Þjóðviljinn - 16.09.1980, Side 12

Þjóðviljinn - 16.09.1980, Side 12
12 SÍDA — WóÐVIUINlH Þrlöjúdagur lfi. september 1080. Laus staða Staöalektors i Hffræöi viö liffræöiskor verkfræöi- og raun- visindadeildar Háskóla Islands er laus til umsóknar. Aöalkennslugreinar eru vatnaliffræöi og skyldar greinar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiöar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 10. október n.k.. Menntamálaráöuneytiö, 10. september 1980. Undirbúningiir fyrir lands- fund Alþýðubandalagsins 2. fundur i fundaröð um utanrikis- og þjóð- frelsismál verður haldinn þriðjudaginn 16. sept. að Grettisgötu 3,kl. 20.30. ólafur Ragnar Grimsson mun flytja erindi um þær eðlisbreytingar sem orðið hafa á herstöðinni i Keflavik og nýjar hernaðaráætlanir á N-Atlantshafi og hlut- verk herstöðvarinnar i þeim. Félagar, takið þátt i undirbúningi fyrir landsfund. Stjórn ABR. N ámsgagnastof nun (áður Rikisútgáfa námsbóka, Fræðslu- myndasafn rikisins) auglýsir hér með eft- ir tillögum að merki fyrir stofnunina. Áætlað er að merkið verði notað á bækur, bréfsefni og önnur gögn er stofnunin send- ir frá sér. Greiðsla verður kr. 400 þús. fyrir það merki sem valið verður. Tillögum skal skila fyrir 15. okt. 1980. Nafn og heimilisfang fylgi með i lokuðu umslagi. % Námsgagnastofnun, Tjarnargötu 10, Pósthólf 1274, Reykjavik. MYNDL/STA- OG HANDÍÐASKÓLI ÍSLANDS Námskeið frá 1. október 1980 til 20. janúar 1981: 1. Teiknun og málun fyrir börn og ung- linga. 2. Teiknun og málun fyrir fullorðna. 3. Bókband. 4. Almennur vefnaður. Innritun fer fram daglega frá 15. septem- ber á skrifstofu skólans, Skipholti 1. Námskeiðsgjöld ber að greiða við innrit- un. Skólastjóri. Óskað er eítir tilboðum i að skipta um gler i Arnarhvoli, alls i 75 gluggum á þrem hæðum. Verksali skal leggja sér til vinnupalla, en allt annað efni mun verkkaupi leggja til, þar með talið gler. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik.og verða tilboð opnuð á sama stað þriðjudaginn 23. september n.k. kl. 11.30 f.h.._________ INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 1 Vestfiröir liggja viö fengsæl fiskimiö. Þó hefur Ibúum isafjaröar, höfuöstaöar Vestfjaröa, aöeins fjölgaö um 6% á 30 árum og þykir þó vel aö veriö, miöaö viö ýmsa aöra þéttbýlisstaöi á Vestfjörðum. Hvaö veldur? Svari nú hver, sem vit þykist hafa á. I Þróun fólksfjölgunar á Vestjjörðum: HVAÐ ER TIL RÁÐA? A Fjórðungsþingi Vestfiröinga, sem haldiö var i Bolungavik 16. og 17. ágúst sl. flutti Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins, athyglis- vert erindi, þar sem hann ræddi m.a. um „mannf jöldaþróun á þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum frá árinu 1940”. Fórust Jóhanni orð á þessa leið: Sé litið á timabilið frá 1940—1970, skáru sig þrir staðir úr um ibúafjölgun: Patreksfjörður meö 39%, Bolungarvik með 30% og Suðureyri með 29%. Siðan 1970 hefur rikt nær alger kyrrstaða á Patreksfirði, aðeins fjölgað um 2%. 1 Bolungarvik fjölgaði um 2% á árunum 1970—1973 en 25% á ár- unum 1973—1979. A Suðureyri varð 11% fjölgun 1970—1973 en engin siðan. A árunum 1940—1970 varð ekki nein umtalsverð fjölgun á öðrum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum. A Þingeyri fjölgaði um 5%, Hólma- vik 2% og Flateyri 1%. A Þingeyri fækkaði um 3% á árunum 1970—1973 en fjölgaði um 2% á ár- unum 1973—1979. 1 heildina er kyrrstaða siðan 1970 en 5% fjölgun frá upphafi heimsstyrj- aldarinnar. A Hólmavik varð 1% fjölgun frá 1970—1973 en hins- vegar 15% fjölgun 1973—1979. Frá striðsbyrjun er fjölgun á Hólma- vik 18%. A Flateyri hefur rikt kyrrstaða i ibúafjölgun frá striðs- byrjun, ef litið er á timabilið i heild þvi aðeins 1% fjölgun varð 1940—1970, en engin fjölgun siðan. A þremur þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum fækkaði umtalsvert á árunum 1940—1970. A Bildudal fækkaði um 12% en fjölgaði um 14% 1970—1973 en engin fjölgun varð 1973—1979. I heildina tekið hefur ekki fjölgað á Bildudal frá árinu 1940. A Súðavik varð 8% fækkun 1940—1970, fjölgun um 10% 1970—1973 en einungis 1% fjölgun 1973—1979. t heildina hefur fjölgað um 2% i Súðavik siðan 1940, eða nálega alger kyrrstaða.’ 1 höfuðstað Vestfjarða, Isafirði, fækkað ibúum um 4% frá 1940—1970, en fjölgaði um 4% á árunum 1970—1973 og 6% 1973—1979, heildarbreyting 1940—1979 er 6% fjölgun. Einn þéttbýlisstaður er þá ónefndur, sem vaxið hefur nánast úr engu til þess að verða myndar- legt kauptún, þ.e. Tálknafjörður. Af skiljanlegum ástæðum er ekki hægt að gera samanburð um bú- setu i þéttbýli á Tálknafirði langt aftur i timann en á árunum 1973—1979 fjölgaði þar um hvorki meiranéminna en 40% eða úr 195 ibúum i 273 i kauptúninu. En til hvers þetta talnaþrugl hér i byrjun Fjórðungsþings? Til- gangur minn er að biðja ykkur að hugleiða það, sem ég hef dregið fram i þessum tölum, hugleiða hverjar ástæðurnar eru fyrir þessari breytilegu þróun, hvort ástæðurnar eru eitthvað, sem hægt er að ráða við og stjónra, og hverjar þær aðgerðir eru, sem hægt kann að vera að koma við. Þetta bið ég ykkur að hugleiða, ekki sist með hliðsjón af þvi, að vitnað hefur verið til þess á opin- berum vettvangi, að gósen-timar hafi verið á Vestfjörðum undan- farið, og þvi sé grundvöllur til þess að láta Vestfirðinga, og reyndar einnig fleiri landsbúa, sem lifa af fiskveiðum, greiða til samfélagsins fyrir þá aðstöðu, að vera nálægt fengsælum fiskimið- um. Ég bið ykkur að hugleiöa þessar tölur um ibúaþróun ekki sist vegna þess aöalmálefnis, sem er á dagskrá þessa þings, þ.e. fiskveiðar, fiskiðnaður og mark- aðsmál. —mhg SAMVINNA KAUPFÉLAGA Asvæðafundi kaupfélaganna i Borgarnesi dró Ólafur Sverr- isson, kaupfélagsstjóri, fram á- stæðurnar fyrir þvl, að kaupfélögin stofnuðu Samband- ið. Kæddi síðan einstaka þætti þeirrar þjónustu, sem SIS veitir kaupfélögunum og mikilvægi þeirra. Sagði Ólafur að Sam- bandið gæti aldrei orðið annað en það, sem kaupféiögin gerðu það með viðskiptum slnum og lagði áherslu á, að samstaða og gagnkvæmt traust væri sá grundvöllur, sem þetta sam- starf byggðist á. Þvinæst vék Ólaíur að starf- semi kaupfélaganna á Vestur- landi. Samstarf kaupfélaganna i þessum landshluta heföi verið fremur litið en þó helst I sam- bandi við mjólkursölu og kjöt- iðnað. Þetta samstarf mætti og þyrfti að auka og þá ekki sist á sviði félags- og fræðslumála. Fleira kæmi þó til álita svo sem samstarf um vöruaðdrætti á s jó, innkaup, rekstur vinnslustöðva, bókhald, fóðurvörslu, funda- höld, fræðslustarf og blaðaút- gáfu. 1 framhaldi af þvi væri svo hægt að hugsa sér samstarf við önnur svæðasamtök kaupfélag- anna eftir þvi, sem tilefni gæf- ist. — mhg Umsjón: Magnús H. Gíslason Þrjár ályktanir Enn koma hér ályktanir, sem samþykktar voru á aðal- fundi Stéttarsambands bænda: Uppgjör mjólkurinnleggs Fundurinn lýsir stuðningi við tillögu formanns Stéttarsam- bandsins i Framleiðsluráði um uppgjör m jólkurinnleggs 1/1—31/8 1980. Jafnframt beinir fundurinn þvi til Framleiðsluráðs að það athugi möguleika á sérstökum tilfærslum til þeirra, sem hafa minnkað mjólkurframleiðslu sina á timabilinu, meira en skeröingarmörkin segja til um. Tollamál Fundurinn itrekar kröfur fyrri aðalfunda um niðurfell- ingu tolla, vörugjalds og sölu- skatts af vélum og tækjum til landbúnaðar og varahlutum til þeirra. Væntir fundurinn þess, að landbúnaðurinn njóti i þess- um efnum sama réttar og al- mennur iðnaður. — Felur fund- urinn stjórn Stéttarsambands- ins að fylgja fast eftir þessu mikla hagsmunamáli land- búnaðarins. Hraðað verði leiðréttingum Fundurinn visar til samþykktar frá fyrra ári um framleiðslukvóta og samþykkir að Framleiðsluráð beiti honum á mjólkur- og kjötframleiðslu verðlagsársins 1980—1981. Fundurinn leggur áherslu á að hraðað verði nauðsynlegum leiðréttingum vegna útreikn- ings á búmarki. Jafnframt fagnar hann rýmk- un frá 23. júni sl. en leggur áherslu á að breytingar vegna fjármagnskostnaðar og bygg- inga 1976 og siðar verði i sam- ræmi við þau stærðarmörk bygginga, sem giltu hjá Stofn- lánadeild landbúnaðarins þegar lánin voru veitt. — mhg hgj

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.