Þjóðviljinn - 13.08.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.08.1980, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJOÐVILJINN MiOvikudagur 13. ágúst 1980 Norrœn œskulýðsmálaráðstefna í Reykjavik: „Mikilvægt aö fulltrúar landanna kynnist reynslu hvers annars” segir Ómar Einarsson framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavikurborgar Norræn æskulýðs- málaráðstefna stendur yfir i Reykjavik þessa dagana. Hana sækja fulltrúar frá Bergen, Gautaborg, Ábo, Ár- ósum og Reykjavik. Stendur ráðstefnan fram til 15. ágúst og eru fulltrúar á henni um 60 talsins. Höfuðviðfangs- efni ráðstefnunnar eru: atvinnuleysi ungs fólks, þýðing tómstundastarfs á krepputimum, sam- takalaus æska og hús- næðismál æskufólks. Ómar Einarssonframkvæmda- stjóri Æskulýösráðs Reykjavíkur, sem sér um framkvæmd ráð- stefnunnar, sagði blaöam. Þjóö- viljans l stuttu spjalli að þaö sem af væri hefði ráðstefnan gengið mjög fjörlega og vel fyrir sig. Flestir ráðstefnugestir hefðu komið til landsins á laugardag og heföi verið byrjað á þvi aö sýna þeim heimildarmynd um ísland og fara með þá f kynnisferð til Gullfoss og Geysis. A mánudeginum heföi svo ráð- stefnan byrjað af alvöru og heföi fyrst verið rætt um atvinnuleysi unglinga og hvað væri hægt að gera i þeim málum. Umræöunum um þaö mál var stjórnað af hópn- um frá Sviþjóð sem jafnframt hafði framsöguerindi um málið. Mikil umræða varð á eftir erindi svianna og varð að lengja fyrir- hugaöan umræðutima. Að sögn Omars er atvinnuleysi unglinga ekki svo brennandi vandamál fyrir Islendinga, eins og málin stæöu i dag.en aftur á móti væru hin þrjú umræðuefnin mjög at- hyglisverð fyrir okkur. Þar væri um að ræða þau vandamál sem sköpuöust þegar drægi úr fjármagni til æskulýðs- starfa vegna kreppuástands I þjóöfélaginu. Framsögu i þvi máli hafðihópurinnfrá Bergen en á eftir fór fram umræða i vinnu- hópum og þeirra f milli. Þar kom fram athyglisvert dæmi um framtak ibúa eins bæjar i Sviþjóö sem gátu með styrk frá rikinu byggt skautahöll fyrir 2 miljónir sænskra króna en á fram- kvæmdaáætlun sænska rikisins átti sama höliin að kosta 5 milj- Frá norrænu æskulýðsmálaráöstefnunni, sem stendur yfir I Reykjavik þessa dagana. Myndir Ella flestir erleridu gestirnir heim- leiðis þá um daginn. Ómar sagði að aöaláhersla hefði veriö lögð á hópvinnu á þessari ráðstefnu og störfuðu pólitikusar, fulltrúar félagsstarf- semi og embættismenn borganna i sér hópum þannig aö þessir aö- ilar hefðu tök á því að kynnast sjónarmiðum starfsfélaga sinna i öðrumlöndum. ómar kvaðst þess fullviss að þetta fyrirkomulag gæfi mikið i umræðu og það væri nauösynlegt aö þessir aðilar töl- uðu saman. Að sögn Omars er ráöstefnan styrkt úr Norræna menningar- málasjóðnum og tsland þvi ein- ungis framkvæmdaraðili ráð- stefnunnar. Kostnaöur erlendu fulltrúanna við að koma hingaö svoog uppihald greiðist af þeirra bæjarfélögum. 011 gögn frá ráð- stefnunni verða send Noröur- landaráði og þeim aöilum sem að æskulýösmálefnum starfa svo og Norræna menningarmála- stjóðnum,sem eins og áöur sagði stendur undir meginkostnaöinum við ráöstefnuna. — áþj ónir króna. I gær höfðu svo fulltrúar Arósa framsögu um samtakalausa æsku og i dag hefur hópur frá Ábo framsögu um húsnæðisvandamál unglinga. A fimmtudag veröa lagðar fram greinargerðir frá bæjunum um æskulýös- starfsemina og kynntar ýmsar nýungar i starfsemi æskulýðs- félaga sem komið gætu þátttak- endum að gagni. Ráöstefnunni lýkur svo á föstudag og halda Omar Einarsson, framkvæmda- stjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur, sem sér um framkvæmd ráð- stefnunnar. Atvinnuleysi unglinga: „Stjórnvöld leysi vandann” — segir Peter Olssen, fulltrúi frá Gautaborg Eitt af umræðuefnum norrænu æskulýðsmála- ráðstefnunnar sem haldin er á Hótel Loft- leiðum þessa dagana er atvinnuleysi unglinga. Vandamálið er okkur ís- lendingum svo til ókunn- ugt, þó aðeins hafi örlað á atvinnuleysi meðal unglinga á tímabili i sumar meðan málefni frystihúsanna voru sem óráðnust. Framsöguer- indi um atvinnuleysi unglinga var flutt af fulltrúunum frá Gauta- borg og átti blaðam. Þjóðviljans stutt spjall við fulltrúa Æskulýðs- ráðs Gautaborgar, Pet- er Olsson, um þetta mál. Peter tók fram i upphafi að at- vinnuleysi unglinga væri engan veginneins mikið vandamál I Svi- jóð eins og það væri t.d. i Eng- landi, Danmörku og Vestur- Þýskalandi. Hann sagöi aö marg- irhéldu þvi fram að hægt væri að sigrast á vandanum með skipu- lögðum aðgeröum bæjar- og sveitarfélaga. Það væri mikil bjartsýni. Atvinnuleysi unglinga væri aðeins angi af miklu stærra fyrirbæri, sem atvinnuleysi i heiminum væri. Þetta væri al- þjóðlegt vandamál og hans skoð- un sú að meöan kapitalistiskt neysluform væri rikjandi þá krefðistþað þess aö visst atvinnu- leysi væri fyrir hendi i hverju þjóöfélagi. 1 góðæri væri vinnu- aflið lokkaö að með freistandi til- boöum eins og t.d. I SKG-verk- smiðjunum I Gautaborg þar sem hann ynni. Þar væru lærlingar teknir inn án nokkurrar sérkunn- áttu meöan vel gengi, en þegar illa áraði þá væri þess krafist að verkafólkið væri fullmenntað i sinu fagi áður en þaö fengi vinnu. Þannig gætu eigendur atvinnu- tækjanna ráðskast að vild sinni með kröfurnar til verkkunnáttu starfsfólksins. Annan þátt i þessu vandamáli kvað Peter vera þróunina i skóla- málum. Skólarnir og atvinnu- markaðurinn héldust ekki i hend- ur og þeir sem útskrifuöust úr skólunum heföu litla eða enga reynslu 1 atvinnulifinu. 1 Sviþjóð væri það einnig töluvert vanda- mál að unglingunum þætti þaö ekki fint að vinna I verksmiöju eöa öðrum álika atvinnugreinum. I skólunum væri mest talað um lækna, lögfræðinga og eigendur einkafyrirtækja en litið niður á fólk sem ynni venjulega vinnu. Þessu þyrfti að breyta og koma jafnvægi á umræðu skólanna um starfsgreinar. Mótsagnakennt I þessu sambandi kvað Peter áróð- ursslagorð atvinnurekenda I Svi- þjóö þar sem þeir ráðlegðu ung- mennum að „veöja á eigin hæfi- leika”, þá verði þau eitthvað stórt og bent væri á stjörnur eins og Abba og Björn Borg til að sýna fram á að „draumurinn” geti rætst. Svo skilji þessir sömu aöil- ar ekkert I þvi, að enginn vill vinna i verksmiðjunum. Varðandi umræðurnar á ráö- stefnunni um unglingaatvinnu- leysi sagði Peter aö mest hefði veriö rætt um, hvaö æskulýösfé- lögin gætu gerttil að draga úr at- vinnuleysi unglinga. Komiö hefðu fram hugmyndir um að virkja unglingana i félagsstarfsemi ým- iskonar, auka samstööu þeirra á meöal og fá æskulýðsráöin til að styöja við bakið á þeim hreyfing- um. Þetta sagði Peter að væri Ut- af fyrir sig ágætt, hinsvegar væri það staðreynd að á erfiðum tim- um væri launþegahópum att upp á móti hver öðrum af atvinnurek- endum sem hefðu hag af þvi að þessir hópar næðu ekki saman til að vinna að sameiginlegum kröf- um sinum. Þannig væri i dag ráö- ist að innflytjendum I Svfþjóö og sagt að þeir taki atvinnu frá Svi- um, þó svo þetta fólk finni svo til eingöngu störf sem Svium finnast fyrir neðan viröingu sina og lita þvi ekki viö. Peter sagði að lokum, aö á heildina litiö, væri ekki hægt að segja aö neinar ákveönar tillögur um lausn vandans heföu komið fram, enda ætti öllum að vera ljóst að atvinnuleysi væri vanda- mál sem ekki yrði leyst af æsku- lýðsmálaráðstefnu og æskulýös- ráðum. Það væri hlutverk stjórn- valda. -áþj. Sameining Laxúr-og Landsvirkjunar Aflt á athugunarstigí segir Sigurjón Pétursson Enn eru I gangi viöræður milli eignaraðila Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar um sameiningu þessara fyrirtækja, en sem kunn- ugt er óskuðu eigendur Laxár- virkjunar eftir þvi að sameinast Landsvirkjun þegar borgarstjórn Reykjavikur felldi samkomulag þessara aöila um stofnun nýs fyrirtækis. Sigurjón Péturssonsem sæti á i viðræðunefndinni fyrir Reykja- vikurborg sagði I samtali við Þjóöviljann i gær að nefndin hefði ekki hist fullskipuö nema einu sinni. Hins vegar væri undirnefnd starfandi og væri hún nú að kynna sér þær ýmsu leiðir sem nýta mætti við mat á eignum Laxár- virkjunar og Landsvirkjunar. Komi aöilar sér ekki saman um matiö, veröa dómkvaddir menn látnír skera úr. „Þetta er enn allt á athugunarstigi”, sagði Sigur- jón, „og Htið af málinu að frétta.” Birgir ísl. Gunnarsson sem einnig á sæti i nefndinni fyrir hönd Reykjavlkurborgar ve- fengdi á sínum tlma að laga- ákvæöið, sem Laxárvirkjunar- menn nú vilja beita og heimilar sameiningu fyrirtækjanna, væri enn gilt. Sigurjón sagði að ákveðiö hefði veriö aö láta dóm- ara gefa álit sitt á þessari staö- hæfingu Birgis, en þó án nokkurra skuldbindinga um að þeim niður- stöðum yrði hlýtt. Til þessa verks væru þeir, sem til hefði verið leitaö, fúsir en hefðu óskaö greinargerðar frá Birgi um hvers vegna hann vefengdi laga- Peter Olsson, einn af fulltnium Gautaborgar á æskulýðsmála- ráðstefnunni. Mynd: Ella. ákvæðin. Bjóst Sigurjón viö aö álit dómaranna og greinargerö Birgis myndu liggja fyrir um næstu mánaðarmót. Þess má geta aö Albert Guðmundsson sem einnig var skipaður i viðræðu- nefndina hefur óskað eftir að vera leystur undan störfum i henni og hefur Davíð Oddsson tekið viö af honum. — AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.