Þjóðviljinn - 01.08.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.08.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. ágúst 1980. Ég hefi ekki óskaö eftir aö hafa aöra möguleika, mér finnst ég ekki ffkinn I völd... Forsetinn kemst aö visu ekki i samband viö hvern og einn, en ótrúlega marga samt... FOLK HEFUR STERKA VITUND FYRIR ÞESSU EMBÆTTTI........ Viötal við Kristján Eldjárn, forseta Islands í tólf ár Síðasti sendiherrann sem ég hitti í þessu starfi var að kveðja í morgun, hann var frá Suður-Kóreu. Hins vegar höf um við tekið á móti 149 nýjum sendi- herrum þessi tólf ár sem ég hefi verið forseti. Það vantar ekki nema einn í skemmtilega tölu, segir Kristján Eldjárn, sem stendur i sigildum raunum bóka- manna: enginn veit hve mikiö af bókum hefur safnast til hans fyrr en flytja skal buferlum. Þau frú Halldóra eru aö koma sér fyrir á nýju heimili aö Sóleyjargötu eitt, þegar blaöamaöur ber þar aö dyrum tveim dögum fyrir for- setaskipti. Mikill áhugi — Nei, ég var ekki hissa á þvi hve mikinn áhuga fólk haföi á for- setakosningunum. Mér finnst ég hafa orðið svo rækilega var viö aö íslendingar meta þetta embætti mikils, hafa áhuga á þvi og á Bessastööum. Og þess vegna hef- ur mér lika fundist út I hött sú gagnrýni sem stundum heyrist, aö þetta embætti sé óþarft og mætti leggja þaö niöur og taka upp svissneska háttu eöa eitthvaö þessháttar. Þjóbin vill hafa for- seta. Sá vilji, sá áhugi sem ég nefndi, ætti aö nægja til aö rétt- læta þetta embætti, jþótt þaö þurfi kannski ekki endilega að vera alveg eins og þaö er nú. Þaö er eölilegt aö um þá hluti sé rætt þegar breytingar á stjórnarskrá eru á dagskrá, en ég hefi samt ekki mikla trú á aö menn vilji breyta miklu um stööu forsetans. Sá áhugi sem menn hafa á for- setakosningum er sjálfsagt tengdur þvi lika, aö þær eru til- breyting, þá finnst mönnum að þeir séu frjálsari, óbundnari af flokkum og leiðtogum þeirra. — Hefuröu i starfi þinu oröiö var við aö menn geri sér rangar hugmyndir um forsetaembættiö? — Ekki er þaö neitt aö ráöi. Ég held aö þeir sem i alvöru hugsa um þessi efni átti sig fljótlega á hvaö I þvi felst. Þaö er helst aö þess misskilnings gæti, aö fólk heldur aö forsetinn geti náöaö dæmda menn upp á eigin spýtur. Ég hefi alloft oröiö aö segja fólki, sem leitar til min meö slik mál, aö þau veröi aö fara eftir öörum leiöum. Ekki fikinn í völd — Þú vékst áöan aö hugsanleg- um breytingum á stööu forsetans. Hefur þig sjálfan nokkru sinni langaö til aö hafa aöra möguleika en þú hafðir? — Nei, aldrei. Má vera þaö sé tengt minni persónugerð, mér finnst ég ekki fikinn i völd. Sumir •menn hafa hreyft þvi, að forset- inn ætti aö beita meira valdi sinu til aö neita aö skrifa undir lög, en mér er nær að halda aö þá hugsi menn sin dæmi ekki á enda. Ég hefi alltaf litið á þetta vald (sem aldrei hefur veriö beitt hingaö til) sem öryggisventil sem opna mætti,ef forseta sýndist aö veriö væri að steypa þjóöinni I glötun, ekkert annaö en itrustu öryggis- ráöstöfun, sem allir vona aö ekki þurfi aö gripa til. Ánœgja og áhyggjur — Hvaö er ánægjulegast viö starf forseta? — Þaö gefur liklega fleiri möguleika en nokkurt annaö embætti til þess aö komast i sam- band viö ótrúlega margt fólk, erlent og innlent, menn i marg- vislegustu stööum, fulltrúa allra hópa i þjóöfélaginu. Þaö hefur ekki sist veriö ánægjulegt aö taka á móti fulltrúum samtaka ýmiss konar, sem eru aö halda þing og landsfundi. Samskiptin viö Alþingi og stjórnmálamenn hafa lika verið mjög ánæjguleg. Stjórnarmynd- unarlotur, sem eru orðnar nokkuö margar, eru llka áhugaveröar á sinn hátt. Þeim fylgja vitaskuld allþungar áhyggjur meöan á þeim stendur. Það er vakað mjög yfir þeim ákvöröunum sem for- seti á rétt og skyldu til aö taka viö þær abstæður. Maður vill aö sjálf- sögöu gera þaö sem rétt er, en þaö er ekki alltaf augljóst, hvaö er rétt. Einmitt I þessum lotum getur forseti tekiö einhverja ákvöröun, sem drjúgur hópur manna telur mistök. Um þetta er ekki annab aö segja en að forseta getur auövitaö skjátlast sem öðr- um og hann veröur aö taka þvi ef hann bakar sér ámæli. Kóngar og forsetar — Þjóöhöfðingjar koma i heim- sókn eöa eru sóttir heim- er mik- ill munur á þeim sem eru fæddir til starfans og þeim sem kosnir eru til hans, á kóngafólki og for- setum? — Óneitanlega er dálitill mun- ur á, þaö er önnur framkoma viö- höfö við konunga en forseta. Mér finnst þaö allt ósköp eölilegt, ekki sistef viö höfum I huga hinn sögu- lega aödraganda — þaö hve konungdómur stendur á ævaforn- um merg. Þaö er annar rammi um allt þaö lif, fólk er ekki éins frjálst af sér andspænis konung- um og forsetum. Kóngafólk er vitaskuld ekki allt eins, sumir ataka alvarlegar en aörir þá skyldu að vera konunglegir. Aðrir vilja ekkert fremur en að þeir séu meðhöndlaðir eins og venjulegar manneskjur. Og i kynningu er þetta fólk indælis manneskjur; ég nefni til dæmis belgisku konungs- hjónin, sem við heimsóttum I fyrra, og þó ég nú nefni þau, þá má hið sama segja um aöra i þessari stööu. Gústaf sjötti Adólf Svíakonungur var nánast vinur minn. Ég hafði hitt hann viö upp- ar viö svo komum i opinbera heimsókn til Sviþjóðar byrjaöi hann strax á flugvellinum að tala viö mig um fornleifafræði, og viö höföum nóg um aö spjalla af þeim vettvangi þá þrjá daga sem heim- sókn stóö. Hann var ágætlega að sér um fornleifafræði, þaö er mis- skilningur sem sumir Sviar héldu aö hann hafi fengið lof fyrir þaö áhugamál bara af þvi aö hann var konungur. Menn segja oft aö konungdóm- ur sé timaskekkja. En ég fæ ekki betur séö, en aö það fyrirkomu- lag, sem hefur oröið til á Noröur- löndum til dæmis, gangi alveg ágætlega. Konungdæmið stóð einna tæpast i Sviþjóö, en drottn- ingin sýnist hafa hresst þaö viö. Liklega hefur ekkert styrkt kon- ungdæmi þar og i Noregi eins og þaö, að borgaralegar stúlkur veröa þar drottningar og krón- prinsessa. Þaö er ósköp skiljan- legt. öskubuskudraumurinn kemur hér við sögu, og eins er meö þessum giftingum numiö á brott það sem mörgum hefur fundist ógeöfelldast viö konung- dæmiö — aö skylda rikisarfa til að giftast einhverjum þeim sem heföi svonefnt blátt blóö I æöum. — Nú má forseti helst ekki taka afstööu I meiriháttar deilumál- Halldóra og Kristján Eldjárn fyrir utan sitt nýja heimili viö Sóleyjargötu (Ijósm. eik) Um, en um leiö vilja menn gjarna heyra álit hans á vanda þjóðar- innar viö ýmis tækifæri, t.d. við áramót. — Já, þaö er reyndar mikill vandi aö semja þessi áramóta- ávörp. Þaö er mikið hlustaö á þau, þvi þótt forsetinn láti ekki oft sjá sig, þá fylgjast menn allvel meö embættinu eins og ég sagöi áöan, hafa sterka vitund fyrir þvi. Og forsetinn lendir i talsveröri klemmu. Hann vill helst ekki tak- marka sig við innantómt orða- gjálfur. En ef hann vill taka á málefnum rekur hann sig fljótt á, að þaö er býsna þröngt um mál- frelsið sem hann hefur. Þetta eru ekki stefnumarkandi ræöur held- ur hátiðaræður, skrautræöur að nokkru leyti, og þær setja manni þröngar skorður. Ég segi fyrir sjálfan mig: einatt hefi ég strikað þaö út sem mig langaði mest til að segja. Og lifum vér enn — Engu aö slöur langar mig til aö spyrja þig að þvi, hvaö þér finnst stærsta áhyggjuefni meö þessari þjóö. — Þetta óstööuga efnahags- ástand, sem okkur veröur svo tið- rætt um, ætli þaö sé ekki i stórum dráttum tengt þvi, aö reynt er aö halda uppi ögn hærra lifsstigi en efni eru til. Hinsvegar er okkur mikil vorkunn i þessum efnum — viö erum aö reyna aö halda uppi velmegunarþjóöfélagi svipuðu og grannlöndin þekkja. Og þaö er stórhættulegt ef okkur ekki tekst þaö, bæöi vegna þess sálar- ástands sem af þvi leiöir og svo hættunnar á landflótta. Okkur er alveg I blóö borið aö bera okkur saman viö Noröurlönd, reyna aö hafa sama lifsstig og þær þjóöir hafa. Viö erum lika i undarlegri stöðu sem viö höfum ekki þekkt áöur: aö fyrirskipa að framleitt sé bæöi til lands og sjávar minna en viö getum. Það er ekki langt um liöiö siðan það heföi þótt mikil Framhald á bls. 13 Föstudagur 1. ágúst 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 á dagskrá Það kemur úr hörðustu átt að hér skuli standa á viðurkenningu dýralæknis, sem hefur margra ára reynslu á þvi starfsviði, sem hér um rœðir. Það er siðlaust gagnvart skjólstœSingum dýraspitalans, og lágkúrulegt með tilliti til norrœnnar samvinnu. Jórunn Sörensen Dýrum og dýra- vinum til varnar Læknavfsindunum fleygir fram, — og þá einnig i lækningum dýra. Viödýralækningar gilda tvö meginsjónarmið, sem skiptast eftir þvi hvort um er aö ræöa þau dýr sem notuð eru til mætvæla- framleiðslu eöa þau dýr sem höfö eru á heimilum „einungis” vegna ánægjunnar og þess félagsskapar sem þau veita. Matvælaframleiðsla er iðn- grein. Þar gildir að ala hrausta og sterka einstaklinga til fram- leiöslu afurða og lækningar á þeim dýrum, sem höfö eru til slikra nota, eru mibaöar við að afurðir þeirra séu hollar og góbar til neyslu fyrir okkur mennina. Þar gildir ekki að lækna dýrin bara af þvi aö einhverjum þykir „svo vænt um þau”, — enda færi fjárhagsgrundvöllur sliks bús fljótt fyrir litiö ef kýrnar, svlnin, sauðféð eöa hænsnin fengju „aö lifa þangaö til þau dæju”. En gagnvart hundinum eöa kettinum og einnig góða reihest- inum á bænum hafa gilt og gilda önnur lögmál. Viö þekkjum öll sögur af þvi þegar smalahund- urinn fékk aö eyöa ellidögunum i kyrrð og ró i bæjardyrum I þakk- lætisskyni fyrir góöa og dygga þjónustu, — en ekki siður fyrir trygglyndi hans og bliöu i garö heimilismanna. Einnig hefur gamla kisa fengiö aö kúra i friöi á rúmi ömmu I baðstofunni og yngri kettir leyst hana af viö músaveiðarnar. Þaö sem þarna skeður er að menn bindast til- finningaböndum viö dýrin sin, — þessi dýr sem eiga svo auövelt meö aö aölaga sig heimilislifi og laðast aö manninum þannig aö einstakt er. Og Islendingar flytja úr sveit i borg og halda áfram aö hafa dýr á heimilum sinum. Hunda, ketti, fugla og fleiri dýr sem hafa sýnt þaö I gegnum ótal ættlibi aö þau una sér vei i sambýli viö manninn. Og eins og fyrr þykir eigendum þessara dýra vænt um þau og þykir sárt aö horfa á þau þjást ef þau veikjast eða slasast, — vilja þá hjálpa þeim, láta lækna þau. Þeir setja stolt sitt og metnaö i aö dýrin séu hraust og falleg og aö þeim liði vel. En hvernig hefur gengiö að fá^ nauösynlega þjónustu fyrir þessi dýr? Mjög illa fram aö þessu. Dyralæknar á landinu eru fáir og hafa hver um sig allt of stórt svæði sem þeim er ætlað aö sinna. Kröftum sinum og tima einbeita þeir aö „afuröadýrunum” og komast vart yfir þaö verkefni þegar mest er aö gera, þannig aö ekkert er eftir fyrir dýrin sem oft eru kölluö „gæludýr”. Eigendur þeirra hafa þvi nánast orðið út- undan i allri þjónustu. Þetta hefur orsakaö að gæludýraeigendur hafa fengiö það á tilfinninguna aö þeir séu frekar til óþurftar meö dýrin sin. Aukin feröalög og samskipti manna á milli landa veröa til þess aö það fréttist aö I „öörum löndum” séu til dýraspitalar fyrir heimilisdýr. Þar eru fótbrotnir hundar og kettir „negld”, þar er gert viö slitin liöbönd I litlum hnjám og ýmislegt lagaö og læknaö sem engum á tslandi hefur dottiö i hug aö væri hægt. Og þaö sem meira er, i viökomandi löndum er slikt alls ekkert fréttaefni. Þetta hefur veriöstundaö þar um langt árabil og þykir sjálfsagt mál. Og Islenskir gæludýraeigendur verða hugsandi; af hverju var mér sagt aö það þýddi ekkert aö gera fyrir hvutta minn þegar hann datt niður kjallaratröpp- urnar, kannske var hann bara fótbrotinn? En hann var litið skoðabur, bara drepinn. Og af hverju átti ég aö „sjá til” og „sjá til” þegar kisa min gat ekki gotiö, þangaö til hún dó i höndunum á mér? Svona upptalningu er hægt aö hafa endalausa. Upptalningu af atvikum þar sem dýraeigendur stóöu með dýrin sin I höndunum algjörlega hjálparvana af þvi aö þeir fengu ekki hjálp frá dýra- lækninum eöa náöu ekki til hans. Dýrin hafa af þessum sökum oröið aö þola margt — og eig- endur þeirra þar af leiðandi lika. Þess vegna er knýjandi nauðsyn aö ráöa hér bót á. Þaö er kominn timi til þess, og þaö fyrir löngu, að islenskir dýraeigendur fari aö gera kröfur um aö þeir njóti ekki lakari þjónustu við dýrin sin en veitt hefur veriö erlendis i ára- raðir. Þjónustu sem stuðlar að betri samskiptum manna viö dýrin sin. Þjónustu sem veitir dýraeigendum aukinn skilning og þekkingu á dýrunum sinum. Þjónustu sem dýraeigendur og öll þjóöin getur veriö stolt af. Hér er dýraspitali. Búinn full- komnum tækjum til lækninga á dýrum. Viö hann hefur veriö ráöinn danskur dýralæknir sem hefur unniö viö slika stofnun i heimalandi sinu um árabil og hefur mjög mikla reynslu, þekkingu og færni i sjúkdóma- greiningu og lækningu dýra. A þeim fáu vikum sem hann hefur starfaö hefur hann haft mikiö að gera. Listinn yfir þau dýr sem hann hefur hjálpaö er orðinn langur. Tik sem i heilt ár hökti um á þrem fótum hleypur nú um á öllum fjórum. Hundar sem lengi hafa þjáöst vegna þess aö neöri augnlokin á þeim voru innhverf geta nú horft framan I tilveruna læknaöir meina sinna. Hundar sem lengi hafa liðið sakir tann- steins og tannholdsbólgu hafa veriö læknaðir, — og ekki sfður til gleði fyrir eigendur þeirra sem þurfa ekki lengur aö hafa and- fúlan hund I návist sinni. Tikur og læöur sem áður þjáöust af lang- vinnum legbólgum hafa fengið bót meina sinna. Og svona má lengi telja. Og þaö er ekki aðeins leitað til dýraspitalans af Stór- Reykjavikursvæðinu, nei, þaö koma dýr til lækninga frá öllum landshornum. En danski dýralæknirinn vinnur hér i óleyfi. Hann fær ekki lækningaleyfi —hann fær ekki at- vinnuleyfi. Islenskir kollegar hans hafa hingað til komiö I veg fyrir þaö. Ýmsu er borið viö, en ekki verður fariö nánar út i það hér.Þröng stéttarfélagssjónarmiö byggö á fordómum og mis- skilningi mega ekki koma I veg fyrir aö úrbætur fáist i þessum efnum. Og raunar kemur úr höröustu átt aö hér skuli standa á viðurkenningu dýralæknis sem hefur margra ára reynslu á þvi starfssviði sem hér um ræðir og hefur sýnt einstaka hæfni i starfi. Þaö er siölaust gagnvart skjól- stæöingum dýraspitalans, bæöi mönnum og málleysingjum og það er lágkúrulegt meö tilliti til þess hve margs viö njótum I nor- rænni samvinnu. Mörg hundruð tslendingar njóta I dag fullra félagslegra réttinda i Danmörku i námi og starfi, fá barnabætur, húsaleigu- styrki, atvinnuleysisstyrki og fá raunar aö leita aö atvinnu á sama grundvelli og Danir sjálfir I landi þar sem atvinnuleysi er mikiö. Er réttlætanlegt að neita starfskrafti sem viö fáum frá Danmörku til að leysa brýn verkefni sem okkar dýralæknar hafa takmarkaöa reynslu af og skortir tima til? Svari hver fyrir sig. Jórunn Sörensen Björgvin 1 söngvakeppni í frétt frá Hljómplötuútgáfunni, sem Þjóöviljanum hefur borist segir aö Björgvin Halldórsson, söngvari muni veröa meöal kepp- enda I alþjóðlegri söngvakeppni sem haldin veröur i Castlebar á trlandi I október, en tvö laga Björgvins voru samþykkt i keppnina. Söngvakeppni þessi er nú haldin i fimmtánda skiptiö. Fyrstu verölaun i söngvakeppn- inni eru fimm þúsund sterlings- pund, önnur verblaun tvö þúsund og fimmhundruð og þriöju fimm- tán hundruö pund. Höfundur besta lagsins hlýtur fimmtán- hundruö pund. Björgvin Halldórsson er lands- mönnum aö góöu kunnur sem söngvari og undanfarin ár hefur vegur hans sem lagasmiös, hljóö- færaleikara og upptökustjóra far- ið vaxandi. Lögin sem samþykkt voru i keppnina eftir Björgvin eru Skýið, sem er aö finna á sólóplötu hans, Ég syng fyrir þig, meö texta eftir Vilhjálm heitinn Vil- hjálmsson, en I enskri útgáfu eftir Jóhann Helgason nefnist lagið Maiden of the Morning. Hitt lagið er Dægurfluga eöa Bumble Bee eins og þaö heitir núna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.