Þjóðviljinn - 17.09.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 17. september 1980.
Sveinn Rúnar Hauksson:
Rokk gegn her
r
Avarp flutt viö opnun baráttuhátíðar
í Laugardalshöll 13. september
Félagar!
Mér hefur verið falið aö opna
þessa baráttuhátiö fyrir hönd
Samtaka herstöðvaandstæöinga.
Það hefur verið gsunan að
starfa I samtökunum undan-
farnar vikur. I kringum „Rokk
gegn her” hafa hundruð manns
komið til starfa, sjálfboðaliðar
hafa unniö að óteljandi verk-
efnum. Fyrir þá er þetta kvöld
ekkibara þrumu rokkhljómleikar
heldur baráttuhátið. Ekki hefur
staðið á myndlistarfólki, leik-
urum, tónlistarmönnum og ótal
öðrum að leggja málstaðnum lið.
En hver er þessi málstaöur?
Hvers vegna rokk gegn her?
Baráttan gegn erlendum her á
Islandi og þátttöku f hernaðar-
bandalagi er miklu eldri en Sam-
tök herstöðvaandstæöinga. Bar-
áttan hefur staðið allt frá þvi
breska hernámsliöið sté hér á
land 10. mai fyrir 40 árum.
Baráttan hefur tekiö á sig ýmis
form. Lengst af voru þaö Kefla-
vlkurgöngurnar sem mest bar á
útá við. Á sama hátt hefur hreyf-
ingin átt sér sögulega baráttu-
daga eins og 30. mars og 10 mai,
þar sem hiín hefur brotist i gegn-
um þagnarmúr hinna voldugu
fjölmiðla og náð til almennings
með fjöldaaðgeröum. En þess á
milli minnir hún á stóran hval,
sem syndir upp á yfirboröið og
blæs. Þvi skulum við breyta.
Rokkið er okkar nýja baráttu-
tæki. Eins og Tolli segir er það
„sprottið upp úr neðanjaröar- og
andófstónlist. Rokkið er hrátt i
eðli sinu, þungt og taktfast og er
menning hinna kúguðu”. Þannig
hefur það birst um allan heim,
þ.á.m. i Bretlandi undir merkinu
„Rokk gegn kynþáttahatri”.
Hjá okkur mun ROKK GEGN
HER sameina aiia þá sem and-
styggð hafa á hernaði og vig-
búnaðarkapphlaupinu. t þessari
baráttu sem fer fram um allan
heim er okkar nærtækasta verk-
efni að reka bandariska NATÓ -
herinn burt. Þar næst er aö losa
tsland úr viðjum hernaöarbanda-
lagsinsog vera eins og stór meiri-
hluti þjóða heims utan hernaðar-
bandalaga. tbaráttunni gegn tor-
timingarhættunni og fyrir friöi i
heiminum verður það okkar
framlag.
Leiðin til þess að ná þessum
markmiðum er krafan um
þjóðaratkvæði. Minnumst þess
þá, að þjóðin hefur aldrei verið
spurö. Innst inni hefur þorri fólks
andstyggð á öllum vigbúnaði og
hernaðarbrölti. Sigurinn er þvi
vis.
Nýlokið er sýningum i sjón-
varpi a'Helförinni eða Holocoust.
1 einum af þáttunum var verið að
flytja 6 þúsund manns á dag frá
Varsjá I útrýmingarbúðir. Það
sem mér fannst mest sláandi var
hvernig fólkið lét teyma sig þægt
eins og lömb til slátrunar. Hvers
vegna hreyfði enginn hönd né fót?
Hvers vegna geröi það ekki upp-
reisn?
Það er langsótt að likja saman
ástandinu þá og Islandi i dag. En
eigum við að láta teyma okkur
eins og lömb til slátrunar, vitandi
af kjarnorkuvigstöð i Keflavik?
Kjarnorkuvigstöö sem er hvort
tveggja I senn árásarstöö i styrj-
öld og segulstöö fyrir atóm-
sprengjur.
Ketill Larsen sýnir i Eden.
Þeyr frá ödrum heimí
Ketill Larsen heldur málverka-
sýningu I Eden i Hverageröi dag-
ana 17.—29. september. Sýning-
una nefnir hann „Þeyr frá öðrum
heimi” og er þá átt við sumarþey.
A sýningunni verða um 45
mynair, oliu og akrýlmyndir
ásamt 11 teikningum. Þær eru
flestar til sölu. Aöur hefur Ketill
sýnt I Reykjavik Kaupmannahöfn 1
og á Selfossi. Þetta er niunda |
einkasýning Ketils.
Erlingur Gislason og Brlet Héöinsdóttir I Snjó. Ljósm.: —gel
Þjóðleikhúsið sýnir
SNJÓ
eftir Kjartan Ragnars-
son.
Leikstjóri: Sveinn Ein-
arsson.
Leikmynd: Magnús
Tómasson.
Það er ekki i fljótu bragði auð-
velt að greina skýrar þróunar-
linur eða persónuiega stilmótun i
höfundarverki- Kjartans
Ragnarssonar til þessa. Hann
segir enda sjálfur I viötölum að
hann leggi litiö upp úr stil og
formi sem sliku en reyni að finna
það form sem henti efnivið hans
best hverju sinni. Þetta er raunar
i samræmi við það aö i öllum
verkum sinum hefur Kjartan haft
einhvern ákveðinn boðskap aö
flytja, og kannski er skýrasta
höfundareinkenni hans sú
siðferðilega alvara sem að baki
verkanna býr, tilhneiging þeirra
til að tala dálitiö yfir hausa-
mótunum á áhorfendum.
Þetta skortir svo sannarlega
ekki i Snjó. Dálitið stofudrama
austur á fjörðum milli gamla
læknisins sem er að dey ja og ungu
læknishjónanna, verður tilefni
mikilla orðræðna um lifið og
dauðann, kannski aðallega dauð-
ann. Kjartani liggur þaö þungt á
hjarta að fá oss nútimamenn til
aðhorfast i augu við dauöann sem
óhjákvæmilegan og fyrst og
fremst eðlilegan þátt lifsins. Það
er auðvitað satt og rétt hjá honum
að við höfum reynt af fremst
megni að stinga dauðanum undir
stól, gert hann aö næstum þvi á-
lika bannvöru og kynlifiö var á
Viktoriutimanum. Þetta eru
náttúrulega engin ný sannindi, en
sönn fyrir þvi.
Þaö sama má segja um flest af
þeim spekimálum sem persónur-
nar I Snjó láta sérum munn fara.
Þau eru yfirleittt afskaplega rétt
hugsuö og skynsamleg, en hins-
vegar hvorki frumlega né sérlega
nýstárlega fram sett. Þetta væri
vitaskuld ekki alvarleg aöfinnsla
við verkið, ef orðræðurnar sem
slikar væru ekki jafn mikill
burðarás og þær eru. Gallinn er
hinsvegar sá aö höfundi hefur
ekki tekist að gæöa persónurnar
næeileea miklu lifi eða gera drama
Sverrir
Hólmarsson
skrifar
um leikhús
þeirra nógu átakaniegt til þess að
komast fram hjá því aö þær verða
löngum stundum ekki annað en
málpipur hans, til þess geröar að
koma boðskap hans á framfæri.
Tökum til dæmis ástarævintýri
gamla læknisins og læknis-
konunnar. Mikið skelfing urðu
allir hissa þegar Briet var allt i
einu farin að kyssa Rúrik. Þaö
hafði ekki veriö undirbyggt á
nokkurn einasta hátt, hvorki af
höfundarins né leikstjórans hálfu,
aö þessi ósköp væru i aðsigi.
í li'finu er það hinsvegar svo að
þaö myndast ákveðin spenna
milli tveggja einstaklinga sem
siöan fær útrás i likamlegri
snertingu. Þessarar spennu
veröur vart i hegðun fólks gagn-
vart hvort öðru áður en útrásin
kemur. Þetta kom aldrei fram i
sýningunni, enda var samband
læknisins og frúarinnar ósköp
litið erótiskt.
Sumt af þessu má skrifa á
reikning leikstjóra, en þarna er
lika grundvallarveila i verkinu.
Hegöur, persónanna skortir innra
röksamhengi. Hiö sama gerist I
hápunkti verksins þegar ungi
læknirinn hefnir sin á gamla
lækninum. Hegðun beggja er ó-
sannfærandi, þeir verka eins og
brúöur i höndum höfundarins.
Þessi grundvallarveila sést lika i
miklum hluta samtalanna. Fólk
talar einfaldlega ekki saman i
löngum vel skipulögöum ræöum
um grunvallarviðhorf til Hfs og
dauða. Dramatisk samtöl i lifinu
fara fram með allt öðrum hætti.
Upphafinn, ónatúraliskur texti
getur að visu vel gengið i leikhúsi,
en þá verður still verksins að öðru
leyti að vera i samræmi við það.
Snjór sýnist I aðalatriðum vera
ósköp natúraliskt verk og leik-
stjórn Sveins Einarsssonar er i
samræmi við það (þó aö leik-
myndinséþaðað vissu leyti ekki)
og þess vegna stingur upphafið
málfar og langar ræður i stúf.
Sömuleiðis þunglamaleg tákn-
notkun eins og taflmennirnir og
snjórinn, sem leggst eins og farg
á sýninguna.
Þrátt fyrir framangreinda
galla er Snjór alls ekki leiöinleg
sýning. Það eru mjög líflegir
sprettir i texta Kjartans og þá
sjaldan hann leyfir kímnigáfunni
aðnjóta sfn lifnar verkið ótrúlega
mikið. Og leikararnir leggja sig
alla fram. Erlingur Gislason á
hörkugóða spretti i hlutverki
unga læknisins, enda lætur þaö
Erlingi ávallt vel að leika kald-
rifjaöa hundingja. Rúrik er
sömuleiöis á kunnuglegum slóöum
i hlutverki gamla, beiska læknis-
ins sem mannshjartaö slær I
undir niðri. Pétur Einarsson er
traustur og einlægur I hlutverki
bilstjörans, og tekst furðanlega
að skila texta sem viða er mjög
vandræðalegur. Briet reynir af
alefli að gæða persónu læknis-
frúarinnar lifi og kemst nálægt
þvi aðsannfæra mann á köflum,
en tekst ekki aö yfirstiga brota-
lamir persónusköpunarinnar frá
höfundarins hendi sem ekki er
von. Lilja Guðrún Þorvaldssóttir
litur tæplega út fyrir aö vera ein-
stæö móðir meö þrjú börn.
Leikmynd Magnúsar Tómas-
sonar er fallega unnið verk fyrir
augað og notar sviðið skemmti-
lega á dýptina (merkjanleg áhrif
frá Þórunni Sigriði), en stilfærsla
hennar er ekki i samræmi við stil
sýningarinnar yfirleitt.
Sverrir Hólmarsson.