Þjóðviljinn - 12.08.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.08.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. ðgúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Svavar Gestsson ráðherra á ferð í Eyjunu Ástand atvinnumála tíl umræðu Sköflustungan tekin aö íbúöum fyrir aldraöa Atvinnuástandið i Vestmannaeyjum, stærstu útgerðarstöð landsins er mjög alvar- legt þessa dagana. Frystihúsin hafa sagt upp 630 manns og virðist svo sem atvinnurek- endur biði sildarinnar sem nú eins og á árum áður á að bera björg i bú. Svavar Gestsson heil- brigðis- og félagsmála- ráðherra heimsótti Eyj- ar um siðustu helgi og ræddi þá við forráða- menn bæjarins um at- vinnumálin, auk þess sem hann tók skóflu- stungu að nýjum ibúð- um fyrir aldraða. Þjóðviljinn ræddi I gær við Jón Kjartansson formann Verkalýðs- félagsins i Eyjum og formann at- vinnunefndar þar um heimsókn Svavars og ástandið i Eyjum. Jón sagði að nú væru að hefjast framkvæmdir við ibúðir fyrir aldraða alls 6, sem verða reistar við hlið elliheimilisins við Hraun- búðir. Svavar tók skóflustunguna á nýstárlegan hátt, með vél- skóflu, „svo að hér eftir þýðir ekkert annað en að ráðherrar hafi meirapróf, þegar þeir taka skóflustungur”, sagði Jón. A fundi atvinnunefndar með ráðherranum var ástandið i Eyj- um rætt ýtarlega og sagði Jón að þótt 6 mánuðir væru liðnir frá þvi að sjávarútvegsráðherra kom til Eyja og Framkvæmdastofnun var falið að kortleggja ástandið hefði ekkert gerst. Nú hefur verið ákveðið að fyrirtækin fái að breyta lausaskuldum sinum i föst lán, en á þeim eru háir vextir og það eitt leysir engan vanda. „Rekstrargrundvöllurinn batnar ekkert við það”, sagði Jón. „Við vorum sammála um það Svavar einbeitti sér að skóflu- stungunni að nýju ibúðunum fyrir aldraða við Hraunbúðir I Vest- mannaeyjum. Páll Zóponlasson bæjarstjóritók á móti SvavariGestssyni á flugvellinum lEyjum. . Páll Zóponiasson bæjarstjóri og Sveinn Tómasson forseti bæjarstjórnar iýsa framkvæmdum fyrir Svavari Gestssyni. Myndir: óiafur Pétur Sveinsson, Vm. ólafur Jónsson heilsar upp á fuilorðna Vestmannaeyinga, við hlið hans stendur Svavar Gestsson að meö þessum aðgerðum verði vandinn ekki leystur, það er verið að fleyta skútunni áfram og allt óljóstum framhaldið”, sagði Jón. „Hér hefur 630 manns veriö sagt upp, þar af 440 sem höfðu mánaðar uppsagnarfrest eða minna. Siðast liðinn föstudag höfðu 119skráð sig á atvinnuleys- isskrá. Fólk er ákaflega dauft yfir þessu og það er alvarlegt mál i plássi þar sem atvinnuleysi hefur ekki þekkst um árabil, ef frysti- húsunum verður lokað um tíma á hverju ári”, sagði Jón Kjartans- son. „Hér liggja 3 af 4 togurum bundnir við bryggju.enda þorsk- veiðibann og sá fjórði er á heim- leið úr siglingu. Atvinnurekendur lita nú vonaraugum til sildarinn- ar, en venjulega hefur engin sild komið hingað fyrr en um miðjan september. Það er kannski mánaðar bið framundan.” Þriðji liðurinn i heimsókn Svavars Gestssonar var að kanna skreiðina á loftinu i Vinnslustöð- inni og lita þann fræga maðk sem þar hefur lifað góðu lifi lengst af sumars. Rás lifsins hefur nú grip- ið I taumana, maðkarnir hafa allir púpað sig og hefur sú þróun átt sér stað á undanförnum vikum og dögum. Þegar Svavar bar að garði var ekki nokkurn maðk að sjá og á að ljúka við að pakka skreiðinni sem enn er á loftinu i vikunni. Jón sagði að það færi mjög eftir ástandi skreiðarinnar hvort maðkar ættu sér þar lifsvon, svo nú er að sjá hvort skreiðar- geymslan á loftinu verður lögð niður eða hvort leikurinn endur- tekur sig næsta ár. Að sögn Jóns hefur nú komið í ljós að þrisvar sinnum hefur orðið vart við maðk þarna á loftinu á undanförnum árum. Jón Kjartansson bætti þvi við að Ólafur Jónsson formaður stjórnar Húsnæðismálastofnunar Rikisins heföi einnig verið á ferð i Eyjum um helgina til að kynna ný lög um verkamannabústaði, en frá gosi hafa verið byggðar 36 ibúðir samkvæmt lögum um verkamannabústaði og i Eyjum er fullur hugur á að reisa fleiri slikar, enda talsverð eftirspurn að sögn Jóns. —ká Jón Kjartansson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.