Þjóðviljinn - 02.08.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.08.1980, Blaðsíða 11
Helgin 2.-3. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA II Garoar Sverrisson blaðamadur: STARF OG KJOR Byrjunarlaun 356.893 Hámarkslaun 551.536 •'ÍV U' N ' V' . /■' ólitíkin s múlbindur bladamenn — Ég byrjaði sem blaða- maður á Alþýðublaðinu fyrir rúmu ári og líkar starfið bara vel. Þetta er mjög fjölbreytilegt starf og ætli það hafi ekki verið aðallega þess vegna sem mig langaði til að vinna við það. Á Alþýðublaðinu höf- um við blaðamennirnir, sem erum reyndar aðeins tveir, nokkuð frjálsar hendur í efnisvali og með- ferð efnis. Þar hef ég ekki orðið fyrir þeirri ritskoðun sem svo oft hreyrist að blaðamenn við pólitisk blöð verði fyrir. Eins og lesendum mun orðið Ijóst er það blaða- maður sem að þessu sinni kynnir starf sitt. Hann heitir Garðar Sverrisson. Hann er hvorki gamall í hettunni né i starfinu, en heyrum hvað hann hefur að segja: — Jú, vissulega fylgir þessu starfi talsverð spenna, það þarf oft að tala við margt fólk áður en frétt er skrifuö og er það oft æöi tafsamt. Sérstaklega getur þetta verið erfitt yfir sumarmánuðina þvl mennirnir sem þarf að ná I eru einmitt þeir sem hafa efni á og geta leyft sér að hverfa i tima og ótima. En það er nú ekki alltaf bræla hjá okkur. Fyrir utan þing- timann er býsna þægilegt að vinna i kosningum, þá hafa stjórnmálamennirnir gjarnan samband að fyrra bragði og að- sent efni eykst til muna. Blaðamenn í og fyrir neðan meðallag — Hvað með sögurnar um ósvifnu spurningarnar og frekj- una? — Sjálfsagt er ýmislegt til I þeim en á móti má benda á þann ósið embættismanna að neita að gefa blaöamönnum sjálfsagöar upp- lýsingar. Alverstir eru þeir eldri sem hafa kannski haft sama em- bættið i 40 ár og hafa vanist að lita á það sem einkamál. Hinsvegar er rétt að oft er steini kastað úr glerhúsi. tslensk dagblöð eru undantekningalitið illa mönnuð miöað við það svið sem þau ætla sér að dekka. Erlendis eru blaða- menn hálaunamenn og þar er mikið framboð af sérhæfðu fólki. Hérlendis eru blaöamenn I og fyr- ir neðan meöallag, enda dagblöð engin gróðafyrirtæki. Þetta leiðir til þess að oft á tiðum litið mennt- aðir menn, eru miðlandi upplýs- ingum um óskyldmál af takmark- aöri þekkingu. Blaðamenn eru bara svona „altmuligmænd” sem sést best á þvi hve litið er af faglegum fréttaskýringum i Is- lenskum dagblöðum. Má ekki móðga flokkinn — Hvernig kemur pólitikin við blaðamennskuna? — Nú, auðvitað tröllriöur hún blaöamannastéttinni eins og flestu öðru i þessu þjóöfélagi. Dagblöðin hér eru öll meira og minna pólitisk og það múlbindur blaðamenn beint og óbeint. An þess að gefin sé um það dagskip- un veröa blaðamenn að skrifa þannig að viðkomandi flokkur og flokksforysta verði ekki fyrir óþægindum. Um daginn skrifaði ég t.d. um óhóflegt bruðl á vegum Bæjarútgerðar Reykjavikur, þegar sjö manns á vegum útgerð- arinnar tókst aö eyða á áttundu miljón I hálfs mánaöar reisu sem farin var til að kasta brennivins- flösku utani togara suður I Portú- gal. Þegar um svona dýrðir er að ræða er þess vandlega gætt aö hver flokkur eigi sinn fulltrúa enda fékk ég aldeilis dembu frá einum flokkslinumanna af milli- striöskynslóðinni. Hann spuröi hvort blaðiö gerði sér virkilega ekki grein fyrir þvi að einn úr hópnum væri stórkrati. — Þetta flokkspólitiska farg er náttúrulega ótækt með öllu. Að vlsu verö ég ekki var viö þrýsting frá ritstjóra á mlnum vinnustað — finnst raunar frjálsræöiö merkilega mikið. Nú, kannski er maður bara svo blindur og for- hertur sjálfur að yfirvaldiö treystir manni. En ég á ekki við að fréttir þurfi endilega að vera það sem kallað er hlutlausar, það getur frétt tæpast veriö. Um leið og blaðamaöur ákveður að segja eina frétt en ekki aðra, tekur hann vissa afstöðu sem auðvitað erekki hlutlaus. Það sem ég á við er einfaldlega að góð frétta- mennska nær þvi aðeins að dafna að fjölmiðlar séu leystir undan beinum og óbeinum ritskoöunum misviturra stjórnmálamanna og flokksvelda. íhaldssamt apparat — Hvernig lýsir þetta sér? — Þetta lýsir sér m.a. i kostu- legum bókunum i útvarpsráöi. Menn muna áreiðanlega þegar einn fréttamaður útvarpsins fjallaði um meint kjarnorkuvopn á Islandi og skoðanir ákveðinna manna þar um. Nokkrir útvarps- ráðsmenn, og þá einkum þeir sem sistskyldi.uröuillir mjög og vildu ólmir láta fréttamanninn svara til saka. Mörgum þótti frétt þessi óttalegt kjáftæði, en þaö er ekki það sem mér finnst máli skipta. Þarna er verið að koma á fram- færi ákveðinni skoðun á miklu hitamáli. Hversu fráleit sem skoðunin kann að viröast á frétta- maður að hafa fullt frelsi til aö skýra frá henni. Þaö gengur ekki aö fulltrúar fjögurra stjórnmála- flokka skiptist á mindtum og setji mælikvarða á hvað sé hlutlaust og hvað ekki. útvarpsráð er nefnilega I eðli sinu ihaldsamt apparat, hversu velviljaðir menn sem I það veljast. Það er og verö- ur fyrst og fremst fulltrúi þröngra flokkshagsmuna. — En þaö eru ekki einungis pólitisku flokkarnir sem eru með fingurna I fjölmiðluninni. Stór fyrirtæki koma þar lika viö sögu. Fyrir utan bein hagsmunatengsl pólitikusa og fjársterkra fyrir- tækja eru dagblööin mjög háð auglýsingum. Persónulega er mér kunnugt um tilvik þar sem blaöamaður hefur annarsvegar veriö hindraður I aö skýra frá vafasömum hlutum I rekstri og hinsvegar þar sem blaðamaður hefur gert það og orðið fyrir óþægindum eftir á. Sem dæmi um einn anga af þessu getum við bara séð umfjöllun eins dagblað- anna á nýjustu Islensku kvik- myndinni. Þaö er eins gott aö listamaðurinn gerði ekki mynd um blaöaútgefendur, ég segi það bara. Framhald á bls. 14 Soffía Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi: Dagvistarmál á Fyrir skömmu birtist á Jafn- réttissiðu Þjóöviljans viðtal við unga konu á Akureyri sem starfar i baráttuhóp fyrir auknu dag- vistarrými barna. Hún rakti stöðu dagvistarmála þar nyrðra og sýndi fram á að ekki er vanþörfá að þoka þeim málum á- fram eins og viðast hvar á land- inu. I vor fóru fram nokkur blaða- skrif á Akureyri um dagvistar- mál, sem hófust á þvi að Ragn- heiöur Hansdóttir tannlæknir sagði slnar farir ekki sléttar af umsóknum fyrir börn hennar á dagvistarstofnanir bæjarins. Hennar reynsla var sú að mögu- leikar gifts fólks væru nánast engii^ langir biðlistar væru alls staðar og forgangshóparnir tækju þau pláss sem losnuöu. Ragnheið- ur skrifaði: „Bæjaryfirvöld hér virðast sofa vært þrátt fyrir ástand þessara mála og hrökkva sjálfsagt ekki við fyrr en allar konur sem eiga börn á aldrinum 2—6 ára leggja niður vinnu I mót- mælaskyni. Ef þær geröu það þá kæmi I ljós að þær eru ómissandi á vinnumarkaðnum. Þvl aö þá yrði erfiöur rekstur á stofnunum einsog sjúkrahúsinu, frystihús- inu, verksmiöjumSIS, grunnskól- unum og fleiri stöðum, ef þaö þyrfti ekki hreinlega aö loka þeim.” (Dagur 29. april 1980) Soffia Guömundsdóttir svaraöi nokkru siðar og tók undir það að plássin væru ailt of fá, en eina leiðin I þessu máli væri sú að bæj- arbúar þrýstu á aögeröir og krefðust þess að bæjaryfirvöld brygöust ekki skyldum sfnum við yngstu borgarana og stæðu við gefin fyrirheit. Leystist mál Ragnheiðar að lokum. Soffia Guðmundsdóttir bæjar- fulltrúi á Akureyri og formaður félagsmálaráðs bæjarins sendi eftirfarandi pistil til að skýra bet- ur stöðu þessa máls og lét fylgja meö að hún gleddist yfir öllum umræöum, það væri einungis til Soffia. góðs aö vakin væri athygli á þörf aukins dagvistarrýmis I Akureyr- arbæ. Soffia skrifar: Leikskólinn Lundarsel var tek- inn i notkun 1. ágúst 1979 og er fyrsta bygging sem Akureyr- arbær reisir til reksturs dagvist- arstofnunar. A fjárhagsáætlun Akureyri 1979 voru 24 miljdnir kr. sem þá áttu aö geta nægt fyrir fokheldri byggingu þ.e. dagvistarstofnun I Glerárhverfi sem var (og er) næsti áfangi I dagvistarmálum. Hún skyldi tekin I notkun sumarið 1980. Þessi áætlun stenst ekki og hefur verið árs seinkun þrátt fyrir fjárveitinguna I þessu skyni, framkvæmdir voru tafðar og ég held beinlinis hindraðar. A árinu 1979 voru notaðar kr. 10.388.629 af þessum 24 miljónum, sem skiptust nokkurn veginn jafnt milli teikni- og hönnunnar- vinnu og svo vinnu við grunninn. Nú i ár hófust framkvæmdir síð- ari hluta júnimánaöar og er búið aö slá upp fyrir hæðinni og 1. nóv. er miöað við útboð á lokaáfanga byggingarinnar, sem á að komast I notkun I júni 1981, ári seinna en til stóö. A þessu ári eru 100 miljónir á fjárhagsáætlun til þessarar bygg- ingar. Félagsmálaráð Akureyrar hef- ur sótt um lóö tyrir dagvistar- stofnun i útjaöri miðbæjarsvæðis- ins og er unniö að undirbúningi þéirrar framkvæmdar. Stefnt er að þvi aö ljúka megi teikni- og hönnunarvinnu ásamt grunni á árinu. Akureyrarbær starfrækir einn- ig skóladagheimilið Brekkukot þar sem allt að 30 börn geta dval- ið frá september til mailoka frá kl. 8—18. Einnig má geta þess að Fjóröungssjúkrahúsið rekur dag- vistarstofnunina Stekk, sem ein- göngu er ætluð starfsfólki. Vist- heimilið Sólborg rekur dagvistun ognaut nokkurs stuðnings og fyr- irgreiðslu frá Akureyrarbæ þegar veriö var að koma henni á fót. Það er þvi ýmislegt I bigerð, en betur má ef duga skal. Það er erf- itt að þoka dagvistarmálunum áfram, en áhugi og baráttu bæjarbúa er besta leiðin til að fá einhverju framgengt, þar þurfa allir aö leggjast á eitt til aö leysa brýna þörf á dagvistarrými.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.