Þjóðviljinn - 02.08.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.-3. ágúst 1980
Bylting veröur i landi: illur ein-
ræöisherra, spillt yfirstétt, eru
hrakin frá völdum og nýir hús-
bændur setjast aö völdum og letra
sósialisma á fána sinn. Byltingar-
landiö er fátækt og illa fariö eftir
borgarastyrjöid, mikill skortur á
fólki til aö stjórna og fræöa og
skipuleggja. Bjartar vonir um
skjótarbreytingar geta ekki ræst.
Liklegt er aö afturhaldsöfl innan-
lands sem utan vinni margskonar
skemmdarverk gegn efnahag
landsins — meö þaö m.a. fyrir
augum aö efla óánægju, draga úr
vinsældum byltingarinnar.
Rammur hnútur vandamála er
riöinn byltingarstjórninni. Ekk-
ert er liklegra en aö auk þess alls
sem fyrr var nefnt sé reynt aö
steypa henni meö vopnavaldi —
meö uppreisn eöa erlendri ihlut-
un. Og hún gripur — I nauövörn
eins og sagt er afsakandi — til
eigin valdbeitingar. Hún tak-
markar málfrelsi og samtaka-
frelsi. Þau bönn eiga aö bitna á
stéttarandstæöingum fyrst og
fremst. En fyrr en varir er vald-
niösla i nafni byltingar og bjartr-
ar framtiöar oröin daglegt brauö
— verkalýössamtök eru gerö
ómyndug, þaö er meö ýmsum
ráöum þaggaö niöur i samferöa-
mönnum byltingarinnar og sam-
herjum úr borgarastriöinu: aö
lokum er flokksræöiö oröin staö-
reynd sem skyggir á allt annaö i
veruleika byltingarrikisins.
Einnig flokksræöiö gefur ýmis-
legt ágætt af sér. Margir kraftar
hafa leyst úr læöingi. Fólki er
kennt aö lesa. Eftir ringulreiö
borgarastyrjaldar hefjast allörar
framfarir. Fólki er kennt aö lesa
og skrifa, þaö fær læknishjálp.
Framfarirnar veröa aö nokkrum
tima liönum þeim mun meira
áberandi vegna þess aö á svo
mörgum sviöum er byrjaö meö
tvær hendur tómar. En tlmar
liöa, og meinsemdir alræöisins
fara aö grafa um sig: langvar-
andi bæling gagnrýni leiöir til
þess aö beinlínis röngum ákvörö-
unum um efnahagsmál fjölgar —
þvi þjóöfélagið hefur svo litil föng
til að leiörétta foringjana. Eld-
móöur frumbýlingsáranna er
horfinn, ný kynslóö kemur til
ábyrgðar sem umbunar sjálfri
sér meö ýmislegum friöindum —
og bannar um leiö aö orö sé á
þeim haft. Og þar fram eftir göt-
um: allt er þetta nokkuö dapur-
legt.
Samt er enn af
staö farið
En þrátt fyrir þá deyfö sem
slikri lifsreynslu fylgir hefur
Daginn eftir sigurinn hefst hversdagsleikinn: Sandinistar halda innreiöI höfuöborgina
Vonir og ótti
um byltinguna
bylting I Nicaragua megnaö aö
ýta enn viö hugarflugi og vonum
róttæklinga: kannski væri enn
hægt aö hugsa til feröa og prófa
sig áfram meö þjóöfélag, sem
tæki miö af syndum fyrirrennar-
anna — einnig þeirra á Kúbu, sem
hafa enn i dag bestan orðstir bylt-
ingarrikja.
Þessi bylting varö til i óvenju-
lega breiöu samsafni róttækra
afla og borgarastéttar gegn ill-
ræmdri einræðisstjórn. Þessi
staöreynd gaf byltingarstjórninni
aö þvi leyti þægilegt vegarnesti,
aö öll þessi öfl voru sammála um
aö þjóönýta eigur einræöisherr-
ansog ættarhans, sem voru mikl-
ar. Þar meö var allstór „opinber
geiri” til oröinn I efnahagslifinu
án teljandi andspyrnu innan-
lands. Um leiö er ljóst, aö hin rót-
tæka fylking, Sandinistar, og
fulltrúar einkarekstrarins, hafa
ekki sömu markmið. Sandinistar
vilja koma á sósialisma, borgar-
arnir vilja halda sinu, en um þrir
fjóröu hlutar framleiöslunnar eru
enn i þeirra höndum.
Borgaraleg öfl, sem eiga tvo
menn af fimm I byltingarráöinu,
hafa um margt sterka stööu. Þau
vita, aö án sérfræöikunnáttu
manna úr rööum borgarastéttar.
Ekki aöeíns tii aö kenna fólkinu
aö lesa, heldur og til aö upplýsa
þaö um heilbrigðismál og réttindi
þess og um markmiö byltingar-
innar. Þetta fólk hafði i mörgum
tilvikum sýnt skæruliöum sem
böröust gegn Somoza samúö, gef-
iö þeim mat, skotiö yfir þá skjóls-
húsi, en þaö hefur lifaö I sárri fá-
tækt, einangrun og fáfræöi alla
ævi. Nú lærir það stafrófið i fleiri
en einum skilningi, og þaö kemur
sæguraf ungu fólki frá borgunum
til aö láta sig varöa vanda þess.
Um leiö lærir þetta unga fólk,
sem flest kemur frá miöstéttar-
heimilum borganna, af eigin raun
hvaö kjör sveitaalþýöunnar eru.
Þama er vonandi aö fæöast sam-
staöa sem getur styrkt sósialisk
viöhorf i sessi og m.a. byggt upp
þá reynslu og þaö þekkingarstig,
sem þarf til að vinnandi fólk geti
sjáift stýrt fyrirtækjum, stórum
og smáum.
Dætur og synir millistéttarinnar kynnast lifi örsnauös sveitafólks af
eigin raun
mundi efnahag landsins, sem er
afar illa farin eftir borgarastyrj- SambÚðÍn VÍð
öld, aö hruni kominn. Þau vita
lika, aö ef aö róttækir gerast at- DOrgarana
hafnamiklir i þjóðnýtingum og
eignaupptöku, þá veröur bylting-
arstjórninni refsaö meö stöövun
efnahagsaðstoöar erlendis frá, og
svo meö þvi aö viðskipti veröa
torvelduö: en viö slikum skakka-
föllum má hiö nýja en allslausa
þjóöfélag ekki viö.
Saumastofa alþýöu: getum viö stjórnaö þessu öllu sjálf?
Að læra stafrófið
Sandinistar reyna að bregöast
viö þessari stööu meö ýmsum
hætti.Þeir vita t.d., aö hinn mikli
fjöldi allslausra og ólæsra bænda
og landbúnaöarverkamanna gæti
oröiö auöveld bráö þeirra sem
fara með vald peninganna og
meö atvinnumöguleika, ef aö efnt
yröi til almennra kosninga strax.
Þeir reyna þvi, aö efla þekkingu
og sjálfstraust þessa fólks meö
merkilegri herferö sem á aö
standa I hálft ár. Herferöin er
fólgin í því, aö kennarar og skóla-
nemendur, alls um 200 þúsundir
manna, eru sendir út um sveitir.
Þar aö auki hafa Sandinistar
lagt áherslu á aö efla þau fyrir-
tæki sem eru f samfélagseign, um
leiö og byggö er upp ýmisleg
ókeypis samneysla, einkum á
sviöi skóla- og heilbrigöismála.
I annan staö er yfirleitt ekki
hreyft viö einkafyrirtækjum og
varöaö viö þeirri „100% rót-
tækni” sem vill láta sverfa til
stáls nú þegar og þar meö knýja
fram uppgjör viö borgarastéttina
sem vafasamt er aö byltingin
gæti lifaö af. Þó eru fyrirtæki
gerö upptæk ef aö eigendúrnir
hafa sýnt af sér skemmdarverk,
reynt aö flytja vélar úr landi og
þar fram eftir götum. Þá hafa
þeir róttæku reynt aö styöja meö
ýmsum hætti (m.a. lánastefnu)
viö bakiö á þeim hluta borgara-
stéttarinnar sem starfar i iönaöi
og aö landbúnaöarframleiöslu.
Meöan aö þeir sem eru utan
framleiðslugreina verða fyrir
ýmsum búsifjum: bankar hafa
veriö þjóönýttir, hámarksleiga
ákveöin fyrir land, húsaleiga hef-
ur veriö lækkuö meö lagaboði,
verö á ýmsum nauösynjum hefur
veriö fastákveöiö. Þeir sem veröa
fyrir baröinu á þessum ráöstöfun-
um hafa að sjálfsögöu haft uppi
sterk mótmæli, ekki sist ýmsir
smákaupmenn, sem verölags-
stefnan og rikiseinokun á verslun
meö þréttán helstu matvælateg-
undir hefur gert gjaldþrota.
Allt hefur þetta leitt til vaxandi
andstöðu af hálfu þeirra sem vilja
viðhalda kapitalisma, jafnvel
þótt þeir geti sætt sig viö vissar
þjóönýtingar. Eins og viö höfum
áður rakiö hér i blaðinu hafa m .a.
verið framin hermdarverk á
sjálfboöaliðum lestrarherferöar-
innar i sveitum. Pólitiskir fulltrú-
ar borgaralegra afla hafa haft I
ivaxandi mæli I hótunum viö
Sandinista. Og handan landa-
mæranna, einkum I Honduras,
biöa sveitir Somozaliöa og mála-
liöa eftir heppilegu tækifæri til að
láta til skarar skriöa.
Til hvers
verkalýðssamtök?
Um leið þurfa Sandinistar aö
koma upp fjöldasamtökum al-
þýöu til styrktar byltingunni, og
þaö hefur um margt gengiö vel,
enda þótt landsmenn hafi ekki
þekkt félagafrelsi og kunni litt á
lýöræöishefðir. Eitt flóknasta
verkefni þeirra er aö efla verka-
lýösfélög, sem um leiö þarf aö
sannfæra um nauösyn þess, aö
gera ekki verkföll, vegna þess
hve hörmulegur sá arfur er sem
landsmennhafa tekiöviö. Samtök
hinna snauöu, ekki sist ATC,
samband landbúnaöarverka-
manna, eru aö vonum óþolinmóö
og vilja aö þeirra fólk finni sem
fyrst fyrir þvi aö nýir tímar séu
hafnir. Þessi eilifa þversögn eft-
irbyltingaþjóöfélaga hefur þegar
krafist frávika frá kröfum um
málfrelsi: litill öfgahópur til
vinstri”, Frente obrero.hvatti til
verkfalla, stjórnin leit á þetta
sem gagnbyltingartilræöi við sig,
lokaði blaði samtakanna og
dæmdi foringjana i hálfs annars
árs fangelsi.
Mörgu er ósvarað
Ef til vill má segja sem svo að
atvik af þessu tagi séu óhjá-
kvæmileg viö þær tvisýnu aöstæö-
ur, sem byltingaröflum i Nicar-
agua eru búnar. En þau minna á
þaö, aö enn er margt óljóst um
framhaldiö — hvort sem menn
lita til hættu af efnahagslegum
skemmdarverkum og vopnaöri
uppreisn frá hægri, eöa hættu af
„vinstri óþolinmæöi”.
Byltingin I Nicaragura, segja
margir vinsamlegir gestir, sem
nú gista landiö, ber með sér þann
ferskleika og þá opnu afstööu sem
einkennir þjóö sem er sjálf aö
skapa sér framtiö og trúir á
möguleika sina til þess. Fylking
Sandinista er litt kreddubundin
byltingarhreyfing, sem ekki er
bundin sovéskum eöa kinversk-
um kommúnisma og hefur fjöl-
breytt alþjóöleg tengsl viö sósial-
iskar hreyfingar af ýmsu tagi.
Auk þess eru valdahlutföll á al-
þjóðlegum vettvangi ekki lengur
þau, aö land sem brýst út undan
ægishjálmi Bandarikjanna (en án
þeirra heföi Somoza ekki kúgaö
landsmenn jafn lengi og raun bar
vitni) — sé þvingað beint i faöm
Sovétrikjanna eins og Kúba I upp-
hafi sjöunda áratugsins.
Þaö eru þvi ýmsar gildar
ástæöur til aö vona hiö besta —
um leiö og þaö skal viöurkennt, aö
enn er of snemmt aö spá um
framvindu þess sósialisma sem
reynir aö festa sig i sessi i áöur
illræmdu bananalýöveldi.
Arni Bergmann.
#sunnudags
pistill