Þjóðviljinn - 16.09.1980, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. september 1980.
Þribjudagur 16. september 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Herstöðvaandstæðingar héldu rokkhátið ársins í
Laugardalshöllinni/ siðast liðiö laugardagskvöld.
Húsið var troðfullt, það ríkti góö stemmning og allt
fór fram með prýði.
Þegar kvöldaði á laugardaga varð Ijóst að
hernaðaráætlun Herstöðvaandstæðinga heppnaðist
fullkomlega. Salurinn var skreyttur kröfuspjöldum og
brúðum sem minntu á þann hildarleik sem stríðsæs-
ingamenn leika við hvert tækifæri. Það fór enginn inn
i húsið án þess að herflokkurinn frægi heföi alla gát
þar á.
Þegar blaöamaður nálgaðist Höllina alsaklaus á
fjölskyIdubilnum var fyrsta hindrunin sandpokavirki
við afleggjarann að Höllinni. Þegar nær dró Höllinni
var billinn stöðvaður af hermönnum sem kröfðust
skilrikja. Meðan þau voru gaumgæfð brosti annar
hermaður og bauö upp á tyggjó að góðum og gömlum
ameriskum sið.
Inni i Höllinni var allt að fyllast um það bii sem
tónleikarnir hófust, það var setið i stúkunni og f jöldi
manns tyllti sér á golfið með krosslagða fætur.
Hljómsveitin Mezzoforte reið á vaðið með sitt djass-
blandaða rokk við góðar undirtektir. Næstir voru
Táragassveitin sem ætlaói að flytja tólist og leik við
myndina frægu sem tekin var á Austurvelli 1949, þeg-
ar táragasi var beitt gegn andstæðingum NATO
samningsins i fyrsta (og vonandi eina) sinn. En i þann
mund sem f jör var að færast i leikinn þar á vellinum
hjá styttunni af Jóni Sig. varð hin óhjákvæmilega
tæknibilun sem alltaf verður þegar Herstöðvaand-
stæðingar og vinstra fólk heldur sinar samkomur.
Hvaö um það, myndin var látin bíða og Þursarnir
gengu fram og hófu leik sinn. Þeir fluttu frumsamið
efni sem helgað var samkomunni, ásamt lögum úr
söngleiknum Gretti sem nú er aó fæðast niðri i Iðnó.
Bubbi Morthens og Utangarðsmenn voru næstir og
fluttu meðal annars ,,Siðasta blómiö"#það fræga
kvæði um gang heimsmála, lifiðog dauðann, strið og
frið. Um leið var myndskreytingum úr bókinni varpað
upp á vegg. Táragasflokkurinn kom svo fram aftur i
lokin og að þessu sinni tókst að sýna kvikmyndina frá
'49 áfallalaust.
Allt fór fram með miklum sóma, það var sungið og
dansaö, kröfur Herstöðvaandstæðinga hljómuðu öðru
hverju úr öllum hornum: Island úr NATO — herinn
burt4og víða i salnum voru uppákomur. Þar var her-
flokkurinn enn einu sinni á ferö. Þeir voru kátir og
„kammó" piltarnir, eins og hermenn eiga alltaf að
vera, léku sér, sippuðu og munduðu vopnin sin.
Meö þessum hljómleikum og ferðalögum herflokks-
ins um bæinn vildu Herstöðvaandstæöingar reyna nýj-
ar leiöir til að efla baráttuna gegn her og allri viga-
mennsku í heiminum og vist er um það að með þessari
aðferð tókst að ná til unglinga sem að öllu jöfnu sjást
ekki á fundum og baráttusamkomum, sem hafa yfir
sér alvarlegri blæ. Bæjarbúar fundu um leið smjör-
þefinn af þeim aðferðum sem tiðkast i löndum þar
sem herflokkar vaða um og traðka á öllu sem fyrir
þeim verður, enda hrukku margir illilega við.
I Laugardalshöllinni var rokki og fjöri blandað
saman við aminntngar og sláandi myndir sem vonandi
verða til þess að efla kröfuna: Island úr NATO — her-
inn burt.
Rokkleikhópurinn Táragas túlk-
aöi kvikmvndina af atburöunum
viö Alþingishúsiö 1949 meö tón-
list og ieik undir stjórn Karls Sig-
hvatssonar sem hér sést i hlut-
verki lögreglumanns.
Texti: ká
Myndir: gel
Ýmsar listir voru framdar i salnum á milli atriöa. þar á meöal þessi
fánaleikur, sem hér sést aö ofan og minnir mjög á stórveldiö þar sem
austriö er sagt rautt. Aö neöan bregöa Þursarnir Egill Ólafsson og
Þóröur Arnason á leik, en auk þeirra voru þeir Asgeir Oskarsson og
Tómas Tómasson i Þursaflokknum. Þeir félagar léku tónlist sem m.a.
var tileinkuö sakomunni gegn her og vigamennsku
Bubbi Morthens og félagar rokkuöu af miklum krafti
/ 5^1«
p \(
f i t
éf -j 1
4 Wi• : V - | -ffj || i§ •.y. » • *-i • * ?i \ • p' ■ •. i . \
p i ! i" 1 1 1 ! ' : —: 1 ! Lj-Jl T