Þjóðviljinn - 17.09.1980, Page 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. september 1980.
Miövikudagur 17. september 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Margar veiöi-
ár eru alveg
lokaðar okkur
íslendingum
Útlendir auömenn og stórfyrirtœki
bjóða betur í veiðileyfin
Útlendir auömenn veiöa einir i
helstu laxveiöiám íslands á besta
veiöitimanum, frá júnilokum
fram i ágúst, en islenskir lax-
veiðimenn mega svo kaupa af-
ganginn sem fellur af boröum
þeirra. Einnig eru auömenn og
stórfyrirtæki alfariö meö nokkrar
ánna á leigu og Islenskir stang-
veiöimenn fá þar alls ekki aö-
gang.
Frá þessu sagði Friðrik Sigfús-
son, formaöur Landssambands
stangveiöifélaga og ritari
Noröurlandasambands stang-
veiðimanna (NSU) i athyglis-
veröu erindi á þingi NSU, sem
haldið var i sl. viku i Reykjavik,
en aöalmál af Islendinga hálfu
þar var leiga á stangveiöi til
erlendra og innlendra manna.
Veiöileyfi i margar ár eru að
hluta eða öllu leyti seld útlending-
um og auglýst á erlendum mark-
aði, sagöi Friðrik. Þetta á viö um
Laxá i Kjós, Laxá i Leirársveit,
Grimsá, Þverá, efri hluta
Norðurár, Langá, Hitará, Haf-
fjaröará, Straumf jaröará,
Haukadalsá, Laxá i Dölum, Miö-
fjaröará, Vatnsdalsá, Laxá i
Aöaldal, Hafralónsá, Hölkná,
Hofsá svo og Sogiö fyrir landi Al-
viöru. Um 6.550 stangaveiöidagar
i þessum aöallaxveiðiám eru
boönir útlendingum til sölu á
þessu ári af um það bil 10.800
stangveiðidögum eöa um 61%.
Aö visu eru þeir ekki allir seldir
útlendingum, en á móti kemur að
útlendingar veiöa einnig i öörum
ám, þannig aö þetta jafnar sig
nokkuð.
Friðrik skýrði ennfremur frá
þvi aö verö á stangveiöidögum til
útlendinga væri mjög mismun-
andi eöa frá $ 1.750.- til $ 3.800.- á
viku (innifalið er húsnæöi, fæöi og
leiösögn vföasthvar). Vikan fyrir
eina stöng i Efri Þverá (Kjarrá)
mun kosta um 4.500 svissneska
franka!
Miklar umræður uröu um þetta
mál og samþykkti þingiö ályktun
þess efnis, aö enn sé þaö vanda-
mál fyrir almenning á Noröur-
löndum, aö stangveiöi i nor-
rænum ám sé einangruð viö vissa
hópa og var visað til fyrri álykt-
unar NSU i Oslo gegn þvi að láta
veiöar i laxveiðiám og-vötnum af
hendi viö fáa aöila með leigu til
efnamanna og fyrirtækja. Sala
veiöileyfa á sanngjörnu veröi
hljóti að vera þaö sem stefna
skuli aö þegar um er aö ræöa aö
nýta veiöiréttinn.
Formaöur NSU, Hákon Jó-
hannsson, flutti skýrslu um starf
sambandsins yfirstandandi
stjórnartimabil meðan islenska
sambandiö fer meö stjórnarstörf
og próf. Norling frá Sviþjóö flutti
erindi um þróun og viðgang
stangveiði og alþjóöleg sam-
skipti, auk þess sem erindi um
ferskvatnsveiöilög landanna voru
kynnt á þinginu. Þingið sam-
þykkti lágmarks siöareglur um
stangveiöi, en landssamböndin
setja siðan félagsmönnum sinum
nánari reglur.
Nokkrir fulltrúanna á þingi Norðuriandasambands stangveiöimanna f
Norræna húsinu. Frá vinstri: Gylfi Pálsson, Hákon Jóhannsson, Friö-
rik Sigfússon, Karl ómar Jónsson, Per Söilen.
Hafnasamband sveitarfélaga:
38% hækkun á
gjaldskrá
Hafnasamband sveitarfélaga
gerir ráð fyrir, aö afkoma hafna á
tslandi veröi á þessu ári enn verri
en spáö haföi verið, aö þvi er
fram kom i skýrslu Gylfa tsaks-
sonar verkfræöings um fjárhag
og afkomu hafna 1979 og 1980 og
spá fyrir 1981 á 11. ársfundi
Hafnasambandsins sem nýlega
var haldinn á tsafiröi.
Til aö fullnægja tekjuþörf næsta
árs þyrftu gjaldskrár aö hækka
um 38%fráþvi sem núer, segir I
skýrslunni og er áréttaö i ályktun
frá fundinum. Samþykktar voru
ennfremur tillögur um breytingar
á gildandi hafnalögum i þá átt, aö
landshafnir veröi lagöar niöur og
sveitarféiögum gert fjárhagslega
kleift aö taka viö þeim og um aö
1981?
framfylgt veröi lögum um 4ra ára
áætlun um hafnagerö.
Þá geröi fundurinn tillögu um
athugun á ástandi vita og siglina-
ljósa, um afgreiöslu frumvarps
um ný vitalög og um þjóöhagslegt
mat á staösetningu fiskihafna,
stærö skipaflotans, hafnar- og
vinnsluaöstöðu og aö hagkvæmni
verkefna ráöi framkvæmdaröö.
60fulltrúar og gestir sóttu fund-
inn og voru kosnir i stjórn Gunnar
B. Guðmundsson, Rvik, for-
maður, Guömundur Ingólfsson,
Isafiröi, Stefán Reykjalin, Akur-
eyri, Siguröur Hjaltason, Höfn, og
Alexander Stefánsson, tilnefndur
af stjórn Sambands isl. sveitar-
félaga.
Viö hellum bensíni yfir tímbrið, lokum Vitísengla inni i birgðaskemmunni
og segjum þeim að þeir megi gera allt nema að kveikja á eldspýtum
,,Ég held aö viö séum aö kom-
ast á leiöarenda. Aö Ukindum
munum viö ekki lifa næstu 20 ár
af. Ég er aö hugsa um hina skelfi-
legu hervæöingu heimsins. Hún
er háö velgengni samfélagsins.
Þaö uggvænlega ástand sem viö
búum viö er afleiöing heimsskoö-
unar, sem byggir á nútima vls-
indum. Og tölvurnar eru nú um
stund tákn og Imynd þessarar
heimsskoöunar.”
Svo talar Josep Weizenbaum,
stæröfræöingur, sem flúöi til
Bandarikjanna á nasistatiman-
um. Hann kennir tölvufræöi viö
Massachusetts Institute of
Technology, MIT. Hann er þekkt-
astur fyrir Eliza, tölvu sem tekur
viö upplýsingum frá mannsrödd-
inni og svarar á eölilegu máli.
En svo breytti hann um afstööu
til visinda og tækni. Hann hefur
snúið aftur til Vestur-Þýskalands
og leysir þar ýmisleg verkefni
fyrir háskóla. Hann þreytist ekki
á aö vara iöjuhölda, stjórnmála-
menn og visindamenn viö þvi aö
geysast áfram inn i hiö fullvél-
vædda samfélag. Hann telur aö
viö höfum gert samning viö and-
skotann.
Eldspýtur
I viötali viö „Manager maga-
zin” spyr viömælandi hans hvort
hann fari ekki meö ýkjur.
Weizenbaum: Nei. Imyndið yö-
ur aö miklu timbri hafi verið
staflað upp i sögunarmyllu. Um-
hverfis er hár veggur. Viö send-
um Hells Angels frá Los Angeles
inn fyrir múrinn. Viö hellum
bensini yfir timbrið. Nóg af eld-
spýtum á staönum. Viö segjum
viö strákana, Vitisenglana, aö
þeir megi gera hvaö sem er nema
ekki kveikja á eldspýtunum. Svo
lokum við hliöinu. Þeir hafa nóg
aö éta og drekka. Svo liöa dagar
og vikur og einhverntimann
kviknar i. Þetta hættuástand er
svipað þvi sem viö búum við.
Sp: Hver er meö eldspýturnar?
W: Svonefndir stjórnmálamenn
og herforingjar. Ég les oft hve
skelfilegt þaö v;:ri ef Idi Amin
eöa Gaddafi kæmust yfir atóm-
sprengjur. Þar meö er óbeint
sagt, aö viö getum treyst okkar
mönnum, þeir séu skynsamir. En
viö vitum, eöa ég veit a.m.k., aö
þaö eru þeir ekki. Meöan á Kúbu-
deiiunni stóö skipaöi hinn „ofur-
skynsami” John F. Kennedy aö
undirbúin skyldi fyrsta árás á
Sovétrikin. Kennedy hélt ekki
aðeins á eldspýtunum, hann var
byrjaöur að leika sér aö þeim.
Nö, átján árum siöar er hættan
meiri þvi fleiri lönd eiga sér
kjarnavopn. Bandarikin fram-
leiöa á hverjum degi þrjár vetnis-
sprengjur og án þess aö þær séu
notaðar. Þar viö bætast atómraf-
orkuver I mörgum löndum sem
framleiða eöa geta framleitt
plútonium, sem er undirstaöa
kjarnavopna.
Borgum fyrir allt
Sp: Þér talið um heimssiit og
vekiö ótta. Hvaö viljiö þér bjóöa
upp á i staöinn fyrir visindi og
tækni?
W: Ég vara viö og hver sá sem
hugsar og finnur til veröur aö
draga sinar ályktanir. Við höfum
selt sál okkar án þess aö hugsa
um afleiöingarnar. Um leiö skal
ég játa, aö vissulega njótum viö
oft góös af þeim árangri sem vis-
indi og tækni ná. Viö getum flogiö
yfir Atlantshaf á 3 1/2 klukku-
stund. Fúkkalyf geta læknaö
marga af sýfilis. Tölvur geta i
snatri sett okkur i samband viö
allan heiminn. Þetta er allt sam-
an nytsamiegt. En viö verðum aö
borga fyrir allt. Þessar afuröir
hafa breytt heiminum svo um
munar. Flugvélar, bakteriur og
tölvur, sem viö erum svo hrifnir
af, geta stuölaö aö tortimingu
mannkynsins. Fjarskiptasam-
bandiö getur hrundiö af staö gjör-
eyöingarstriði, t.d. meö fölskum
viövörunum um kjarnorkuárás.
En viö erum glaöir og Iéttúöug-
ir og syngjum framfarasöngva.
A undan ganga menn sem kæra
sig kollótta um þær byröar sem
ófæddar kynslóöir veröa aö bera.
Viö skáimum áfram og kyrjum framfarasönginn, svo komumst viö aö þvi, aö viö höfum sleppt einhverju lausu sem viö þurfum aö laga okkuraö.
Vígbúnadur og tölvubylting geta leitt til heimsslita fyrir næstu aldamót
Þeir sem lofa meira öryggi fyrir
hverja nýja vigbúnaðarlotu. Þeir
sölumenn sem lofa aö létta okkar
daglega lif aðeins til aö selja okk-
ur hábölvaöa „skemmtun” sina.
Báöar manntegundir skilja ekki
né viðurkenna aö þaö er ekki
aöeins um hernaöarviöbúnaö eöa
ódýrar vörur á markaö aö ræöa
heldur er verið aö breyta heimin-
um meö róttækum hætti.
Vélar taka
af okkur ráðin
Weizenbaum vill ekki fara meö
sleggju á tölvurnar, en hann legg-
ur áherslu á aö smám saman séu
þaö ekki mennirnir heldur
vélarnar sem rikja. Vegna þess
aö viö höfum tengt okkur viö
„eitthvað” sem viö vonum aö
muni beygja sig undir okkar
markmiö. Siðan uppgötvum viö,
aö þaö erum viö sem veröum aö
laga okkur aö „einhverju”.
Iöjuhöldar og herforingjar eru
haldnir þeirri blekkingu aö þaö
séu þeir sem ráöi. Weizenbaum
kemur með dæmi: Nýlega var yf-
irfarið fjarskiptakerfi Pentagons,
bandariska hermálaráðuneytis-
Fjarskiptakerfi
Bandarikjahers
stjórnar sér
æ meira sjálft
og getur í versta
falli valdiö
styrjöld upp á
eigin spýtur
alvarleg áhrif á sviöi borgara-
legra umsvifa. Weizenbaum
nefnir þaö til dæmis, aö i
bandarisku bankakerfi veit eng-
inn hve mikið af þeim miljörðum
dollara sem eru á hringsóli I kerf-
inu, hverfa i ranga vasa. Ef menn
ganga inn i bankann sinn og
spyrja tölvuforritara hve gott yf-
irlit þessir sérfræöingar hafi yfir
kerfið, sem þeir hafa sjálfir
smiöaö, mun svariö veröa aö þaö
hafi þeir ekki. Þetta er reynsla
Weizenbaums sjáifs af tölvu-
starfi.
Þaö er hægt aö koma af staö
gjaldeyriskreppu með tölvu-
tækni. Fyrir skemmstu hækkaöi
bandariski rikisbankinn forvexti
á grundvelli tölvuupplýsinga sem
voru rangar. Fáum viö næst
heimskreppu á svipuöum for-
sendum?
Hægjum á ferðinni
Eina leiöin til aö leysa vandann
er blátt áfram aö hafna kerfum
sem viö ekki skiljum. Þaö þýöir
aö framfarirnar miklu munu
ganga mun hægar. Þvi aö viö
veröum aö rannsaka þessi kerfi i
í bandarisku
tölvuvæddu
bankakerfi veit
enginn hvað mikiö
af þeim miljöröum
sem þar eru
á hringsóli hverfa
í ranga vasa.
ró og næöi og komast smám
saman aö þvi hvort við skiljum
þau, ná þá tökum á þeim, eöa
varpa þeim fyrir róöa. Þetta er
eina raunsæja afstaöan. önnur
afstaöa er glæpsamleg.
Weizenbaum hefur ekki mikla
trú á aö stjórnmálaflokkar og
verkalýösfélög eöa löggjafar
skilji aö nýjan hugsunarhátt þarf
aö skapa. Menn sjá ekki út fyrir
skammtimahagsmuni. Enginn
spyr verkalýðsfélögin hvaöa at-
vinnutækifæri þau ætli aö verja á
jöröu sem lítur út eins og
Hirosima 1945.
En er hægt að stööva þróunina
inn i tölvuöld?
Mettast
þessi markaður?
Þvi svarar Weizenbaum svo:
Þróun er ekki annað en spádómur
um þaö sem gerist ef viö leggjum
hendur I skaut. Svarið fæst á degi
hverjum i auglýsingum tölvufyr-
irtækjanna. Tölvurnar veröa
minni, fljótari, ódýrari og valda-
meiri. En ég vara framleiðendur
og neytendur viö. Raunveruleg
þörf fyrir útreikninga er tak-
mörkuö. Viö getum innan
skamms sinnt henni til fulls. Sá
mikli vöxtur i tölvuiönaði sem nú
sýnist takmarkalaus getur þegar
eftir 8—10 ár endaö i viöskipta-
stórslysi.
Viö geysumst fram á ystu nöf
meö vaxandi hraöa. Ég er hrædd-
ur um aö enginn haldi aftur af
okkur. Má vera aö okkur veröi
ekki lengur viö bjargaö. En þaö
er aöeins vegna þess, aö menn
sem vita, hve nauðsynlegt er aö
koma á róttækri st?fnubreytingu
fylgja samt þegjandi meö. Viö
höfum allir sömu ábyrgö og skip-
stjóri sem hefur lent meö skipi
sinu milli Isjaka.
áb þýddi og endursagöi
Weizenbaum: eina leiðin er aö
hafna þeim kerfum sem viö
ráöum ekki viö.
ins, sem kostar miljarö dollara.
Þvi var játaö, aö kerfiö sé varla
virkt og þaö sem verra er, enginn
skilur þaö. Það er ekki hægt aö
leiörétta þaö, en þaö er lappaö
upp á þaö. Og það fúsk gerir þaö
aöeins enn ógagnsærra en fyrr.
Wimex, taugakerfi bandarisku
hervélarinnar, verður æ ógagn-
særra og stjórnar sér æ meira
sjálft og getur I versta falli byrjað
striö.
Ringulreiöin i stjórnstöö hers-
ins ber ábyrgð á þvi, aö liðsfor-
ingjar hafa hvab eftir annaö fært
sig nær „rauða hnappinum”.
Tölvuknúin
gjaldeyriskreppa
Én tölvukerfin geta einnig haft
Við höfum gert samn-
ing við andskotann
á dagskrá
>Strœtisvagnar Reykjavikur eru
nefnilega mikiö gróöafyrirtœki,
kannski eitthvert
mesta gróöafyrirtœki landsins
Beðið eftír strætó
1 fyrra var boðuð leiftursókn i
skipulagsmálum Reykjavikur-
borgar: Þétting byggöar á grænu
foksvæbunum. Ólyginn skaut þvi
að mér, aö i fylkingarbrjósti
stæöu hinir launfyndnu borgar-
fulltrúar Bernhöftstorfunnar og
þeirra. embættismenn. Mér og
fleirum þótti þarna komin ágætis
tilbreyting i skammdeginum, þaö
var helgið mikiö og dátt.
En nú er hláturinn þagnaöur og
efinn læöist aö atkvæðum Þórs
Vigfússonar, þaö er verið að
heröa sóknina: Strætisvagnar
Reykjavikur hafa óskab eftir
hugmyndum um útlit biöskýla.
Og nú sér maður ab hér er alvara
á feröum, þaö á aö byggja. Ekki
nóg með aö lágreist byggö eigi að
fylla Laugardalinn, heldur á lika
aö risa mjó byggö á gangstéttum
borgarinnar.
Nú er kannski nauðsynlegt aö
byggöin i Reykjavik veröi þétt.
Kannski má sættast á það. En ef
þéttingin þarf aö vera svo mikil
aö hún bitni á farþegum SVR, er
einum o,í langt gengið.
Þegar stjórn Strætisvagna
Reykjavikur boðar aö byggja eigi
fleiri biöskýli, er ekki hægt að
skilja þaö nema á einn veg: Það á
aö leyfafólkiaðbiða áfram, það á
hvorki aö fjölga strætisvögnum
né leiöum. Þaö á ekki aö fjölga
ferðum. Ef lagt verður út i mik-
inn kostnaö viö byggingu
biðskýla, er lika auövelt aö
imynda sér framhaldiö: A
flestum leiöum verður ferðum
fækkaö, til aö spara oliu og
fullnýta skýlin.
Nei takk, farþegar SVR þurfa
sist af öllu á biðskýlum að halda.
Sá sem býöur eftir stærtisvagni
i hriöarbyl á nöturlegu holti á sér
aöeins eina ósk: Aö vagninn
komi, Umfram allt, aö vagninn
komi. En þegar viökomandi er
orðið kalt eftir hálftima bið,
þegar hann er um þab bil að
gefast upp, þá veltir hann þvi
kannski fyrir sér, hvort ekki væri
þægilegra aö hafa biðskýli. En
ekki til ab skýla sér i hriðinni,
henni má venjast, heldur til aö
fela sig fyrir augnaráöi þessara
tvö—þrjú hundruö bilstjóra sem
hafa ekiö framhjá, einir i bilum
sinum.
Þrjóskustu biðþegar SVR
gefast samt ekki upp, þeir berja
sér til hita og kveða rimur.
En flestir sem lenda i þvi að
biöa eftir strætisvagni I hriöarbyl
á holti láta sér þaö aö kenningu
verða. Þeir kaupa sér bil við
fyrsta tækifæri og strengja þess
heit aö eiga aldrei framar
viöskipti viö Strætisvagna
Reykjavikur. Og þótt byggö verði
þúsund bibskýli i Reykjavik
munu þeir ekki rjúfa heit sin.
Biöskýli breytir nefniiega ekki
þvi, aö þegar vagninn loksins
kemur er búiö aö loka bankanum,
kvikmyndasýningin hálfnuö og
félagsfundur Alþýöubandalagsins
á enda.
Ef á að þétta byggöina i
Reykjavik, ber að gera þaö meö
ööru móti en aö þröngva biöskýl-
um upp á farþega SVR. Þaö eina
sem þeir þurfa eru fleiri feröir.
Staðreyndin er sú aö reykvik-
ingar hafa litinn tima, þeir eru
alltaf aö flýta sér. Flýta sér i
vinnu, flýta sér i skóla, flýta sér i
banka, i bió, á fundi osfrv. osfrv.
Þetta er auövitab voöa leiðin-
legt og ööruvisi en i sveitinni, en
þannig er þaö.Leiöinlegast er þó,
aö þaö eru ekki allir sem vilja
viöurkenna þetta. Til dæmis setti
ónafngreindur rithöfundúr saman
bók, sem átti aö fjalla um dæmi-
geröan reykviking. Bókin heitir
Leiöabók SVR og er vondur
sósial-realismi. Ef viö lesum
timatöflurnar fáum viö mynd af
hinni jákvæöu hetju, sem á aö
vera okkur hinum fyrirmynd:
hún er róleg i tiöinni, aldrei aö
flýta sér, mikiö heima á kvöldin
og ekkert á ferðinni eftir
miönætti. Ekkert fyrir næturlif,
ekki einu sinni um helgar.
Þetta er úrvals hetja, góö
fyrirmynd, ekkert stress eöa
magasár. En þetta er ekki
veruleikinn, ekki dæmigeröur
reykvikingur, þetta er draumur.
Þess vegna er þaö helviti skitt aö
stjórn SVR skuli einmitt hafa tek-
iö ástfóstri viö þessa bók og miö-
aö ferbir strætisvagnanna viö
þarfir hetjunnar.
Ég þekki ekki nokkra einustu
manneskju sem telur fljótlegra
og þægilegra aö ferðast meö
strætisvagni heldur en einkabil.
Allir kvarta undan þvi sama:
Feröir vagnanna eru of strjálar.
Aö ferðast meö strætisvögnum er
afarkostur sem flestir vilja
komast hjá. Þótt biöskýli i
Reykjavik yrðu fleiri en ibúöar-
húsin, myndi þaö ekki breytast. I
hjarta sinu vita allir að einkabill-
inn er betri þjónn en Strætis-
vagnar Reykjavikur. Meira aö
segja sósialistinn,sem er að verða
of seinn á umhverfismálaráö-
stefnu, hann tekur hljóökúts-
lausan fólksvagn fram yfir
strætisvagn. Allt ber að sama
brunni, strætisvagnar eru ekki
nógu oft I förum, sinna ekki
ferðaþörf fólksins. Neyðin kennir
naktri konu aö spinna, en
breiöholtsbúa aö aka bil.
Tileru þeir sem halda þvi fram,
aö þaö sé þjóöhagslega hag-
kvæmt aö fólk feröist frekar meö
almenningsvögnum en einkabil-
um. Til eru jafnvel þeir sem
nefna i sama orðinu orkusparnaö
og almenningssamgöngur. Og ég
hef heyrt þær raddir sem full-
yröa, aö slysahætta i umferöinni
minnki við auknar almennings-
samgöngur. Ef eitthvað af þessu
er satt, skiptir það gifurlega
miklu máli fyrir lslendinga,
Helmingur þjóöarinnar býr I
Reykjavik og nágrenni og þaö
ætti aö vera auðvelt að koma á
góöu almenningsvagnakerfi. En
þaö hefur ekki veriö gert og
einkabillinn er aöal-samgöngu-
tækiö. Fólk neyöist til aö eiga bil.
Af hverju er ekki stublað aö þvi
aö strætisvagn verbi betri kostur
en einkabill? Hvar er orku-
sparnaöarráöherra núna? munu
einhverjir spyrja. Kannski úti aö
aka I ráðherrabilnum? Ha ha ha.
Nei, viö skulum sleppa öllu
skensi, þetta er alvörumál. Þaö
eru vissulega til margir sem vilja
stuöla að bættum almennings-
samgöngum i Reykjavík. En vilja
þarf aö fylgja meirihluti.
Fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar 1974, rakst ég á kosn-
ingabækling frá Framsóknar-
flokknum. Ég minnist þess aö eitt
af stefnumálum flokksins var aö
bæta almenningssamgöngur i
Reykjavik. Þab þótti mér vænt
um. Þvi miöur var ég ekki búinn
aö fá kosningarétt, svo ég gat
ekki stuðlaö aö sigri
Framsóknarflokksins. En viti
menn, fjórum árum sjðar gerist
þaö að Framsóknarflokkurinn
fær aðild að borgarstjórn. Ég
varð ákaflega glaður, ekki vegna
þess aö mér þætti neitt vænt um
Framsóknarflokkinn, heldur
hins, aö ég þóttist vita aö brátt
yröi strætisvagninn allsráöndi i
umferöinni i Reykjavik. Nú eru
tvö ár siðan Framsóknarflokkur-
inn komst i borgarstjórn, samt er
einkabilinn aöal samgöngutækiö.
Hvers vegna hefur ekkert breyst?
Jú, Framsóknarflokkurinn
stjórnar ekki borginni einn, og
getur sist af' öllu ráöskast meö
málefni strætisvagnanna.
Strætisvagnar Reykjavikur eru
nefnilega mikiö gróöafyrirtæki,
kannski eitthvert mesta gróöa-
fyrirtæki landsins. En þaö er ekki
Reykjavikurborg sem hirðir
gróbann, ekki farþegarnir og ekki
vagnstjórarnir. Þeir sem græöa á
SVR eru seljendur notaðra og
nýrra bila. Flest bifreiöaumboðin
byggja tilveru sina á SVR. Meöan
það er öruggt að strætisvagnar
veita einkabilnum enga
samkeppni, er trygg sala i bilum.
Stórum bilum og smáum,
sparneytnum og eyöslufrekum,
dýrum og ódýrum. Og frúin hlær,
og frúin hlær.
Nú verður einhver aö berja i
boröið; spurningin er: Annað-
hvort-eöa? Þaö veröur aö gera
strætisvagninn samkeppnisfæran
við einkabilinn, hvað sem þaö
kostar. KRAFT-
UR-HRAÐI-ÞÆGINDI-STRÆTÓ.
Það veröur aö auglýsa betur en
bilasalarnir: STRÆTÓ — ÓTRÚ-
LEGA RÚMGÓÐUR OG ÞÆGI-
LEGUR. Þaö veröur aö setja
biíreiðaumboðin á hausinn.
STRÆTÓ — ÞAÐ ER NÓG
PLASS FYRIR FJÖLSKYLD-
UNA I STRÆTÓ.
Þab er bara eitt sem dugir til aö
minnka umferðarþungann á
götum borgarinnar, til aö spara
orku og fækka slysum: Það
verður aö miða feröir strætis-
vagna á Reykjavikursvæöinu viö
þarfir blaöamanna, sem vilja
komast fljótt og örugglega um
alla borgina og næsta nágrenni, á
öllum timum sólarhrings. Og ef
gert er ráö fyrir þvi, að blaða-
menn séu blindir og i hjólastól,
fáum viö fullkomnasta strætis-
vagnakerfi i heimi. Þaö er auðvit-
aö þaö eina sem okkur er boölegt.
Það duga engar billegar lausnir.
Olræt, segir einhver, svona
viltu leysa mál stærtisvagnanna
og ekki byggja fleiri biöskýli. En
hvernig á þá aö þétta byggöina?
Jú, þaö fer ekki framhjá nein-
um sem leggur leið sina i miöborg
Reykjavikur, að viða eru dýrar
byggingalóðir notaöar undir bila-
stæöi. Ef það á aö þétta byggðina,
ætti aö byggja á þessum bila-
stæöum. Þannig vinnst tvennt:
Hús veröa byggö og smiðirnir fá
vinnu, og fólki reynist ókleyft að
leggja einkabil i miöbænum og
neyðist til aö feröast meö strætis-
vögnum.
Ég legg til aö þingmenn gangi á
undan meö góöu fordæmi og leyfi
eigendum Suöurgötu 7 aö byggja
á bilastæbi Alþingis. Þannig geta
þeir sparaö sér mikla bensinpen-
inga, stublaö aö þéttingu byggöar
I Reykjavik, og aö auki sinnt
menningunni.