Þjóðviljinn - 13.08.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.08.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 13. ágúst 1980 ✓ Collins á Islandi: Liöfár landinn var sigraður Um siðustu helgi og á mánudagskvöld fór fram i húsakynnum Taflfélags Reykjavikur keppni milli banda- riskra ungmenna, sem hér eru á vegum John W. Collins, og íslenskra jafnaldra þeirra, þ.e. á aldrinum 11 til 17 ára. í raun er hér um að ræða landslið Bandarikjanna i þessum aldursflékki, þvi drengirnir koma frá ýmsum fylkjum, en ekki nema 6 þeirra eru úr hinum þekkta skákskóla Collins, i New York. Ifyrstu umferðinni voru tslend- ingarnir án sinna sterkustu manna, þar sem þeir voru að tefla á helgarmótinu á ísafirði og Bol- ungarvik. Úrslitin urðu lika þau að gestirnir sigruðu lið T.R. með 12.5 vin. gegn 7.5. A sunnudag var haldið austur á Hvolsvöll, þar sem Bandarikja- mennirnir tefldu við unglinga af Suðurlandi og unnu stórt, eða 19 gegn 1 vinningi. A mánudagskvöld fengu þeir þó harðari keppni þar sem var lið T.R. með Jóhann Hjartarson, ís- landsmeistara, I fararbroddi. Inn i liðið komu þeir Björgvin Jóns- son, Keflavik og Stefán Bjarna- son, Kópavogi. Úrslitin urðu þau að islensku strákarnir unnu örugglega með 14.5 vinningum gegn 5.5. Heildarúrslit urðu þvi þau að gestirnir hlutu alls 37 vinninga gegn 23 landans. 1 gær heimsóttu bandarisku unglingarnir forseta Islands að Bessastöðum, og i gærkveldi tefldi Friðrik ólafsson fjöltefli við unglingana i Hreyfilshúsinu. Frá keppninni á mánudagskvöld. Frá vinstri: Jóhann Hjartarson, Jóhannes GIsli Jónsson, Karl Þorsteinsson og Björgvin Jónsson. Ljósm: —eik— Lombardy og Ólafur H. ólafsson bera saman bækur sinar fyrir þriðju umferö. Kortsnoj með vœnleg sóknarfœri i 11. skákinni Blikur á lofti í Buenos Aires Úrslit gætu ráðist i dag Spennan i einvigi Kortsnojs og Pulugajevskis, sem stendur yfir i Buenos Aires, er nú I hámarki. Kortsnoj, sem eins og kunnugt er, náði forystunni eftir biðskákina í 8. umferð einvigisins, virðist ekki ætla að láta staðar numið. 10. skák og 11. skák hafa borið þess glögg merki. Þrátt fyrir augljósa taugaspennu, hefur einvigiö verið mjög vel teflt og tilþrifin meiri en oftast áður I þessum einvigum. 10. skákinni lauk með jafntefli eftir að Polugajevskl, sem hafði hvitt, reyndi mikið að gera sér mat úr smávægilegum stöðuyfir- buröum, en tókst ekki. 11. skákin var geysihörð og þegar skákin fór i bið seint á mánudagskvöldið hafði Kortsnoj góða sóknarmögu- leika, en mátti á hinn bóginn vara sig á ógnvekjandi fripeöi Poluga- jevskis. Aður en farið er i þessar skákir langar þann sem hér skrif- ar að gera athugasemd við atburð sem gerðist i þessu einvigi og hef- ur verið lagður Polugajevski til lasts. Einhvern timann þegar þeir fé- lagar voru komnir langt með 8. skákina sem iauk með sigri Kortsnojs i 95 leikjum, mun Pol- ugajevski hafa tekið I hrók sinn, sett hann á einhvern reit, en ekki sieppt honum. Þegar til kom leist honum ekki á leikinn og hélt á manninum ieinhvern tima og lék honum siðan á annan reit. Korts- noj mun hafa gert athugasemd við þennan atburö með orðunum: „Svona teflir ekki stórmeistari”. 1 þessu sambandi má geta þess aö það er ekkert I reglum FIDE sem bannar þetta. Það er að visu ekki beinlinis til eftirbreytni að leika mönnum á reit, sleppa þeim ekki, taka þá upp og leika þeim siðan eitthvað annað. Þetta verður þvi miklu frekar aö skoð- ast sem hálfgildings slys þvl Pol- ugajevski er annálað prúðmenni viö skákborðið og svona nokkuð getur hent hvaða skákmann sem er. Það ættu þeir sem eitthvað hafa sýslað með skák að vita. Framkoma Kortsnojs á hinn bóg- inn brýtur alveg I bága við reglur FIDE, þvi haröbannað er að ávarpa skákmanninn á meðan skák er i gangi, nema þá til að bjóða jafntefli eða hafna. Þá er Kortsnoj ekkert sérlega sam- kvæmur sjálfum sér, þvi ná- kvæmlega það sama hefur hent hann. A millisvæðamótinu i Leningrad 1973, lenti Kortsnoj I miklum ógöngum I skák við Júgó- slavann Rukavina. Þegar komið var undir lok setunnar og Korts- noj í miklu timahraki, leikur hann drottningu sinni út á mitt borðið, sleppir henni, ýtir á klukkuna, en likar svo ekki leikurinn, tekur drottninguna til baka og leikur henni annað. Kortsnoj gaf siöan skákina en dæmiö sýnir svo ekki veröur um villst að sambærileg atvik geta hent mikla meistara, meira að segja Kortsnoj sjálfan! Hann er greinilega ekki þess búinn að taka undir orð Ingólfs Margeirssonar: „Et skal over os alle gange”. 10. einvigisskák: Hvítt: Lev Polugajevski Svart: Viktor Kortsnoj Enskur leikur 1. c4 Rf6 5. Rd5 Bc5 2. Rc3 e5 6. Bg2 d6 3. Rf3 Rc6 7. 0-0 Rxd5 4. g3 Bb4 8. cxd5 Rd4 (Kortsnoj þræðir hér alræmt jafnteflisafbrigði, sem auðvitaö er sérlega brúklegt þegar stutt er til loka einvigisins og vinnings- forskot I pokahorninu) 9. Rxd4 Bxd4 10. e3 Bb6 11. f4 0-0 12. b3 f6 13. a4 a5 14. Bb2 Kh8 15. Khl De7 16. Dc2 Bd7 17. Hael c6 18. d4 exd4 19. exd4 Df7 20. dxc6 Bxc6 21. Bxc6 bxc6 Enskur leikur 1. c4 e6 2. Rc3 c5 3. Rf3 Rf6 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. 0-0 Be7 7. d4 cxd4 8. Dxd4 d6 (En ekki 20. - Hac8 21. d5! o.s.frv.) 22. Dc4 (22. Dxc6 Dxb3 er tæpast hvitum i hag.) 22. .. Dxc4 23. bxc4 Hfe8 24. Bc3 Kg8 (Það væri náttúrulega óðs manns æöi að geyma kónginn lengst úti i horni, fjarri átökum endatafls- ins.) 25. Hxe8 Hxe8 26. Hbl Ba7 27. Hb7 He3 28. c5! (Heiðarleg tilraun til að jafna metin. Eftir 28. - Hxc3 29. cxd6! Hd3 30. Hxa7 Hxd4er hvitur leik á undan miöaö viö framhald skákarinnar. Jafnvel það skiptir ekki máli, þvi Kortsnoj á samt að halda jafntefli. Hann er þó ná- kvæmur að vanda.) 28. .. Bxc5 3i. Ha7 Hxd6 29. dxc5 Hxc3 32. Hxa5 30. cxd6 Hd3 — og meö þvi að bregða fingrum i kross bauð Kortsnoj jafntefli sem Polugajevski þáöi. 11. einvigisskák: Hvitt: Viktor Kortsnoj Svart: Lev Polugajevski (Broddgaltarafbrigðið er þetta oft nefnt, þvi ef grannt er skoðað minnir staða svarts óneitanlega á broddgölt.) 9. b3 0-0 11. Hfdl Rbd7 10. Bb2 a6 12. Dd2 Dc7 (Vinsælast er 12. De3 eöa 12. e4, 13. De3 og 14. Rd4. Sú stöðuupp- bygging er komin frá Wolfgang nokkrum Uhlman.) 13. Rd4 Bxg2 17. De2 Rc6 14. Kxg2 Db7+ 18. Rxc6 Hxc6 15. f3 Re5 19. Hd2 Hb8 16. e4 Hfc8 20. Rdl (Peðastaöan i þessu afbrigði er háalvarlegt mál. Kortsnoj hyggst þvi eftir framrás b-peðsins hafa c4-peðið valdað með riddara þvi stakt peð á c-linu er vist með að veröa dauðanum að bráð.) 20. .. b5 21. Re3 Re8 (Sterklega til greina kom 21. - Hfc8 með hugmyndinni - bxc4, Rxc4 - d5, en það er ekki mögulegt i þessari stöðu vegna Ra5-mögu- leikans, en sú liðsuppstilling er oft kölluð „Orkin hans Nóa” og stundum er talað um aö sett hafi veriö upp gleraugu.) 22. Hadl Bg5 25. He2 Bb6 23. f4 Bd8 26. Bd4 Bxd4 24. Df3 Ba5 27. Hxd4 Hc5 (Polugajevski ku hafa verið kom- inn i mikið timahrak, átti nú eftir einungis u.þ.b. 10 minútur á 3 leiki.) 28. Hed2 Hbc8 29. g4! (Sókn skal það heita.) 29. .. De7 32. Dg3 Df7 30. g5 f6 33. e5 bxc4 31. gxf6 Dxf6 34. exd6 (Baráttan er stórskemmtileg.) 34. .. c3 35. Hc2 Hd8 36- Rc4 Hd5! Kortsnoj virðist hafa mikla sigur- möguleika i biðskákinni gegn Polugajevskl. Vinni hann sigur er einvíginu þar meö lokið. Mynd þessi var tekin þegar hann tefldi á Louis Statham skákmótinu, i Lone Pine 1979. (Þrátt fyrir æðisgengið timahrak hittir Polugajevski á besta varnarleikinn hverju sinni.) 37. Hxd5 exd5 39. Hxc3 Rxd6 38. Re5 Df5 40. Hc7 Re8 Hér fór skákin i bið. Skákin er geysilega tvisýn. Kortsnoj viröist hafa sterk sóknarfæri, en Poluga- ievski á þó hauk i horni þar sem Fripeðið á d-linunni er. Kortsnoj hugsaöi i 30 minútur um biðleik- inn (nánast samkvæmt venju)). 41. Hf7 liggur beint viö en hvort sá leikur kemur upp úr umslaginu, eður ei, skal ósagt látið. Biðskákin var tefld I gærkvöldi eða i nótt samkvæmt islenskri klukku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.