Þjóðviljinn - 14.08.1980, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. ágúst 1980
UTBOÐ
Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum i
byggingu 1. áfanga a, nýs grunnskóla i
Vestmannaeyjum.
Umrædd bygging er um 1070 fm. á einni
hæð og kjallari að hluta. Verkið nær til
jarðvinnu, uppsteypu og frágangs að ut-
anverðu. Áformað er að verkinu ljúki i
ágúst á næsta ári.
Útboðsgögn verða afhent frá og með 14.
þ.m. á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja
og teiknistofunni Arkhönn h/f, Óðinsgötu
7, Reykjavik gegn 50 þús. króna skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á bæjararskrifstof-
unum i Vestmannaeyjum, Þriðjudaginn 2.
september kl. 11.00 að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
Vestmannaeyjum, 11. ágúst 1980
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum.
ÚTBOÐ
Selfosskaupstaður óskar eftir tilboðum i
jarðvinnu og holræsi i Rimahverfi (Lóu-
rima).
Útboðsgögn verða afhent á tæknideild Sel-
fosskaupstaðar frá og með 15. ágúst 1980
gegn 40.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Selfoss-
bæjar föstudaginn 22. ágúst n.k. kl. 14.00.
Tæknideild Selfoss.
Björgunarnetið
MARKÚS
ÚTGERÐARMENN
skuttogara, sfldar-
og lodnuskipa
Vegna vaxandi eftirspurnar á björgunarneti minu um borfi i all-
ar geröir skipa, og þar sem laxveiöimenn og sumarbústaöaeig-
endur viö ár og vötn gerast nú kaupendur aö björgunarneti minu,
þætti mér vænt um vegna innkaupa á korki erlendis frá I netiö,
aö þeir sem hug hafa á frekari kaupum, hafi samband viö mig
sem allra fyrst.
ÞORKELL HF.
Markús B. Þorgeirsson skipstjóri
Simi 51465
ÍJtför
Eliasar Kristjánssonar
er fannst látinn þann 7. ágúst fer fram frá Fossvogskirkju
15. ágúst n.k. kl. 10.30,árdegis.
Blóm og kransar afbeönir, en þeim sem vildu minnast
hans er vinsamlega bent á Slysavarnarfélag Islands og
félagiö Geöhjálp, Gírönúmer 19080-2.
Börn, systkyni og aörir vandamenn.
Begin viö grátmúrinn — sföan i sexdagastriöinu hefur aldrei fariö milli mála af hálfu Israela aö þeir
teldu alla Jerúsalem til rikis sins.
r
Irak og Saúdi-Arabia
Þoka sér saman
Bœöi óttast Sovétrikin og múhameösku trúarvakninguna
Engum þurfti á óvart aö koma
er Israeiar inniimuöu Austur-
Jerúsalem formlega i riki sitt
fyrir nokkrum dögum. Frá þvi aö
þeir tóku austurhluta borgar-
innar f sexdagastriöunu 1967
hefur aldrei leikiö á þvi vafi aö
þeir iitu á alla Jórsalaborg sem
hiuta af þjóölandinu ísrael,
austurhverfin jafnt og önnur.
Þetta gildir i stórum dráttum
jafnt um Begin og hans menn og
hina sósialdemókratisku
stjórnarandstæöinga.
Engu aö siöur lita Palestinu-
menn og mörg Arabarikin á
formlega staöfestingu inn-
limunarinnar sem ögrun viö sig.
Aröbum er þetta mál sérstaklega
viökvæmt vegna þess, aö einnig
þeir llta á Jerúsalem sem helga
borg. Þar aö auki eru nú arablsk-
ir ibúar Austur-Jerúsalem, sem
fyrir fáum dögum töldust meö
öörum ibúum Vesturbakkahéraö-
anna, allt i einu orönir israelskir
þegnar. Þeir veröa þvi ekki meö
ef Vesturbakkinn skyldi ein-
hverntima fá sjálfstjórn eöa
sjálfstæöi. Flestir munu mæla aö
meö þessu hafi israelar rofiö þá
sætt er gerö var I Camp David, en
þeir munu svara þvi til aö sam-
þykktir Sameinuöu þjóöanna um
mál Palestinumanna og aörar
samþykktir út frá þeim gildi ekki
um Austur-Jerúsalem, vegna
þess aö alltaf hafi veriö vitaö
hvaö Israel ætlaöi sér meö hana.
óljós stefna PLO
Eölilegt er aö spurt sé hvers-
vegna Israelar hafi endilega þurft
aö framkvæma þessa formlegu
innlimun nú, þar eö hætt var viö
aö margir — og ekki einungis
Arabar, heldur til dæmis einnig
Vestur-Evrópurikin og jafnvel
Bandarikin — litu á þessa ráö-
stöfun sem þarflausa og heimsku-
lega ögrun. En sjálfir lita israelar
flestir svo á, aö sá ávinningur,
sem Camp David-samkomulagiö
og aörar samningaumleitanir viö
Egypta hafi fært þeim, sé næsta
takmarkaöur. Tortryggnin gagn-
vart Egyptum vex: sumir Isra-
elar óttast aö Sadat stefni aö þvi
einu aö ná öllu Sinal aftur, en
kunni aö þvi búnu aö svikja alla
samninga og snúast gegn Isra-
elum. Þar aö auki er ástandiö i
Egyptalandi þannig, aö engin
trygging er fyrir þvi aö Sadat
veröi þar öruggur i sessi til fram-
búöar. Viö af honum gætu tekiö á
valdastóli menn, sem tækju upp
aöra og fjandsamlegri stefnu
gagnvart Israel.
Þar aö auki hefur þaö aldrei
komiö fyllilega skýrt fram hjá
PLO, hinum vopnuöu samtökum
útlægra Palestinumanna, hvort
þau eru reiöubúin aö sætta sig viö
tilveru Israels eöa hafa eftir sem
áöur fyrir megintakmark aö tor-
Saddam Hússein — I augum
sjálfs sin og vesturveldanna arf-
taki transkeisara viö Persafló-
ann.
tima þvl riki. 1 þvi máli hafa
PLO-liöar slegiö úr og i, sennilega
vegna þess aö þeir sjálfir eru ekki
sammála um þaö atriöi.
Tvö mestu olíulönd Araba
Meöan svo er, þarf ekki aö bú-
ast viö aö lsraelar slaki á viövikj-
andi sjálfstjórn til handa Pale-
stinumönnum á Vesturbakka og 1
Gasa. Þetta á einnig sinn þátt i
þvi aö lsraelar lita sennilega svo
á, aö þeir hafi litlu aö tapa, þótt
þeir gripi til aögeröa á borö viö
innlimun Austur-Jerúsalem. En
harölinustefna stjórnar Begins er
vitaskuld ekki heldur til þess fall-
in aö ýta undir hófsamari aöila
innan PLO.
Af viöbrögöum Araba i fram-
haldi af innlimun Austur-Jerú-
salem vekur mesta athygli sam-
eiginleg yfirlýsing lraks og Sa&di-
Arabiu, þess efnis aö þessi tvö
mestu oliuframleiöslulönd I
OPEC muni beita hvert þaö riki
pólitiskum og efnahagslegum
refsiaögeröum, er viöurkenni
innlimunina meö einu eöa ööru
móti. Aö þessi tvö riki skuli
bregöast þannig viö kemur ekki á
óvart, en hitt er frekar timanna
tákn ab þau skuli gefa út yfirlýs-
inguna sameiginlega. Allt frá þvi
aö konungdæminu i Irak var
steypt fyrir rúmum tuttugu árum
hefur veriö kalt á milli rikjanna: I
augum miöaldafurstanna i Saúdi-
Arabiu hafa iraskir ráöamenn
veriö stórhættulegir og guölausir
byltingarmenn og ekki hefur þaö
bætt um aö Irak hefur lengst af
veriö i nokkru vinfengi viö Sovét-
rikin.
I gær sovéskt fylgiriki — í
dag haldreipi vesturvelda
Nú er önnur öldin i þvi efni. Vin
fengi lraka og Sovétmanna var af
ýmsum ástæöum fariö aö kólna
allmjög þegar fyrir s.l. áramót,
og þaö varö aö heita mátti aö
engu meb innrás Sovétmanna I
Afganistan. Til skamms tima litu
vesturveldin á lrak sem sovéskt
fylgiriki eöa allt aö þvi, nú
bregöur allt I einu svo viö aö vald-
hafar Vesturlanda eru farnir aö
telja Irak sitt helsta haldreipi I
Vestur-Asiu I staö Iranskeisara
áöur. Bæöi Irak og Saúdi-Arabia
óttast aö Sovétrikin leggi stööugt
haröara kapp á aö ná auknum
itökum I Vestur-Asiu og Araba-
löndum og lita á innrásina I
Afganistan sem liö I þeirri út-
þenslu.
Fleira hefur oröiö til aö þoka
trak og Saúdi-Arabiu saman.
Valdhafar beggja eru meö lifiö i
lúkunum út af „islamskri bylt-
ingu” Komeinis karls I Iran, sem
hefur trúlega hleypt af staö tals-
veröri ólgu meöal Sjita i báöum
löndum. Sjitar eru i meirihluta
meöal Araba i Irak, enda þótt
þeir hafi litla ef nokkra hlutdeild i
stjórn landsins, og þeir eru einnig
fjölmennir á Persaflóasvæöum
Saúdi-Arabiu, einmitt þar sem
oliulindir landsins eru. Þar aö
auki eru ráöamenn jafnt I Bagdaö
sem Riad hræddir viö þá múham-
eösku vakningu, sem viöa hefur
gætt undanfariö og nær langt i frá
eingöngu til Sjitanna, sem eru
öflugastir i lran, heldur og i stór-
um stil til Súnna, sem eru aöal-
trúarflokkur Islams. Sú hreyfing
beinist I mörgum tilfellum gegn
vestrænum lifsháttum, sem ekki
sist ráöamenn hlutaöeigandi
landa hafa tileinkaö sér, þar á
meöal baþistarnir i Irak, sem
hafa viljaö telja sig veraldlega
sinnaöa byltingarmenn, og
furstar Saúdi-Arabiu, sem aö visu
eru strangtrúarmenn aö nafni til
en hafa reynst einkar veikir fyrir
vestrænum lúxus.
Afl í heimsstjórnarmálum.
Þaö segir sig sjálft aö þessi tvö
rikustu oliuriki Araba geta oröiö
talsvert afl I heimsstjórnmál-
unum, ef þau leggja saman.
Saddam Hússein Iraksforseti er
sagöur stefna aö þvi aö ná kjöri
sem formaöur bandalags rikja
utan hernaöarbandalaga á næsta
þingi þeirra, sem veröur haldiö i
Bagdaö 1982. Þeim titli fylgir aö
vísu ekki vald, en viröing talsverö
meöal rikja þriöja heimsins.
Miklu meiri áhrifavaldur veröa
þó oliupeningar lraks og Saúdi--
Arabiu samanlagöir, hvort heldur
sem þeim veröur beitt i skiptum
vib fátæk þriöjaheimsriki eöa
vestræn iönaöarlönd. Úr þvi gæti
oröiö tangarsókn gegn Israel, er
hættulegri kynni aö reynast þvi
riki en nokkur önnur atlaga gegn
þvi til þessa. dþ