Þjóðviljinn - 16.09.1980, Page 15

Þjóðviljinn - 16.09.1980, Page 15
Þriöjudagur 16. september 1980. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 15' Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum, ®m Síðumúla 6. lesendum Opið bréf til Ragnars Arnalds Stærsta einkafyrirtæki lands- manna, Flugleiöir h/f, er um þessar mundir aö lenda meö öll- um sinum þunga á rikissjóöi, þar meö töldum sameiginlegum banka þjóöarinnar, og til staö- festingar þessu hefur forstjóri þess lagt hönd sina i hönd yöar um hjálparbeiöni sér til handa, á mjög svo athyglisveröan hátt. Þvi spyr ég yöur, ráöherra: Getur þjóöin fengið aö sjá um þaö tölur á siðum Þjóöviljans hve mörgum miljöröum i er- lendum gjaldeyri þessir aöilar hafa komið úr landi undanfarna áratugi i erlend dótturfyrirtæki Flugleiöa h/f? Sér i lagi núna siöustu árin, þegar hver aöal- fundur Flugleiöa hefur sagt þjóöinni vaxandi tapi ööru orö- inu, Nýtt dótturfyrirtæki i næstu viku i hinu orðinu. Þiö hafiö enga heimild til þess, ráöamenn þjóðarinnar og núverandi rikisstjórn, aö leggja nýja skattabyröi á þjóöina,til þess eins aö stjórnleysi, úrræöa- leysi og getuleysi stjórnenda Flugleiöa fái aö innbyröa sinar þjáningar meöal rikissjóös, sem er sameign þjóöarinnar. Slikt hneyksli ber að stööva nú þegar, snúa bænarskjalinu upp i sókn meö þvi aö fá hinu unga og aldna starfsliöi Flugleiöa yfir- stjórn þessara mála, landi og þjóö til heilla. Þar fara saman þekking og reynsla, undir merk- inu ísland fyrir Islendinga um aldur og ævi. Lif og tilvera ráðherra Al- þýðubandalagsins er i veöi. Þaö er maöur meö mér, hann sér lengra en þú og ég. Meö þjáningar- og baráttu- kveðju. Markús B. Þorgeirsson, skipstjóri. LYST EFTIR SEÐLAVESKI Asa Ragnarsdóttir hringdi og sagöi sinar farir ekki sléttar. Hún var aö vinna i tivoliinu á Heimilissýningunni i Laugar- dalnum, þcgar einhver tók sig til og stai af henni peningavesk- inu. t þvi voru einhverjir pen- ingar og, þaö sem verra var, öll hennar skilriki. — Látum nú vera með pening- ana, — sagöi Ása, — en skilrikin þykir mér slæmt aö missa, og þar að auki getur þjófurinn ekkert notaö þau. Þaö eru þvi vinsamleg tilmæli min til hans aö hann skili þeim á einhvern stað þar sem þau finnast örugg- lega. Mér dettur I hug aö hann gæti sett þau á tröppur lögreglu- stöðvarinnar, eöa annan öruggan staö. Ef hann vill skila veskinu meö öllu innihaldi getur hann fengið fundarlaun. Umsjón: Edda Björk og Hafdís Hér kemur skemmtilegur innileikur. Bindið fyrir augun á einum þátttak- enda og setjið margar skálar eða bolla á borðið fyrir framan hann. I skálunum eru t.d. hrís- grjón, haframjöl, popp- korn, sykur, þvottaefni, eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug og sem þið fáið lánað í eldhúsinu. Svo á sá sem bundið er fyrir augun á að þekkja innihaldið í hverri skál. Það er bannað að þef a af fingrunum eða sleikja þá! Krossgáta í dag birtum við réttu lausnina á helgarkross- gátunni. Svo birtum við líka nýja krossgátu, og í þetta sinn eigið þið að finna lausnarorð. Það kemur í Ijós þegar þið hafið fundið stafina sem eiga að vera í númeruðu reitunum. Góða skemmt- un— lausn á morgun! m 4/ blafo Hugsa spr- auf e\ Hð5 b p \X L Æ. Ð fl X L. a 8 t |fl | $\)bi1 B ALD A T\ 1... 6b |v * tVf fí s 1 m Z f 4 barnahornidJ Hver er réttur þinn? |É||| Útvarp %P kl. 19.35 1 kvöld er á dagskrá útvarps sjötti þátturinn um félagsmái og vinnu, i umsjá þeirra Kristinar H. Tryggvadóttur, fræöslufulltrúa BSRB, og Tryggva Þórs Aöalsteins- sonar, fræöslufulltrúa MFA. — 1 þættinum tökum viö fyrir þrjú mál, — sagöi Tryggvi, — og eru tvö þeirra svör viö fyrirspurnum frá hlustendum. Onnur fyrir- spurnin er um skráningu at- vinnuleysis, og hin um orlofs- rétt. Aöalmál þáttarins er svo réttindi fólks sem sagt er upp. störfum. Okkur hefur borist talsvert af fyrirspurnum og á- bendingum frá hlustendum, og ég tel aö þættir af þessari gerö eigi tvimælalaust rétt á sér. Viö veröum meö a.m.k. einn þátt i viöbót, en enn er óráöiö hvert framhaldiö veröur i vetur. — ih Hrollvekjurnar Afram er haldiö meö þætt- ina dýröardaga kvikmynd- anna, og i kvöld ætlar Douglas Fairbanks aö rabba um hroll- vekjurnar. Hrollvekjan er gamalt fyrir- bæri i kvikmyndasögunni. Edison sjálfur geröi mynd um Frankenstein áriö 1908, og veröur sú mynd liklega aö teljast formóöir þess aragrúa af Frankenstein-myndum sem siöan hafa litiö dagsins ljós. Þó má segja aö hrollvekjan sem slik hafi ekki veriö fundin upp I Amerlku heldur i Þýska- landi. Þar voru geröar ótal myndir fyrir og eftir fyrri heimsstyrjöldina sem vöktu ennþá meiri skelfingu áhorf- Sjónvarp kl. 20.40 enda en Lon Chaney gat nokkurntima valdiö. Frankenstein, Dracula og Jekyll og Hyde eru eflaust vin- sælustu hrollvekjuhetjurnar, og um þessar persónur hafa veriö geröar mjög margar myndir, bæöi i grini og alvöru. Enn eru geröar hrollvekjur, en nú á dögum er oröiö erf- iöara að hræöa fólk. Stundum mistekst þaö alveg, einsog hjá Herzog i Nosferatu. Þar vor- kenndi maöur bara skrimsl- inu. — ih TVískinnungur Lon Chaney þótti hrollvekjandi á sinum tfma. Hér er hann i hlut- verki hringjarans i Notre Dame. Anna ólafsdóttir Björnsson byrjar i dag lestur frumsam- innar og áöur óbirtar sögu, sem nefnist Tviskinnungur. — Ég sá þaö i blaði aö þetta væri lifsreynslusaga, en þaö vil ég ekki fallast á, — sagöi Anna. — Þetta er saga um einn vetur i lifi 22 ára stúlku. Ég reyni aö lýsa þvi hvernig utanaökomandi aöstæöur móta lif hennar þennan vetur, hún er aðeins móttakandi og óvirk, og reynir alltaf aö kom- ast hjá þvi aö taka afstööu. Það gerist margt þennan vetur, og flest er þaö ööruvisi en hún haföi búist viö. Aö vori stendur hún upp og langar til ab breyta ástandinu, fara að hafa frumkvæöi og taka af- stööu, en þaö er ekki svo auð- velt. Þetta er vetrarsaga og þaö er tviskinnungur bæbi að utan og innan, i fólkinu, um- hverfinu og söguhetjunni sjálfri. Annars held ég aö sagan segi þetta best sjálf, þaö er ekki svo auövelt aö lýsa henni i stuttu máli, — sagöi Anna aö lokum. Anna ólafsdóttir Björnsson hefur fengist talsvert viö gerö Æjþ, Útvarp kl. 14.30 . útvarpsþátta, en þetta er fyrsta skáldsagan sem hún kemuráframfæri. — ih Anna ólafsdóttir Björnsson: vetrarsaga um tviskinnung.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.