Þjóðviljinn - 16.09.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.09.1980, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 16. sept. 1980—210. tbl. 45. árg. Samkomulag hjá VMSI og VSÍ i gœrkvöld um rööun í launaflokka: Þáttaskil í viðræðunum 14 manna samninganefnd ASÍrœðir samkomulagið fyrir hádegi í dag „Ég vildi vona ao þetta sam- komulag væri stór áfangi til lausnar á deilunni, þa6 er óliætt að segja að þetta hefur verið eitt stærsta ljónið á veginum það sem af er," sagoi Guðlaugur Þor- valdsson rikissáttasemjari i sam- tali viö Þjóðviljann i gærkvöld , cftir að samkomulag hafði tekist með Verkamannasambandi tslands og Vinnuveitendasam- bandinu, um rööun starfa i launa- flokka. Forystumenn Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins vildu ekkert tjá sig um efni samkomulagsins milli VMSl og VSt, þar sem blaöamaður hitti Guðlaugur Þorvaldsson: ljdn úr veginum. Stórt þá að máli á skrifstofu rikissátta- semjara i gærkvöld . Guðlaugur Þorvaldsson gaf hins vegar út sameiginlega yfir- Og enn og aftur: Dropinn dýrari t gær hækkaði verð á áfengi til jafnaðar um 9% og kostar nú svartadauðaflaksan orðið 11 þúsund krónur. Áfengi hækkaði siðast i júni, þá um 12%. Verð á tóbaki hækkaði hinsvegar ekki að þessu sinni. Létt vi'n hækkuðu nú hlut- fallslega jafnmikið og brennd- ir drykkir, en annars hefur veriö stefna undanfarið að hækka sterku drykkina meira, — til áhrifa á drykkjusiði landsmanna, að þvi er virst hefur. Kosta léttu vinin eftir verð- breytinguna kr. 3.200—3.700 flaskan, algengustu tegund- irnar, sénever kr. 15.900,rúss- neskt vodka kr. 15.300, sömu- leiðis algengustu viskýtegundr ir.og meðalverð á koniaki er kr. 17.100, hinsvegar má fá ðfínna brandý á kr. 11.200. Miðlungssterkir drykkir svo- sem vermouth kosta kr. 5.700 flaskan. —vh lýsingu deiluaðila, um að náðst hefði samkomulag laust eftir kl. 21 i gærkvöld með VMSI og VSI um röðun starfa i launaflokka i samræmdum kjarnasamningi. „Þetta samkomulag er gert með fyrirvara af hálfu beggja samningsaðila um frekari ákvörðun stjórna og samnings- nefnda," sagði Guðlaugur. 14 manna samninganefnd ASl mun koma saman kl. 9.30 i dag þar sem tekin verður afstaða til samkomulags VMSt og VSt frá i gærkvöld , sem markar stór þattaskil i þessum samninga- viðræðum. Eftir að gengið hafði verið formlega frá samkomulaginu i gærkvöld ákvað rikissáttasemj- ari i samráði við fulltrúa ASI og VSl að fresta frekari samninga- viðræðum þar til i dag, en sátta- fundurinn i gær stóð i nærri 12 klst. Það var samdóma álit þeirra sáttanefndarmanna sem Þjóð- viljinn ræddi við i gærkvöld , að með samkomulagi VMSt og VSt um rööun i launaflokka hefði verið stigið yfir stóran þröskuld i samningaviðræðunum sem staðið hafa i allt sumar. Eins og áður sagði kemur 14 manna samninganefnd ASI saman til fundar fyrir' hádegi i dag, en að þeim fundi loknum verður haldinn sameiginlegur fundur með aðalsamninga- nefndum ASI og VSl og sagði Guðlaugur Þorvaldsson rikis- sáttasemjari að lfklegast yrði tekið fyrir málefni IðjUflands- sambands iðnverkafólks, á þeim fundi. —lg. A lónleikunum „Rokk gegn her" voru gestir minntir óþyrmilega á hörmungar styrjalda og hernaðarbrölts, f þeim tilgangiaöefla bar- áttuna f yrir friði og herlausu landi. Rokkað gegn her Hljómleikar Her- stöðvaandstæðinga ,,Rokk gegn her" tókust með afbrigðum vel. Höllin i Laugardalnum var þéttsetin sl. laugar- dagskvöld, allt fór vel fram og lögregían, brunaverðir og um- sjónarmenn hússins hrósuðu samkomugest- um á hvert reipi. A tónleikunum komu fram Mezzoforte, Þursaflokkurinn, Sjáfrásögn og myndir í opnu Bubbi Morthens og Utangarðs- menn ásamt leik- og tónflokknum Táragasi. Flutt var frumsamið efni, að nokkru tileinkað samkomunni, ýmsar uppákomur voru hafðar i frammi og gestir voru minntiróþyrmilega á ýmis- legt það sem fylgir hernaðar- brölti og hermennsku. Þegar upp var sta&ið máttu Herstöðvaandstæðingar vel við una. Þeir 3500 gestir sem gengu út úr Höllinni undir miðnættið voru hinir ánægðustu það var rokkað af hjartans list, jafnframt þvi sem fólk var minnt á tilefnið: baráttu gegn her og hernaðar- brölti. —ká Horfur á samkomulagi um meðferð Flugleiðamálsins í ríkisstjórn: Fá starfsmenn stóraukin ítök? Félagsmálaráðherra visar á bug ásökunum stjórnarandstöðunnar Meginatriðið I þeim tillögum sem Svavar Gestsson félags- málaráöherra hefur lagt fram á vettvangi rikisstjórnarinnar er það að starfsmenn Flugleiða fái stóraukin áhrif á rekstur og starf- semi fyrirtækisins. „Alþýðubandalagið hefur setið undir stórfelldum árásum af hálfu stjórnarandstöðunnar vegna Flugleiöamálsins. Meðal annars eru starfsmenn okkar Ragnars Arnalds fjármálaráð- herra sakaðir um trúnaðarbrot I þessum efnum. Ég visa þessum ásökunum algjörlega á bug. Þeir hafa unnið að þessum malum i samráði og samvinnu við sina ráðherra", sagði félagsmálaráð- herra i samtali við blaðið í gær. Um helgina ræddi ráðherra- nefndin um Flugleiðamálið, for- sætis-.samgöngu- og félagsmála- ráðherra, ýtarlega um þær til- lögur sem uppi hafa verið I Flug- leiðamálinu og er talið að sæmi- legt samkomulag hafi náðst sem gæti verið samþykkt sem vegar- nesti Steingrims Hermannssonar til viðræðna við Luxemborgar- menn. Stofnun nýs flugfélags er nú ekki lengur eina leiðin sem rædd er.heldur aðrar lausnir,og ekki siður þær stórfelldu fjár- magnsfyrirgreiðslur sem Flug- leiðir biðja um vegna hins almenna flugreksturs félagsins. Akvarðanir veröa teknar á stjórnarfundi i dag. Félagsleg forysta ekki rædd Svavar Gestsson lagði hins- vegar ríka áherslu á það að Alþýðubandalagsmenn teldu með öllu fráleitt að kosta verulegum fjármunum til öðruvísi en að ótvi- rætt lægi fyrir hvernig heildar- afkoma fyrirtækisins væri og afkomuhorfur hefðu verið kannaðar ofani kjölinn. „Við teljum óeðlilegt að rikisstjórnin láti skattgreiðendur taka skellinn af vanda Flugleiöa nema engin Svavar Gestsson: óeðlilegt að skattgreiðendur taki við sketli Flugleiða. önnur leið sé til. Þá teljum við að eölilegt sé að samhliða fyrir- greiðslu af hálfu rikisins verði tekin ákvörðun um aukin áhrif þess á starfsemi fyrirtækisins. Mér er engin launung á þvi að min skoðun er sú, og það er einnig mat Alþýðubandalagsins, að það sé eðlilegast að svo mikilvægur þáttur i þjóðlifinu sem grund- vallarsamgöngur við útlönd sé undir félagslegri forystu. Málin að undanförnu hafa hinsvegar aldrei verið rædd á grundvelli sliks stefnumiðs. Það hefur ekki verið til umræðu hvort gera ætti Flugleiðir að hreinu rikisfyrir- tæki eða ekki. ómerkiiegur áróöur Félagsmálaráöherra minnti á það i samtalinu við blaðið að þegar forráðamenn Flugleiöa komu að máli við rikisstjórnina var flest þegar i óefni: Atlants- hafsflugið var af þeirra hálfu dæmt vonlaust, starfsliði hafði verið sagt upp og verulegir rekstarfjárerfiðleikar vegna grundvallarflugsins (þ.e. innan- lands- og Evrópuflugs aðallega) þrengdu að fyrirtækinu. ,,Þó að forráðamenn féiagsins hafi talið Atlantshafsflugið að þrotum komið þá hefur rikis- stjórnin reynt að finna leiöir til þess að halda þvi áfram. Þá hefur rikisstjórnin haft til athugunar almenn fjárhagsmálefni Flug- leiða vegna grundvallarflugsins, og einnig hefur verið rætt viö for- svarsmenn starfsmanna Flug- leiða um þeirra sérstöku vanda- mál. Það er þvi ekkert annað en ómerkilegur áróður, þegar þvi er haldið fram að við höfum á einn eða annan hátt beitt ahrifum okkar til þess að brjóta niður flugsamgöngur tslendinga. I þessum efnum hef ég á hinn bóginn lagt á það alveg sérstaka áherslu að áhrif starfsmanna á rekstur og starfsemi fyrir- tækisins verði stóraukin frá þvi sem nú er, og hefur það raunar verið meginatriðið I tillögugerð minni á vettvangi rikisstjórn- arinnar", sagði félagsmála- ráðherra að lokum. __e^h

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.