Þjóðviljinn - 14.08.1980, Side 5

Þjóðviljinn - 14.08.1980, Side 5
Fimmtudagur 14. ágiist 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Utanrikisráðuneytið svarar 15 spurningum Ólafs Ragnars Grimssonar Ekkert sérsamkomulag viö Bandaríkjastjórn Sérstök yfirlýsing um aö hér veröi ekki kjarnorkuvopn, aldrei veriö gefin Engar skrár til í ráöuneytinu um magn og tegundir vopna í herstööinni Utanríkisráðuneytið hefur svarað 15 spurn- ingum sem ólafur Ragnar Grímsson alþm. beindi til þess á utanríkismálanefnd Alþingis. Svörin eru á margan hátt fróðleg og gefa tilefni til frekari um- fjöllunar um veigamikil atriði. I sumum svaranna koma fram nýjar upplýs- ingar sem stangast á við það sem áður hefur komið frá ráðuneytinu/ fulltrúum stjórnmálaf lokka eða öðr- um stjórnvöldum í utan rikisráðuneytinu. Þjóðvilj- inn mun á næstunni taka svör utanríkisráðu- neytisins til umf jöllunar en þau fara hér á eftir ásamt spurningunum með fyrir- söanum blaðsins. 1. Hvenær geröu bandarlsk stjórnvöld samkomulag viö ts- lendinga um aö hér skyldu ekki vera kjarnorkuvopn? Hvaöa stjórnvöld I Bandarikjunum geröu samkomulagiö? Var þaö munnlegt eöa skriflegt? Hver voru efnisatriöi þess samkvæmt texta samkomulagsins, og er hægt aö fá textann birtan I heild sinni? Samkomulagiö felst I skýru ákvæöi 3. greinar varnarsamn- ings Islands og Bandarikjanna frá 5. mal 1951 þar sem Banda- rlkin gengust undir þá kvöö aö varnarliöiö megi ekki hagnýta aöstööu sina hérlendis á annan hátt en þann sem lsland sam- þykkir, — og yfirlýsingum gefnum af tslands hálfu á grundvelli þessa ákvæöis um aö óheimilt sé aö koma meö kjarnavopn hingaö til lands. Þetta samkomulag hefur alla tlö veriö ágreiningslaust milli landanna og ekki gefist tilefni til aö ætla aö þaö væri ekki full- komlega haldiö. Þess má einnig geta, aö skv. bandariskum lögum þarf aö vera fyrir hendi sérstakur samningur milli hlutaöeigandi rlkja til þess aö komiö geti til staösetningar banddariskra kjarnavopna — og er aö sjálf- sögöu ekki um aö ræöa neinn slíkan samning milli Banda- rikjanna og Islands. Ótvírætt? 2. Felur samkomulag Banda- rikjanna og tslands I sér bann viö varanlegri staösetningu kjarn- orkuvopna og einnig tlmabund- inni staösetningu sem og bann viö öllum flutningum kjarnorku- vopna um Keflavikurvöll og loft- helgi tslands? Já. Engar upplýsingar um dul- búning. 3. Hverjar eru mismunandi teg- undir kjarnorkuvopna og þeirra tækja, (t.d. flugskeyta), sem ætlaö er aö flytja sprengjuna aö skotmarki? Hvaö eru þessi vopn fyrirferöamikil ( rúmmál) og hvernig er hægt aö flytja þau frá einum staö til annars? Hvaöa aöferöir eru helst notaöar til aö dylja flutning á mismunandi teg- undum kjarnorkuvopna? Svör viö þessum spurningum taki einkum miö af þeim kjarnorkusprengj- um, sem P3C-Orion vélarnar og F-4 Phantom vélarnar, sem nú eru á Keflavikurflugvelli, geta boriö. P3C-Orion vélarnar og F-4 Phantom vélarnar eru hér I eftirlits- og varnarskyni — og þurfa alls ekki kjarnorkuvopn til þess aö geta gegnt hlutverki slnu fullkomnlega. Þessar flug- vélategundir má hins vegar, eins og alkunnugt er, búa kiarnorkuvopnum, t.d. er skýrt frá þvl I þekktu riti, „Jane’s All the World’s Aircraft”, þar sem lýst eru mögulegri vopna- hleðslu þeirra, aö P3C vélarnar geti haft innanborös m.a. tvær MK101 kjarnorkudjúpsprengj- ur og aö F4E geti boriö kjarn- orkusprengur eöa -flaugar undir vængjum. Forstööu- maöur Friöarrannsóknastofn- unarinnar I Stokkhólmi (SIPRI), dr. Frank Barnaby telur liklegt aö F4E vélarnar beri eina kjarnorkusprengju, þegar um slikt er aö ræöa, ásamt öörum vopnum. Hann upplýsir, . aö kjarnorku- sprengjur geti veriö 1 til 2 metrar á lengd og fari sprengjukraftur ekki eingöngu eftir stærö. Mikill fjöldi teg- unda af kjarnasprengjum sé til, en engar áreiöanlegar lýsingar á þeim eru fyrirliggjandi hjá þessari þekktu stofnun. Ekki er hægt aö upplýsa um aöferöir til aö dylja flutning kjarnorku- vopna hvort, hvar eða hvenær um þær er aö ræöa. P3C Orion vélar og F4 Phantom vélar hafa verið seldar til allmargra landa þar sem fullvíst hefur veriö taliö aö ekki væru kjarn- orkuvopn, þær fyrrnefndu til m.a. Noregs, Argentinu, Astraliu og Nýja-Sjálands, — og þær slðarnefndu m.a. til Astraliu og Egyptalands. ómerkt frá sendiherran- um. 4. Hvaöa stjórnvöld I Banda- rikjunum (ráöuneyti, ráöherra eöa starfsmaöur hans) gáfu utan- rikisráöuneytinu islenska yfirlýs- inguna frá 23. mai 1980? Hvenær og meö hvaöa hætti var yfirlýs- ingin látin i té? Yfirlýsingin var gefin af sendi- herra Bandarikjanna hér aö höfðu samráöi bæöi viö banda- riska utanrikisráöuneytiö og varnarmálaráöuneytið. Sendi- herrann er skipaöur af forseta Bandarikjanna til þess aö koma fram af hálfu banda- rískra stjórnvalda gagnvart Islenskum stjórnvöldum. Yfir- lýsing barst ráðuneytinu hinn 23. maí 1980 meö bréfi, dagsettu þann dag, undirrituðu af sendi- herranum og er I texta bréfsins vitnað til þess aö yfirlýsingin fylgi þvi. Hálft svar. 5. Hver er nánari skilgreining á þvi sem i yfirlýsingu bandariskra stjórnvalda er kallaö „mikilvæg stöö”? Hvaöa tilteknar her- stöövar aörar, nafngreindar, eru háöar ákvæöum C5510-83B Hand- bókarinnar? Slik dæmi eru nauö- synleg til aö hægt sé aö gera sér grein fyrir þvi hvort hinar stööv- arnar, þar sem ákvæöum Hand- bókarinnar er framfylgt, séu kjarnorkuvopnastöövar eöa ekki. Fengist hafa viöbótarupplýs- ingar um aö auk þess aö vera send mikilvægari stöövum bandariska flotans er umrædd handbók einnig send öllum öörum bandariskum flota- stöövum, skipum og fleiri bandariskum aöilum, enda sending hennar ekki bundin viö staöi þar sem kjarnorkuvopn eru geymd, eins og áöur hefur komiö fram. Réttur skilningur. 6. Gerir utanrikisráöuneytiö sér grein fyrir þvi aö i bandariska texta yfirlýsingarinnar, sem vitnaö er til i fréttatilkynningu ráöuneytisins 23. mai 1980, segir ekkert afdráttarlaust um þaö aö leiöbeiningarnar i C5510-83B séu lika notaöar i herstöövum sem ekki hafa kjarnorkuvopn? Fullyröingin i fréttatilkynningu ráöuneytisins um aö Handbókin sé notuö „óháö” þvi hvort um kjarnorkuvopn sé aö ræöa eöa ekki er aöeins ályktun ráöu- neytisins. Er ráöuneytiö þvi reiöubúiö aö óska eftir annarri og afdráttarlausari yfirlýsiingu? Alyktun ráöuneytisins sem fram kemur i fréttatilkynningu þess leiöir beint af texta banda- risku yfirlýsingarinnar og er staöfest af bandariskri hálfu aö sá skilningur sé réttur. ómögulegt að ímynda sér. 7. Embætti utanrikisráöu- neytisins leggi fram skriflega greinargerö um samanburö sinn á herstööinni i Keflavik viö kjarn- orkustöövar. 1 þcirri greinargerö varöi ýtarleg lýsing á hvaö i starfsemi og búnaöi herstööva gefi einkum til kynna varanlega eöa timabundna geymslu kjarn- orkuvopna eöa flutning á þeim vopnum. Herstööin i Keflavik veröi siöan borin saman viö slikar stöövar svo aö ljósar veröi for- sendur og rök embættismanna utanrikisráöuney tisins fyrir þeirri fullyröingu aö herstööin sé i öllu ólik kjarnorkuvopnastöö- vum. Viöurkennt er aö sérstakar öryggisráöstafanir eru viöhafðar hvarvetna þar sem kjarnavopn eru geymd, þótt nákvæmar upplýsingar um umbúnaö þeirra og varögæslu séu ekki birtar af hlutaöeigandi aöilum. Taliö er t.d. aö kjarna- vopn séu höfö i neöanjaröar- byrgjum og giröingar, lýsing, varsla, umgengisreglur o.m.fl. sé með þeim hætti aö til vls bendingar megi hafa um aö þar séu ekki einungis geymd venju- leg vopn. Þeir Islendingar sem kunnugastir eru varnarsvæö- unum viö Keflavikurflugvöll hafa ekki taliö aö þar væri um neina sllka staöi aöræða, þvert á móti væri ómögulegt aö Imynda sér hvar sllk vopn ættu þar aö vera. Þess ber aö gæta aö íslenskir verktakar hafa nú i meira en tvo áratugi annast allar framkvæmdir á velllnum og er sá mikli fjöldi Islendinga, sem hjá þeim hefur starfaö, þaulkunnugur öllum aö- stæöum. Ekkert svar. 8. Hvaöa fullyröingar Center for Defense Information um staö- setningu kjarnorkuvopna hafa siöan veriö staöfestar af varnar- málaráöherra Bandarikjanna? Sendiráö Islands I Washington haföi samband viö Center for Defense Information og óskaöi nánari rökstuönings og upplýs- inga frá stofnuninni. Var lofaö aö þetta skyldi athugaö, en svar hefur ekki borist. Telur sendiráöiö aö þess sé varla aö vænta héöan af. Sama svar. 9. Hvers eölis voru neitanir bandariskra stjórnvalda á tilvist kjarnorkuvopna i Japan og á hvern hátt sýndi atburöarásin aö þær yfirlýsingar voru rangar? Hvaöa lærdóma má draga af stikri afhjúpun? Var samkomu- lag Japan og Bandarikjanna hliö- stætt hinu svokallaöa samkomu- lagi tslands og Bandarikjanna? Sama svar og viö spurningu nr. 8. Engar sönnur 10. Ef sú staöhæfing Center for Defense Information er rétt, aö tsland sé eina NATO-landiö sem ekki hefur hlotiö skýrar yfirlýs- ingar frá varnarmálaráöherra Bandarikjanna, um þaö hvort hér séu staösett kjarnorkuvopn, er utanrikisráöuneytiö þá reiöubúiö aö óska eftir slikri yfirlýsingu frá varnarmálaráöherra Bandarikj- anna: Ekki hafa veriö færöar sönnur á aö umrædd st'aöhæfing Center for Defense Information sé rétt. Hins vegar viröist spurn- ingin ekki lengur hafa gildi eft- ir yfirlýsingu sendiherra Bandarikjanna hér hinn 11. ágúst 1980. Trúnaðarmál 11. Ctanrikisráöuneytiö fari þess á leit viö bandarisk stjórnvöld aö þau leggi fram Handbók sjó- hersins um öryggisgæslu kjarna- orkuvopna nr. C5510-83B, svo aö tslendingar geti kynnt sér efni hennar. Þar eö fleiri en ein útgáfa hefur veriö prentuö á siöari ár- um, veröi þær allar afhentar tslendingum. Handbók þessi eöa öryggisleiö- beiningar eru trúnaðarmál og þvi ekki hægt aö leggja þær fram. Yfirlýsinga ekki þörf 12. Gáfu Bandarikin sérstakar yfirlýsingar viö komu P3C Orion og F4E Phantom-flugvélanna hingaö um aö þær yröu aldrei not- aöar til aö flytja kjarnorkuvopn frá og til tslands eöa um lofthelgi tslands, þótt flugvélarnar hafi tæknilegan búnaö til þess aö flytja kjarnorkusprengjur? Er fyrri yfirlýsing Bandarikjanna oröuö á þann veg, aö hún eigi af- dráttarlaust einnig viö þessar vélar? Sllkra yfirlýsinga var ekki þörf, þar sem fullt samkomulag er um aö ekki megi flytja kjarna- vopn hingað til lands eöa um lofthelgi tslands. Samkomulag þetta tekur aö sjálfsögöu til umræddra flugvéla. (Rétt er aö taka fram, vegna orðalags spurningarinnar, aö ekki liggur fyrir aö flugvélar af umrædd- um gerðum hér hafi sérstakan „tæknilegan búnaö” til þess aö flytja kjarnasprengjur). Engar skrár til 13. Hefur islenska utanrikis- ráöuneytiö yfirlit yfir þær teg- undir vopna, sem geymd eru i herstöövum Bandarikjanna hér? Eru slikir flutningar til og frá landinu ætiö tilkynntir ráöuneyt- inu og fær þaö þá ákveönar skrár yfir magn og tegundir vopna svo aö ávallt sé fyrir hendi sú nákvæma vitneskja um vopna- búnaö sem varnarsamningurinn veitir islendingum rétt til? Ráöuneytinu er tilkynnt fyrir- fram um allar veigameiri breytingar á herbúnaöi. Ráð- herrar og starfsmenn ráöu- neytisins hafa á hverjum tima skoöaö varnarstöðina og kynnt sér Itarlega starfsemi hennar og búnaö. Skrár af því tagi sem spurt er um eru ekki fyrir hendi I ráöuneytinu. Ekki hafa hingaö til verið ráönir sérhæföir starfskraftar sem geröu kleift aö fylgjast til hlltar meö ein- stökum þáttum. tslenskir starfsmenn 14. Hvers eðlis eru hinir svo- nefndu „hot-cargo” flutningar? Hvers konar vopn eru þar á ferö- inni? Hvers vegna er Islenskum stjórnvöldum meinaö aö koma nærri þeim flutningum? Um er aö ræöa flutninga á hvers kyns sprengiefnum og starfa bæöi varnarliösmenn og islenskir starfsmenn að þeim, en þessir flutningar lúta sér- stökum varúöarreglum. 15. Hvaöa þættir i vopnabúnaði og starfsemi herstööva Banda- rikjanna hér eru ætlaöir til árása, ef til átaka kemur, og hvernig getur viöbúnaöur Bandarikjanna hér eyöilagt sjóher annars rikis á átakatimum? A hvern hátt er herstööin lykilþáttur i árásar- kerfi Bandarikjanna? Stööin i Keflavik er eftirlits- og varnarstöö. öll starfsemi henn- ar beinist aö þvi aö koma i veg fyrir aö styrjöld brjótist út.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.