Þjóðviljinn - 27.08.1980, Síða 10

Þjóðviljinn - 27.08.1980, Síða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 27. ágúst 1980 Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar hefur flutt starfsemi sína að Suðurlandsbraut 30, sími 84399 í I Stjórn Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar Laus staða Staða löglærðs fulltrúa bæjarfógetans á Sauðárkróki og sýslumannsins i Skaga- fjarðarsýslu er laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikis- ins. Umsóknir skal senda undirrituðum fyrir 10. september n.k. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki. Sýslumaðurinn i Skagafjarðarsýslu. Sauðárkróki, 20. ágúst 1980. Jóh. Salberg Guðmundsson 1 x 2 — 1 x 2 j 1. leikvika — leikir 23. ágúst 1980 Vinningsröð: Xll—XIX—2X2 —XXX 1.vinningur: llréttir — kr. 1.317.000.- 3331 (Reykjavik) 2. vinningur: lOréttir — kr. 188.000.- 1009 4517 31864 Kærufrestur er til 16. september kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboös- mönnum og á aöalskrifstofunni. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. GETRAUNIR — íþróttamiöstööinni — REYKJAVIK V Göngum ávallt vinstra megin á móti akandi umferð.. IUMFERÐAR RÁÐ Símiim er 81333 DIOOVIUINN Siðumúla 6 S. 81333. . Bílbeltin hafa bjargað U UMFERÐAR RÁO Er sjónvarpið \ bilaó? ^ Skjárinn SjónvarpsverbfoSi Bergstaðastrfflti 38 simi 2-19-4C | Eysteinn Sigurðsson: Enn um kaupfélagið í Óðalí feðranna Guöriöur B. Helgadöttir i Austurhlið skrifar grein i Þjóö- viljann nú um helgina sem fjallar um kvikmyndina Óöal feöranna. Meðal annars vitnar hún I greinarstubb sem ég skrifaöi I Timann fyrr i þessum mánuöi og segir aö ég eins og fleiri liti á „kaupfélögin/Sambandiö sem heilaga jómfrú sem hvitþvo veröi i krafti trúarinnar á innrætingu og einhliöa upplýsingastreymi i veldi fjölmiðlunar, ef á hana slettist.” Ég kemst vist ekki hjá aö leiðrétta þessi orð frúarinnar þvi aö þau eru ekki rétt. Þó svo aö ég vinni aö Utgáfu- störfum og upplýsingadreifingu hjá Sambandinu og telji mig I grundvallaratriöum sammmála þeim markmiöum sem kaup- félögin og samtök þeirra vinna aö, þá leyfi ég mér nú samt aö vona aö enginn ætli mér i alvöru þann barnaskap aö ég iiti á þau sem heilaga og hvitþvegna jóm- frú. En á hinn bóginn er ég þeirrar skoðunar, eins og fleiri, að samvinnuhreyf- ingunni geti stafað af þvi veruleg hætta ef félagsmenn kaupfélaganna slaka á þeirri per- sónulegu athygli sinni sem á aö skapa ráönum og kjörnum stjórn- endum félaganna eölilegt aöhald. Sú hætta, sem þá gæti skapast, væri einmitt sU aö samvinnu- félögin myndu þá i reynd fara aö lúta fámennisstjórn og áhrifa félagsmanna myndi hætta aö gæta. Sú mikla umræöa, sem hef- ur fariö fram innan samvinnu- hreyfingarinnar um félags- og fræöslumál undanfarin ár, hefur einmitt hnigið i þessa átt. Menn hafa viljað mæta hættunni á þessu meö þvf aö stórauka upp- lýsingastarfið, þ.e.a.s. veita félagsfólkinu sem bestar upplýs- ingar um rekstur félaganna og gang mála hjá þeim. Og þetta á aö minu viti ekkert skylt viö inn- rætingu. Þarer einfaldlega veriö aö tala um þaö aö segja fólki sannleikann um skipulag, rekstur og afkomu félaganna. Samvinnu- hreyfingin er — og á að vera— öflugt tæki okkar allra til þess aö viöhalda heilbrigðum viöskipta- háttum i landinu. Og hún á vita- skuld aö sæta gagnrýni ef hún vikur i einhverju frá stefnumið- um sinum. Frúinlæturlika aöþvi liggja aö ég telji fjármálaspillingu og við- skiptabrask Ur sögunni hér hjá okkur.Svoerallsekki, þvi miður, og hefur hún þar einnig misskilið mig. t Timagreininni bar ég sam- an þjóöfélagiö hér fyrir hálfri öld og þjóöfélagiö i dag. Ég bakka ekki meö þaö aö nú er oröið margfalt erfiöara fyrir fjármála- spekúlanta og braskara aö moka saman fé á kostnaö okkar hinna helduren var á kreppuárunum og fyrir þau. Þaö er svo margfalt stærri prósenta af þjóöinni núna enþá sem veit muninn á debit og kredit og sem kann skil á grund- vallaratriöum i fyrirtækjarekstri. Lika eru blaöamenn núna mun sjálfstæöari en þá var og ólikt aö- gangsharöari viö aö gripa til rit- véla sinna ef þeir sjá bóla á f jár- drætti eöa óhóflegri gróöa- eöa Eysteinn Sigurðsson valdasöfnun. Almenningsálitiö er oröiö óllkt áhrifameira, og aö- haldiö hefur stóraukist. Viö frú Guöriöur erum sam- mála um þaö aö Hrafn Gunn- laugsson hafi ýtt óvægilega viö okkur meö mynd sinni og fyrir þaö framtak eigi hann fullan heiður skilinn. Hins vegar er ég þeirrar skoöunar aö ádeiluskáld nái alltaf bestum árangri ef þau byrji á þvi aö kynna sér vandlega þaö efnisem þau ætla sér aö deila á. 1 Timagreininni var ég aö benda á þaö aö Hrafn heföi flýtt sér einum of mikiö áöur en hann setti á sviö kaupfélagsgjaldþrotiö I myndinni og þaö stæöist ekki i reynd úti i þjóöfélaginu. Og fyrst botninum reynist þannig kippt undan ádeilunni, þá get ég ekki séö aö þess gerist f rauninni nokk- ur þörf, þött menn vildu, aö sækja vatnsfötu og byrja aö skrúbba hina heilögu jómfrú sem frú Guö- riöur nefnir svo. Eysteinn Sigurösson Skákpunktar Helgarmót á Húsavik Akveöið er aö næsta Helgarmót verði á Húsavik 12.—14. sept. n.k. Stjórn S.l. hefur ákveðið, að bjóöa einum ungum fulltrúa frá T.R. og öörum frá Tf. Isafjaröar á mót þetta. Þegar hefur stjórn S.I. boö- iö ungum skákmönnum frá S.Ak. Td. UMF. Bol. S.K. og Ss. Suöurl. á hin fyrri Helgarmót. Kinverskur unglingameistari Ye Rongguang 16 ára gamall kinverskur skákmaöur kemur i heimsókn til Islands ásamt fylgdarmanni hinn 1. sept. n.k. og mun væntanlega tefla i Reykjavik á sérstöku unglingamóti sem S.I. mun skipuleggja dagana 1,—3. sept. Hinn 4. sept. mun hann væntanlega fara til Akureyr- ar og er ráögert að halda þar sér- stakt mót honum til heiöurs. Blindskákir i sjónvarpi Rætt hefur veriö viö forráöa- menn sjónvarps, og eru ýmsar hugmyndir i gangi til aö nýta sjónvarpiö i þágu skáklistarinn- ar. Stefnt er aö þvi, aö Helgi Ólafsson tefli blindskákir viö 12 keppendur seint i okt. n.k. Gjöf til Siguröar Stjórn S.I. færöi Siguröi Sigurössyni, fréttamanni út- varps, bókina „1 uppnámi” árit- aöa. Siguröur hefur nú látiö af störfum hjá útvarpinu og var Siguröi af þvi tilefni færö gjöfin vegna mikilla og góöra samskipta viö skákhreyfinguna á liönum ár- um. Reykjavik—Landið Stjórn S.l. hefur ákveðiö aö efna til árlegrar skákkeppni milli Reykjavikur annars vegar og alls landsins hins vegar. Stefnt er aö þvi, aö keppni þessi veröi i fyrsta sinn I mars 1981. I hvorri sveit veröi 21 skákmaöur, tefldar fjór- ar umferöir og sigrar sú sveit, er flesta vinninga hlýtur úr öllum umferöunum samanlögðum. Taflféiög i Reykjavik velji Skák- sveit Reykjavikur, en viökom- andi svæöasambönd og/eða tafl- félög tilnefni þrjá skákmenn úr hverju kjördæmi utan Reykjavik- ur (alls 21) og myndi þar meö Skáksveit landsbyggöarinnar. Skáksambandiö greiöi feröa- kostnaö og skipi mótsstjórn. Deildarkeppnin 1980—1981 Deildakeppnin hefst i Munaöar- nesi 19. sept. eins og áöur hefur veriö greint frá. Skipuö hefur ver- ið mótsstjórn deildakeppninnar eins og gert er ráö fyrir i reglu- gerö S.I. um keppnina og eiga þessir menn sæti i mótsstjórn- inni: Guöbjartur Guömundsson, Arni Jakobsson og Friöþjófur M. Karlsson. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist mótsstjórn eða skrifstofu S.I. eigi siöar en 7. sept. n.k.Vakin er athygli á þvi, aö aö- eins skuldlaus félög viö S.l. hafa þátttökurétt. Hinn 8. sept. n.k. veröur gengiö frá töfluröö, og þá mun mótsstjórn væntanlega leggja fram ákveönar tillögur um framkvæmd keppninnar I vetur. Einhverjar efasemdir hafa komið fram um þaö, hvort B-sveit T.R. skuli flytjast í 1. deild, og mun mótsstjórn taka þaö mál fyrir á næstunni. Olympiuskákmótiö Olympiumótiö á Möltu mun standa yfir dagana 20. nóv.-8. des. 1980 I borginni Valletta. Heyrst hefur aö nú þegar hafi um 80 þjóö- ir tilkynnt þátttöku, og er allt útlit fyrir aö þröngt veröi þar á þingi. Stjórn S.l. hefur valiö karla- og kvennasveit og eru þær svo skip- aöar: Liö karla: 1. Friörik Clafsson 2545 2. Guömundur Sigur jónss. 2475 3. Helgi Olafsson 2445 4. Jón L. Arnason 2435 5. Margeir Pétursson 2425 6. Jóhann Hjartarson 2250 Liö kvenna: 1. Guölaug Þorsteinsdóttir 2. ólöf Þráinsdóttir 3. Aslaug Kristinsdóttir 4. Birna Norödahl. Teflt er á fjórum borðum I karlaflokki, en á þremur i flokki kvenna. Stjórn S.I. hefur ákveöiö aö efna til happadrættis til aö afla fjár fyrir ólympiuferö þessa. Undirbúningur að happadrætti þessu er langt kominn. Fjöldi happadrættismiöa veröur 12000 og vinningar samtals 60, aö heildarupphæö kr. 5.235.000. Þar á meðal eru þrjár utanlandsferöir (ein hnattferö), handsmíöaö Stauntonskáksett, aö verömæti um ein milj. króna svo eitthvaö sé nefnt. Miöar veröa meö tvennum hætti, lausir miöar og giróseölar og kostar hver miöi kr. 2.500 dregið veröur 23. des. n.k. Happa- drætti þetta er óvenju glæsilegt og vinningslikur miklar. Miöar þessir veröa sendir félögum og velunnurum skákhreyfingar- innar. Jafnvel má búast við þvi, aö aöildarfélög S.l. fái einhverja miöa gefins, sem þau geta siöan selt til eigin fjáröflunar. N orðurlandamótiö 1981 Noröurlandamótiö 1981 veröur haldiö á Islandi næsta sumar. Stjórn S.I. mun fljótlega skipa undirbúnings- og framkvæmda- nefnd, þar sem Skáksamband ís- lands er framkvæmdaraöili mótsins. Liklegt er aö teflt veröi I húsnæöi Menntaskólans viö Hamrahliö, og hefur Ingimar Jónsson átt viöræöur viö skóla- yfirvöld þar. S tyrk tarmannakerfi Skáksamband íslands hefur nú ákveöiö aö reyna nýja leiö til f jár- öflunar, og hefur veriö komiö upp svonefndu styrktarmannakerfi. Þaö er i þvi fólgiö, aö allir vel- unnarar skákhreyfingarinnar geta gerst styrktarmenn S.l. með þvi aö greiöa kr. 10.000 tvisvar á ári. Styrktarmenn fá sent fréttablaö S.I., boösmiöa á mót o.fl. fyrir stuöninginn. Styrktarmenn eru nú þegar orönir alllmargir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.