Þjóðviljinn - 14.08.1980, Side 16
DIOÐVIUINN
Fimmtudagur 14. ágúst 1980
Starri i Garði: Spurningin er
hvort viö séum varnarlaus gagn-
vart „Verndurum” vorum.
Hitaveita
á Hellu?
AB undanförnu hefur veriö bor-
aö eftir heitu vatni á Laugalandi i
Holtum. Borinn Glaumur hefur
veriö á Laugalandi i tæpan mán-
uð. A 750 metra dýpi hefur nú
fengist um 90 gráöa heitt vatn, 20
litrar á sekúntu.
Taliö er aö þetta vatnsmagn
nægi til aö byggja upp hitaveitu I
þorpinu á Hellu og þá aö sjálf-
sögöu til allra nota á Laugalandi
og næsta nágrenni. Frá Lauga-
landi aö Hellu eru um 10 kfló-
metrar.
Borunum hefur nú verið hætt aö
sinni þar sem árangur er aö dómi
Orkustofnunar oröinn meiri og
betri en svarar brýnni þörf. t
Rangárvallasýslu hafa hús al-
mennt veriö hituö upp meö oliu til
þessa.
Magnús A.
Amason
listamaður
látinn
Magnús A. Arnason lista-
maöur lést I Reykjavik i
fyrrinótt. Magnús var
fæddur 28. des. 1894 i Narfa-
koti i Innri-Njarðvik. Magn-
ús stundaöi nám i Danmörku
og Bandarikjunum. Hann
var fjölhæfur listamaður og
fékkst m.a. viö höggmynda-
gerö,tónlagasmiöi, listmálun
og þýöingar. Magnús var
lengi forseti Bandalags isl-
enskra listamanna. Hann
kvæntist 1937 listakonunni
Barböru Moray frá Englandi,
og stóö heimili þeirra lengi I
Kópavogi. Barbara Árnason
erlátin fyrir nokkrum árum.
AðalsÍPii Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. L tan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins f þessum slmum : Hitstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Afgreiðsla
81285. ljósmvndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt ah ná i afgreiðslu blaösins i slma 81663. Blaöaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
X
Herþotur á lágflugi yfir Garöi i Mývatnssveit:
Hús nötrudu og
leirtau glamraöi
íbúarnir krefjast rannsóknar
1 fyrradag geröist þaö I Garöi i
Mývatnssveit aö þrjár banda-
riskar herþotur, eflaust frá her-
námsliðinu í Keflavik, flugu yfir
bæjarhúsunum I tæpiega 100 m.
hæö. Þar spunnu þær sig upp i
loftiö meö feikna hávaöa og gný
og var loftþrýstingurinn svo mik-
ill aö hús nötruöu og leirtau
glamraði á boröum og i hilium.
Kornabarn sem lá i vöggu sinni
varö tryllt af hræöslu enda mun
fieirum eldri hafa orðiö biiilt viö.
Næg vitni eru aö þessum atburöi
og maöur sem hefur haft þessi
striöstól fyrir augunum, vegna
búsetu sinnar i Keflavik, telur sig
hafa séö þaö greinilega aö hér
hafi bandariskar herþotur veriö á
ferö. Þaö er auðvitaö ekki viö þaö
búandi aö friöhelgi heimilis-
manna sé rofin á svo dólgslegan
hátt og hér var raunin á, og vekur
þaö upp þá spurningu hvort viö
séum varnarlaus gagnvart
.Verndurum” vorum.
Þaö er krafa okkar sem hér bú-
um til Loftferðaeftirlitsins og
utanrikisráöuneytisins aö rann-
sókn veröi þegar i stað hafin i
þessu máli, og þeir sæti refsingu
Framháid á bls. 13
Gunnar Guðbjartssson
form. Framleiðsluráðs
landbúnaðarins:
Nægar
birgðir af
kjöti
„Þaö ermikiö kjöt til 1 landinu”
sagöi Gunnar Guöbjartsson form.
Framleiðsluráös landbúnaðarins
þegar Þjóöviljinn ræddi viö hann i
gær um kjötfjalliö sem margir
vilja meina aö horfiö sé á dular-
fullan hátt.
„Ég haföi samband viö öll
stærstu kaupfélögin Uti á landi og
þau eiga um 900 tonn af dilka-
kjöti, auk þess sem Sambandiö á
300-400 tonn. Þessar birgöir ættu
aö duga út mánuðinn og vel þaö ef
ekki veröur hamstraö óeölilega.
Þaö er veriö aö dreifa kjötinu, en
um leiö reynt aö koma I veg fyrir
aö kaupmenn geti hamstraö.
Sumar verslanir eiga birgöir sem
duga til mánaðarmóta, en salan
er mikil, sem eölilegt er, en þaö
er lika mikill áróður haföur i
frammi. Þaö er t.d. veriö aö
halda þvi fram aö kjötiö hækki 1.
sept. en þaö hækkar aldrei fyrr en
15. sept. Þetta er pólitiskur
áróöur”, sagöi Gunnar Guð-
bjartsson aö lokum. — ká
Nýju olíugeymar hersins í Helguvík:
Hversu mikil er aukningin?
Utanríkisráðherra og deildarstjóra varnarmáladeildar ber ekki saman
Hversu mikla aukningu
geymslurýmis felur tillaga
um byggingu nýrra olíu-
tanka í Helguvík i sér?
Þeirri spurningu virðist
ekki auðsvarað. ólafur Jó-
hannesson utanrikisráð-
herra sagði nýlega á blaða-
mannafundi að um „veru-
lega mikla aukningu"
geymslurýmis væri að
ræða frá þvi sem nú er.
Helgi Ágústsson deildar-
stióri varnarmáladeildar
utanríkisráðuneytisins
sagði hins vegar í samtali
við Þjóðviljan 26. júlí s.l.
að aukning geymslurýmis
væri „ekki veruleg". Vit-
að er að i nýju geymunum
er áformað að taka við 200
þúsund rúmmetrum af
eldsneyti/ en þrátt fyrir
eftirgrennslan í utanríkis-
ráðuneytinu hefur ekki
fengist upplýst hversu
mikið eldsneytismagn oliu-
geymarnir taka nú.
Ólafur Jóhannesson lýsti þvi
yfir á áöurgreindum blaöa-
mannafundi aö þó hann væri
hlynntur tillögum um byggingu
nýrra olfugeyma þá væri þar meö
ekki sagt aö hann myndi fallast á
framkvæmdina i heild, enda væri
um verulega aukningu geymsiu-
rýmis að ræöa. 1 tillögú nefndar
er fjallaöi um úrbætur vegna
mengunar frá núverandi oliu-
geymum hersins I Keflavik var
gert ráö fyrir aö framkvæmdir
hæfust 1982 og tækju 7 ár. Kostn-
aður er áætlaöur 40-45 miljaröar.
ólafur Ragnar Grimsson form.
þingflokks Alþýöubandalagsins
hefur sagt að öruggara og ódýr-
ara væri aö geyma umframbirgö-
ir hersins i sérstöku oliugeymslu-
skipi er væri hér varanlega.
Veruleg aukning geymslurýmis
myndi einnig fela i sér áfram-
haldandi mengunarhættu auk
þess sem árásarhættan á landiö
stórykist meö þvi aö gera þaö aö
helsta eldsneytisforöabúri
Bandarikjanna á Noröur-Atlants-
hafi. —þm.
Skattar einstaklinga á Norðurland vestra:
5,1% hækkun tekjuskattsins
Barnabœtur hækka um 74%
Heildartekjuskattur á
Norðurlandi vestra
hækkar frá siðasta ári
aðeins um 5,1% eða um
rúmar 50 miljónir
króna, og hefur þá per-
sónuafsláttur til greiðslu
útsvars og sjúkratrygg-
ingargjalds sem og
barnabætur verið
dregnar frá brúttótekju-
skatts álagnin gunni.
Heildarálagning skatta
á Norðurlandi vestra
i ár er rúmir 3,7 milj
arðar þegar áður-
greindur persónuaf-
sláttur og barnabætur
hafa verið dregnar frá,
og er þá um að ræða
32,52% hækkun heildar-
skatts frá síðasta ári. Af
einstökum álagningar-
liðum hækkar eignar-
skattur mest eða um
67,11%.
Barnabætur er virka til lækk-
unar tekjuskatts nema i ár rúm-
um 722 miljónum króna og er þaö
nær 74% hækkun frá siöasta ári.
Persónuafsláttur til greiöslu upp I
útsvar er rúmar 210 miljónir
króna og hækkar um nær 230%.
Persónuafsláttur upp i greiöslu
sjúkratryggingargjalds er rúmar
56miljónirkróna og erþaö 172,5%
hækkun frá slöasta ári.
Jón Guömundsson skattstjóri á
Noröurlandi vestra sagöi i sam-
taliviö Þjóöviljan aö ástæöa þess
hversu tekjuskattshækkunin væri
litil mætti rekja til þess ab veru-
leg tekjuskeröing hefði orðið hjá
bændum 1979. Tekjuskatturinn
væri þvi mun lægri i sveitum en
þéttbýli. í þéttbýli væri tekju-
skattshækkunin meiri en mebal-
talstalan.
— þm.