Þjóðviljinn - 17.09.1980, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. september 1980.
skák
Umsjón: Helgi Óiafsson
Helgarmót
á Húsavík
IV. helgarskákmót „Skákar”
var eins og kunnugt er haldiö á
Húsavik um siöustu helgi og voru
keppendur alls 40 talsins. í Þjóö-
viljanum i gær var getiö um loka-
stööu mótsins.þ.e. beinhörö úrslit
ásamt litilsháttar oröagjálfri um
gang einstakra skáka og jafnvel
bollaleggingum um taflmennsku
nokkurra keppenda. Sá sem þess-
ar linur skrifar sér ekki ástæöu til
aö bæta þar neinu viö þó taka
megi sérstaklega fram um ágæti
alls viöurgjörnings þar nyröra og
veröur sannarlega erfitt aö
betrumbæta þann þátt i næstu
mótum. Keppnin um 1. sætiö var
eins og alltaf geysihörö og sam-
kvæmt venju réðust úrslit ekki
fyrr en i' siöustu umferö. Sá sem
þessar linur skrifar stóð upp sem
sigurvegari og voru menn, aldrei
þessu vant, sammála um aö þaö
heföi i sjálfu sér ekki verið svo
ýkja ósanngjarnt, altént er
greinarhöfundur nógu boru-
brattur til aö halda þvi fram aö
hann hafi aö þessu sinni teflt ögn
skár en oftast áður i helgar-
mótunum. Til þess að gera langa
sögu stutta langar hann jafnvel
að gerast svo hégómlegur aö
birta eina af eigin skákum, sem
tefld var i 4. umferð viö keppanda
sem aldrei áöur hefur verið á
meöal þátttakenda. Þetta er
Svlinn Dan Hanson. Hann ku vera
kominn langt áleiöis meö alþjóö-
legan meistaratitil og þóttust
menn kenna aö þaö væri ekki ein-
ber tilviljun þvf i siöustu umferð
velgdi hann Guömundi Sigurjóns-
synialdeilisundiruggum, aö visu
ekki fyrr en Guömundur haföi
klúðraö yfirburöastööu.
Hvitt: Dan Hanson (Sviþjóð)
Svart: Helgi Óiafsson
Sikileyjarvörn
1. e4-c5 3. Rc3-a6
2. Rf3-d6 4. g3
(Þannig hafa þeir sem óttast Na-
jorf-afbrigöiö dundaö sér viö aö
tefla hin siöari ár, þó án áþreifan-
legs árangurs.)
4. ..-Rc6 5. Bg2-Bg4
(Rey nslan hefur sýnt aö uppskipti
á f3 styrkja stöðu svarts á skálin-
unni h8-al.)
12. ..-Hb8
(Undirbýr b7-b5 sem í augna-
blikinu strandaði á 13. e5!
o.s.frvj
13. a3-b5 14. b4-Rd7!
15. Bb2?
(Skárra var 15. Bd2. A b2 stendur
biskupinn afleitlega.)
15. ..-Rb6
(En ekki 15. -cxb4 16. axb4-Rxb4
17. De2 og a6-peðið fellur.)
16. Hacl
(Hvaö annað? Eftir 16. Rdl trygg-
ir svartur sér yfirburðastööu á
eftirfarandi hátt: 16. -Ra4 17. De2
-a5! 17. bxa5-Rxb2 18. Dxb2-b4 19.
axb4-cxb4 o.s.frv.)
16. ..-cxb4
(Annar góður möguleiki var 16. -
Rde5 17. De2-c4 18. d4-Rd3 o.s.frv.
en þessi leiö er vænlegri þar sem
taflið opnast svörtum i hag.)
17. cxb4
(Auövitaö ekki 17. axb4-Rx64 18.
De2-Ra2! 19. Hc2-Ra4! o.s.frv..)
17. ..-Bxb2 18. Hxc6-Hc8!
(Best. Svartur gat nælt sér i peðið
á a3 en við myndast viðsjár á
svörtu reitunum i kringum kóng-
inn og biskupinn veröur eftir 19.
Hbl úr spilinu um langa hriö.
M.ö.o., fyrst skal öryggi kóngsins
tryggt,siðanmá skera upp herör á
drottningarvæng. Veikleikarnir á
a3 og b4 hlaupa ekki i burt.)
19. IIxc8-Dxc8
20. Hbl-Bg7 21. Ddl-Ra4
(Nú má svara 22. Hcl meö 22. -
Rc3 23. Dd2-Re2+ og svartur
vinnur. Hvitur fær ekki komiö i
veg fyrir aö svartur nái tökum á
c-linunni.)
22. Hb3-Dc7 23. d4?
(I vondum stööum er yfirleitt
stutt i afleikina og þessi peða
framrás fellur á taktiskri brellu
eöa.eins og einhversstaðar stóð
skrifað, taktik og strategia
haldast ávallt i hendur.)
23. ..-Rc3
24. Dd2-Bxd4 25. Kh2
(En ekki 25. Dxd4-Re2+ og
drottningin fellur. Eftir 25. Rdl-
Hc8 er hvitur engu nær.)
25. ..-Bg7
26. Rg4-Dc4 27. Dc2
6. Rd5
(Romanishin hefur teflt þannig
gegn Timman. Annar möguleiki
er6. h3og þá má svartur vara sig
á svívirðilegri giidru: 6. -Bxf3 7.
Dxf3-g6?? 8. e5!-dxe5 9. Dxc6+!
-bxc6 10. Bxc6+-Dd7 llþ Bxd7 + -
Kxd7 12. b3 og hvitur hefur mikla
yfirburöi i endataflinu.)
6. ..-g6
(Timman lék 6. -e6 gegn Rom-
anishin en eftir 7. Re3-Bh5 8. g4
-Bg6 mátti hvitur vel viö una.
Textaleikurinn er meira i anda
stöðunnar.)
7. h3-Bxf3 9- d3-e6
8. Dxf3-Bg7 10. Re3-Rf6!
(Nákvaanara en 10. -Rge7 m.a.
vegna möguleikans 11. Rg4.)
27. ..-Rxe4!
(Fljótvirkast.)
28. Bxe4-f5 29. He3
11. 0-0
(11. Rg4 má svara meö 11. -h5 12.
Rxf6+-Bxf6 13. 0-0-h4 o.s.frv..)
u. ..-0-0 12. c3
(Upphafiö aö vafasamri áætlun.
Mun eðlilegra var 12. De2 og
siðan -f4. 1 þvi tilfelli á svartur þó
ekki við mikla erfiöleika aö etja,
t.a.m. er framrásin f4-f5 ávallt
hæpin vegna veikleika á svörtu
reitunum.)
(Eða 29. Bd3-Dxc2 30. Bxc2-fxg4
hótar 31. -Hxf2+) 31. Kgl-Bd4 og
vinnur.)
29. ,.-fxe4 30. Dxe4-h5
— og hvitur lagöi niöur vopnin i
þann mundsem stjórnandi svarta
liösins var aö gamna sér yfir
afbrigöinu: 31. Dxg64ixg4 32.
hxg4-Hxf2+ 33. Kh3-Dfl+ 34.
Kh4-Dhl+ 35. Kg5-Dd5+ 36. Kh4-
Hh2 mát.
Blikkiöjan
Asgaröi 7, Garðabæ
Onnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468
Björgunarnet vekja athygli
Hjörtur Gunnarsson meö björgunarnetiö, sem Markús afhenti honum. Mynd:
—gel
Viö tæptum aðeins á því hér i
helgarblaöinu siöasta, aö
Markús B. Þorgeirsson, skip-
stjói i Hafnarfiröi heföi aö
undanförnu veriö aö vinna aö
merkilegri uppfinningu. Eru
þaö einskonar björgunarnet
sem sérstaklega eru ætluð tii
þess aö bjarga mönnum úr
sjávarháska en geta einnig
komiö aö notum viö aðrar
kringumstæöur.
Siöastliöinn föstudag boöaði
Markús B. Þorgeirsson til
blaöamannafundar þar sem
hann kynnti þessa uppfinningu
og sýndi jafnframt notkun
netanna. Þar kom fram, aö
Rannsóknarnefnd sjóslysa
hefur mælt meö þessum
björgunarútbúnaöi og færöi
Umsjón: Magnús H. Gislason
Markús skipstjóri þeim
Hjálmari R. Báröarsyni, skipa-
skoöunarstjóra og Hannesi Haf-
stein, framkvæmdastjóra
Sly savarnarfélags Islands
þakkir fyrir aöstoö þeirra og
velvilja.
Markús sagöi aö net hans
væru nú óöum aö ryöja sér til
rúms. Væru þau m.a. komin I öll
Sambandsskipin nema tvö.
Hafa þau þegar veriö kynnt er-
lendis og vakið þar athygli. 1
ráöi er, aö hingaö komi i haust
þýskir útgeröarmenn til þess aö
kynna sér þessi nýju björgunar-
tæki.
-mhg
Minni slátrun en í
fyrra
Leidbeint um
Feldfjárræktun
Sauöfjárslátrun er nú aö hefj-
ast um allt land. Litur út fyrir
að færra fé veröi siátraö i haust
en i fyrra.Koma þartil eðlilegar
ástæöur. Fóöurskortur sagöi
víöa til sfn i fyrra. Sumsstaöar
var þvi ekki einasta litiö lamba-
lif heldur gengu bændur og á ær-
stofninn. Nú eru hey mikii og
góö. Má þvf búast viö aö lömb
veröi sett á í meira mæli en
áöur. Am fækkaöi I fyrrahaust
og meö fæsta móti tvflembt I
vor.
En þó aö færra fé veröi
slátrað veröur kjötiö þó ekki aö
sama skapi minna, þvf aö i
fyrra haust voru dilkar viöa
rýrir en nú viröast þeir vænir.
A Húsavik hófst slátrun sl.
mánudag, aö þvi er Baldvin
Baldursson, sláturhússtjóri
sagöi okkur. Hann sagöi okkur
og, aö samkvæmt sláturfjárlof-
oröum yröi færra fé slátraö á
Húsavik nú en I fyrra. Þá var
slátraö þar 50 þús. fjár en nú
hljóöa loforöin upp á 41. þús. —
Fóöurskortur olli þvi, sagöi
Baldvin, — aö I fyrra settu
bændur ekkert á af lömbum og
fækkaöi þvi fé allverulega. Nú
eru hey næg og góö og þvi
veröurlambalíf nokkurt, þannig
aö menn teygja sig eitthvaö I
áttina til fyrri fjártölu.
Þórarinn Haildórsson, slátur-
hússtjóri hjá KEA á Akureyri,
sagði:
Viö byrjuöum sauöfjárslátrun
fimmtudaginn 11. sept. Gert er
ráö fyrir þvi, aö fast aö 40 þús.
fjár veröi slátraö á Akureyri og
tæpum 13.600 á Dalvik. Heildar-
fækkun frá þvi i fyrra er 18%.
Menn slátruöu talsvert miklu af
ám i fyrra og settu litiö á af
lömbum svo fénu fækkaði. Þá
kemur þaö og einnig til, aö færri
ær voru tvilembdar i vor. Búast
má viö aö þeir bændur setji eitt-
hvaö á af lömbum i haust, sem
mega þaö vegna kvótans. I
þessu liggur skýringin á
fækkuninni. En þrátt fyrir færra
sláturfé kann svo aö fara aö litlu
muni á heildarkjötþunga nú og I
fyrra þvi féö er mikiö vænna nú,
sagöi Þórarinn Halldórsson.
Viö erum nú aö feta okkur af
staö meö feldfjárræktina okkar.
Og þaö fyrsta, sem viö gerum á
þvi sviöi, er aö leiöa mönnum
fyrir sjónir hvaö þarna er raun-
verulega um aö ræða, sagöi
Sveinn Hallgrimsson, sauöfjár-
ræktarráöunautur Búnaöar-
félags islands.
— Og i hverju hefur sú
fræösla einkum veriö fólgin?
— Hún hefur m.a. veriö fólgin
i þvi, aö sýna^ mönnum gær-
urnar, sem Slaturfélag Suöur-
lands sendi á uppboö I London i
september. Þá hefur og verið
unniö aö söfnun ýmissa upplýs-
inga varöandi arösemi og
möguleika feldfjárræktar og aö
kanna áhugann hjá bændum.
Héraösráöunautarnir hafa
unniö aö þvi, aö stofna áhuga-
hópa um feldfjárrækt. Og svo
erum viö komnir af staö meö
námskeiö, þar sem ætlunin er
aö kynna feldfjárræktina.
— Hvarveröa þessi námskeiö
og hversu mörg?
— Fyrsta námskeiöiö var á
Hólum I Hjaltadal og stóö þaö
yfir I gær og fyrradag. Næsta
námskeiöiö veröur á Kirkju-
bæjarklaustri næstkomandi
föstudag og laugardag. Siöan i
Borgarhreppi I Mýrasýslu
mánudaginn 22. september og
stendur þaö aöeins einn dag.
Siðasta námskeiöiö aö þessu
sinni veröur svo i Króksfjaröar-
nesi miövikudaginn 24. og
fimmtudaginn 25. september.
— Eru einhverjir sérstakir
menn boöaöir á þessi nám-
skeiö?
— Já, þangaö hefur veriö
boöiö þeim héraösráöunautum,
sem sinna sauöfjárrækt, slátur-
leyfishöfum, hafa veriö send
boö en viö reiknum nú ekki meö
þeim viöa aðþvi námskeiöin eru
svo fá og dreifö aö þessu sinni og
eru einkum bundin viö tvo fjár-
stofna, þann vestfirska og
vestur-skaftfellska. Þá er og
öllum yfirgærumatsmönnum
boöiö, I framhaldsdeild Bænda-
skólans á Hvanneyri, og loks
mönnum úr áhugamanna-
hópunum, sem stofnaöir hafa
verið.
— Þú segir aö þessi námskeiö
séu einkum tengd tveimur til-
teknum fjárstofnum, hvers-
vegna?
— Þaö stafar af þvi, aö þar tel
ég aö frekar sé aö finna einstak-
linga, sem henta til feldfjár-
ræktar, hafa grófari ull og
meira tog.
Fyrsta skilyröiö til þess aö
koma feldfjárræktinni af staö
meöal bænda er aö kenna þeim
aö meta feldgæöi á lifandi fé. Og
á þessum námskeiöum veröur
megin áhersla lögö á þaö grund-
vallaratriöi.
— Hverjir veröa leiöbein-
endur á þessum námskeiöum?
— Auk min veröur þaö Þor-
steinn Eklund, sænskur skinna-
og feldfjárfræöingur en hann
hefur i mörg ár unnið aö þessum
máhim i Sviþjóö og m.a. veriö
þar feldfjárdómari.
Nú, þaö má svo kannski aö
endingu bæta þvi viö aö um-
sóknir um þátttöku i þeim nám-
skeiöum, sem eftir er aö halda,
skulu sendast eftirtöldum
mönnum: Kirkjubæjar-
klaustur: Einar Þorsteinsson,
ráöunautur, Sólheimahjáleigu i
Mýrdal, Borgarhreppi: Bjarni
Arason, ráöunautur I Borgar-
nesi. Króksfjaröarnes :
Þórarinn Sveinsson, ráöunautur
á Hólum.