Þjóðviljinn - 27.08.1980, Side 9

Þjóðviljinn - 27.08.1980, Side 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. ágúst 1980 Miðvikudagur 27. ágúst 1980 ÞJÓÐVlLjINN — StÐA 9 t sjónvarpsviðtali s.l. sunnudag greindi Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra frá þvi að I iön- aðarráðuneytinu væri verið að vinna að athugun og undirbúningi að hugsanlegum framkvæmdum á sviði orkufreks iðnaðar hér á landi. Okkur langaði til að heyra nokkru nánar um þessi efni og sitthvað annaö sem ofarlega er á baugi f iðnaðarráðuneytinu. Hér á eftir fer þvi viðtal sem Þjóðviljinn átti á mánudag við Hjörleif Guttorms- son, iðnaðarráðherra. Mál sem varða landið allt — Þetta viðtal i sjónvarpinu, sagði Hjörleifur, fór fram i tilefni af samþykktum.sem gerðar voru í siðustu viku á fundi Sambands sveitarstjórna i Austurlandskjör- dæmi, þar sem m.a. voru til um- ræðu orkumál fjórðungsins og iðn- þróun þar eystra. Ég greindi þar almennt frá stööu þessara mála og það er ekki Ur vegi að sitthvaö af því sem ég sagði þar komi fleiri aðilum fyrir sjónir, þar eð þessi mál varða vissulega landið allt. Austfirðingar eru ekki einir um það aðýtaáeftiriðnþróuná sinu svæði. Hið sama er uppi á teningnum f fleiri landshlutum og iðnaðarráöu- neytið telur sér skylt að styðja við viöleitni I þessu skyni og aðstoða við að greina þá kosti sem til álita gætu komið hvað varðar almenna Hjörleifur Guttormsson: Hjörleijur Guttormsson: framkvæmdaáætlun og mótun orkustefnu til lengri tima, og því hlýtur aö koma til álita að draga ramma um fleiri en eina virkjun og ákvarða þannig framkvæmdaröð. Fljótsdalsvirkjun er stærst þessara kosta 300 megawött, sem skipta . mætti i mismunandi áfanga. Blönduvirkjun yröi um 150 Mw, en virkjun við Sultartanga á Þjórsár- svæðinu, sem Landsvirkjun hefur undirbúið, yrði um 120 Mw. Til samanburöar er rétt að hafa I huga að Búrfellsvirkjun er 240 MW. Nýting orkunnar — En hverjar eru svo þinar hug- myndir i grófum dráttum um nýt- ingu þeirrar orku, sem hér verður væntanlega virkjuö á næstu árum? Hvað um orkufrekan iönað, og hvaö um eignarhald á slikum fyrir- tækjum ef reist verða? — Ég vil minna á það I fyrstu, aö þær virkjanir sem hér eru á dag- skrá teljast hagkvæmar til orkuöfl- unar fyrir almennan markað þótt engir stórkaupendur kæmu til, og hagkvæmari til lengri tima litið að mati sérfróðra manna en litlar virkjanir. Menn geta þvi gert það upp sér á parti hvort nýta skuli hluta af orkuframleiðslunni til upp- byggingar á orkufrekum iðnaði, og á þau málhöfum við litið nokkuö aö undanfömu hér i iðnaöarráöuneyt- inu eins og gert er ráö fyrir i stjóm- arsáttmála. en bar segir um þetta Frá opnun Austurlinu að taka tillit til áður en ákvarðanir eru teknar um staðsetningu. Auk tæknilegra atriða á ég hér við þætti eins og landrými og hafnarskilyröi, einnig félagslega þætti svo sem, mannfjölda og það atvinnulif sem fyrir er að ógleymdum náttúru- farslegum aðstæðum meö tilliti til landnýtingar og mengunar. Raunar er það svo að við hljdtum að útiloka hvern þann iðnaö þar sem likur væru á skaðlegri mengun umhverfis og gera verður hliðstæð- ar kröfur til innri starfsskilyrða á verksmiðjusvæðum.Um þetta mun leitaö samstarfs við heilbrigðis- yfirvöld, NáttUruverndarráð og fleiri aðila. Siðan er að átta sig á hvaða iðnaðarkostir og hvaða um- hverfifalla saman. Hér er einnig á það að lita að einn af þeim þáttum, sem þarfnast endurskoöunar i' sambandi við orkufrek iðnfyrirtæki er ráðstöfun opinberra gjalda af slikum rekstri, þannig aö hagn- aðarsjónarmið einstakra sveitarfé- laga ráöi ekki um of ferðinni. Auk rfkissjóðs og sveitarsjóðs tel ég ekki óeðlilegt að einhverjum hluta af þeim opinberum gjöldum, sem slik fyrirtadci greiða verði varið til styrkingar atvinnulifs í öðrum byggðarlögum. Vel mætti sjá fyrir sér eitt slíkt fyrirtæki i hverjum landsfjórðungi i framtiðinni og að önnur byggðarlög í þeim lands- hluta nytu sameiginlega góðs af þeim opinberu gjöldum, sem slikt fyrirtæki kæmi til með að greiða. Aöeins islensk fyrirtæki koma til greina Rætt viö iðnaðarráð- herra um orkufrekan iðnað og fleiri þœtti iðnþróunar hér á landi iönþróun og til stuðnings starfandi iönfyrirtækjum. Þegar orkufrekur iðnaður á i hlut eru hins vegar stærri mál á ferðinni en svo aö þau verði hrist fram úr ermi eöa á þeim tekið út frá hags- munum einstakra sveitarfélaga eða svæöaeinhliða, enda þótt nauð- synlegt sé aö eiga góða samvinnu viö þá aðila er hugsanlega tækju við slikum fyrirtækjum i sitt byggðarlag. Fljótsdalsvirkjun — Blönduvirkjun — Aður en lengra er haldið vilj- um við heyra dálitið frá þér, Hjör- leifur um þaö hvernig virkjunar- mál standa svo mjög sem þau tengjast ráðagerðum um iðnaöar- uppbyggingu. Hvað er helst að frétta af þeim vettvangi? - - Þaö er rétt að verulegrar eftir- væntingar gætir varðandi undir- búning og ákvarðanir um næstu skref i virkjunarmálum og ég vil gjarnan greina hér i stuttu máli frá stöðu þeirra mála. Stjórnarsáttmálinn kveöur sem kunnugt er á um aö stefnt skuli aö næstu virkjun fyrir landskerfið utan eldvirkra svæða, og i þvi sam- bandi hafa sjónir einkum beinst að svonefndri Fljótsdalsvirkjun og Blönduvirkjun. Rannsóknum vegna hinnar fyrrtöldu var talið skemmra á veg komiö, og þvi hefur iárveriðlögðáþaðáhersla aðfæra vitneskju um tæknilegar og félags- legar hliðar þessara virkjunar- kosta á sama stig, einkum með rannsóknum eystra. Þeim rann- sóknum hefur i sumar miðaö betur áfram en fyrirfram var þorað aö vona,og nýlega hefurveriðákveðið I rikisstjórninni að bæta þar við fjármagni svo timinn veröi hag- nýttur til fullnustu fram á haustiö til vettvangsrannsókna. Ekkert neikvætt hefur komiö fram að mér er tjáð varðandi tæknilegar hliðar þessarar virkjunar, t.d. gaf borun I jarðgangna- og stöðvarhússstæði með 600 metra holu I Valþjófs- staöafjalligóöa raun og samsvörun við það, sem lesa má út úr berglög- um i fjallshliðinni. Ráöuneytið ákvað á siöast liðnum vetri breytta tilhögunum stjórnun þessara rann- siScna með þvi aö fela Rafmagns- veitum rilcisins hlutverk virkjunar- aöila I samvinnu við Orkustofnun og óskað samráðs við Landsvirkj- un. Jafnframt setti ráðuneytið niöur ráðgjafarnefnd til aö fylgjast með framvindu rannsókna og með eignarréttar- og umhverfismálum varðandi þennan virkjunarkost. Hliðstæðri skipan var siöan komið á varðandi Blönduvirkjun, en þar hefur verið lögð áhersla á að fara ofan I hina viðkvæmu deilu sem reis vegna landnýtingarsjónar- miöa fyrir nokkrum árum i sam- bandi við undirbúning þeirrar virkjunar. Ég geri mér vonir um að rann- sóknir og aðrar athuganir sumars- ins geri kleift að taka ákvarðanir i' þessum málum á næsta vetri á vettvangirikisstjórnar og Alþingis, þar sem aflað yrði nauðsynlegra lagaheimilda. í stjórnarsáttmál- anum er reyndar gert ráð fyrir Aðeins einn þáttur ,,Ég vil nú sem endranær þegar þessi mál ber á góma gjarnan nota tækifæriö til að minna á, að orkufrekur iðnaður, þótt i innlendri eigu sé, er ekki allra meina bót i atvinnuþróun hérlendis. Við þurfum sérstaklega að gæta þess að umræða og áætl- anir þar að lútandi byrgi okkur ekki sýn hvað varðar þróunar- möguleika þeirra atvinnuvega sem fyrir eru og hingað til hafa gagnaö okkur vel. Slikur iðn- rekstur getur ekki oröið annaö en einn þáttur I Islenskri iðnþró- un, þar sem hvað þarf að styðja annað, almennur framleiðslu- iðnaður, þjónustuiðnaður og stórfyrirtæki.” atriði: „Rikið stuöli að uppbygg- ingu meiriháttar nýiðnaðar er m.a. byggi á innlendri orku og hrá- efnum, enda verði sllkurnýiðnaður og frekari stóriðja á vegum lands- manna sjálfra.” Fyrst að útrýma oliu til húshitunar — Að mlnu mati er meginverk- efni varðandi ráðstöfun orku og fjármagns á allra næstu árum að koma innlendum orkugjöfum I gagniö svo sem verða má i stað innfluttrar ollu I húshitun og at- vinnurekstri. Að þessu átaki er nú unniö með hitaveituframkvæmd- um, nýlagningu og styrkingu stofn- lina og dreifikerfis fyrir raforku, en þar er Vesturlina stærsta verkefniö I ár. Ég vænti að á næstu 3-4 árum takist að ná því marki að útrýma aðmestu oliu við húsahitun, þannig að aöeins 3-5% landsmanna búi þá enn við oliuupphitun hýbýla sinna. Þegar þessu marki er náð ætti að aukast til muna svigrúm til meiri- háttar fjárfestingar I iðnaði enda gæti það fallið saman við aukið orkuframboð frá nýjum virkjunum siðar á niunda áratugnum. Stefna Alþýðubandalags- ins Þá má ekki gleyma að I athugun eru nokkrir minni nýiðnaðarkostir svo sem framleiðsla á steinull, saltvinnsla og fleira, sem falla inn I f ramk væmdaramm a næstu þriggja ára, ef hagkvæmir teljast. Varðandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar hefur Alþýðubandalagið sett fram ákveðin pólitisk skilyrði bæði I stefnuskrá og 1 sérstakri stefnumörkun um orkumál og orkufrekan iðnaö, sem samþykkt var samhljóða á flokksráösfundi 1976. Þar ber fremst að telja að um Islenskfyrirtækiverði að ræða meö ótvíræöu meirihlutaeignarhaldi ís- lenska rlkisins og reist i tengslum við áætlanir um þróun annarra at- vinnuvega, einnig að fullt tillit verði tekið til byggðasjónarmiða og umhverfisverndar. Þessari stefnu Alþýðubandalagsins hefur verið að aukast fylgi og nú eru þeir fáir sem véfengja að það geti verið á færi okkar tslendinga einna að byggja upp myndarleg fyrirtæki á þessu sviði. Hitt greinir menn frekar á um hvort stefna Alþýðubandalagsins um skilyrðislausa meirihlutaeign islenska rikisins sé sjálfsögð eða ekki. Rétt er að taka fram, að þótt við I Alþýöubandalaginu teljum að- eins islensk fyrirtæki koma til greina, þá útilokum viö ekki sam- vinnu viö aðra um einstaka þætti, m.a. á sviði markaðsmála, og telj- um erlenda minnihlutaeign geta komið til greina við vissar kringumstæður. Að standa á eigin fótum 1 samræmi við þetta er nú unnið hér I iðnaöarráöuneytinu að upp- lýsingaöflun til undirbúnings stefnumótunar varðandi orkunýt ingu. Það er breyting frá því sem áður var, er fyrst og fremst var hugsað til viöræðna við útlenda aðila um slik mál og gert ráð fyrir að þeir kæmu færandi hendi ekki aðeinsmeð fjármagn heldur einnig með alla þekkingu þegar á frum- stigi. Ég tel það afar mikilsvert að Islensk stjórnvöld geti staöiö á eigin fótum i' þessum efnum, svar- að til um og lagt sjálfstætt mat á einstaka kosti og heildarþróun á þessu sviði. Afraksturinn af vinnu hér I ráðuneytinu til þessa leyfir ekki að kveða upp úr um einstaka kosti, til þess þarf mun meiri tima cg greiningu. Við höfum i okkar athugunum leitað út fyrir þann ramma sem mest hefur veriö til umræðu hjá ýmsum nú og oft áður varðandi það að veðja einhliða á ál og kisiljárn, þar eð við teljum skynsamlegt að skoða ekki ein- göngu einn eða tvo kosti á þessu sviði, þótt svo þessir kostir geti verið til athugunar lika ásamt fleirum. Kisilmálmur, agnesium, titan, þungt vatn og fl. Svo eitthvaö sé nefnt af þvl sem hér er I athugun, þá má minna á hugsanlega framleiðslu á kísil- málmi, magnesium, titani, þungu vatni að ógleymdu innlendu elds- neyti á vetnisgrundvelli eða úr- vinnslu benslns og gasoliu úr þyngri olium, þ.e. eins konar oliu- hreinsun. Til viöbótar eru svo verk- efni er tengjast innlendri fóður- efnaframleiðslu (graskögglar, fiskimjöl ), fiskeldi og tilbúinn áburður. Margt af þessum afuröum mætti byggja á innlendum aðföng- um að verulegu leyti og það er vissulega mikill kostur að minu mati. Þarna er einnig um minni einingar að ræða heldur en i ál- framleiðslu, bæði hvað fjármagn og mannaafla snertir, og aö því þarf að hyggja ef sllk fyrirtæki eru sett niöur I tiltölulega fámennum byggðum. — Gætu ekki sumir þessara kosta sem þú minnist á hentað vel hver með öðrum, og hver er munurinn á kisiljárni sem framleitt er á Grundartanga og svo kisilmálmi? — Jú, samþætt uppbygging tveggja eðafleiri kosta getur i viss- um tilvikum verið álitleg, t.d. mætti tengja saman kísilmálm- vinnslu og eldsneytisframleiöslu, nýta kolefnissambönd er til féllu frá kisilmálmvinnslu sem úrgangs- efni til eldsneytisframleiðslu. Um muninn á kisiljárni og kisil- málmi er þaö að segja að fram- leiðsluaöferðin er mjög áþekk, notað er einkum kvars, kol og koks, en markaðurinn er allur annar. Kisiljárn er notað til iblöndunar við stálframleiðslu, en kisilmálmur aö meirihluta i álblöndur og tengist þannig nýtingu á áli sem fer vax- andi 1 heiminum, m.a. vegna orku- sparnaðarviðhorfa. Kisilmáimur- inn er m.a. hagnýttur I iðnaði sem virðist eiga mikla framtið fyrir sér t.d. við margs konar húðun og gerð spegla er tengjast nýtingu sólar- orku. Þetta minnir á að hafa ber vel I huga úrvinnslumöguleika hér innanlands á afurðum orkufreks iðnaðar, en litiö hefur farið fyrir sliku til þessa. Byggðasjónarmið, um- hverfisvernd — Þú talaðir áðan, Hjörleifur, um að fyrirtæki i orkufrekum iðn- aði þyrftu helst að vera ekki alltof stór, m.a. með tilliti til staðsetn- ingar utan þéttbýlisins hér við Faxaflóa. Hvað gætir þú sagt les- endum nánar um hugmyndir þinar I þessu sambandi og um um- hverfismálin? — Já, ég tel það mikilsvert að hugmyndir um tilkomu fleiri fyrir- tækja á sviöi orkufreks iönaöar verði felldar að æskilegri byggða- stefnu og skynsamleg dreifing milli landshluta verði viðhöfð, ekki ósvipað þvl sem nú er áformað um virkjanir. Val á stöðum til sliks meiriháttar iðnreksturs er raunar sérstakt viðfangsefni sem iðnaðar- ráðuneytið hyggst láta kanna með þau mörgu atriði Ihuga, er skylt er Stefna Alþýðub andalagsins 5. Orkufrekur iönaöur 5.1 Ýmis konar orkufrekur iðn- aöur á fyllsta rétt á sér og getur fallið meö eðlilegum hætti inn i atvinnullf lands- manna. Þess þarf hins vegar að gæta, aö hann lúti stjórn landsmanna sjálfra og sé byggður upp innan ramma viðtækra þjóðhagsáætlana, þar sem rikt tillit veröi tekiö til skynsamlegrar auðlinda- nýtingar, svo og æskilegrar atvinnu- og byggöaþróunar i landinu. 5.2 Islenska rlkið eigi ætiö meirihluta I orkufrekum iðn- fyrirtækjum og að jafnaði séu þau óskipt I eigu Islendinga. 5.3 Reyni á aðild útlendinga að fjármögnun stóriðjufyrir- tækja þarf að vanda sérstak- lega val samstarfsaðila, og i þvi sambandi ber að sneiöa hjá fjölþjóðahringum, sem hafa einokunaraðstöðu i viö- komandi vinnslu eöa sölu. Al- þýðubandalagið varar sér- staklega við þeirri stefnu; að ráöstafa hagstæðum virkjunarmöguleikum til orkusölu handa útlendum fyrirtækjum; aö ráðstafa orku til langs tlma til erlendra fyrirtækja, er haft gætu óhagstæö áhrif á þróun a tvinnullfe og byggöar i landinu. 5.4 Sem hugsanlegir útlendir samstarfsaðilar meö islenska rikinu sem meirihluta eig- anda koma einkum til álita: 5.4.1 Alþjóðastofnanir sem tengiliður samninga við önnur riki (t.d. Iðnþróunar- stofnun SÞ, UNIDO). 5.4.2 Erlend rikisfyrirtæki, m.a. vegna hugsanlegra kaupa á afurðum orkufreks iðnaðar (t.d. þungu vatni) með samningum til langs tima. 5.5 Forgang hafi orkufrekur iðnaður: 5.5.1 sem byggir á innlendum aðföngum (hráefni og orka) sbr. töflu 19; 5.5.2 sem greitt getur viðunandi verð fyrir orkuna, sambæri- legt við það sem öðrum iðnaði er ætlað að greiða, þegar tekið hefur veriö tillit til lengri nýtingartima. og lægri orkuflutningskostnaðar I stórnotkun; 5.5.3 sem er sem minnst háöur einokunarhringum um fram- leiðsluaðföng og sölu afurða; 5.5.4 sem fellur að æskilegri þróun byggöar; 5.5.5 sem unnt er að byggja upp I áföngum meö tilliti til fjár- hagsgetu þjóðarbúsins; 5.5.6 sem fellur að mótaðri stefnu um umhverfisvernd, sbr. 6. Úr bókinni tslensk orku- stefna. — Stefnumótun Alþýöu- bandalagsins i orkumálum gefin út I október 1976. Áformað orkuverð i Nor- egi þrefalt hærra en hér — Hvað hugsa menn nú I iðnaöar- ráðuneytinu um orkuverð til orku- freks iðnaðar, ef til kæmi? — 1 þvi sambandi er ljóst að við hljótum að gera allt aðrar og meiri kröfur en áður, bæði með eðlilegan afrakstur af orkulindum okkar í huga og vegna þróunar orkuverðs i' veröldinni yfirleitt. Norðmenn, Kanadamenn og fleiri þjóðir, sem ráðstafað hafa umtalsverðum hluta af vatnsafli til orkufreks iön- aðar hafa verðlagninguna nú til róttækrar endurskoöunar, bæði með tilliti til gamalla og nýrra samninga. Norska rikisstjórnin setti á siðastliðnum vetri fram þá stefnu að æskilegt væri aö miða verðlagn- ingu við kostnaðarverö raforku frá komandi virkjunum, eöa þaö sem þeir kalla „langtidsgrense- kostnad”. Þetta þýddi verðlagn- ingu að þeirra mati er svaraði til um 11-12 norskum aurum á kiló- wattstund eða 22-24 Bandaríkja- mills fyrir kilówattstund af orku til orkufreks iðnaðar. Til saman- burðar er vert að minna á að hér- lendis er verðlag til stórnotenda 6,5-7,5 mills, þ.e. um eða innan við einn þriðja af þvi verði sem Norð- mennirnir eru nú að tala um. Þessar hugmyndir norskra stjórnvalda hafa vissulega fengið óbllðar viðtökur hjá forsvarsmönn- um iðnfyrirtækja þarlendis, eink- um áð þvi er varðar eldri samn- inga, en þó er ljóst aö viðhorfin hafa gjörbreyst og nýir samningar munu bera þess vott. Sanngirnissjónarmið gegn samningsákvæðum Þetta leiðir að sjálfsögðu hugann að þeim smánarsamningum, sem við erum njörvaðir við, einkum aö þvi er varðar álverið I Straumsvík. Og það hlýtur aö verða verkefni Is- lenskra stjórnvalda á næstunni að leita leiða til aö knýja fram breyt- ingar i því efni. Samningar um orkuverö til álversins eru sem kunnugt er fastbundnir til ársins 1994 og á þvi tímabili eru fremur horfur á en hitt, að orkuverð sam- kvæmt samningunum fari lækk- andi mælt á föstu verölagi. Þá tekur við endurskoðunarákvæöi, sem þó viröist ekki skipta miklu til leiöréttingar, en sjálfur rennur samningurinn ekki út fyrr en árið 2014. Ljóst er að fyrr en slðar hlýtur að reyna á sanngirnissjónarmið i" þessu máli, svo gifurlegar breyt- ingar sem orðið hafa á orkuverði í heiminum frá þvi samningurinn var gerður. En minna verður á að ágreiningsatriði varðandi samn- inginn eiga samkvæmt honum aö dæmast af erlendum dómstól. Framhald á bls. 13 á dagskrá > Það var að ykkar kröfu að Ólafslög voru sett, og engir eiga frekar en þið tilkall til höfundarréttarins að þvi hrapallega misræmi sem nú er á milli verðtryggingar launa og verðtryggingar lána Varðstaðan um kaupmáttinn Bréfkorn til Sighvats Björgvinssonar Heill og sæll. Ég sá I Visi á dögunum að þú ætlaðir að skrifa nokkrar greinar i blaðið um efnahagsmál. Nú eru vlst komnar einar þrjár greinar frá þinni hendi og ég fæ ekki betur séð en að allar séu þær þvl marki brenndar að þú hefur að mestu gleymt almennri umfjöllun um efnahagsmál. Þess I stað fjallar þú nær eingöngu um Alþýðu- bandalagið og að þinu viti,fráleita afstöðu þess til hinna og þessara mála. Ég get auðvitað skilið að Alþýðubandalagið sé ykkur kröt- unum býsna hugstætt um þessar mundir, einkum þó og sér I lagi vegna þess að Alþýðubandalagið hefur nú um sinn nokkur áhrif á landsstjórnina. Þú viröist hafa miklar áhyggjur af þvl að þeim flokki farist verk sitt, hraksmánarlega úr hendi svo ekki sé meira sagt. Ég get út af fyrir sig vel tekið undir með þér I þvi, að enn betur hefði Alþýðu- bandalagið mátt standa sig i varðstööunni um kaupmáttinn.Og það er aö sjálfsögðu rétt hjá þér að lántakendur verðtryggðra lána liða nú fyrir það að verð- trygging launanna er minni en verðtrygging lánanna. Ekki verður þvl neitað að svona fyrir- komulag er hábölvað fyrir launa- fólk og getur alls ekki staðið til lengdar án þess að illa fari. Varla getum við láð verkalýðshreyfing- unni þó að hún sé hörð á að reyna að knýja fram fulla verðtrygg- ingu launanna við þessi skilyrði. ösköp hefði það nú verið gott ef Alþýðubandalaginu hefði tekist að verja kaupmáttinn að fullu fyrir þeim öflum sem að honum sækja. Ég varð fyrir dálitlum vonbrigð- um við lestur greina þinna, vegna þess að þú slepptir með öllu að minna Alþýðubandalagið á hvar hætturnar leyndust og hverjum Alþýðubandalagið hefur brugðist I varðstöðunni. Það finnst mér að þú hefðir átt að gera, Sighvatur minn,þar sem ég get varla efast um að þér sé annt um að Alþýðu- bandalagið standi sig i varðstöð- unni. Ég hlit að ganga út frá þvi sem sjálfgefnu að þú og þinn flokkur megið ekki til þess hugsa að kaupmáttur launa verkafólks verði skertur eða hvað? Mér finnst rétt að huga örlitið nánar að þessu atriði og skyggn- ast litillega til baka, bara um nokkra mánuði. Ekki alla leið aftur i viðreisn, nei ónei. Þá var öldin önnur og Alþýðuflokkurinn gamall flokkur á gamla grunnin- um. Nú er hann hins vegar orðinn eins og afturbatapika og kallast nýr flokkur á sama gamla góða grunninum. I nýja standinu vill flokk- urinn alls ekki skerða kaup- máttinn þó að hann hafi eil getað með neinu móti komist frá þeirri þráhyggju sinni i vinstri stjórn- inni 1978—79 að skeröa yrði visi- töluna. í rlkisstjórninni stóð hver samningalotan annari haröari um þá kröfu Alþýðuflokksins að raska verðtryggingu launa. I þeim efnahagsmálapökkum sem flokkurinn var i sifellu aö bjóða fram var llka krafist hárra vaxta og verðtryggingar lána. Það var rifist og skammast út I Alþýðu- bandalagið vikum og mánuðum saman vegna þess að það neitaði að fallast á kröfuna um skerðingu vfsitölunnar. I einni hatrömm- ustu lotunni fæddust svo ólafslög sem áttu aö verða allra meina bót. Ekki man ég svo gjörla um- ræður ykkar við afgreiðslu máls- ins I þinginu, en ef mig misminnir ekki allt of mikið þá taldi Kjartan Jóhannesson ölafslögin merkan áfanga I baráttunni við verðbólg- una. Hvað fenguð þið svo fram með Ólafslögum. Þið fenguð há- vaxtastefnuna og skerðingu vlsi- töluna. Megin hluti þess mis- munar sem er á verðtryggingu launa og hækkunar framfærslu- kostnaðar er til kominn vegna Ólafslaganna. Visitalan mælir ekki fullar bætur vegna teng- ingarinnar við viðskiptakjör. Það var að ykkar kröfu að ólafslög voru sett og engir eiga frekar en þið tilkall til höfundarréttarins að þvi hrapallega misræmi, sem nú er á milli verðtryggingar launa og verðtryggingar lána. Þegar liða tók á árið þótti ykkur alls ekki nóg að gert, sprunguð á limminu og fenguð desember- kosningar og ráðherrastóla i nokkrar vikur. Við stjórnar- myndunartilraunirnar I vetur hélduð þið uppteknum hætti og slógust I lið með kauplækkunar- postulunum. Patentlausnin var sem fyrr fólgin i þvi að lækka laun og þið hafið krafist gengislækk- unar án þess að afleiðingarnar kæmu fram i kaupi. Nú skal ég auðvitað viðurkenna það að þið hafið lagt margt annað til en skerðingu á launum. Þið höfðuð hinar og þessar prósentutöflur i efnahagsmála- frumvarpi Alþýðublaðsins og I fjárlaga frumvarpi þlnu gerðir þú vist ráð fyrir að lækka skatta og gott ef ekki voru á lofti gamal- kunn slagorð um að draga úr þenslu rikisbáknsins og svo fram- vegis. Allt kemur það að minnsta kosti heim og saman við áhyggjur þinar af skattpiningar stefnu Al- þýðubandalagsins og kenningar um að rikisgeirinn sé orðinn alltof stór. Það er óendanlega hlálegt að sjá eftir þig á prenti skammir um Alþýðubandalagið fyrir afleið- ingar af lögum og stefnu sem þú sjálfur hefur knúið fram i and- stöðu við Alþýðubandalagið. Sitt af hverju fleira er kyndugt af þvi sem þú lætur frá þér fara I þeim greinum sem komnar eru, eins og til dæmis að Framsókn og Al- þýðubandalag séu i visitölu- skollaleik sem hafi ekki annan til- gang en þann að svindla á launa- fólki og spýta auknum peningum i milliliðastarfsemi landbúnaðar- ins. Auknar niðurgreiðslur nú, séu ekki annað en pappirsleikur þar sem kjötið sem á að greiða niður sé ekki til. Það sé bara pappirskjöt greitt niður meö pappirskrónum. Það væri fróð- legt að sjá hvernig niðurgreiðslur á kjöti sem aldrei verður selt af þvi að það er ekki til getur komið sem peningainnspýting til hins tómhenta seljanda. Já^ Sighvatur minn. Málflutn- ingur þinn þessa dagana er næsta kostulegur og dapurlegur i senn. Kostulegur fyrir mótsagnirnar sem allt er fullt af en dapurlegur fyrir flatneskjuna og svartsýnis- rausið. Þú ert formaður þingflokks Al- þýðuflokksins og hefur af þeim sökum verið oft I fjölmiðlum. Þegar ég reyni að rifja upp fyrir mér það sem þú hefur f jallaö um i ræðu og riti á undanförnum misserum og ber það saman við greinar þinar nú um „efnahags- mál” þá segi ég bara þetta: þú ert að tyggja sama tyggjóið. Hvergi nokkurs staðar örlar á framsækn- um tillögum frá formanni þing- flokks Alþýðuflokksins, um það hvernig þessi þjóð getur komist betur af en hún gerir nú. Þvi er með öllu sleppt aö minn- ast á hvernig auka megi fjöl- breytni I atvinnuháttum, auka verðmæti og ábata af þvi sem þegar er framleitt I landinu. Litið fer fyrir hugmyndum um bráö- nauðsynlegar framkvæmdir i orkumálum, samgöngumálum, heilbrigðismálum o.fl. o.fl. að ekki sé nú minnst á menningar- eða félagsmál. Væri til of mikils mælst að i næstu greinum þinum um „efna- hagsmál” væru þessir þættir teknir inn I myndina. Með kveðju. Helgi Guðmundsson Akureyri. Skoraö á Norðurlanda- búa að hafna áfengi „Aðstæður norrænnar æsku I dag og á morgun” — var við- fangsefni 18. ráðstefnu Norræna Góðtemplararáðsins sem haldið var I Bifröst i Borgarfirði og Reykjavlk f sumar en hana sátu 130 þátttakendur frá. öllum Norðurlöndunum. í umræðum á ráðstefnunni um áfengis- og vimuefnamál var ein- kum lögð áhersla á þær afleiö- ingar sem neysla þessara efna hefur á aöstæöur og lifsskilyrði unglinga og nauðsyn aukinna rannsókna á þessu sviði. Eftir- farandi ályktun var samþykkt. „Með auknum umræðum um þau vandamál sem tengjast neyslu áfengis hafa fleiri og fleiri fariö að íhuga eigin neyslu. Þetta er mjög mikilsvert þar sem þaö er mjög brýnt að hver þjóöfélags- þegn taki á þessum málum með ábyrgum hætti. Það að velja sjálfur bindindi hefur alltof oft lotið i lægra haldi en verði sú hug- mynd gerð ákjósanlegri I al- mennum umræðum opnast leið til aö sporna gegn sívaxandi skaða vegna áfengisneyslu. Aukin vitneskja sem sýnir sam- bandið á milli heildarneyslu og skaðsemi hennar i samfélaginu verður að leiða til þess að menn, hver fyrir sig, taki tillit til þessarar vitneskju og velji bind- indi. Foreldrar, kennarar og leið- togar félaga og samtaka s.s. Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.