Þjóðviljinn - 23.07.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.07.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Mitivikudagur 23. júli, 1980 UOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvœmdastjóri: Eiöur Bergmann Riutjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan ölafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Áuglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjornsdóttir. Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og augiýsingar: Síöumúla 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaþrent hf. Teflt á tæpu vaði • Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar eru nú horfur á því, að kaupmáttur kauptaxta helstu launa- stéttanna verði í ár 5-6% lakari að jafnaði en hann var á siðasta ári, en hjá lægst launaða fólkinu er gert ráð f yrir, að kaupmátturinn rýrni minna eða um 3-4%. Þá gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að ráðstöfunartekjur heimil- anna, það er tekjur að frádregnum sköttum, rýrni til jaf naðar um 3-4% í ár, en á síðasta ári stóð kaupmáttur ' ráðstöfunartekna í stað. Ekki er þarna gert ráð fyrir neinum áhrifum komandi kjarasamninga. • Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir, að í ár verði við- skiptakjör okkar út á við um 6% lakari en í fyrra, en það þýðir, að viðskiptakjörin yrðu að jafnaði í ár 15,7% lak- ari en þau voru árið 1978. • I sjálfu sér kemur ekki á óvart þótt nú sé spáö 3-7% lakari kaupmætti en á árinu 1978, þegar hafter í huga að á sama tíma hafa viðskiptakjörin versnað um 15-16% og sölutregðu gætir á mikilvægasta útflutningsmarkaði okkar. • Hitt er jafn Ijóst að þeir, sem lægst hafa launin og lægstar tekjurnar,eiga fyllsta réttá, að fá hið bráðasta að fullu bætta þá skerðingu, sem þeir hafa borið á undanförnum mánuðum, hvað sem líður lakari við- skiptakjörum. Það er verkefni þeirra kjarasamninga, sem nú standa yfir, að tryggja þetta. Takist það ekki á þeim vettvangi ber ríkisstjórninni að grípa til þeirra ráð- stafana, sem duga til að tryggja hlut láglaunafólksins. Við annað verður ekki unað. • Stefna núverandi ríkisstjórnar er sú, að verja lág- launafólkáföllum þrátt fyrir skell i utanríkisviðskiptum þjóðarbúsins. Við þá stefnu verður ríkisstjórnin að standa. Hitt er f jarstæða, að hægt sé að bæta kjör allra launamanna á sama tíma og viðskiptakjörin versna um tæp 16%. Þeir sem þokkalega afkomu hafa,bæði f hópi launamanna og atvinnurekenda,verða að sjálfsögðu að þola um sinn skellinn af lakari viðskiptakjörum og eiga enga vorkunn skilið. • Skylda ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður er hvorttveggja ísenn aðtryggja láglaunafólki kjarabætur og eins hitt að koma í veg f yrir að einstakir hálaunahóp- ar hrifsi til sín enn fleiri krónur meðan verið er að verja þjóðarbúið fyrir utanaðkomandi áföllum. • Arangur ríkisstjórnarinnar á þessum vígstöðvum mun fremur en flest annað verða til að skera úr um gengi hennar í bráð og lengd. • Samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar er ráð fyrir því gert, að verðlagshækkanir verði f ár nokkru minni en á síðasta ári. Árið 1979 hækkaði framfærslukostnaður um 60,6% frá upphafi til loka árs, en Þjóðhagsstofnun spáir að í ár verði sambærileg tala 50-55%. Þetta er of lítill ár angur f glímunni við verðbólguna. Stefna verður að því að koma henni niður um a.m.k. 10 prósentustig á ári. Það ætti að vera raunhæft markmið. Hitt segir sig sjálft, að auðvitað er langtum erfiðara að ráða við verðbólguna hér innanlands, þegar erlent verð á innfluttum vörum hækkar að jafnaði um 38% á tveimur árum, eins og Þjóð- hagsstofnun gerir nú ráð fyrir milli áranna 1978 og 1980, heldur en þegar erlenda verðið á innfluttu vörunum hækkar nánast ekki neitt eins og oft hef ur verið, t.d. nær öll viðreisnarárin. • Þjóðhagsstof nun spáir nú 40 miljarða viðskiptahalla á okkar utanríkisviðskiptum í ár, en það svarar um 3% af áætluðum þjóðartekjum. I fyrra var viðskiptahallinn hins vegar 0,9% af þjóðartekjum og undanfarin 10 ár hefur hann að jafnaði verið 4-5%, mældur á sama, kvarða. Auðvitað er 40 miljarða viðskiptahalli áhyggju- efni, enda þótt f lest árin frá 1970 haf i komiðenn lakar út. — Ekki er þetta samt allt hreinn halli á rekstri þjóðar- búsins, því á móti gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir birgðaaukningu útflutningsvara upp á 9-10 miljarða. Þá eru eftir um 30 miljarðar í halla og veldur þar hvað mestu, að reiknað er með 4% magnaukningu í innflutn- ingi sem kostar 16-17 miljarða til viðbótar erlendum verðlagshækkunum. — Á síðustu 6 mánuðum höfum við t.d. rétteinu sinni flutt inn50% fleiri bíla en sömu 6 mán- uði í fyrra, þótt erfiðara sé að selja fisk. Ætli menn í al- vöru að sigrast á viðskiptahallanum, þá er hætt við að endurskoða þurfi þá fáránlegu meðferð á dýrmætum gjaldeyri sem hér viðgengst enn. k. klrippt í Ólympíu- ! klögumál Nú eru Ólympluleikar hafnir I og fylgja meö þar margskonar I athugasemdir. Eins og menn • hafa tekið eftir þá hefur I Morgunblaöið gengið mjög hart I fram aö fordæma þátttöku I tslendinga i þessum leikum og ■ talað um forystumenn tþrótta- I sambandsins og Olympiunefnd I eins og einhverja sérstaka I aumingja og skósveina • Sovétmanna. Þá lendir I I súpunni ekki sist GIsli Halldórs- I son, atkvæðamaður I Sjálf- I stæðisflokknum og iþrótta- ■ frömuður, og hafa honum I sárnað skammirnar eins og I m.a. kemur fram i eftirfarandi I ummælum hans við Alþýöu- ■ blaðið: ,,— Það einasta, sem ég get I imyndaö mér, er það, að menn I hafi rétt einu sinni látið pólitisk- 1 an æsing hlaupa með sig i gönur I og þá er þaö nú svo, að menn I vita ekki alveg hvað það er sem • þeir setja á prent. Ég held aö j þarna komi einfaldlega fram I stuðningur Morgunblaðsins við I Carter Bandarikjaforseta, ' ekkert annað. Ég tel hins vegar, að við | eigum að bera höfuðiö hátt og I halda áfram að vera sjálfstæöir. ■ Mér þykir það ákaflega leitt J þegar stórveldi ætlar sér að | hafa áhrif á það, hvort smáþjóð I eins og ísland tekur þátt I leik- 1 unum eða ekki. Þetta tel ég, aö J eigi ekki að eiga sér staö, en þvi J miöur hefur það verið gert aö I þessu sinni.” ’ Vegna þess samanburðar sem J hér og þar hefur verið gerður á I milli Ólympiuleika I Moskvu og I Berlin 1936 minnir Gisli á það, 1 að 1936 hafi Morgunblaðið verið J mjög fylgjandi þátttöku Islend- I inga — en Alþýðublaðið og Þjóð-' I viljinn á móti. i Pólitísk I fondœmi Þessi dæmi geta með mörgum öörum minnt okkur á, að vissu- lega skerast stjórnmál og iþróttir oft og með mörgum hætti. Og I þvi tilviki sem nú er um rætt eru Ólympiuleikar orðnir stórpólitiskt mál vegna ástands I alþjóðamálum. Um það ætti i sjálfu sér að vera óþarft að deila. Það sem menn þurfa að koma sér niöur á i sliku ástandi er blátt áfram hvernig þeir ætla að láta iþróttahreyf- ingu sins lands koma inn i stórpólitiskar deilur — og hvort þeir geta treyst sér til að fylgja þeirri stefnu eftir hver sem i hlut á. Ellert Schram ritstjóri VIsis gerir sér grein fyrir þessu i grein sem hann skrifar i blað sitt setningardaginn. Hann seg- ir, að Islensk iþróttahreyfing hafi hingað til starfað I þeim anda að leiöa iþróttamenn til - keppni án tillits til stjórnmála og spyr: „Átti Islensk iþróttahreyfing, sem hefur starfað I þessum. anda, að hlaupa nú upp til handa og fóta vegna fyrirmæla frá Carter Bandarikjaforseta? Vill Islenska þjóðin aö iþrótta- hreyfingin taki til þess afstööu hverju sinni, hvort það sé Bandarikjaforseta þóknanlegt eða ekki, aö sækja tilteknar þjóðir heim á Iþróttasviöinu? Eigum viö að spyrja samvisku okkar i hvert skipti sem kappleikur eða spretthlaup “1 lagt út á slika braut nema þeir séu sammála um að fylgja slikri kröfugerð út I æsar. Tilefni til að beita henni mun ekki skorta, svo mikið er vist. Það er þessvegna rétt stefna að láta iþróttahreyfinguna sjálfa um að svara þvi hvenær og hvar hún vill keppa á alþjóð- legum mótum — ef við sleppum þeirri nauöung sem þröngum fjárhag jafnan fylgir. Hitt er svo meira en liklegt, að viö höfum vanrækt það að reyna að gera okkur einhverja heildarstefnu i iþróttamálum, sem reyndi m.a. aö svara því hverskonar kappleiki og I hvaða greinum menn vilja leggja mesta áherslu á. Eöa hvort íslendingar vilja halda fast við áhugamennskuviöhorf um „að vera með”, hvað sem liöur firnalegri atvinnumennsku hjá stórum iþróttaþjóðum. Það kostar ekkert í Danmörku hefur eins og hér heima verið mikið rifist um þátttöku I Ólympiuleikjun. Þar kom í lesendabréfi I Informa- tion fram ein athugasemd sem ekki er úr vegi aö sýna að gefnu tilefni. I bréfi þessu var handknatt- leiksmaður aö kvarta yfir þvi, aö iþróttamenn hefðu tiltölulega saklausir veriö valdir til að verða einskonar holdtekning pólitiskrar reiði á mjög hæpnum forsendum. Hann átti við það, að allskonar aðilar vildu koma mótmælum vegna innrásar I Afganistan yfir á iþróttamenn einmitt vegna þess að á þeim vettvangi eru engir hagsmunir i veöi. Þeir, sem vildu endilega halda áfram aö selja fisk eða vélar eða tölvur eða kaupa gas af Sovétmönnum, hafa gjarnan viljað refsa þeim með Iþrótta- banni: þá tapar enginn. Nema náttúrlega þeir sem hafa spanderað öllum fristundum sinum I nokkur ár meö það fyrir augum að fremja ólympiu- afrek. Gott dæmi um slika menn er einmitt Ronald Reagan, sá sem nú gerist Carter Bandarlkja- forseta nokkuð hættulegur. Reagan vill auðvitað hundsa Ólympiuleikana. En hann er hinsvegar á þvi að afturkalla kornsölubann til Sovétrikjanna, sem hefur valdið bandariskum bændum nokkru tapi. Hvaö gera menn ekki fyrir atkvæðin? — áb. hefst, hvort mótherjinn sé góður maður eða slæmur i pólitisku tilliti? Eigum við að meta þátt- töku okkar á leikvanginum eftir þvi hvort I landi keppinautanna sé góö stjórn eða slæm? Þessum spurningum stóð Islenska oly mpiunefndin frammi fyrir, og þaö er yfir- gnæfandi skoðun Iþróttaforystu- manna, að það hafi verið ógjörningur fyrir nefndina aö breyta út frá þeirri afstöðu, þeirri grundvallarafstöðu að blanda ekki saman pólitik og Iþróttum. Meö þvi heföi hún stigið spor, sem hefði örlagarlkar afleiðing- ar i för með sér. Ekki yröi aftur snúið, fordæmiö skapað og héöan I frá gætu pólitiskir lodd- arar og lýðskrumarar leitt inn i iþróttahreyfinguna endalausar og óþolandi umræöur um rétt- mæti þess að keppa við þessa eða hina þjóðina.” Að vera sjálfur sér samkvœmur Það er nokkuð til i þessu. Það getur verið ágætt að setja háar siögæðiskröfur i iþróttasam- skiptum: keppa ekki hjá þvi riki sem stendur i að brenna þorp smáþjóða meö napalmi, hvort sem væri I Afganistan eöa Vietnam, keppa ekki I löndum þar sem þúsundir stjórnarand- stæðinga hverfa og eru pyntaðir með svivirðilegasta hætti (Argentina) og þar fram eftir götum. En það er eins og Ellert Schram segir: menn geta ekki L----------0g skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.