Þjóðviljinn - 16.09.1980, Page 5

Þjóðviljinn - 16.09.1980, Page 5
Þriðjudagur 16. september 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 „Stjórnarskrá” hersins samþykkt: Pinochet hress, en andstaða eflist í Chile Erkiandstæðingarnir i tyrkneskum stjórnmálum,Demirel (til vinstri) og BUlen Ecevit.hafa skipst á um að fara með stjórnarfoyrstu f landinu. Ecevit hrökklaðist frá fyrir tæpu ári og hefur reynt aö hefna sfn með þvf að gera þingiö óstarfhæft. Þriðja valdataka tyrkneska hersins: Yaldarán í miðri djúptækri kreppu Þegar herinn tekur völdin i einhverju landi, rekur þingmenn heim eða setur þá i tugthús, ásamt með helstu stjórnmálaforingjum, þá verður venjulega kurr mikill um heims- byggðina. Ekki varð samt sá kurr hávær þeg- ar herinn i Tyrklandi rændi völdum á föstu- daginn var; i flestum áttum mátti heyra radd- ir i þá veru, að stjórn- málamenn hefðu mátt sjálfum sér um kenna. Tyrkland er i mikilli kreppu. Efnahagsástandið er mjög bág- borið, atvinnuleysi mikið — og stjornin máttvana. Á þingi hafði skapast einskonar pattstaða. Flokkur Biilents Ecevits, sem tel- ur sig eiga ýmislegt sameiginlegt með sósialdemókrötum, hrökkl- aðist úr stjórn i október i fyrra, eftir að fylgið haföi um hrið verið að reytast af honum i aukakosn- ingum. Þá tók við minnihluta- stjórn undir forsæti Suleymans Demirels, sem styðst við allstór- an flokk einhversstaðar til hægri viðmiðju. En stjórn Demirels var minnihlutastjórn og var mjög háð harðsviruðum hægrisinnuöum þjóðernisflokki undir forystu Arpaslans Turkes. Demirel vildi reyna að komast úrerfiðri stöðu á þingi með þvi að reyna að efla til kosninga, sem að likindum hefðu fært honum hreinan meirihluta á þingi. En samkvæmt stjörnar- skrá landsins þarf meirihluta á þingi til að efna til kosninga, og andstæðingar Demirels vildu ekki leyfa honum að njóta góðs af stöðunni og komu i veg fyrir að kosningar yrðu haldnar. Máttvana þing Þar að auki hefur þinginu ekki tekist að velja rikinu forseta með tilskildum meirihluta, enda þótt það hafi reynt hundrað sinnum. Þetta forsetaleysi þýðir m.a. að mörg lög fást ekki staðfest. Þá varðar mestu, að ekki hefur verið hægt að staðfesta lög sem herinn vill endilega fá framfylgt, en þau varða hryðjuverkastarfsemi. En i kreppu og atvinnuleysi hafa mjög eflst vopnaðir hópar til hægri og vinstri sem hafa lagt undir sig borgir og héruð og var mannfall i þeim skærum komið upp á nær hundrað manns á viku hverri. Sparnaðarráðstafanir Demirels hafahægt nokkuö á verðbólgunni, enum leið aukið enn atvinnuleys- ið. Hiniratvinnulausuverða siðan iástandi, sem mörgum þykir ekki bjóða neina góöa kosti, aö fjöl- mennu varaliði þeirra hreyfinga, sem bjóða uppreisn sem einu færu leiðina Ut úr ógöngum — bæði þeirra sem lyfta fána öreigabyltingar og þeirra sem ganga undir merkjum þjóðrembu eða islamskrar vakningar. Tyrkland: Herinn er sá næst- stærsti í Nató Tyrkneski herinn, sem völdin tók á föstudag, er næststærsti her Nató og langsamlegasta stærsti her- inn i sinum hluta heims. Herfræðastofnanir kunna frá þvi að segja, að i tyrkneska hernum séu 556.000 manns og geti hann gripið til 400.000 manna varaliðs. Um 25 þúsund manna tyrkneskt lið er á þeim hluta Kýpur sem Tyrkir hertóku árið 1974. Bandaríkin eru eina rikið i Nató sem á stærri her en Tyrkland og tyrkneski her- inn er miklu stærri en sá gr&ki —eneinsog menn vita hefur stundum mátt litlu muna að þessir tveir Nató- herir 'bærust á banaspjót. Um fjórðungur hersins hefur að undanförnu verið bundinn við aö halda uppi einhverskonar löggæslu i þeim 20 af 67 héruðum lands- ins, þar sem lýst hafði verið neyðarástandi. Hiö langa og ófrjóa þóf milli foringja helstu flokka landsins hefur gefið herforingjum þá rétt- lætingu til valdatöku, sem virðist i stórum dráttum tekin gild, að minnsta kosti hjá Nató. Hve lengi? En menn spyrja: hve lengi mun herforingjaræðið standa? Tyrk- neski herinnhefur á eftirstriðsár- unum tvivegis tekið ráðin af stjórnmálamönnum. Arið 1960 var Menderes, pólitiskum fyrir- rennara Demirels, steypt af stóli — herinn efndi til réttarhalda yfir honum fyrir spillingu og ein- ræöisbrölt og var hann tekinn af lifi ásamt nokkrum ráöherrum sinum. Arið 1971 steypti herinn svo stjórn Demirels — en leyfði þinginu að starfa áfram, nema hvað litill en róttækur vinstri- flokkur, Tyrkneski verkamanna- flokkurinn, var bannaöur. Þetta minnir og á að ekki er herinn jafn hlutlaus gagnvart „öfgaöflum til hægri og vinstri” og stundum er sagt; það hallar jafnan á vinstra- liðið i þeim kárinum sem menn sæta undir stjórn hersins. Til dæmis að taka eru verkalýðssam- bönd hægrimanna ekki bönnuð þegar herinn tekur völdin nú, heldur hið róttæka verkalýös- samband. Horft i vestur Herinn hefur meö öðrum orðum komið mjög rækilega viö sögu i Tyrklandi og er svo enn. En hann hefur til þessa ekki haldið lengi i þau völd sem hann hefur tekið sér; hann afhenti borgaralegum öflum völdin aftur eftir hálft ann- aðárifyrraskiptið ogtvöog hálft ár T hið sfðara. Og það er ekki að ástæðulausu að herforingjanefnd- in sem nú fer meö völd i Tyrk- landi er óspör á svardaga um að hún hafi afnumið þingræðið til þess aö skila þvi aftur. Bæði er, að þrátt fyrir allt eru Tyrkir það vanir vissu pólitisku frelsi, að það yrði mjög erfitt að hemja þá til lengdar. Og á hinn bóginn þurfa herforingjarnir aö taka tillit til almenningsálits á Vesturlöndum; þaðan barst tyrknesku efnahags- lifi miljaröur dollara i aðstoð i fyrra, og ekki er þörfin minni nú um stundir. Hitt er svo annaö mál, aö sú kreppa sem gengur yf- ir tyrkneskt samfélag er svo djúpstæð að til meiriháttar sprenginga getur komiö hvenær sem er með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. áb tók saman. Yfirvaldið í Chile seg- ir, að stjórnarskrá sú, sem lögð var fyrir þjóð- aratkvæðagreiðslu i sið- ustu viku, hafi verið samþykkt með tveim þriðju hlutum greiddra atkvæða. Bæði inntak þess plaggs, sem og all- ar þær aðstæður, sem takmarka mjög mögu- leika andstæðinga Pinochets forseta og hans manna.til að koma viðhorfum sínum á framfæri, hafa sætt harðri fordæmingu víða um heim. Stjórnarskrá þessi tryggir Pinochet völdin áfram allt til 1989 og opnar möguleika á þvi, að hann geti setið áfram við völd allt til 1997. Hún fær hernum i hendur ótakmarkað pólitiskt vald (legg- ur lögformúlublessun yfir það vald sem hann rændi fyrir sjö ár- um) og útilokar vinstrisamtök frá þátttöku i stjórnmálum. Herforingjastjórnin tilkynnti um helgina, að stjórnarskráin hefði verið samþykkt með 67.5% greiddra atkvæða en 29.6% hefðu greitt atkvæöi gegn henni. Um 3% atkvæða voru úrskurðuð ógild. Kosningaþátttaka var um 86% enda hafði það verið fært i lög að það væri skylda að kjósa og lágu við sektir ef menn skrópuðu. Fögur fyrirheit Pinochet forseti komst svo að oröi um úrslitin, að þau hefðu „staðfest frávisun þjóðarinnar á sovésku alræði og tryggt frelsið i sessi”. öllu má nafn gefa. Pino- chet notaði tækifærið til að lofa þvi að útvega miljón manns vinnu, reisa 900 þúsund ibúðir, tryggja sjöunda hverjum Chile- búa bil og sima og fimmta hverj- um manni sjónvarp. Til þess að menn geti gert sér grein fyrir þvi, hvernig þetta lýðskrum hljómar i eyrum landsmanna, skal þess getið, að siðan herforingjarnir rændu völdum og myrtu Allende forseta árið 1973 hefur annar hver Chilebúi orðið atvinnulaus og húsnæðisvandræði hafa stórauk- ist á þessum tima — eins þótt mikill fjöldi fólks hafi flöið land. Hermdarverk og andóf Pinochet þakkaði guði hvað vel sér hefði gengið. 1 þvi samhengi er rétt að geta þess, að grimmdarverk ýmislegra hægri- samtaka, sem njóta beinnar eða óbeinnar blessunar yfirvaidsins, hafa aukist svo að undanförnu að kaþólska kirkjan i Chile hefur dreift sérstökum tiu boðorðum sem hún hvetur landsmenn til að fara eftir þegar þeir sæta ofbeldi af ýmsu tagi. Kirkjan, mannrétt- indasamtök, pólitiskir flokkar (marxiskir flokkar eru bannaðir, aðrir fá að vera til, en ekki að láta að sér kveða opinberlega ),sem og þau verkalýðsfélög sem enn lifa hálfgerðri skuggatilveru.hafa að undanförnu orðið i vaxandi mæli fyrir árásum af hálfu yfirvalda og hægrisamtaka. Frá þvi i janúar hafa 2800 manns verið handtekin i Chile, en abeins 85 þeirra hafa verið látnir lausir — án málaferla. 275 háskólakennarar hafa verið rekn- ir úr starfi (eftir að marghreinsað hafði verið áður i kennarastétt- um), hermdarverkamenn hægri- manna hafa framið fimm morð siðustu vikur. Lögregla og her hafa fjölgað skyndiáhlaupum sin- um, einkum i fátækrahverfum, og ganga fram af meiri hörku en veriðhafði um skeið við húsleit og handtökur. Hvað sem liður kosningatölum Pinochets hefur andstaðan i Chile eflst og einnkennist nú af þvi, að borgaralegir flokkar (einkum kristilegir demókratar) sem og kirkjan hafa eflt gagnrýni sina og baráttu fyrir almennum mann- réttindum. —áb. Fátækrahverfi I Santiago ; eftir sjö ára eymd lofar Pinochet öilu fögru

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.