Þjóðviljinn - 01.08.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.08.1980, Blaðsíða 16
DJÚÐVUHNN Föstudagur 1. ágúst 1980. Aftalsimi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mrtnudaga til föstudaga. t'tan þess tima er hægt aö ná i blaftamenn og aöra starfsmenn blaftsins f þessum slmum : Kitstjórn 81382. 81482 og 81527, umbrot 81285. ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aft ná f afgreiftslu blaftsins 1 slma 81663. Blaftaprent hefur slma 81348 og eru blaflamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Afgreiðsla 81663 Kristján Thorlacius formaöur BSRB: Semjum varla á næstu dögum Höfnin og byggöin á Hellnum á Snæfeiisnesi. — Mynd: — Ingi Hans. Hvarf sumarbústaöastöplanna á Hellnum „Málið skýrist fljótlega” — segir rannsóknarlögreglustjóri ríkisins eftir fund með fulltrúum rikisins og sáttanefnd i gær. Á fundinum var einkum rætt um nokkur smærri atriði sem und- irnefndir hafa verið að fjalla um. Nýr samn- ingafundur hefur ekki verið boðaður, nema hvað undirnefndir hitt- ast á þriðjudag kl. 3 með sáttanefnd. Gert haföi verið ráð fyrir að rikisstjórnin myndi fjalla um málefni BSRB a fundi sinum i gærmorgun, en ekki vannst timi til þess. Rikisstjórnin mun hins- vegar fjalla um mál BSRB á fundi sinum i dag. A sfðustu samninga- fundum hefur nokkuð verið rætt um þá hugmynd að opinberum starfsmönnum verði veitt heimild til að hætta störfum og fara á eft- irlaun við 60 ára aldur og telja ýmsir i samninganefnd BSRB þetta vera eitt af lykilatriðunum til lausnar deilunni við 111510. Vit- að er að rikisstjórnin mun fjalla um þetta atriði á fundi sinum i dag. Um þetta mál sagði Kristján Thorlacius eftirfarandi: „Já, það eru margiri okkar hópi sem telja þetta mjög þýð- ingarmikið atriði en rétt er að ,,Ég á von á þvi að það skýrist fljótlega hverjir hafa átt þarna hlut að máli og hvers vegna”, sagði Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri rikis- ins, aðspurður um gang mála i rannsókn á hvarfi steypustöpla I landi Hellna i siðustu viku. Hallvarður sagði að starfsmenn á vegum rannsóknarlögreglunnar hefðu farið vestur á Snæfellsnes i vikunni, en ekki hefði verið um neinar formlegar yfirheyrslur aö ræða yfir ibúum á Hellnum, held- ur almenn eftirgrennslan um til- urð og ástæður fyrir hvarfi stöpl- anna. „Við fengum kæru frá Lands- sambandi islenskra útvegsmanna vegna þessa eignatjóns og okkar verk er einungis að upplýsa hverjir stóðu að þessu verki og hversvegna”, sagöi rannsðknar- lögreglustjóri. — lg- ,,Mér finnast þessar samningaviðræður dragast ansi mik- ið og er þvi ekki of bjartsýnn á að við náum saman á næstu dögum” sagði Kristján Thor- lacius formaður BSRB taka það fram að mjög sviðuð regla var I lögum á timabilinu ’43—’55 þe. heimild til að hætta störfum á eftirlaunum þeg- ar samanlagður aldur og starfs- aldur var oröinn 95 ár og þessi heimild er enn til fýrir þá sem voru i starfi 1955 og fyrr. Þetta sem nú er rætt um væri þvi raun- ar endurvakning á þessari gömlu reglu. Þá ber þess einnig að geta að þeir sem notfæra sér þessa reglu fá mun lægri eftirlaun en þeir sem lengur starfa enda hafa tiltölulega fáir notfært sér heim- ild til að fara á eftirlaun um sex- tugt eftir þessari gömlu reglu. Langflestir sækjast eftir að halda áfram I starfi til 70 ára aldurs ef heilsan leyfir,” sagði Kristján að lokum. —þm Hrafnseyrarhátíö á sunnudag: Hundrað ára ártíð Jóns Sigurðssonar forseta Sunnudaginn 3. ágúst veröur Hrafnsey rarhátið haldin á Hrafnseyri við Arnarfjörð á hundrað ára ártið Jóns Sigurös- sonar forseta. Hátiðin hefst kl. 14.00 meö setn- ingarræöu Þórhalls Asgeirssonar formanns Hrafnsey rarnefndar. Siðan mun forseti lslands, Vigdis Finnbogadóttir, flytja minni Jóns Sigurössonar. Guðmundur Ingi Kristjánsson frá Kirkjubóli flytur „Hrafnseyrarkvæði”, ort I tilefni hátiöarinnar og Gunnar Thorodd- sen forsætisráðherra mun ávarpa hátiðargesti. A milli þessara atriða syngur karlakórinn Ægir frá Bolungarvik, undir stjórn séra Gunnars Björnssonar og Karlakór Þingeyrar, undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar. Stjórn- andi Hrafnseyrarhátiöarinnar er Hannibal Valdimarsson. Aö hátiðinni lokinni vigir biskupinn Sigurbjörn Einarsson minningarkapellu um Jón Sigurösson. Honum til aöstoöar veröurséra Lárus Guömundsson, prófastur i Holti. Kirkjukór Þingeyrar, undir stjórn Marie saga hans, fyrst og fremst i Einar I.axness hafa séö um upp- Mercer, syngur. myndum, en einnig er nokkuö af setningu safnsins og val á mynd- munum Jóns þar. 1 safninu eru um. Siðan veröur opnaö safn Jóns myndir úr lifshlaupi Jóns alveg I stuttu spjalli við Þjóðviljann Sigurðssonar, þar sem rakin er fra æsku. Steinþór Sigurðsson og sagði Steinþór að upphaf safnsins væri þaö að Hrafnseyrarnefnd hefði látið húsa upp staðinn og i einni álmu ibúðarhússins hefði safni Jóns Sigurðssonar verið komið fyrir. Steinþór sagði að alltaf væru að berast óvæntar gjafir til safnsins tengdar Jóni. Nýlega hefði borist hátiðarmerki Hrafnseyrarhátiðar 1911 sem ekki var vitað til að hefði varð- veitst. Einnig hefðu hafst spurnir af ferðakofforti sem verið hefði i eigu Jóns og sagði Steinþór að það mál væri i athugun. Steinþór sagði safnið opið reglulega á sumrin i framtiðinni og einnig yrði hægt að komast þar inn, fy rir þá sem kæmu á öðrum árstima. Varöandi Hrafnseyrarhátiðina um helgina vildi Steinþór koma þviað i lokin, aðnæg tjaldstæði og góö ferðamannaaðstaöa væri á Hrafnsevri svo allir ættu að geta Frá Hrafnseyri viö Arnarfjörö, fæðingarstað Jóns Sigurössonar. unað sér vel á hátiðinni. Útihátíðarnar um helgina Dýrt að dansa Miðaverð á hvern einstakan dansleik á nokkrum helstu úti- skemmtunum um helgina er ekki undir 8000 kr. auk þess sem viða þarf að greiða sérstakt gjald inná sjálft hátiðarsvæðið. Ef einstaklingur ætlar að sækja dansleiki bæði föstudags-, laugardags og sunnudagskvöld verður kostnaðurinn ekki undir 24 þúsund krónum. Þá er ótal- inn kostnaður við ferðir til og frá hátiöarsvæði og fæðiskostnaður meðan á hátfðinni stendur. Það er þvi ljóst að helgin veröur i meira lagi kostnaðarsöm fyrir þá sem ætla að skemmta sér ær- lega i sumarbliðunni. Á Þjóöhátiðina i Vestmanna- eyjum kostar 20 þús. kr. og er þá innifalinn aögangur að öllum dansleikjum i Herjólfsdal. Aðgangseyrir að Bindindismót- inu i Galtalæk er 10 þús. fyrir full- orðna og unglinga en ókeypis fyr- ir börn. Ödýrast er hins vegar á Fjöl- skylduhátið skáta við (Jlfljóts- vatn, 3000 kr. fyrir fulloröna og 500 kr. fyrir börn. Ókeypis er inn á tjaldsvæöið á Laugahátið en miðaverð á hvern dansleik er 8000 kr. Sama miða- verö er á dansleiki á útiskemmt- unum i Arnesi á Arnarstapa, Borgarfjarðargleöi, Húnaveri, Félagslundi á Reyöarfirði og viðar. — lg. Herstöðva- andstæðingar: Tvær úti- hátídir Herstöðvaandstæðingar á Austurlandi efna til útihátiðar i Hallormsstaðaskógi nú um verslunarmannahelgina. Hátiðin hefst klukkan tvö á laugardag og lýkur á sunnudagskvöld, en hægt er að dveljast áfram i skóginum fram á mánudag. Afhjúpaður verður minnisvarði um Þorstein Valdimarsson, skáld. Ræður flytja Armann Halldórsson og Sigurður Ó. Pálsson, Haldin verður kvöldvaka og efnt til hóp- umræðna. Herstöövaandstæðingar á Norðurlandi efna til sumarmóts i Hrisey nú um helgina. Sameigin- leg útivera og umræður um bar- áttumál samtakanna, náttúru- skoðun og sérstök dagskrá fyrir börn er þaö sem boöiö er upp á. Þátttökugjalderkrónur 5.000, — . Þeir sem ekki hafa látið skrá sig en ætla aö vera meö tilkynni þátt- töku i sima 96-21788 eða 96-25745. Sjónvarp á ný Sjónvarpið fer af stað i dag eftir mánaSarhlé og sýnist eflaust sitt hverjum um ágæti þess. Annað slagiö hafa birst i blööum viötöl og greinar þar sem fólk dásamar þennan sjónvarpslausa tima. Mönnum verður meira úr verki og þeir uppgötva að þeir eiga fjöl- skyldu og vini. Þetta er auövitaö allt ágætt og mjög gott og það besta er að engin breyting ætti að vera nauðsynleg á þessu þó að sjónvarpið komi til skjalanna á ný. Þaðernefnilega ekki við sjón- varpið að sakast þó menn eyði i það öllum sinum fristundum heldur eigin framtaksleysi. Annar hópur fólks veröur hins vegar eflaust ánægöur þegar sjónvarp byrjar á ný, einkum þeir sem eru rúmliggjandi eða mikið einir. Þessu fólki er sjónvarpið oft hinn besti félagi og um leið fræö- ari sem styttir þvi ómælt stundir. Dagskráin er á sínum staö á bls. 14 og dagskrárkynning á siðu 15. Góða skemmtun. —áþj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.