Þjóðviljinn - 23.07.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.07.1980, Blaðsíða 1
MOWIUINN Miðvikudagur 23. júli 1980 — 165. tbl. 45. árg. Spá Þjóðhagsstofnunar: Hvalveiðibamt fellt Þd tillögur Bandarikjamanna og Ástrala um hvalveiði- bann hafi hlotiö 13 atkvæði á mdti 9 voru þær þó báðar felldar á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins I gær, þar sem 3/4 aðildarþjóðanna þurfa að vera svo róttækum ákvörðunum samþykkir. Islendingar greiddu atkvæði gegn tillögunum og sagði Þórður Ásgeirsson, forseti ráðsins, i gær, að nú- verandi veiðar gætu alls ekki útrýmt öllum hvölum I* höf- unum. Athuga yrði hvern stofn út af fyrir sig og gera viö- eigandi ráöstafanir ef einhver þeirra væri I hættu. Engin vlsindalegur grundvöllur væri fyrir algeru hvalveiði- banni. —AI. Verðbólgan á hægu undanhaldi — 3-6% kjararýrnun án kjarasamninga Þjóðhagsstofnun hef- ur nú tilbúna nýja þjóð- hagsspá fyrir árið 1980 og kemur hún á prent næstu daga. Þar er gert ráð fyrir að hækkun framfærslukostnaðar frá upphafi til ioka þessa árs verði 50—55%, sem er nokkru minna en á siðasta ári, en þá hækkaði framfærslu- visitaian um 60,6% frá upphafi til loka ársins. Þessar upplýsingar komu fram i samtali 50% fleiri bílar fluttir inn í ár Eins og fram kemur i annarri frétt hér á siðunni varð mikil magnaukning i vöruinnflutningi til landsins á fyrri hluta þessa árs. Þjóðhagsstofnun telur þvi ástæðu til að reikna með 4% magnaukningu i innflutningi I ár og kostar sú aukning ein þjóðar- búið 16—17 miljaröa I gjaldeyri. Af þessu tilefni hefur Þjóðvilj- inn aflað sér upplýsinga um, hversu mikið af bilum var flutt til landsins á fyrri hluta þessa árs miöað við sama tima i fyrra. í ljós kemur að fyrstu 6 mánuðina i fyrra voru fluttir til landsins 3459 nýir fólksbilar, en fyrstu 6 mánuðina i ár 5079 nýir fólksbilar. Hér er um nær 50% aukningu að ræða i bilainnflutn- ingi. Þarf nokkur að vera hissa á viðskiptahalla, þegar svo frábær- lega er haldið á málum! Þjóðviljans i gær við Bolla Bollason hjá Þjóðhagsstofnun. Samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- unar er hins vegar reiknað með að framfærslukostnaður hækki um 58% frá ársmeöaltali 1979 til ársmeðaltals 1980. Bolli Bollason sagði, að væri ekki reiknað með áhrifum komandi kjarasamninga mætti ætla að kaupmáttarrýrnun lægstu kauptaxta yrði i ár 3—4%, en kaupmáttarrýrnun kauptaxta helstu launastéttanna að jafnaöi 5—6%. Þá væri spáð 3—4% rýrn- un kaupmáttar ráðstöfunartekna heimilanna i ár, en hann stóð i stað i fyrra. Gert er ráð fyrir, að viðskiptakjör rýrni um 6% i ár, og hefðu þau þá versnað um tæp 16% á tveimur árum. Bolli tjáði okkur, að nú væri reiknað með þvi, að i ár hækkaði erlent verð á okkar innfluttu vörum um 15% að jafnaði (oliu- vörurnar um 30%). A móti er reiknað með 8—9% hækkun i erlendri mynt á okkar útflutn- ingsvörum. Þá gerir þjóðhags- spáin ráð fyrir, að innflutningur til landsins aukist aö magni til um 4%, og er sú spá byggð á mikilli magnaukningu á innflutningi á fyrri hluta þessa árs. Slik magn- aukning kostar ein sér 16—17 miljarða króna. Niðurstaðna af þessu verður sú, að spáin gerir ráð fyrir 40 miljarða viðskiptahalla i ár, sem sundurliðast i 14 miljarða halla I vöruskiptum og 26 miljarða halla i þjónustuviðskiptum. 40 miljarðareruum 3% af áætluðum þjóðartekjum, en i fyrra var viðskiptahallinn 0,9% af þjóðar- tekjum. Siöustu 10 ár, að árinu 1980 meðtöldu, hefur viðskipta- hallinn að jafnaði numið 4—5% af þjððartekjum. Þjóðhagsspáin nú gerir ráö fyrir 9—10 miljarða aukningu út- flutningsbirgöa i ár, og kemur sú eignamyndun á móti 40 miljarða viðskiptahalla. Athygli vekur, þegar þessar Framhald á bls. 13 Vinnumálasambandiö lagöi fram tillögur á sáttafundi í gær: Skíma í tíllögunum — segir blaöafulltrúi ASÍ „Vinnumálasamband sam- vinnufélaga lagði fram tillög- ur að umræðugrundvelli á fundin- um i gær og við teljum að i þess- um tillögum sé ákveðin skima sem sé þess eölis að ástæða sé til að skoða þær nánar og þvi hefur sáttanefnd boðað til fundar á morgun, miðvikudag, þar sem fjallað verður frekar um tillög- urnar”, sagði Haukur Már Haraldsson biaðafulltrúi Alþýðu- sambands Islands i samtali við Þjóðviljann i gær. Fundur ASl og VMSS stóö i nær 4 klukkutima og voru tillögur Vinnumálasambandsins ræddar ýtarlega. Samningamenn vörðust hins vegar allra frétta af innihaldi umræðugrundvallarins. — þm Lifiö I miðbænum er fariö aðfikra sig upp eftir Laugaveginum eins og sjá má á þessari mynd, sem tekin er uppiundir Frakkastig. Þar hafði varning verið stillt upp á gangstéttina og vakti greinilega forvitni vegfarenda. Mynd.Eila. „Sólskin á Suöurlandi, í sveitum, í Reykjavík” í Reykjavik skin bros af andlitum, menn spóka sig léttklæddir i sumargolunni og þykjast hafa himinn höndum tekið á besta sumri sem komið hefur árum saman. En það eru ekki allir landsmenn svona heppnir þessa dagana. Á veðurstofunni fengust þær upplýsingar að það væri aðeins hér á suðvesturhorninu sem sólar nýtur, smá glæta hefði verið á Snæfells- nesi i gær og syðst á Vestfjörðum. Aðrir landsmenn mættu búa við súld og sút, rign- ingu og skúri. Trausti Jónsson veður- fræðingur var inntur eftir þvi hvort sumarið i ár væri ekki eitt besta hér sunnanlands um árabil og sagði hann að júni hefði verið hinn sólríkasti i 9 ár, hins vegar heföi júli verið þungbúinn framan af og mistrið dularfulla i lofti. Hiti væri enn rétt undir meðal- lagi, en ekki er enn útséð um útkomu júlimánaðar. Þá var Trausti spurður hvort einhverjar skýringar hefðu feng- ist á mistrinu sem legið hefur yfir landinu og sagðist hann telja að það ætti rætur að rekja til gossins fyrir norðan, en allt væri það mál i rannsókn. Þó að við sunnlendingar teljum okkur eiga harma að hefna eftir mörg rigningasumur og sólar- leysi þá þýðir ekki annað en að óska þess að allir landsmenn fái góös að njóta næstu vikur, þegar feröagleðin nær hámarki á bindindis- og sumarhátiðum. — ká Jlvaö liöur lokun frystihúsanna? í hálfa gátt fyrir vestan, annars opin Hvað líður lokun fyrstihúsanna á landinu sem boðuð var i sumar- byrjun? Hversu margt verkafólk hefur fengið tilkynningu um ,,óvænt sumarfri” og þar með fyllst óvissu um framtiðina? Um það liggja ekki neinar heildarupplýsingar fyrir ennþá, en samkvæmt uppiýsingum Guðmundar H. Garðarssonar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna höfðu engin frystihúsanna lokað 15. júli s.l., en þá komu siðustu framleiðslutölur frá húsunum. Hins vegar hefur nú dregið til tiðinda á Vestfjörðum, en óvist er hvort frystihús viðar á landinu fylgja hótunum sinum eftir. Sjá baksiðu. — ká Sjá baksíðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.