Þjóðviljinn - 27.08.1980, Side 12

Þjóðviljinn - 27.08.1980, Side 12
12 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 27. ágúst 1980 Er bíllinn ómissandi? „BHl er ómissandi” er yfir- skrift ályktunar aBalfundar Bil- greinasambandsins sem haldinn var á Laugarvatni sl. laugardag. Erm.a. vakinathygli á, að íslend- ingar séu sú þjtíð Evrópu sem mest sé háð bifreiðum til fólks- og vöruflutninga vegna þess hve landið okkar er stórt og strjálbýlt. Hver og einn geti séð fyrir sér það ástand sem skapaðist ef bilsins nyti ekki við. —(Bifreiðin er þýðingarmikið atvinnutæki sem veitir um það bil tiunda hverjum íslendingi at- vinnu beint og óbeint. — Bifreiðin hefur skapað bú- setumöguleika sem ella væru ekki nýttir i dag. — Bifreiðin skapar nauðsynlegt samgöngufrelsi og möguleika á að njóta sumarleyfisferða um eigið land i rikara mæli en áður. — Bifreiðin er mikilvægur skattstofn fyrir rikissjóð. Tekjur af bifreiðum og umferð er vax- andi hluti af heildartekjum rikisins eða tæplega einn fimmti þeirra, meðan æ minna hlutfall þessara tekna rennur til vega og umferðar. /(ABalfundur Bllgreinasam- bandsins vekur athygli á nauðsyn þess að rikið stilli skattheimtu sinni I hóf, þannig að eðlileg endurnýjun bifreiðaeignar lands- manna eigi sér stað. Jafnframt varar fundurinn við þeim sveifl- um sem átt hafa sér stað I bila- innflutningi vegna óstöðuleika I efnahagsmálum. 1 dag er skatt- heimta rikissjóðs af nýjum bilum óraunhæf. Af þeim sökum á al- mennur launamaður I slvaxandi erfiðleikum með að viðhalda og eignast þetta nauðsynlega sam- göngutæki. Um 60% af verði hverrar bifreiðar rennur beint til rlkisins og fær rlkið tvær krónur fyrir hverja eina sem greidd er I innkaupsverö fyrir hana. Brýnt er að rikið dragi úr þessari skatt- lagningu þannig að einstaklingur geti endurnýjað bifreið sina eðli- lega og keypt þann bil sem hag- kvæmastur er fyrir hann hverju sinni.'* Heimsmeistaramót unglinga i skák: Jón Loftur tapaði Jón L. Arnason tapaði fyrir Indónesíumanninum á heimsmeistaramóti unglinga, en 9. umferðin var tefld i gær. Andstæð- ingur Jóns hafði hvítt og valdi sér þekkta jafnteflis- leið, gegn Sikileyjarvörn Jóns. Þar sem Jón var ekkert ánægður með skiptan hlut, tók hann áhættu mikla, sem leiddi til mun erfiðari stöðu, og endaði með tapi. Athygli vakti að þeir Kasparov, Sovétrikjunum og Short, Eng- landi, gerðu tilþrifalltið jafntefli. Staðan er nú sú að Kasparov er ennþá efstur með 7.5 vinninga. Fast á hæla hans kemur Sviinn flkeson með 7 vinninga en hann hefur stolið senunni i siðustu um- ferðum. Hann vann I gær Argentlnumanninn Tempone Negulschu frá Rúmeniu er I þriðja sæti með 6.5 vinninga. Jón L. Arnason er einhvers- staðar fyrir ofan miöju en kepp- endur eru alls 58. — eik — Aðalfundur Slysavarnafélags íslands: Frá vigslu björgunarstöövarinnar Stefán-sbúðar á Þingeyri. Við húsið standa, talið frá v.: Kristján Gunnarsson, formaður svcLVarnar.Þingeyri, Eggert Stefánsson, (sonur sr. Stefáns heitins Eggertsson- ar), Gunnar Friðriksson, forseti SVFI, kona hans, frú Unnur Halldórsdtíttir og sr. Lárus Þ. Guðmunds- son, prtífastur I Holti, sem vigði hina nýju björgunarstöð. Miklar umræður — merkar ályktanir Aðaifundur Slysavarnafélags tslands 1980 var að þessu sinni haldinn að Núpi i Dýrafirði. Samkvæmt iögum félagsins eru aðalfundirnir haldnir til skiptis i landsfjtírðungunum þau ár, sem landsþing eru ekki haldin, en þau eru haldin þriðja hvert ár i Reykjavfk. Fundarstjtíri var Haildtír Magnússon, Hnifsdal en fundarritarar Jtín Þórisson, Reykholti og Jósef Vernharðs- son, tsafirði. Forseti félagsins, Gunnar Friðriksson, gerði I upphafi fundar grein fyrir starfinu á liðnu starfsári, sem hann kvað hafa mótast sem fyrr af þvl tvi- þætta hlutverki félagsins: annarsvegar að efla sem viðast á landinu aðstöðu til björgunar mannsllfa og hinsvegar að skipuleggja og sjá um út- breiðslu- og fræðslustarfsemi til að koma I veg fyrir slys. Ræddi hann slðan um einstaka þætti starfsins. Meðal annars minnt- ist hann á tilkynningaskyldu is- lenskra fiskiskipa. Starfsmenn hennar eru nú fjórir enda hlust- varsla allan sólarhringinn árið um kring. Sérstakt áhyggjuefni er jafnan, að nokkrir menn virða ekki tilkynningaskylduna og virðist þar fremur vera um að ræða þrjósku en trassaskap. A fundinum kom mjög til um- ræðu hvort ekki væri rétt að ganga rlkar eftir því að viöur- lögum væri beitt þegar tilkynn- ingaskyldan er vanrækt, en eftir þvi hefur ekki verið gengið til þessa þrátt fyrir heimild i lög- um. Gunnar Friðriksson gat þess einnig að stjtírn félagsins hefði á sl. áriráðið sérstakan erindreka til þess að sinna umferðamál- um, Brynjar M. Valdimarsson, kennara og var hann ráðinn til eins árs. Hefur hann unnið mik- ilvægt starf á þessum vettvangi meðal deilda félagsins og hefur ráöning hans nú verið fram- lengd um eitt ár. Forsetinn.vék auk þessa aö ýmsum öðrum málum, svo sem málefnum björgunarsveita, samæfingum þeirra og þjálfun erindrekstri fjárskiptamálum o.fl. Fram kom hjá Gunnari Frið- rikssyni, að eignaaukning nam á árinu 1979 liðlega 10 milj. kr. Agóði af happdrættinu 1979 var 15,6 milj. en auk þess runnu lið- lega 7 milj. til deilda félagsins. Starfsmenn félagsins, Hannes Þ. Hafstein, Oskar Þór Karlsson og Brynjar Valdimarsson, auk Sigmundar, fluttu skýrslur um störf sln á liðnu starfsári. Auk þess skýrði Haraldur Henrys- son, formaður Rannsóknar- nefndar sjóslysa, frá starfi nefndarinnar. A aðalfundinum urðu miklar umræður um margvlsleg efni er bæði snerta slysavarna- og björgunarmál, uppbyggingu og starf Slysayarnafélags íslands. Unniö er aö endurskoðun laga félagsins og stefnt að þvl að lagabreytingar verði teknar til Umsjön: Magnús H. Gislason endanlegrar afgreiðslu á lands- þingi félagsins 1982. Margar til lögur voru samþykktar um hin ýmsu slysavarnamál, svo sem um eflingu tilkynningaskyldu, umferðamál, málefni björgun- arsveita og fjarskiptamál, öryggismál smábáta, útbúnað gúmbáta o.fl. A fundinum var lýst kjöri tveggja nýrra heiðursfélaga i SVFl, þeirra Sólveigar Bjarna- dóttur, Flateyri og Jóns Stefánssonar, Vestmannaeyj- um. Þá var Asgrimur Björns- son, fyrrum erindreki félagsins og nú formaður sjóflokks björg- unarsveitar „Ingólfs” í Reykja- vik, sæmdur þjónustumerki fé- lagsins úr gulli fyrir mikla og góða þjónustu við félagið. Sérstök messa var flutt i Núpskirkju vegna aðalfundar- ins ogpredikaði þarsr. Lárus Þ. Guðmundsson, prófastur I Holti I Onundarfiröi. Auk þess annað- ist hann morgunandakt i upp- hafi fundar á sunnudeginum. Voru fulltrúar á fundinum sr. Lárusi mjög þakklátir fyrir framlag hans til fundarins. AB loknum aðalfundinum héldu fulltrúarnir til Þingeyrar I boði slysavarnadeildarinnar „Varnar” þar. Fór þar fram vlgsla nýrrar björgunarstöðvar, sem nefnder „Stefánsbúð”, eft- ir hinum merka baráttumanni I slysavarnamálum, sr. Stefáni Eggertssyni, sem lengi þjónaði sem prestur á Þingeyri og var um árabil formaður „Varnar”. Slysavarnafélag Islands vill þakka Vestfiröingum fyrir frá- bærar móttökur að Núpi og þá fyrst og fremst sýslunefnd Vest- ur-lsafjarðarsýslu og hrepps- nefndum Mýrahrepps og Þing- eyrarhrepps, er stóðu fyrir mat- arboðum til fulltrúa á fundin- um. — mhg Sktílasetriö Núpur I Dýrafirði.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.