Þjóðviljinn - 27.06.1980, Síða 16

Þjóðviljinn - 27.06.1980, Síða 16
DJÚDVIUINN Föstudagur 27. júni 1980. AOalsfmi Þjóðviljáns er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. L'tan þess tima erhægt að ná f blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins f þessum. slmum : Ritstjórn 81382. 81482 og 81527. umbrot 81285. Ijósmvndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná f afgreiðslu blaösins islma 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöid. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Mynd: gel Stuöningsmenn Péturs Thorsteinssonar fylltu Háskólabió á kosningafundi i gærkvöldi. A innfelidu myndinni má sjá Hannibal Valdemarsson I rsðustól og við borðið sltur frambjóð- andinn ásamt konu sinni Oddnýju. Nauðsyn brýtur lög segja bakarar og œtla að hœkka brauðin um 20-30% á mánudaginn — heimild fyrir 9,5% „Það getur enginn dæmt heila starfsstétt til að gefa með sinni eigin framleiðslu, og þvi má segja að meöákvörðun okkar um hækk- un verðs á vlsitölubrauöum séum viö aö brjóta lög, nauösynjar- innar vegna”, sagði Kristinn Al- bertsson bakara mcistari og stjórnarmaöur i Landssambandi bakarameistara á blaöamanna- fundi I gær. Stjdrn Landssambandsins hefur ákveöið eftir almennan félagsfund, a6 auglýsa nýtt verð á þeim brauðum sem eru undir verölagsákvæðum og er hækk- unin frá 20% upp i 39% milli ein- stakra brauötegunda. 1 gær ákvað rikisstjórnin sam- kvæmt tillögu verðlagsráðs að heimila 9,5—14% hækkun á sömu brauötegundum. Bakarar lýstu þvi hins vegar yfir á blaða- mannafundi i gær, aö þeir myndu standa fast á fyrri ákvöröun sinni um meiri hækkun. „Það er óþolandi fyrir okkur að verða að selja þau brauð sem eru undir verðlagsákvæöum á veröi sem ekki nægir fyrir launum og hráefni ”, sagði Hannes Guðmundsson framkvæmdastjóri Landssambands bakara- meistara, en samkvæmt útreikn- ingum sem hann hefur unnið borga bakarar nú um 60 kr. meö hverju formbrauöi sem selt er úr búö, sé tekið tillit til alls fram- leiðslukostnaðar. Formbakaö franskbrauð 500 gr. kostar í dag kr. 237, en myndi samkvæmt ákvöröun bakara hækka uppl 330 kr. á mánudaginn kemur, en þá mun veröhækkunin taka gildi. Venjuleg franskbrauð kosta þá 303 kr. stk.. Heilhveiti- brauð 308 kr.. Sigtibrauð 272 kr.. Maltbrauð 263 kr og seydd Eúg- brauð 302 kr. stk.. Með hækkun sinni vilja bakarar leggja áherslu á að frjáls verö- lagning veröi tekin upp á svo- kölluðum visitölubrauðum og vísa til hliðstæðu þegar ákveðin dagblöö hækkuðu áskriftarverð I trássi við verölagsyfirvöld, sem slðan leiddi til þess að dagblaða- verð var gefiö frjálst. Georg ólafsson verðlagsstjóri og Björgvin Guömundsson for- maður verðlagsráös kölluðu for- svarsmenn bakara á sinn fund I gær, þar sem þeim var tilkynnt ákvöröun rlkisstjórnarinnar um 9,5—14% hækkun, auk þess sem óskað var eftir þvl að bakarar drægju fyrirhugaða hækkun sina til baka, þar sem hún bryti I bága við lög. Jafnframt lýstu þeir Georg og Björgvin þvi yfir að þeir væru reiöubúnir aö ræða Itarlega við bakara um vandamál verð- tagningar vlsitölubrauðanna. Bakarameistarar standa samt ennþá fast á þvl að hækka brauð- verðiö um 20-39% nk. mánudag. xDýraspítalinn: 1 1 mál viö yfirdýralækni 1 gær var þingfest I bæjar- þingi Reykjavlkur mál á hendur yfirdýralæicni vegna synjunar á starfsleyfi dönskum dýralækni til handa. Málið er þannig vaxiö að i mai var sótt um starfsleyfi til land- búnaöarráöuneytisins fyrir danskan dýralækni á dýra- spftalanum I Viöidal. Málið var sent yfirdýralækni til umsagn- ar, en hann mælti ekki með leyf- inu þar sem það væri andstætt hagsmunum héraðsdýralækna. Aður hafði félag dýralækna lýst andstööu við leyfisveitingu handa Dananum. Aöstandendur dýraspitalans ákváöu aö láta reyna á það hvort synjunin væri lögmæt og fólu máliö Hafsteini Baldvins- syni lögmanni. Rök spitala- manna eru þau að yfirdýra- læknir hefði átt að gefa faglegt mat en ekki aö byggja synjun á hagsmunum dýralækna. Máliö var þingfest i gær, en þar sem dómhlé er framundan dregst málið aö likindum til hausts. _ká. A blaðamannafundi bakara- meistara I gær. Frá vinstri Krist- inn Albertsson bakaram., Eriendur Magnússon bakaram., Hannes Guömundsson framkvstj. L.B., Jóhannes Björnsson bakaram. og Guðmundur H. Guð- mundsson bakaram. Mynd: Ella. Fjármálaráöherra um BSRB-samninga: Komnir á nýtt stig „Núna um helgina munum við hefja viðræöur af fullum krafti um visitölumálin, kaup- breytingar og samningstimann og láta verulega á það reyna hvort ekki sé unnt að ná endum saman”, sagöi Ragnar Arnalds fjármálaráöherra er Þjóöviljinn spurði hann um stöðu mála i samningum rikisins og BSRB. „Seinustu 10 daga”, sagði Ragnar ennfremur, „hafa viöræður samninganefnda rikis- ins og BSRB fyrst og fremst beinst að ýmsum sérkröfum er varða aðalkjarasamning og ýmis félags- og réttindamál opinberra starfsmanna. Hefur verið stefnt að þvi aö koma þessum málum sem allra mest á hreint áður en lokahrinan hefst. Enn eru þó ýmsir lausir endar sem við eigum eftir að ganga frá. Ég tel engu að siður að talsvert hafi áunnist i þessum málum”, sagöi Ragnar Arnalds að lokum. —þm Samninganefnd BSRB i gœr: Mínniháttar mál rædd Aö sögn Björns Arnórssonar fulitrúa hjá BSRB geröist harla litið á fundi aðalsamninga- nefndar bandalagsins i gær. Aðal- lega voru rædd ýmis minniháttar mál en hann kvaðst vonast til að málin skýrðust eitthvað I byrjun næstu viku þegar ráðherranefnd rikisstjórnarinnar hefði fjallaö um stöðuna i samningamálunum. Sjö manna undirnefnd BSRB veröur að störfum árdegis i dag og á mánudag kl. 4 veröuí aftur haldinn fundur I aöalsamninga- nefndinni. —hs

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.