Þjóðviljinn - 23.07.1980, Síða 8

Þjóðviljinn - 23.07.1980, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJJNN Miövikudagur 23. júll, 1980 Viö Tröllkonuhlaup.en I þeim leiöangri freddi Þorleifur Einarsson feröafólkiö um Heklu og Hekluelda. Griliinu var haganlega fyrir komiö og kræsingar steiktar I bliðunni. Siguröur Blöndal flytur herhvöt sina um nýjan búning handa fjailkonunni. Mál er að linni þjóðsögunni um óspillta, islenska náttúru: Tryggvi Sigurbjarnarson aöalfararstjóri útdeilir vinningurn i happdrættinu. Andrea Jónsdóttir tekur hér viö sólstól. 55 „Island er íklætt tötrum Rœða Sigurðar Blöndals skógrœktarstjóra i sumarferð Alþýðubandalagsins i Reykjavík 1980 Fáninn rekinn niöur I islenska jörö. Góöir félagar! Viö erum stödd i dag á staö mikillar sögu bæöi lands og þjóöar. Óviöa hafa mikil örlög i þessari tviþættu sögu tvinnast saman meö eins áhrifarikum hætti. Óviöa sjást þess önnur eins merki, hvernig lif landsins stenst holskeflur eyöingar, en einnig þess, þegar lifiö veröur aö lúta I lægra haldi. örlagavaldurinn i þessum dal hefur veriö þaö eldspúandi fjall Hekla, sem gnæfir hér yfir i tign sinni. Fjall þetta, sem i fornum ritum var kallaö Heklufell eöa Heklu- fjall, bar nafn Islands viöar um heim en nokkurt annaö fyrirbæri. Snemma á öldum var fariö aö skrifa um þaö i bókum á fjarlæg- um löndum. Um 1180 samdi munkur aö nafni Herbert, þá kapelán i klaustrinu Clairvaux, en siöar erkibiskup á Sardiniu, rit mikiö er nefndist: „Bók um undur”. Þar er kafli „llm hiö islenska hel- viti”, — eöa „De inferno Hyslandie” eins og þaö hét á latinunni. 1 þessum kafla úir og grúir af gullkornum. Tröllauknir eldstólpar Ég má til meö aö leyfa ykkur aö heyra nokkur þeirra, af þvl aö viö erum stödd næstum á barmi þessa helvitis. — „Noröur I heimi er vitaö um stóra eyju, sem kölluö er Island (Hyslandia) og tekiö hefir kristna trú. A henni er fjall nokkurt bratt og geysimikiö, sem tekur yfir mikinn hluta landsins, en undir þvi telja ibúarnir, aö sé hiö mesta víti. Fjall þetta er allt fullt af hellum og holt aö innan brennur allt og spýr logum, og stendur I sifelldu eldsbáli, sem læsir sig inn og eyöir fjalliö aö utan og innan allt niöur aö rótum og jafnvel út fyrir fjallsræt- urnar... — Innan i þessari hræðilegu fjallsgjá er þvllikur eldsbruni aö margfaldir og tröllauknir eld- stólpar risa hvarvetna upp og ná allt upp I skýin, og þegar þeir hniga aftur risa ávallt aörir I staöinn, eins og þegar ofsi æöandi báls þeytir upp eimyrju og gleympir hana á vixl, svo aö himinninn viröist standa þarna i björtu báli. Ennfremur sjást standa út úr eldhnöttum þessum björg á stærö viö fjöll, sem ofsi eldsins hefir tætt upp úr innyflum dikisins og þeytt af miklu afli upp i loftiö, en af þyngd sinni steypast þau aftur niöur I undirdjúpin”. Þetta eru aöeins glefsur úr hinni ógnvekjandi lýsingu Her berts munks á hinu Islenska hel- vlti. / Ijósum logum Saxi hinn fróöi, sagnaritarinn danski, skráöi i riti sinu „Gesta Danorum” lýsingu á Islandi. Þar stendur m.a.: „A eylandi þessu er einnigfjall, en litur út eins og glóandi væri sakir sifelldra eldflóöa og vegna eldstrókanna úr þvi stendur hryggur þess stööugt I ljósum log- ujm. Þetta skrifar hann einhvern tima kringum 1200. 1 rauninni er litt ofsagt i þess- um hástemmdu lýsingum. Fólkiö, sem viö rætur fjallsins bjó, fékk aö kenna á eldinum. 1 gosinu mikla 1104 eyddist byggö I Þjórsárdal, eins og sjálf- sagt hefir veriö lýst fyrir ykkur ýmsum i dag, og sú byggö reis ekki aftur. Og skógurinn náttúrunnar á undraveröan hátt. En þaö eru fleiri hættur, sem aö þvi steöja. Skal nú vikiö ofurlitiö aö þeim þætti. ísland er land þjóösagna. Ekki bara þeirra sem sagnaþulir á borö viö Jón Arnason, Ólaf Daviösson og Sigfús Sigfússon skráöu, heldur þeirra þjóösagna, sem skráöar eru og sagöar enn I dag. Ein þessara þjóösagna er um hina óspilltu islensku náttúru. Sagan um annaö af hinum tveimur llfbeltum Islands, þaö sem er á þurru landi, gróöur- lendiö, vitnar um annaö. Hún er fljótsögö: Þegar norrænir og irskir menn tóku hér land fyrir margumrædd- um 1100 árum var gróöurlendiö 50—60 þúsund ferkilómetrar — þaö er jafnmörg prósent af yfir- boröi landsins. Nú er þaö 25 þúsund ferkfló- metrar. A sama tima huldi trjágróöur birki og viöir — um 30 þúsund fer- kflómetra, aö þvl er nær óyggj- andi rök má leiöa aö. Nú hylur þessi gróöur 1.250 fer- kflómetra, rétt liölega 1% af yfir- boröi landsins. Trjágróöurinn var og er lang- sterkasta vörn jaröveginum — undirstaöa þessa lifbeltis I bók- staflegum skilningi. Hann hefir eyöst aö þvi marki, sem tölurnar gefa til kynna. Ekki hefir Hekla eöa stallsystur hennar i eldfjalla- sveit gert þaö, eins og viö höfum dæmin um úr þessum dal og ég var aö rekja ofurlltiö. Ber nú þessi eyöing gróöur- lendisins vott um óspillta náttúru? Svo sannarlega ekki. Hún hefir spillst svo, úö noröan Alpafjalla eru engin dæmi hliö- stæö 1 þessari álfu. Meira en helmingur gróöurlendisins hefur hreinlega eyöst og jarövegurinn skolast burt fyrir veöri og vind- um. Eftir er landiö allsnakiö, rúiö og bert I klöpp og mel. Gæði þess, sem eftir lifir af gróöurlendinu,er ei nema svipur hjá sjón þess, sem var. Eyöing trjágróöursins vegur þar þyngst og viðast er hann aöeins lágvaxiö kræklukjarr, þar sem skilyröi voru fyrir vænan skóg. En einnig þaö, sem i daglegu tali er nefnt graslendi, er mjög viöa aöeins vesælar leifar af náttúrlegu allsnægtaboröi. Samt er sögö og skráö á okkar dögum þjóösaga um óspillta, is- lenska náttúru. Mál er aö linni slikri þjóösagna- smiö. Horfumst heldur I augu viö veruleikann. Búsetan i landinu Hvaö veldum þá þessum ósköp- um, sem ég hefi nú lýst? Þar er skemmst frá aö segja, aö búsetan I landinu er meginvaldurinn. Þvi eiga margir íslendingar erfitt meö aö trúa ennþá. Skuldinni er skellt á náttúruöflin. Þessari afstööu má aö vissu leyti likja viö sjálfsblekkingu áfengissjúklingsins, sem kennir einhverju ööru um vandamál sin — þvi hann er bara aö skemmta sér, þegar hann liggur i vimunni, og skemmtunin skapar ekki vandamál. A sama hátt er búseta, sem gengur I berhögg,viö lögmál lif- andi náttúru, ekki vandamál i augum fjölmargra landa okkar. Þaö sem aflaga fer er Heklu gömlu aö kenna. Þaö er henni aö kenna aö Island er I dag land 1 tötrum I þeim skilningi, aö gróöurrlki þess er aöeins aumar tætlur af þvi, sem gæti verið, ef náttúran sjálf heföi fengiö aö láta lögmál sin drottna óáreitt. lifði. 1 ýmsum gosum siöar, eins og 1693 og stórgosinu 1766 lögöust margar jaröir I eyöi, t.d. Asólfs- staöir og Skriöufell, sem stendur i miöjum mesta skóginum i hllö- inni hér niöri frá. Þvi var spáö eftir eitt gosiö, aö Skriöufell myndialdreibyggjastaftur. Eftir fjögur ár hófst þar þó búskapur á ný. Svo var um flestar jaröirnar eftir þessi gos. Og skógurinn I hliðunum liföi, þótt fleira dyndi á honum en Hekluaska. Sú varö einnig raunin á meö Búrfellsskóg og skógana i Landssveit, sem kenndir eru viö ýmsa bæi þar, eins og Skarfanes — hérna rétt handan viö Þjórsá, islenskan stórskóg — Galtalæk o.fl. Þaö aö þessir skógar eru ekki viðlendari en nú er raunin á, á sér aörar orsakir en þann eld og eimyrju, sem Hekla gamla hefir ausiö yfir þá. Þá er komiö aö kaflaskiptum i þessu tali. Viö höfum rakiö dæmi þess, hvernig lif landsins hefur staöist hinar miklu hamfarir Maturinn bragöaöist vel i útiloftinu. Lifið er sterkara en dauðinn Birkihliðarnar hérna i dainum, slétturnar yfir I Skarfanesi og Galtaiæk, eru hins vegar til vitnis um þaö, aö „lifið þaö er sterkara en dauöinn”, eins og Káinn sagöi foröum, þar sem hvorki Hekla gamla né þrjátiu kynslóöir Is- lendinga megnuöu aö granda þvi. Þessar hliöar og sléttur sem haldiö hafa gróöurhulu sinni, nutu reyndar þeirrar verndar náttúr- unnar sem felst I betra veöurfari en þekkist viðast hvar á Islandi. Annars staöar nutu hllöar og sléttur þess ekki. Fyrir þvi eru þar nú berar skriöur og melar, eins þótt engin Hekla væri nálæg. Mér verður hugsaö til margrar hliöarinnar og margs eins holts- ins á Vestfjöröum, Noröurlandi og Austfjöröum. Fyrst og fremst verður mér hugsaö til þeirra fáu bletta i þess- um landshlutum, þar sem ein- hver hulinn verndarkraftur hllfði birkinu viö ásókn mann- skepnunnar og fylgifiska hennar fjórfættum. Þessara litlu bletta, sem eru skrúögrænir af laufi og bjóöa birginn „svalviðrum hörö- um”, en skarta faldinum græna meö hógværri reisn. Að eiga sér draum Góöir félagar, ég á mér draum um Islands hliöar og móa þakin grænni hulu laufs svo hátt til fjalla sem náttúran leyfir á hverjum staö, þar sem blóm- gróður þrifst meö grösum og mosum i skjóli laufsins. Þaö er Island meö samfelldri hulu óspilltrar náttúru, sem veitir ból auöugra mannlifi en geta þeir tötrar, sem Island er fært i I dag. Organistinn hans Kiljans 1 Atómstööinni sagöi viö ófeimnu lögregluna: „Ég hefi alltaf heyrt borgir væru þvi meira veröar sem þar væru fleiri rústir”. Hliöstætt þvi segi ég: „Ég hefi alltaf heyrt lönd væri þvi byggilegri sem þau væru grænni”. Raunar var organistinn lika á þvi, svo maöur vitni til hans frekar. Þegar ófeimna lögreglan svaraöi þessari þverstæöu hans: „Já, og villt kannski láta vaxa arfa á hrúgunni, þar sem Lundúnir hrundu og slý i pyttin- um þar sem París sökk”. Þá sagöi organistinn: „Þvi ekki rósatré og álft á vatni. Menn telja borgir þvi feg- urri sem i þeim eru stærri garöar, svo mannabústaöir hverfi milli apaldra og rósarunna og spegli sig I kyrrum vötnum. Fegurstur garða er þó sveitin, hún er garöur garöa. Þegar kjarnorkusprengjan hefir jafnaö borgirnar viö jöröu I þessari heimsbyltingu, sem nú stendur, af þvl þær eru orðnar á eftir þróuninni, þá hefst menning sveitanna, jöröin veröur sá garöur garöa, sem hún aldrei var fyrir nema i draumum og ljóö- um”. I þann búning sem hæfir Draumur organistans er þannig hinn sami, sem mig dreymir: Um tréð sem æösta tákn lifsins, tréö, sem myndar skóginn, þegar þau vaxa þúsundum og milljón- um saman i breiöum og standa sem veggur gegn slikum reginöfl- um eyöingar, sem Heklueldur er stærst dæmi um i náttúrunni. Þaö er vond saga, aö mann- legar athafnir skuli reynast sliku heljarafli náttúrunnar sterkari kraftur til þess aö eyöa lifandi náttúru. Þaö minnir okkur, sem nú byggjum Island, rækilega á það, aö aögát skal höfð i nærveru gróöursins. Jafnsjálfsagt og þaö er, aö tréö, sem þó verður elst og stærst lifvera, deyi fyrir elli eöa öxi, þá veröur nýr sproti, sem vex af rótum þess,aö fá sina vernd á viökvæmasta skeiöi ævinnar. Saga Islands er saga um þaö, aö trjágróöur landsins fékk ekki þessa vernd. Fyrir þvi sjáum viö nú tsland i tötrum. Strengjum þess heit aö færa þaö aftur I þann búning er þaö vill klæöast og hún veröskuldar, þessi móöir vor kær. Miövikudagur 23. júli, 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 á dagshrá >Vegna trassaskapar, eigingirni hinna yngri og endalausrar þjónustu við þá sem kröfuharðastir eru hafa þessi mál setið á hakanum. Einfalt dæmi úr Reykjavík sannar þetta I um þaö bil ár hef ég reynt aö vekja athygli manna á málefnum aldraös fólks i landinu. Þetta hef ég gert meö þvi aö skrifa fjöl- margar greinar i dagblööin og landsmáiablööin. Ég hef meöal annars skrifaö nokkrar greinar um þetta málefni hérna I Þjóö- viljann. Þaö viröist augljóst, aö þessi tilraun hefur vakiö athygli margra. Þaö marka ég á þvi aö fjölmargir aöiiar hafa meö ein- hverjum hætti látið til sin heyra og þar á meöal fólk af hinum ólik- ustu sviöum þjóölifsins. Ein er þó sú manntegund sem þessi skrif virðast hafa látiö ótruflaöa. Þaö eru þeir sem eru i stjórnmálunum, og ekki hafa blööin taliö ástæöu til aö spinna mikinn lopa úr þessu efni, jafnvel ekki I agúrkutiöinni. — 0 — Þetta áhugaleysi þeirra sem stjórna skoöunum fóksins, skil ég einkar vel. Þaö mál sem ég hef reifaö er nefnilega feimnismál. Auk þess hef ég ekki notaö vilmundarstilinn 1 skrifunum og hef enda andstyggö á texta sem byggist á órökstuddum fullyrö- ingum sem þjóna þeim tilgangi einum aö fá menn til aö hnota- bitast eins og óstýrilátir gagn- fræðaskólakrakkar i frlminútum. Margt aldraö fólk sem talaö hefur viö mig, hefur spurt hvort ég ætlaði aö reyna aö gera eitt- hvaö I málinu. Ég hef auðvitað sagt eins og er aö ritvélargarm- urinn sé eina tækiö sem ég hef yfir aö ráöa. Ég hef ekki trú á þvl aö þeir sem ráöa i pólitikinni hafi áhuga á hugmyndum mlnum. — 0 — I skrifum minum um málefni aldraöra hef ég reynt aö draga fram forsögu málsins. Ég hef bent á þá þróun sem oröið hefur I þjóöfélaginu, sérstaklega um og eftir striðiö, og þá röskun sem sú þróun hefur haft á lif aldraös fólks. Ég hef bent á þá staðreynd, aö þegar neysluþjóðfélagiö tók til starfa, þó dróst gamla fólkiö aftur úr og margt af þvi hefur mátt þakka fyrir aö svelta ekki bein- linis inni i miöju neysluæöinu. Ég hef bent á aö sú byggöaröskun sem varö eftir striöiö skapaöi ó- teljandi félagsleg vandamál, sem endurspeglast einkar vel I þeirri staðreynd aö 10% allra Ibúa Reykjavikur eru ellilifeyris- þegar. Ég hef bent á aö sú breyting á atvinnuháttum lands- manna sem oröið hefur á siöustu áratugum, þar sem stööugt hefur reynst erfiöara fyrir kynslóöirnar aö vinna saman, hefur kippt grundvellinum undan eölilegri þátttöku gamla fólksins i daglegu atvinnullfi og heimilisrekstri eins og barnauppeldi til aö mynda. Og aö lokum hef ég bent á þá staö- reynd aö þó aö vilji væri fyrir þvi aö leysa, þó ekki væri nema ytri vanda hinna öldruðu, þá veröur þaö ekki gert nema til komi ný skattlagning á þjóöina alla. Ég gæti trúaö aö þetta siöasta stæöi einna þyngst i hálsinum á stjórn- málamönnunum. — 0 — Þeir sem standa i þvi aö stjórna sveitarfélögum, eins og til aö mynda Reykjavik, vita þaö mæta vel, aö þaö sem ég hef haldiö fram um fjármögnun þessa málaflokks, eru beinharöar staö- reyndir, Fjármagn til aö leysa þaö verkefni aö búa sómasam- lega aö öldruöu fólki, veröur aö koma gegnum sérstaka skatt- lagningu á alla þjóöina. Einfalt dæmi úr Reykjavik sannar þetta. Ariö 1978 voru byggöar 30 leiguibúöir viö Löngu- hliö fyrir aidraöa. Um þessar 30 I- búöir sóttu 206. Viö Dalbraut sóttu 253 um 46 einstaklingsibúöir og 50 um 18 hjónalbúðir. Þetta er máliö I hnotskurn. Ef stjórnmálamenn vilja ekki viöurkenna þessar staöreyndir, veröa málefni aldraöra aldrei leyst. Vegna trassaskapar, eigin- girni hinna yngri og endalausrar þjónustu viö þá sem kröfuharö- astir eru, hafa þessi mál setið á hakanum. Aidraö fólk, allavega sú kynslóö sem nú er á efri árum, verður aldrei kröfugeröarfólk. Eina vonin til aö leysa þetta mál er aö hinir yngri viðurkenni mis- tökin og hafi siðferöisþrek til aö borga þá skuld sem viö stöndum 1 viö þessa eldri kynslóö. A History of Greek Philosophy by W.K.C. Guthrie. Volume I: The Earlier Preso- cratics and the Pythagoreans. Volume II: The Presoératic Tradition from Parmenides to Demorcritus. Cambridge Univer- sity Press 1979. Hin griska heimspekisaga Guthries er nýjasta og vandaö- asta saga griskrar heimspeki sem nú er fáanleg á ensku. Siö- asta almenna heimspekisagan var Greek Thinkers eftir Theodor Gomperz, en lokabindi þeirrar sögu kom út á ensku 1909, þýtt úr þýsku. Höfundurinn segir i formála, aö „til þess aö tjá hina grisku sál, þurfi imyndunarafl,samkenndog virðingu og innsæi. Þaö þarf aö tileinka sér hugsanir manna, sem voru mótaöir af menningu sem er fjarlæg bæöi i rúmi og tima og sem mæltu og rituöu á annarlegri tungu. Mörgum þeirra, sem viö nefnum heimspekinga, var ekki aöeins rökhyggja og skynsemi heldur einnig mýtan og goö- kynjuö opinberun, leiðin til sann- leikans, ásamt i skáldskapnum”. Þaö nægir ekki aö skilja þá aöeins frá heimspekifræðilegum for^ sendum þaö þarf næman skilning á griskri tungu og næmi fyrir blæ- brigöum tungunnar á mismun- andi timaskeiöum, til þess aö nálgast þaö, sem mætti nefna réttan skilning. Höfundur segir aö slikum kröfum veröi aldrei full- nægt, en meö þvi aö gera sér þær meövitaðar, þá ætti sá sem tekur aö sér sllkt verk aö geta tileinkaö sér þá auömýkt og viröingu gagn- vart hinu yfirþyrmandi verkefni, aö hann nálgist þaö og vinni þaö meö hinu rétta hugarfari, þess sem gerir sitt besta. 1 fyrsta bindi verksins eru engin skil dregin milli heimspeki og guðfræði, greinarnar eru ein grein, og er tómt mál aö reyna nokkra sundurgreiningu, meö guöfræðinni fylgja greinar eins og stjörnufræöi, stæröfræöi, llf- fræöi ofl.ofl. Þetta tímabil mark- ast af upphafi sjöttu aldar til miörar fimmtu aldar f. Kr. Saga griskrar heimspeki er jafnframt myndunarsaga evrópskrar heimspeki, svo mjög voru evrópskir heimspekingar mótaöir af griskri heimspeki, allt fram á siöari hluta 19. aldar. Raunvlsindi siöustu hundrað ára hafa gjörbylt og ummyndaö þá heimsmynd, sem byggt var á allar aldir meira og minna fram aö þeim tima. Engu aö siöur fer þvl fjarri aö sigild undirstööu- atriöi grlskrar hugsunar séu ekki jafn timabær eins og fyrrum og þaö er þessvegna sem þetta rit er sett saman. Upphaf grlskrar heimspeki má rekja til þess tima, þegar menn tóku aö gera sér grein fyrir þvi, aö sundurlausir fyrirburöir og aö þvi er virtist viö fyrstu sýn, óskiljanleg atburöarás, hlutu aö orsakast af ópersónulegum öfl- um. örlög mannanna voru litt öf- undsverö, menn virtust leik- soppar oft litt siöaöra guöa, þvi var ekki aö undra svartsýni Hómers, en jafnframt var sú trú áleitnari eftir þvi sem leiö á, aö guöirnir heföu bein afskipti af dauölegum mönnum, einstakling- um. Annaö timabil griskrar heim- speki hefst á timum Anaxagor- asar og Demokritusar, sem var til forna kennt við Sókrates, frá miörifimmtuiöldogtil loka fjóröu aldar. Þáer hádegi griskrar heimspeki, Sokrates, Platon og Aristóteles. Efnissviöið breytist, áöur var þaö alheimurinn, nú varö þaö maöurinn sjálfur. Cicero sagöi þremur öldum seinna, „aö Sókrates hafi kallaö heimspekina af himni og komiö henni niöur i borgirnar og inn á heimili mannanna”. 1 þessu sam- bandi talar Ciceró um þaö sem mætti nefna „fagurlifi”, lifsmáta markaöan skyldunni viö sam- félagiö, einkennt hógværö og hóf- semi. Rit Guthries er auk þess aö vera lykilrit I þessum fræöum, mjög vel og llflega skrifaö, höf- undurinn er sjálfur altekinn áhuga á viðfangsefninu og þvi er ritiö skemmtilegt aflestrar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.