Þjóðviljinn - 16.09.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.09.1980, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Þriðjudagur 16. sept. 1980 — 210. tbl. 45. árg. Samkomulag hjá VMSI og VSÍ í gærkvöld um rööun í launaflokka: Þáttaskil í Yiðræðunum 14 manna samninganefnd ASÍ rœðir samkomulagið lýsingu deiluaöila, um aö náöst heföi samkomulag laust eftir kl. 21 i gærkvöld meö VMSl og VSl um rööun starfa i launaflokka I samræmdum kjarnasamningi. „Þetta samkomulag er gert meö fyrirvara af hálfu beggja samningsaöila um frekari ákvöröun stjórna og samnings- nefnda,” sagöi Guölaugur. 14 manna samninganefnd ASl mun koma saman kl. 9.30 i dag þar sem tekin veröur afstaöa til samkomulags VMSÍ og VSÍ frá i gærkvöld , sem markar stór þáttaskil i þessum samninga- viöræöum. Eftir aö gengiö haföi veriö formlega frá samkomulaginu i gærkvöld ákvaö rikissáttasemj- ari i samráöi viö fulltrúa ASt og VSÍ aö fresta frekari samninga- viöræöum þar til i dag, en sátta- fundurinn i gær stóö i nærri 12 klst. Þaö var samdóma álit þeirra sáttanefndarmanna sem Þjóö- viljinn ræddi viö i gærkvöld , aö meö samkomulagi VMSI og VSt um rööun i launaflokka heföi verið stigiö yfir stóran þröskuld i samningaviöræöunum sem staöið hafa i allt sumar. Eins og áöur sagði kemur 14 manna samninganefnd ASl saman til fundar fyrir" hádegi i dag, en aö þeim fundi loknum verður haldinn sameiginlegur fundur með aöalsamninga- nefndum ASÍ og VSt og sagöi Guölaugur Þorvaldsson rikis- sáttasemjari aö liklegast yröi tekið fyrir málefni IöjUflands- sambands iðnverkafólks, á þeim fundi. —lg- fyrir hádegi í dag ,,Ég vildi vona aö þetta sam- komulag væri stór áfangi til lausnar á deilunni, þaö er óhætt aö segja að þetta hefur veriö eitt stærsta ljóniö á veginum þaö sem af er,” sagöi Guölaugur Þor- valdsson rikissáttasemjari i sam- tali viö Þjóöviljann i gærkvöld , eftir aö samkomulag haföi tekist meö Verkamannasambandi islands og Vinnuveitendasam- bandinu, um rööun starfa i launa- flokka. Forystumenn Alþýöusam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins vildu ekkert tjá sig um efni samkomulagsins milli VMSt og VSt, þar sem blaöamaður hitti Guðlaugur Þorvaldsson: Stórt ljón úr veginum. þá aö máli á skrifstofu rikissátta- semjara i gærkvöld . Guðlaugur Þorvaldsson gaf hins vegar út sameiginlega yfir- Og enn og aftur: Dropinn í gær hækkaöi verö á áfengi til jafnaðar um 9% og kostar nú svartadauöaflaksan oröiö 11 þúsund krónur. Áfengi hækkaði siðast i júni, þá um 12%. Verö á tóbaki hækkaöi hinsvegar ekki aö þessu sinni. Létt vi'n hækkuðu nú hlut- fallslega jafnmikið og brennd- ir drykkir, en annars hefur verið stefna undanfariö að hækka sterku drykkina meira, — til áhrifa á drykkjusiði landsmanna, að þvi er virst hefur. Kosta léttu vinin eftir verð- breytinguna kr. 3.200—3.700 flaskan, algengustu tegund- irnar, sénever kr. 15.900,rúss- neskt vodka kr. 15.300, sömu- leiðis algengustu viskýtegund^ ir,og meöalverö á koniaki er kr. 17.100, hinsvegar má fá óffnna brandý á kr. 11.200. Miðlungssterkir drykkir svo- sem vermouth kosta kr. 5.700 flaskan. —vh A tónleikunum „Rokk gegn her” voru gestir minntir óþyrmilega á hörmungar styrjalda og hernaöarbrölts, í þeim tilgangiaöefla bar- áttuna fyrir friöi og herlausu landi. Rokkað gegn her Hljómleikar Her- stöðvaandstæðinga ,,Rokk gegn her” tókust með afbrigðum vel. Höllin i Laugardalnum var þéttsetin sl. laugar- dagskvöld, allt fór vel fram og lögreglan, brunaverðir og um- sjónarmenn hússins hrósuðu samkomugest- um á hvert reipi. A tónleikunum komu fram Mezzoforte, Þursaflokkurinn, Bubbi Morthens og Utangarðs- menn ásamt leik- og tónflokknum Táragasi. Flutt var frumsamið efni, að nokkru tileinkað samkomunni, ýmsar uppákomur voru haföar i frammi og gestir voru minntiróþyrmilega á ýmis- legt það sem fylgir hernaöar- brölti og hermennsku. Þegar upp var staðið máttu Herstöövaandstæöingar vel viö una. Þeir 3500 gestir sem gengu út úr Höllinni undir miönættiö voru hinir ánægðustu það var rokkað af hjartans list, jafnframt þvi sem fólk var minnt á tilefnið: baráttu gegn her og hernaðar- brölti. —ká Sjá frásögn og myndir í opnu Fá starfsmenn stóraukin ítök? Horfur á samkomulagi um meöferö Flugleiðamálsins í ríkisstjórn: Félagsmálaráðherra vísar á bug ásökunum stjórnarandstöðunnar Meginatriðið i þeim tillögum sem Svavar Gestsson félags- málaráöherra hefur lagt fram á vettvangi rikisstjórnarinnar er það aö starfsmenn Flugleiða fái stóraukin áhrif á rekstur og starf- semi fyrirtækisins. „Alþýðubandalagið hefur setið undir stórfelldum árásum af hálfu stjórnarandstöðunnar vegna Flugleiðamálsins. Meöal annars eru starfsmenn okkar Ragnars Arnalds fjármálaráö- herra sakaöir um trúnaöarbrot i þessum efnum. Ég visa þessum ásökunum algjörlega á bug. Þeir hafa unnið aö þessum málum i samráði og samvinnu við sina ráðherra”, sagði félagsmálaráð- herra i samtali við blaöið i gær. Um helgina ræddi ráöherra- nefndin um Flugleiðamálið, for- sætis-,samgöngu- og félagsmála- ráðherra, ýtarlega um þær til- lögur sem uppi hafa verið i Flug- leiðamálinu og er talið aö sæmi- legt samkomulag hafi náðst sem gæti verið samþykkt sem vegar- nesti Steingrims Hermannssonar til viöræöna við Luxemborgar- menn. Stofnun nýs flugfélags er nú ekki lengur eina leiðin sem rædd er.heldur aðrar lausnir.og ekki siður þær stórfelldu fjár- magnsfyrirgreiðslur sem Flug- leiöir biöja um vegna hins almenna flugreksturs félagsins. Ákvarðanir veröa teknar á stjórnarfundi i dag. Félagsleg forysta ekki rædd Svavar Gestsson lagöi hins- vegar rika áherslu á það að Alþýöubandalagsmenn teldu meö öllu fráleitt aö kosta verulegum fjármunum til öðruvisi en að ótvi- rætt lægi fyrir hvernig heildar- afkoma fyrirtækisins væri og afkomuhorfur hefðu verið kannaöar ofani kjölinn. „Við teljum óeölilegt aö rikisstjórnin láti skattgreiðendur taka skellinn af vanda Flugleiða nema engin Svavar Gestsson: óeölilegt aö skattgreiöendur taki viö skelli Flugleiöa. önnur leið sé til. Þá teljum við aö eölilegt sé aö samhliða fyrir- greiöslu af hálfu rikisins verði tekin ákvörðun um aukin áhrif þess á starfsemi fyrirtækisins. Mér er engin launung á þvi að min skoðun er sú, og það er einnig mat Alþýöubandalagsins, að þaö sé eölilegast aö svo mikilvægur þáttur i þjóölifinu sem grund- vallarsamgöngur viö útlönd sé undir félagslegri forystu. Málin aö undanförnu hafa hinsvegar aldrei verið rædd á grundvelli sliks stefnumiös. Það hefur ekki veriö til umræðu hvort gera ætti Flugleiðir aö hreinu rikisfyrir- tæki eða ekki. Ómerkilegur áróður Félagsmálaráðherra minnti á það i samtalinu við blaðið aö þegar forráðamenn Flugleiöa komu aö máli viö rikisstjórnina var flest þegar i óefni: Atlants- hafsflugiö var af þeirra hálfu dæmt vonlaust, starfsliöi hafði veriö sagt upp og verulegir rekstarf járerfiöleikar vegna grundvallarflugsins (þ.e. innan- lands- og Evrópuflugs aöallega) þrengdu að fyrirtækinu. ,,Þó að forráöamenn félagsins hafi taliö Atlantshafsflugiö aö þrotum komið þá hefur rikis- stjórnin reynt aö finna leiöir til þess að halda þvi áfram. Þá hefur rikisstjórnin haft til athugunar almenn fjárhagsmálefni Flug- leiða vegna grundvallarflugsins, og einnig hefur veriö rætt við for- svarsmenn starfsmanna Flug- leiða um þeirra sérstöku vanda- mál. Það er þvi ekkert annaö en ómerkilegur áróður, þegar þvi er haldið fram aö við höfum á einn eba annan hátt beitt áhrifum okkar til þess aö brjóta niður flugsamgöngur tslendinga. t þessum efnum hef ég á hinn bóginn lagt á það alveg sérstaka áherslu aö áhrif starfsmanna á rekstur og starfsemi fyrir- tækisins veröi stóraukin frá þvi sem nú er, og hefur þaö raunar veriö meginatriöiö i tillögugerö minni á vettvangi rikisstjórn- arinnar”, sagöi félagsmála- ráðherra að lokum. ..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.