mál að
kannski mætti draga i efa rétt-
mæti yfirvinnu yfir höfuð en I
okkar þjóöfélagi virtist sú um-
ræða ekki eiga upp á pallborðið.
Bæjarstjðri haföi ekki á reiðum
höndum nákvæmar tölur um
fjölda þeirra sem þessar
greiðslur fá — giskaði á um 20
manns — né um timafjöldann.
Reiknaði þó með að algengast
væri að menn fengju um 33 tima á
mánuöi.
s
Frá Kennaraháskóla Islands
Ennþá er hægt að komast á námskeið i
Danmörku 12.—28. ágúst fyrir islenska
dönskukennara 4.-6. bekkjar. Nánari
upplýsingar eru veittar i Kennaraháskól-
anum i sima 32290 kl. 10.30—12.00.
Endurmenntunarstjóri
Húsvörður
Húsvörður óskast að grunnskóla Njarð-
vikur; starfið veitist frá 1. september 1980.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri
störf sendist undirrituðum, sem gefur
nánari upplýsingar, fyrir 15. júli.
Bæjarstjóri Njarðvikur
AUGLÝSING
um styrki til leiklistarstarfsemi.
1 fjárlögum fyrir árið 1980 eru ætlaðar 7.5 milj. kr. til leik-
listarstarfsemi atvinnuleikhúsa, sem ekki hafa sérstaka
fjárveitingu I fjárlögum.
Hér meö er auglýst eftir umsóknum um styrki þessa.
Umsóknum skal fylgja greinargerð um leikstarfsemi um-
sækjenda á siöastliönu leikáriog áætlun um starfsemina á
næsta leikári.
Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 25. júli n.k.
Menntamálaráöuneytiö,
25. júni 1980.
— hs