Þjóðviljinn - 08.07.1980, Side 8

Þjóðviljinn - 08.07.1980, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 8. jiill 1980. Þriöjudagur 8. júll 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 INNRÁS Á KUBU í UNDIRBÚNINGI Kúbönsku útlagarnir í Florida eru ekki af baki dottnir. I tvo áratugi hafa þeir haldið uppi ,/heilögu stríði" gegn Fidel Castro og kúbönsku byltingunni. Þeir hafa stofnað ótal hermdarverkaflokka og staðið fyrir árásum, morðum og sprengjutil- ræðum, oftar en ekki í nánu samstarfi við CIA. Fæstir þeirra hafa verið sóttir til saka í Bandaríkj- unum fyrir þetta athæfi, enda er starfsemi þeirra í samræmi við yfirlýstan vilja bandarískra yfir- valda. Fyrir skömmu birt- ist í v-þýska vikublaðinu Stern myndskreytt frásögn af starfsemi kúbönsku útlaganna. Þar segir frá æfingabúöunum „Campo Libertad”, þeim stærstu af u.þ.b. 6 slfkum sem starfrækt- ar eru I Florida. Þessar búöir eru staösettar á afskekktum búgaröi, sem er eign Jorge nokkurs Gonzales, tæplega fimmtugs „majors” sem lært hefur hermennsku í bandariska sjóhernum og er yfirmaöur „Frelsissveitarinnar” sem ætlar aö gera innrás á Kúbu „mjög fljótlega” aö þvi er hann hefur sagt. 1 þessari frelsissveit munu vera u.þ.b. 1000 manns. Þetta fólk útvegar sér sjúlft vopn, og segir i Stern aö vopnabirgöir verslana I Miami séu á þrotum. Vopnin eru hriöskotabyssur, skammbyssur og hnifar — dæmigerö skæruliöa- vopn. Fyrir opnum tjöldum Þaö hefur ekki veriö neitt Ieyndarmál, aö kúbönsku útlag- arnir hafa verið aö æfa sig I skæruhernaöi árum saman, en til skamms tlma vöröust þeir allra frétta um slfkt, og opinber samtök útlaganna þóttust ekkert um þetta vita. En eftir aö liösauki fór aö berast frá Kúbu meö nýjustu „flóttamannabylgjunni” I aprll og mal s.l. var eins og þeir færöust allir i aukna og nú fer þessi starfsemi fram fyrir opnum tjöldum. 1 Miami hefur veriö opn- uö skrifstofa, þar sem nýliðar geta skráö sig I „Frelsissveit- ina”. Um hverja helgi koma milli 50 og 100 nýliöar til „Campo Libertad” þar sem þeir fá fyrstu tilsögn. Aginn er sagöur mjög haröur og refsingum óspart beitt. Jorge Gonzales segir að sterkasta vopn- iö sé „fyrsta flokks mórall” og „járnvilji til þess aö reka Castro til helvltis”. Margir þeirra sem eru nýkomnir frá Kúbu hafa not- aö fyrstu vasapeningana sem þeir fengu frá hjálparstofnuninni sem tók á móti þeim til Miami til aö kaupa vopn. I þessum hópi voru margir fyrrverandi fangar, sem eru engir nýgræöingar á sviöi gagnbýltingarstarfseminnar Sum ir þeirra hafa ' llka lært hermennsku I bandarlska sjóhernum. Samúö og stuðningur Þessi stríösleikur I mýrunum I Florida strlöir ekki gegn neinum bandariskum lögum. 1 Stern segir aö alrlkislögreglan FBI hafi „vaxandi áhyggjur” af þessari starfsemi, vegna þess aö hún minni óþægilega á þá tlma þegar starfsemi útlaganna hefur vaxiö lögreglunni yfir höfuö. Þaö veröur þó aö segjast aö kúbanskir útlagar viröast mega ganga ansi langt áöur en FBI „missir stjórn þeim”. Sem dæmi um afstööu bandariskra yfirvalda má nefna viljayfirlýsingu bandarlska þingsins frá 1962, sem enn er i fullu gildi og sem margir glæpa- menn hafa notfært sér. Þar segir aö hver sá sem stuöli aö þvi aö grafa undan stjórn Fidels Castro skuli njóta „samúöar og stuön- ings”. Fyrir skömmu voru fjórir kúbanskir útlagar handteknir úti fyrir ströndum Florida þar sem þeir voru á vopnum hlöðnum báti og drógu enga dul á aö þeir heföu ætlaö I hernaöarleiöangur til Kúbu. Allir voru þeir gamal- reyndir I hermennskunni, þjálf- aöir af CIA og tóku þátt I Svlna- flóainnrásinni 1961. Þeir hafa skírskotaö til áöurnefndrar vilja- yfirlýsingar þingsins I málflutn- ingi sinum fyrir dómstólum, og þurfa vart aö óttast haröan dóm, ef marka má þá meöferö sem lagsbræöur þeirra I útlaga- nýlendunni hafa fengiö I svip- uðum tilvikum. CIA-aðgerðir Kúbönsku útlagarnir hafa nú I tvo áratugi komiö mikiö viö sögu, og starfsemi þeirra hefur ekki veriö einskoröuö viö krossferöina gegn kommúnismanum á Kúbu. Þeir hafa veriö viöriönir ýmsar skuggalegar aögeröir I Banda- rikjunum og I ýmsum rlkjum Suöur-Amerlku, oftast á vegum CIA. Má t.d. minna á Watergate- máliö, þar sem fjórir kúbanskir útlagar tóku þátt I innbrotinu fræga I kosningamiöstöö demókrata I Washington. Þeir myrtu Orlando Letelier, fyrr- verandi utanrlkisráöherra I stjórn Allende I Chile, og þeir gengu erinda Somoza einræöis- herra I Nicaragua, svoeitthvaö sé nefnt. En stærsta markmiö þeirra er aö sjálfsögöu aö „reka Castro til helvftis”. Eflaust muna margir eftir innrásinni frægu I Svinaflóa 1961, þegar CIA þjálfaöi og vopn- aöi innrásarher sem átti aö „frelsa Kúbu”, meö fullum stuön- ingi Eisenhowers og Kennedys. Kúbumenn tóku hressilega á móti þeim her, og var hann gjörsigr- aöur á 72 klukkustundum. Aö sjálfsögöu haföi þessi ósigur Sagter aö vopnabirgðir verslana iMiamiséuá þrotum. „DrepiðCastro” stendur á þessum limmiöa. Moröhótanir geta flokkast undir „frjála skoðanatúlkun” ef svo ber undir. niöurdrepandi áhrif á mannskap- inn um stund, enda var ákveöiö aö breyta um aðferöir. Siöan hef- ur ekki veriö reynt aö gera innrás, en þeim mun meira fram- iö af moröum og sprengjutil- ræöum. Skemmdarverk Batnandi samskipti Kúbu og Bandarikjanna á valdatimum Geralds Ford voru útlögunum mikill þyrnir I augum, og þeir geröu allt sem þeir gátu til aö spilla þeim samskiptum. Rétt er þó aö taka fram, aö ekki eru allir kúbanskir útlagar I Florida undir sama hatti i þessum efnum. Margir þeirra hafa uppgötvaö þann „bitra sannleik” aö bylting- in á Kúbu er óumflýjanleg staöreynd, sem veröur aö taka meö I reikninginn, og þaö eru þessir raunsæismenn sem hafa staöið I samningum viö kúbönsk yfirvöld til þess m.a. að fá pólitiska fanga látna lausa og til þess aö heimsóknir ættingja yröu leyföar. Mikill árangur náöist I þessum samningaviöræöum og þær uröu tvimælalaust til gagns fyrir báöa aðila. En hinir herskáu útlagar hafa spillt þessum árangri, á þvl leikur enginn vafi. Skemmdarverk á Kúbu hafa aftur færst I vöxt og má áreiðan- lega rekja þau til þess ástands sem skapaöist eftir aö landiö var opnaö fyrir útlögunum. Eitt hrikalegasta dæmiö um slik skemmdarverk er nýlegt: fyrir nokkrum vikum var kveikt I tiu hæöa húsi I Havana þar sem stærsta barnaheimili Kúbu er til húsa.570 börn eru á þessu barna- heimili og starfsfólkiö er á annaö hundraö. Ollum var bjargaö út úr brennandi stórhýsinu, enda streymdu nágrannarnir aö og aö- stoöuöu slökkviliö og lögreglu frækilega viö aö koma börnunum og starfsfólkinu út um glugga. Ekki hefur alltaf tekist svo giftusamlega til. 6. október 1978 sprakk kúbönsk farþegaflugvél yfir Barbados-eyjum og fórust allir sem I henni voru, 73 manneskjur. Sannaö var aö kúbanskir útlagar og CIA-agent- ar heföu komiö sprengjunni fyrir. Ótal sprengjur hafa sprungiö I kúbönskum sendiráöum, flug- félagsskrifstofum osfrv. I mörg- um löndum, og fólk sem hefur unniö aö bættum samskiptum Kúbu og Bandarikjanna hefur veriö myrt. Svona mætti lengi telja. Kokhreysti Jorge Gonzales, yfirmaöur „frelsissveitarinnar” sem hyggst gera innrás á Kúbu á næstunni, hefur veriö viöriöinn margar sllk- ar aögeröir gegn Kúbu. Nú hefur honum borist liösauki og hann hefur snúiö baki viö ólögulegum hermdarverkum. Hann treystir á stuöning Bandarikjamanna, en segist ekki vilja niöast á gestrisni þeirra meö þvl aö leggja af staö I krossferöina frá Florida. Aö sjálfsögöu verst hann allra frétta um þaö hvaöan lagt veröur af staö, en hann segir kokhraustur aö innrásin veröi framkvæmd bráölega. Hitt er svo annaö mál, aö Kúbu- mönnum veröur auövitaö engin skotaskuld úr þvl aö hrista af sér innrás 1000 gagnbyltingarmanna Ef af þessari fyrirhuguðu innrás veröur munu þeir taka hraustlega á móti nú sem endranær. Þaö er hinsvegar augljóst aö starfsemi hinna herskáu útlaga hefur skaöleg áhrif á samskipti Kúbu og Bandarikjanna og eykur enn á þá spennu sem rikir I þessum heimshluta. Þótt útlögunum tak- ist ekki aö snúa hjóli sögunnar viö og brjóta kúbönsku byltinguna á bak aftur hefur þeim þó tekist aö valda Kúbumönnum miklum skaöa, sem mældur er bæöi I beinhöröum peningum og I mannsllfum. — ih Dle Mánner in ihren Tarn- anzögen mit der kubanischen Flagge am Ármel trainie- ren so realistisch wie mögtich: Der am Boden liegende »Gefangene« soll Informatio- n.en preisgeben Hér er veriö aö æfa yfirheyrslu fanga. Ariö 1961 var 6000 manna innrásarher gjörsigraöur á 72 klukku stundum. Nú ætla 1000 útlagar aö gera aöra tilraun. Um helgar ekur fólk út á búgaröinn sem kallaöur er „Campo Libertad” og þjálfar sig I skæruhernaöi á dagskrá >„Fjandskapur við kannanir getur þvi verið vis- bending um vantraust á dómgreind almennings og hæfni kjósenda til þess að fara með atkvæði sitt. Sé þetta vantraust i einhverjum mæli verðskuldað ber að mæta vandanum á annan hátt en með reglugerð- um um skoðanakannanir.” Þorbjörn Broddason lektor Skodanakannanir Kannanir slödegisblaöanna fyrir nýafstaönar forsetakosning- ar á áformum kjósenda komu töluveröu róti á hugi stuðnings- manna hinna ýmsu frambjóö- enda. Eftir kosningarnar hefur stöku ritstjóri, i réttmætri hreykni yfir prýöilegri samsvör- un könnunartalna viö kosninga- úrslit, sent tóninn þeim sem geröu I góöri meiningu svolitlar athugasemdir viö framkvæmd úrtaks sem hjá hvorugu blaöinu var fullkomlega hlutlaus. Viö slikar aöstæöur er skylt aö bera fram hógværar viövaranir viö of- túlkun. Jafnskylt er nú aö óska aðstandendum beggja kannana til hamingju meö ánægjulegan árangur. Eftir stendur spurningin um áhrif kannananna á úrslit kosn- inganna. Henni verður af eölileg- um ástæöum aldrei fullsvaraö, en á það má benda aö forsetakjör býöur heim tækifærismennsku I kjörklefanum I rikari mæli en þær hlutfallskosningar sem viö erum vönust. t vissum skilningi ónýtt- ust tveir þriöju hlutar þeirra at- kvæöa sem greidd voru á sunnu- daginn, þ.e. öll atkvæöi sem ekki féllu á sigruvegarann. 1 hlutfalls- kosningum aftur á móti ónýtast aöeins þau atkvæöi sem falla á lista sem engum manni koma aö. I ljósi þessa má telja llklegt aö runniö hafi tvær grimur á ýmsa sem heilluöust mest af öörum hvorum þeirra Alberts eöa Pét- urs, þegar þeir sáu aö Guölaugur og Vigdls virtust hnlfjöfn og utan seilingar fyrir þeirra mann. Slik- ar hugrenningar hafa þó tæpast áhrif á sjálft kosningaatferli þeirra sem eru raunverulega sannfæröir um ágæti sins fram- bjóöanda. Þeir sem á hinn bóginn voru á báöum áttum fram á slö- ustu stund kunna aö hafa tekiö miö af könnunum þegar þeir geröu endanlega upp hug sinn. Hópur hinna óákveönu var án efa fjölmennari I þessum kosningum en oftast endranær. Aö öllu sam- anlögöu má þvi álykta aö kannan- irnar kunni vel aö hafahaft áhrif á úrslit forsetakosningann þá átt aö fæla atkvæöi frá Pétri og Albert til hinna tveggja. Ýmsir telja nú brýnt oröiö aö setja reglur um framkvæmd og birtingu skoöanakannana fyrir kosningar. Sjálfsagt er aö ræöa þá hugmynd vandlega, en eftir, allvandlega umhugsun hef ekki fundiö endanleg rök fyrir nauö- syninni á sllkum reglum. Þvi er haldiö fram aö niöurstööur skoö- anakannana geti stýrt kosninga- atferli fólks og séu þar meö and- lýöræöislegar. Vissulega væri þaö mjög alvarlegt mál, en vandinn væri ekki leystur aö minu áliti meö takmörkunum á skoöana- könnunum. Ef almenningur er vel upplýstur, hefur stjórnmála- þorska og skýra vitund um inntak stjórnmálabaráttunnar er ákaf- lega ósennilegt aö úrslit úr skoöa- anakönnunum fari aö stjórna geröum hans. Fjandskapur viö kannanir getur þvi veriö visbend- ing um vantraust á dómgreind al- mennings og hæfni kjósenda til þess að fara meö atkvæöi sitt. Sé þetta vantraust i einhverjum mæli veröskuldað ber aö mæta vandanum á annan hátt en meö reglugeröum um skoöanakann- anir. 1 framhaldi af þessu mætti spyrja hvort einhver eölismunur sé á fréttaflutningi af niöurstöö- um kannana og öörum frétta- flutningi. Ber ekki fjölmiölum aö leggja gagnrýniö mat á allt efni sem þeim berst? Er ekki frétta- maöur skyldugur til aö gera les- endum slnum eöa hlustendum grein fyrir helstu forsendum kannana sem hann greinir frá, leggja mat á marktækni þeirra og leita eftir mati frá óháöum sér- fræöingum ef ástæöa þykir til? Þaö eftirlit og aöhald sem þannig getur skapast af hálfu almenn- ings er aö mlnu viti miklu far- sælla og eftirsóknarveröara en reglur al' ofan. Þvl hefur veriö haldiö fram aö skoöanakannanir séu af hinu illa I sjálfu sér. Slikt er erfitt aö fall- ast á. Þær eru ekkert annaö en tæki. Þau geta verið góö eöa slæm til slns brúks, en verkiö og árang- ur þess veltur ekki slöur á stjórn- andanum en tækinu. Hin blessaða Kateri Móhíkani: Indjánar eignast sinn fyrsta dýrling Fyrir skömmu komu um 500 Indjánar frá 35 Indjánaþjóðum I Bandarikjunum og Kanada til Rómar og höföu meöferöis gjafir ýmsar handa páfa, meöal annars friðarplpu og mokkaslnur. Þeir komu til aö taka þátt I athöfn þar sem Indjánakona, sem uppi var á 17. öld var tekin I helgra manna tölu. Kateri Tekakwitha, „Lilja Móhikana” varö aö vlsu ekki tek- in tölu æöstu dýrlinga, en hún er I hópi þeirra sem „blessaöir” telj- ast I kaþólskum siö. Kateri tók kristna trú og sýndi staöfestu þótt henni væri refsaö fyrir. Hún var grýtt til bana 1680. Hún er fyrsti Indjáninn sem tek- inn er i flokk helgra manna kaþólsku kirkjunnar. Framan af öldum fjölgaöi dýr- lingum mjög ört, kraftaverka- sögur ýmiskonar voru sjálf- sagðar I hugarheimi miöaldafólks ogsættu ekki verulegri gagnrýni, auk þess þótti hverju landi, héraöi, sýslu, mikill ávinningur aöeignast eigin dýrling til áheita. En siöan seint á sextándu öld hefur kirkjan farið miklu var- legar en áöur I aö taka pislarvætti og fyrirmyndarfólk annaö i tölu dýrlinga. Sá ferill hefur veriö langur og strangur og likist einatt þvi aö sótt sé mál fyrir dómstóli. Blessuö Kateri, Lilja Móhik- ana, tók um 200 ára skeiö viö bæn- \ Kateri, Lilja Móhikana: Grýtt til bana áriö 1680. um trúaöra i uppsveitum New York rikis, en þaö var ekki fyrr en 1884, aö prestur einn vakti athygli Vatikansins á plslarvotti þess- um. Áriö 1932 kom mál hennar til meöferöar hjá dýrlinganefnd Vatikansins og 1943 komst hún i hóp „lotningarveröra” (venera- bilis). Venjulega þarf a.m.k. tvö vottfest kraftaverk til að færa menn ofar I sessi meöal ármanna Krists, en ekki mun hafa veriö staöiö fast á þeim kröfum 1 þessu tilviki. Kaþólska kirkjan hefur annars endurskoöaö dýrlingatal sitt á siöari árum og hefur tekiö ýmsar vafasamar persónur út af almanakinu, meöal annarra heil- agan Kristófer, dýrling feröa- manna. En á hinn bóginn hefur kirkjunni þótt sem ekki væri van- þörf á dýrlingum I þriöja heimin- um — þar sem er tekið dæmi af 22 pislarvottum frá Uganda, sem teknir voru i dýrlingatölu fyrir nokkrum árum. Um leið og Lilja Móhikana færöist ofar I himna- stiganum uröu fjórir aörir menn blessaðir — allt voru þaö trúboöar I Ameriku. Einn var José de Anchieta, kallaöur postuli Brasillu — en til Brasiliu lágu einmitt leiöir Jóhannesar Páls páfa skömmu slöar. (Byggt á Time)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.