Þjóðviljinn - 08.08.1980, Síða 1
UOWIUINN
Föstudagur 8. ágúst 1980—178. tbl. 45. árg.
Tillaga ráðherra um þorskveiðitakmarkanir:
49 daga þorskveiði-
bann til áramótanna
„Á siðustu 5 mánuðum
ársins i fyrra voru veidd
um 80 þús. tonn af
þorski, og miðað við það
að þorskaflinn i dag er
mjög nálægt 300 þús.
tonnum og þessar til-
lögur okkar gera ráð
fyrir nokkuð meiri
þorskveiðitakmörkun-
um en voru á sama
tima i fyrra, þá tel ég að
heildarþorskaflinn á
þessu ári verði ekki
langt frá þvi marki sem
við settum okkur, um
350 þús. tonn.” sagði
Steingrimur Hermanns-
son, sjávarútvegsráð-
herra,i samtali við Þjóð-
viljann i gær.
A fundi með hagsmunaaðilum i
sjávarútvegi i gær kynnti ráð-
herra tillögur sinar um þorsk-
veiðitakmarkanir það sem eftir
er af árinu.
1 þeim tillögum er miðað við
þær tillögur sem sömu aöilar
samþykktu i febrúar I vetur, þ.e.
að fyrir hver 500 tonn af þorski
sem togarar veiddu umfram 110
þús. tonn miðað við 1. ágúst s.l.
yrði settur 1 skrapdagur.
Heildarþorskafli togaranna var
um siðustu mánaðarmót um
125.550 tonn og þvi verða skrap-
dagarnir 31 talsins. Auk þess er I
tillögum sjávarútvegsráðherra
lagt til 18 daga þorskveiðibann i
desember og inn i það falli 5-7
daga algert veiðibann á tima-
bilinu 21. des. til 3. jan, svonefnt
jólaleyfi sjómanna.
A fundinum óskuðu fulltrúar
LIÚ og Sjómannasambandsins
eftir þvi að fá að kynna tillögur
ráðherra fyrir stjórnum sinna
sambanda áður en endanlega
væri gengið frá þeim i reglu-
gerðarform.
Steingrimur sagði i samtali við
Þjóðviljann að hann myndi kynna
tillögurnar fyrir rikisstjtírninni á
fundi i dag, en nýr fundur meö
hagsmunaaöilum hefur verið
boðaður n.k. þriðjudag.
„Það er ráðuneytið sem endan-
lega ákveður með þessar veiði-
takmarkanir og ég á von á þvl að
þessar tillögur verði samþykktar
óbreyttar á þriðjudaginn” sagði
Steingrimur.
Komid til móts
vid óskir sjómanna
„Við höfum oft látið uppióskir
um að veiðitakmarkanir væru
iátnar koma til framkvæmda I
auknum mæli yfir jtílahátiðar.
Með þessum tillögum ráðherra er
komið til móts við þær tískir og
viðerum ánægðir meöþaö” sagði
Óskar Vigfússon formaður Sjó-
mannasambands isiands f sam-
tali við Þjóðviljann í gær.
I tillögum sjávarútvegsráð-
herra um þorskveiðitakmarkanir
á siðasta hluta ársins er lagt til
algert veiðibann I 5-7 daga yfir
jólahátiðina.
Óskar sagði að önnur atriði I
tillögum ráðherra væru I beinu
framhaldi af þeim samþykktum
sem gerðar voru af hagsmuna-
aðilum um framkvæmd þorsk-
veiða á árinu s.l. vetur.
-lg.
|----------------------------------1
| Dagsbrúnarfundurinn j
Í kl. 5 í Iönó Í
* ■
IAlmennur félagsfundur verður haldinn i verkamannafélaginu I
Dagsbrún I dag þar sem leitaö verður heimildar til verkfalls- |
• boðunar. Fundurinn verður I Iðnó og hefst kl. 5 e.h. ■
L________________________________ l
Þær hafa trúlega verið barn-
ungar þessar tvær þegar siðast
rigndi jafnmikið i henni Reykja-
vfk eins og aðfaranótt gærdags-
ins, en það var i ágústmánuði
1920.
Úrkoman frá kl. 21 að kvöldi
6. ágúst til kl. 9 I gærmorgun
mældist hvorki meira né minna
en 35.8 millimetrar. En það rigndi
ekki aðeins i Reykjavik heidur á
öllu suðvesturhorninu og spáð er
áframhaldandi úrkomu með
köflum að vlsu á þeim slóöum og
skýjuðu um mestan part landsins.
Ljósm.-eik.
Guðmundur J.
Guðmundsson
um samninga-
fimdinn:
VSI breytti
tillögunum
,, Vinnuveitendasam-
bandið breytti nokkuð
tillögum sinum i dag
hvað varðar Verka-
mannasambandið, en
alls ekki það mikið að
ástæða sé til þess að við
afboðum félagsfund
Dagsbrúnar þar sem
leitað verður verkfalls-
heimildar” sagði Guð-
mundur J. Guðmunds-
son formaður Verka-
mannasambands ís-
lands i samtali við Þjóð-
viljann i gær. Á fundi
Alþýðusambandsins og
Vinnuveitendasam-
bandsins i gær fór allur
timinn i það að VSl
ræddi við einstök sér-
sambönd innan ASí. Að
þeim viðræðum loknum
var ákveðið að halda
nýjan fund á morgun,
laugardag.
Guðmundur J. Guömundsson
staöfesti það sem Þjóðviljinn
skýrði frá I gær að i tilboði þvi
sem VSl lagði fram á þriðjudag
hefði verið um að ræða lækkun
kauptaxta frá þvi sem VSI hafði
áður lagt til i sumar. Tilboð VSI
hefði þvi verið láglaunafólki
óhagstætt. Guðmundur sagði að
strax hefði oröið ljóst aö tilboðið
gæti ekki orðiö grundvöllur
samninga og yrði að gera á þvi
bragabót ef samningar ættu að
nást. — pm
Mikill hluti verkafólks atvinnulaus:
Engin lausn í Eyjum
Umbótatillögur láta á sér standa
„Það virðast allir biða eftir
Godot” sagði Jón Kjartansson
formaður Verkalýðsfélags
Vestmannaeyja i samtali við
Þjóðviljann I gær.
„Hér er allt stopp það er
löngu búið að segja öllum upp
og nú eru þær uppsagnir
komnar til framkvæmda. Við
sjáum fram á mjög alvarlegt
ástand. I morgun höfðu 90
manns skráð sig á atvinnu-
leysisskrá, en samkvæmt
þeim upplýsingum sem ég hef
hjá mér eru þaö um 400
manns sem missa vinnuna.
Það er eitthvað af karl-
mönnum sem vinnur við við-
hald og frágang á saltfiski og
skreið, en mikill meirihluti er
nú atvinnulaus. Við erum
heldur óhressir yfir þessu
ástandihér. Það er löngu búið
að skoða vandamálin ofan i
kjölin, en engar tillögur til
umbóta hafa komiö fram. Það
biða allir, það er enga lausn að
sjá ennþá á vandamálum
Vestmannaeyinga.”
-ká.
Jón Kjartansson: Allir eru að
biða eftir Godot.
n
Veríð að pakka skreiðinni i Eyjum:
Maókarnir lii'a
góðu M
Maðkarnir á lofti Vinnsiu-
stöðvarinnar I Vestmanna-
eyjum lifa þar góðu llfi, eftir
þvi sem fregnir herma. í
sumarhitunum skriða nýir
maðkar úr púpunum og nóg er
ætið, þó að senn fari að þreng-
jast hagur. Að sögn Jóns
Kjartanssonar hjá Verkalýös-
félagi Vestmannaeyja er búið
að pakka um 200 pökkum af
skreiö, sem er um helmingur
þess magns sem er á loftinu.
Afgangurinn fær að liggja þar
áfram, möðkum og púpum að
leik.
Jón sagði að það hefði aldrei
verið ætlun þeirra Vinnslu-
stöðvarmanna aö flytja
skreiðina, nema þegar kaup-
endur kölluðu, þeir færu ekki
eftir neinum boðum, aöeins
eigin lögmálum. Ibúar ver-
búðanna undir loftinu fræga
mega þvl búast við að finna
maðka I rúminu hjá sér i
náinni framtiö, nema gripið
verði I taumana og loftið
endanlega hreinsað. _ký