Þjóðviljinn - 11.09.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.09.1980, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 11. september 1980 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11 Israelsmaður með blaklið Þróttara Einn hinna frægu leikmanna I Kölnarliðinu er Reiner Bonhof, margreyndur vestur-þýskur landsliösmaður. Nú mun afráðið að ísraels- maöur nokkur, sem búsettur er hér á landi þjálfi blaklið Þróttar næsta vetur. Þjálfari þessi er vel menntaður í irþóttafræðum og hann mun einnig sjá um körfu- knattleikslið KR, sem leikur I Orvalsdeildinni. beir eru fleiri útlendingarnir sem sjá munu um blakið i vetur. Stúdentar hafa ráðiö til sin sovéskan leikmann og þjálfara, en sá starfar i sovéska sendi- ráðinu hér. Þá verður kínverski þjálfarinn áfram hjá Vikingi, en hann náði mjög góbum árangri i fyrravetur, gerði m.a. kvennaliö félagsins að tslandsmeisturum. Semsagt, útlendingafans i blak- inu næsta vetur. Þróttur skartar erlendum þjálfara i vetur Ilkt og lið IS og Vikings. Woodcock skoraði Englendingar sigruðu Norð- menn i knattspyrnulandsleik á Wembley-leikvanginum I London I gærkvöldi, 40. Leikurinn var lið- ur i undanrásum HM 1982. Mörk Englands skoruðu Terry McDer- mott (2), Mariner og Tony Wood- cock, sá hinn sami og leikur með Köln gegn Akranesi á Laugar- dalsvellinum i næstu viku. Englendingar léku i gærkvöldi án Kevin Keegan, Trevor Francis og Ray Wilkins og var búist viö þvi að það myndi veikja liðið mjög. Er á hólminn var komiö reyndist svo ekki vera og Eng- lendingarnir náöu undirtökunum strax i byrjun. Litlu munaði þó að Paul „Islandsbani” Jacobsen skoraði á 24. min. og tæki for- ystuna fyrir Norðmenn. Svo fór þó ekki og á 37. min. skoraði McDermott glæsilegt mark með viðstöðulausrispyrnu, 1-O.Staðan i háflleik var 1-0. A 68. min. skoraði Woodcock eftir að Thomson og Mariner höfðu leikið norsku vörnina grátt. Mariner skallaði til Woodcock, sem ýtti boltanum i netið, 2-0. Fjórum min. siðar skoraði McDermott sitt annað mark og þriöja mark Englands úr vita- spyrnu. Þótti vitaspyrnudómur dómarans fremur vafasamur. Á 86. min. skoraði Mariner fjórða mark enskra eftir mikinn einleik, 4-0. Lið Englands i gærkvöldi var þannigskipað: Shilton, Anderson, Thompson, Watson, Sansom, McDermott, Robson, Woodcock, Mariner og Gates. íþróttir ■ Umsjón: Ingólfur Hannesson. íþróttir (2 Skagamenn leika gegn vestur-þýska liðinu Köln nk. þriðjudag „Köln er örugglega eitt besta lið heims” Segir þjálfari Akurnesinga, Hörður Helgason ,,Það eru nokkrir nýir leikmenn i liði Köin nú, leikmenn sem ekki voru með þegar við spiluðum gegn þeim fyrir 2 árum. Þannig veit maður ekki mikið um liðið annað en að þar er hver stór- stjarnan annarri fremri. Ég hef heyrt að þeir séu I hálfgerðri lægð um þessar mundir og maður vonar að þeir veröi þar ennþá þegar þeir leika gegn okkur á þriðjudaginn”, sagði fyrirliði 1A, Arni Sveinsson 1 stuttu spjalli við Þjv. I gær. Arni og félagar hans I Skagaliðinu fá þaöerfiða verkefni að kljást við hið fræga vestur-þýska knattspyrnulið 1. FC Köln nk. þriöjudag og er viðureign liðanna liður i svokali- aðri UEFA-keppni. Margir þekktir leikmenn voru i Kölnarliðinu þegar það kom hingað 1978 en i dag eru enn þá frægari menn hjá félaginu. Má sem dæmi nefna að af 26 leik- mönnum á launaskrá eru 12 landsliðsmenn. Kevin Keegan, knattspyrnumaður Evrópu hefur sagt i blaðaviðtali að hann telji Köln besta lið Vestur-Þýskalands og þau orð standa þrátt fyrir slaka byrjun hjá Köln i deildar- keppninni, sem hefur komið veru- lega á óvart. Frægustu leikmenn 1 FC Köln eru eflaust þeir Reiner Bonhof, sem varð heimsmeistari með liði Vestur Þúskalands 1974, enski landsliðsmiðherjinn Tony Wood- cock og Bernd Schuster nýjasta stórstjarnan i þýskri knattspyrnu og nú þegar einn besti knatt- spyrnumaður Evrópu, aðeins 20 ára gamall. Schuster var vara- maður þegar Köln kom hingað siðast en hann lék með vest- ur-þýska landsliðinu á Laugar- dalsvellinum i fyrravor, þegar Þjóðverjarnir unnu 3:1. Annar kappi i Kölnarliðinu lék þá sinn fyrsta landsleik, markvörðurinn Eftir þvi sem Þjv. kemst næst mun ölafur Danivalsson, knatt- spyrnumaður i Val, snúa aftur til herbúða sins gamla félags, FH, að loknu yfirstandandi keppnis- timabili. Til þess að svo verði þarf þó FH að halda sér i 1. deild- inni, en það kemur væntanlega i ljós um næstu helgi þegar FH-ingarnir leika gegn Þrótti. Ólafur Danivalsson Oli Dan í FH? Harald Schumacher. Hann kom inn á i hálfleik i stað grinfuglsins Sepp Maier. Kölnarliðið er talið dýrasta knattspyrnulið Evrópu og það má einnig neina, að tyrir auglýsinga- samning sinn við Pioner fær Köln meiri peninga en nokkuð annað þýskt lið fær fyrir auglýsingar, eða 300 miiljónir isl. kr. á ári. I Janus veitir i _ ■ Skagamömnim i upplýsingar | ,,Ég hringdi 1 Janus [ Guðlaugsson fyrir stuttu og Ifékk greinargóöar upplýs- ingar hjá honum um einstaka ieikmenn Kölnarliðsins og t hvernig þeir spila. A næstunni Iá ég von á enn fleiri fréttum frá honum,” sagði Hörður Helgason, þjálfari ÍA aö- , spurður um það hvort þeir Skagamenn hefðu haldgóöar upplýsingar um væntaniega I mótherja sina I Evrópukeppn- inni, 1. FC Köln. * Janus býr einmitt i Köln og leikur meö liöi þaðan, Fortuna Köln, sem er I 2. deild. Hann I hefur þvi fylgst vel með leikj- * um 1. FC Köin og getur gefið I Skagamönnum góð ráð hvernig best verði að leika I gegn þýska liðinu. — ingH J Hollendingar töpuðu Nokkrir leikir voru I gærkvöldi i undanrásum Heimsmeistara- keppninnar I knattspyrnu. Þar kom mest á óvart ósigur Hollend- inga gegn trum þegar liðin áttust við i Dublin. A 12 min. seinni hálfleiks náði félagi Asgeirs Sigurvinssonar hjá Standard, Simon Tahamata forystunni fyrir Holland, en Irum tókst að jafna þegar 12 min. voru eftir þegar Gerry Daly skoraði. Mark Lawrenson skoraði siðan sigurmark Iranna þegar 4 min. voru til leiksloka, 2-1. Svíar og Skotar léku i Stokkhólmi og sigruðu Skotarnir i þeirri viðureign, 1-0. Sviarnir voru meira með knöttinn en tókst ekki að finna leiðina i skoska markið. Þegar 17 min voru til leiksloka tókst Gordon Strachan að skora fyrir Skotland og reynd- ist mark þetta duga Skotunum til sigurs. 1 Luxemburg léku heimamenn gegn Júgóslövum. Staðan i hálf- leik var 0-0, en i seinni hálf- leiknum fór sóknarþungi Júgóslavanna loks að bera árangur og þeir skoruðu 5 mörk áður en yfir lauk, 5-0. Vestur-Þjóðverjar og Sviss- lendingar léku i gærkvöldi vináttulandsleik i Sviss. Þjóðverjarnir komust i 3-0 með mörkum Muller, Magath og Kaltz, en Svissurunum tókst að minnka muninn i 3-2 undir lokin. KR-lngar harðastir í sölu getraunaseðla KR hafði langmestar tekjur allra félaga á landinu af sölu get- raunaseöla á síðasta ári. Brúttó- hagnaður KR-inganna var 7.8 miljónir. Næstir þeim komu Framarar meö 5,3 miljónir I brúttóhagnað. Ofantaldar upplýsingar auk annarra um starfsemi „Islenskra getrauna” koma fram i árskýrslu fyrirtækisins, sem kom nýlega út. Hér að neðan sést söluaukning á milli ára hjá Reykjavikurfélög- unum: SÖLULAUN SÖLUAUKN. 1979-1980. 1978-1979. MILLT ÁRA. %. l.B.R.: 1. K.R 4.297.055 82.82 3.183.350 68.98 i. r.R 1.610.400 1.890.600 120.55 71.64 4. Armann 3.245.050 5. Þróttur 2.536.000 1.052.800 140.88 6. Valur 1.010.000 132.93 7. Fylkir 792.350 138.10 n. Vlkingur 1.561.600 928.200 68.24 9. Leiknir 678.450 115.69 lO.Hrönn 661.350 195.500 238.29 n. r.n.R 12.0ðinn 234.450 146.19 l3.Ægir 195.150 64.54 14.1.stúdenta 313.650 96.150 226.20 15.Léttir 279.350 223.500 24.99 16.1.fatlaðra 116.950 127.75 17.tmsir 161.850 30.52 l8.Örninn 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.