Þjóðviljinn - 12.08.1980, Síða 5
Þriöjudagur 12. agúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
35 ár síðan fyrstu atómsprengjumar féllu
Enn drepa þær
í þessum manuði eru 35
ár liðin frá atómsprengju-
árásunum á Hírósíma og
Nagasaki og lokum síðari
heimstyrjaldar. Klukkan
8.15 á miðvikudagsmorg-
uninn 6. ágúst s.l. var gert
hlé á öllum störf um í Híró-
síma í minningu þess, að á
þeirri stundu þessa dags
fyrir hálf um f jórða áratug
féll fyrsta kjarnorku-
sprengjan, sem beitt var í
stríði, á þá borg. Fólká leið
í vinnu steig út úr bílum og
strætisvögnum hneigði
höf uðin í bæn. Það bað fyr-
ir þeim um 150.000 körlum,
konum og börnum, sem
fórust í borginni þennan
morgun.
9. ágúst 1945 vörpuðu Banda-
rikjamenn svo annarri kjarn-
orkusprengju á Nagasaki. Þar
munu hafa farist 70—80 þúsund
manns.
40.000 manns komu saman i
Friðargarðinum i Hirósima og
báðu þess að stórveldin vildu láta
svo litiö að hætta vigbúnaðar-
kapphlaupinu. Þar voru lesin upp
nöfnin á nærri 2300 manneskjum,
sem siðastliðið ár dóu af völdum
Hirósimasprengjunnar. Sú
sprengja heldur sem sagt ennþá
áfram aö drepa og valda tjóni, 35
árum eftir að hún sprakk.
I dag eru i Japan um 350.000
manns, sem opinberlega eru
skráðir sem fórnarlömb sprengj-
anna tveggja. Sumt af þessu fólki
þjáist enn af áverkum af völdum
sprengjanna og af sjúkdómum af
völdum geislunar. Til dæmis
benda sterkar likur til þess að
fólk, sem lifði af sjálfar ógnar-
stundirnar i Hirósima og Naga-
saki, sé nú að fá krabbamein af
völdum þeirra. Ekki siður hrylli-
leg er su staðreynd, að sum barna
og barnabarna þess fólks, sem
statt var i borgunum tveimur
dagana sem sprengjurnar féllu,
fæðast vanheil til sálar og likama
— af völdum geislunarinnar, sem
foreldrar þeirra og afar og ömm-
ur urðu fyrir.
dþ
Blóöugasta áriö
Pólitiskir hryðjuverkamenn
hafa það sem af er árinu 1980
valdið meira manntjóni á ttaliu
en nokkurt annað ár i seinni tíð.
Alls hafa 247 manns látiö lffið af
völdum hryðjuverkamanna þar-
lendis siðastliðin ellcfu ár.
Að sögn fréttastofunnar DPA
hafa hægriöfgamenn á þessum
tima myrt 116 manns, en 85 hafa
látið lifið af völdum vinstri-
sinnaðra hryðjuverkamanna. A
sama tima hafa erlendir hryðju-
verkamenn drepið 34 menn á
Italiu.
t ár hafa rúmlega 100 manns
verið myrtir þar i landi a:
pólitiskum orsökum.
V-Þjódverjar og
Danir tekjuhæstir
Vestur-Þjóðverjar búa viö
mestan kaupmátt þjóða i Efna-
hagsbandaiagi Evrópu, sam-
kvæmt skýrslu nýútkominni hjá
Lloyds Bank f Lundúnum. Er i
skýrslunni miðað við tekjur, sem
hver einstaklingur hefur til eigin
ráðstöfunar, og hvað það snerti
var Vestur-Þýskaland árið 1979
18% fyrir ofan meðallag i EBE
t öðru sæti það ár voru Danir
16% fyrir ofan EBE-meðallagiö
Frakkar eru 12% fyrir ofan það
Belgar 8% og Hollendingar 3%
Bretar, trar og Italir eru hinsveg
ar talsvert fyrir neðan EBE-meö
allagið hvað ráðstöfunartekjur
snertir.
40 stiga hiti á Spám
Gifurleg hitabylgja hefur und-
anfarið gengiö yfir Spán sem
fleiri lönd. Hitinn hefur viða veriö
um 40 stig, og þær 36 miljónir
manna, sem i landinu búa, auk 6
miljóna erlendra ferðamanna,
sem þar dveljast um þessar
mundir hafa veriö i stöðugu svita-
baði. A fimmtudag i fyrri viku til
kynntu veðurfræðingar um 41
stigs hita viða i Andalúsiu og
fylkinu Extremadura i vestur
hluta landsins. I Madrid var hit
inn þá 38 stig, en heldur svalara á
Mallorca, 33 stig.
.J
erlendar
bækur
Doctor Fischer of Geneva or The
Bomb Party. Graham Greene.
The Bodley Head 1980.
Það vekur ætið mikla athygli
þegar ný bók kemur út eftir Gra-
ham Greene. Greene hefur löng-
um velt fyrir sér synd og sekt, náð
og miskunnsemi. t sumum skáld-
sögum hans virðast útlifaðar
skækjur og fordrukknir aumingj-
ar eiga greiðari aðgang að náð-
inni og standa nær Guði, en þeir
sem lifa siðgæðislegu-sýndarlífi
meöalmennskunnar. Þar er það
sambandiö sem gildir og þá er
komið á þá nöf, þar sem skynsemi
og jarðlegur skilningur er þýöing-
arlaus, i rauninni hlægilegur mis-
skilningur. Náðin gæti tjáðst sem
samband við það „numinösa”.
Dauöasyndirnar slita tengslin
eða sambandið og af þeim sjö eru
fyrst taldar hroki og ágirnd. Þessi
skáldsaga Greenes er um hrok-
ann og ágirndina og skamma
hamingju tveggja einstaklinga.
Dr. Fischer þjáist af valda-
girnd og hroka, sem drepur eða
fælir burt alla þá sem bera i
barmi mennskar tilfinningar,
hann lifir fyrir hefndina og er
kominn á þaö stig að fyrirlita
alla. Til þess að seðja hroka sinn
og fyrirlitningu hefur hann komið
sér upp hópi manna, sem allir eru
forrikir eins og hann sjálfur. Allt
er þetta fólk haldið græðginni, fé-
græðginni og það gerir allt fyrir
peninga, dr. Fischer veit það og
dundar sér viö að auðmýkja þetta
lið. Hann býður þvi til veislu þar
sem rétturinn er kaldur þurr
hafragrautur, sem hann skipar
liðinu að borða, gegn þvi að gefa
Graham Greene fer enn einu sinni
þvi dýrar gjafir, að hafragrauts-
átinu loknu. Meðan snætt er eys
doktorinn yfir það svivirðingum
og er mjög hittinn á aumustu
blettina. En boðsgestirnir taka
þessu öllujláta troða á sér, til þess
að fá gjafirnar, sem þeir hefðu
auðveldlega getað keypt sér, en
dr. Fischer veit, að þeir elska
peninga framar öllu og þvi er
niskan þeim eðlislæg. Agirnd
þessa auðuga fólks er óseðjandi,
það er dautt, sbr. „lifir að nafninu
en er dautt”. I lokaveislunni er
leikin hliðstæða við rússneska
rúlettu. Þrátt fyrir áhættuna lét
það sig hafa að draga, fullvisst
á kostum i nýrri bók.
um að það væri að leggja lif sitt
að veði, græðgin i meira fé varð
þvi ofjarl.
Greene dregur upp myndir af
sorplýð peningagræðginnar, sam-
bandslausum lýð hinna for-
dæmdu. Og sá, sem gegnir hér
hlutverki djöfulsins, dr. Fischer,
er jafn dauður og peningaskrill-
inn, fullur af hroka og djöfli og
sjálfsfyrirlitningu.
Saga þessi er mjög vel gerð,
listilega skrifuð og skirskotar til
viðari atburðarásar, þar sem
samskonar formyrkvan græög-
innar virðist ráða mati og stefnu.