Þjóðviljinn - 02.10.1980, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 02.10.1980, Qupperneq 7
Fimmtudagur 2. október 1980. WÓðViLJINN — SIÐA 7 árum þegar næg raforka er til eöur ei. Þetta væri þvi þjóöhags- lega óhagkvæmur kostur enda þótt þaö gæti tryggt rekstrar- afkomu kyndistööva fjarvarma- veitna. Athugasemdir viö grein Heimis Sveinssonar Heimir Sveinsson, tæknifræö- ingur, hefur ritaö grein um þessi mál, sem birtist i dagblööunum Timanum og Þjóöviljanum 10. og 11. september. Þar segir hann m.a. aö virkjunarkostnaöur sé 300 þús.kr/kW fyrir smávirkjun eins og Fjaröarárvirkjun. Þetta fær engan veginn staöist, þvi aö sam- kvæmt skýrslu VST um Fjaröar- árvirkjun útgefinni i mai 1975 má áætla aö virkjunarkostnaöur fyrir þá virkjun sé um 800 þús. kr/kW, ef gengiö er út frá verölagi i júli 1980. Til samanburöar má geta þess, aö þessi kostnaöur er um 365 þús. kr/kw fyrir Blönduvirkjun. Þaö viröist vefjast fyrir mönn- um aö skilja þaö, aö hagkvæm- ustu virkjanir fyrir hinn almenna markaö landskerfisins eru af stæröargráöunni 100—200 MW, þ.e. án þess aö til komi stóriöju- notkun. Minni virkjanir geta fyrst og fremst átt rétt á sér fyrir ein- angruö landssvæöi, sem of dýrt er aö tengja landskerfinu. Austur- land tengdist landskerfinu siöla árs 1978 og virkjun i Fjaröará i Seyöisfirði er ekki fjárhagslega samkeppnisfær viö aöra valkosti i dag. 1 grein sinni kemur Heimir inn á það, að raforkuverö til húshit- unar sé of hátt, eöa um 18,30 kr/kWh hjá Rafmagnsveitum rikisins,og aö lækka megi veröið niður i 12,80 kr/kWh. Þetta stenst ekki við núverandi aöstæöur. Rafmagnsveitur rikisins greiða i dag 13,92 kr/kWh fyrir raforku inn á Norðurlinu og á sama veröi er raforka frá Kröfluvirkjun reiknuð. Þaö eru þvi 4,38 kr/kWh sem Rafmagnsveitur rikisins fá i sinn hlut af þessum 18,30 kr/kWh. Fyrir það flytja Rafmagnsveitur rikisins orkuna eftir Byggöalin- um, i gegnum aöveitustöðvar á Byggðalinum, eftir 66/33 kV stofnlinukerfi sinu, i gegnum aöveitustöðvar viö þéttbýlisstaöi, eftir 11 kV háspennukerfi i bæj- um, i gegnum dreifistöövar þaöan sem orkunni er siöan dreift á lág- spennu (380 V) til notenda. Aö visu er flutningur og dreifing á orkunni eftir innanbæjarkerfum ekki kostnaöarsöm, en raf- hitunarnotendur verða að greiöa sinn þátt i flutningsvirkjum eins og aörir notendur. Ef selja á raf- magn til húshitunar á kostnaöar- veröi þurfa Rafmagnsveitur rik- isins aö fá a.m.k. 5 kr/kWh fyrir flutning og dreifingu eftir kerfum sinum og er þá ekki tekið inn i þaö dæmi kostnaöur viö flutninga eft- ir Byggöalinum. Þess má geta aö aökeypt raf- orka frá Landsvirkjun var um 492 GWh á árinu 1979 eða 68,6% af heildarraforkuöflun Rafmagns- veitna rikisins þaö ár. Af framan- rituðu má sjá, að verö á raforku til húshitunar er sist of lágt. Verð- lagning á raforku frá Landsvirkj- un er kapftuli út af fyrir sig, og veröur ekki nánar ræddur hér. Það er út af fyrir sig rétt hjá Heimi Sveinssyni, aö varaafl (i svartoliukötlum) R/O-veitna nýt- ist aðeins til upphitunar á þeim húsum, sem tengd eru fjar- varmaveitu. Hluti af þeim hús- um, sem áætlað er að tengist fjar- varmaveitu á Neskaupstaö.er i dag hitaöur upp meö raftúpum. Viö þaö minnkar sá hluti afls, sem varaafl i dieselvélum þar aö sjá um, og mundu þvi þau 3 MW i dieselafli, sem til eru á Neskaup- staö i dag, duga mun lengur en ella. Viö truflanir í raforkukerfinu t.d. vegna istruflana viö virkjan- ir, linubilanir i stofnlinukerfum o.fl. kemur þó hiö ódýra varaafl i svartoliukötlum i góöar þarfir ekki aöeins fyrir Neskaupstaö heldur einnig fyrir kerfiö i heild, þar eö aftengja má rafskauts- katla kyndistööva frá kerfinu og létta þar meö fjarvarmaveitu- álagi af þvi. Breytilegur kostn- aöur við að framleiöa 1 kWh af heitu vatni meö svartoliu i kyndi- stöö er um 20% af kostnaöi viö aö framleiöa 1 kWh af rafmagni meö dieselvélum. Auk þess er stofn- kostnaöur viö hvert 1 MW af upp- settu afli i dieselvélum a.m.k. tiu sinnum meiri en fyrir hvert 1 MW af pppsettu afli i svartoliukötlum. 1 framkvæmdaáætlunum Raf- magnsveitna rikisins hefur veriö gert ráö fyrir nýrri linu til Nes kaupstaöar eftir 7—8 ár miöaö viö þaö, aö bein rafhitun yröi ráöandi þar. Til þess aö halda uppi sæmi- legu varaafli fram aö þeim tima er ný lina tengist hefur verið miöaö viö aö bæta viö um 1,5 MW i dieselvaraafli i Neskaupstaö 1983. Kostnaöurinn við þaö er a.m.k. 200 Mkr. á verölagi i dag og er þá reiknaö meö aö ekki þurfi aö auka viö húsrými diesel- stöövarinnar, en það þarf nánari athugunar við. Til samanburðar má geta þess, aö kyndistöö fjarvarmaveitu á Neskaupstaö, sem dugir fram yf- ir aldamót,er áætluö muni kosta um 350 Mkr. á sama verðlagi. 1 dag eru umrædd 3 MW i varaafli i Neskaupstaö 75% af hámarksafl- þörf staöarins, en minnkar i um 45% 1982. Eftir aukningu á varaafli 1983 veröur þaö væntan- lega um 62%, en minnkar úr þvi og veröur um 48% 1986. Meö til- komu nýrrar linu 1987 veröur ekki þöcf á auknu varaafli fyrir stað- inn a.m.k. fyrst um sinn. Til sam- anburöar má geta þess, aö ef fjarvarmaveita kemur á Nes- kaupstaö mun samsvarandi hlut- fall varaafls af hámarksaflþörf staðarins verða um 87% 1990, en ný lina kæmi þá um 1992 i þessu tilviki vegna seinkunaráhrifa fjarvarmaveitunnar. Lokaorð Fyrir dyrum stendur ákvaröanataka um það, hvort farið veröur út i fjarvarmaveitur viöar en á Höfn og Seyðisfiröi. Eins og áður kom fram er það mat stjórnenda Rafmagnsveitna rikisins aö stefna beri að blöndu af fjarvarmaveitum og beinni rafhitun á þeim svæöum þar sem talin er litil von um aö heitt vatn finnist i jörðu. Rafmagnsveitur rikisins biöa eftir svari frá Landsvirkjun um verö á raforku til kyndistöðva fjarvarmaveitna. Þaö mun væntanlega liggja fyrir um næstu mánaöamót. Ef samningar takast viö Lands- virkjun um verö á raforku til kyndistööva, sem Rafmagnsveit- ur rikisins telja hagstætt,munu þær væntanlega veröa reiöubúnar til að reisa og reka kyndistöövar i allt að sex þéttbýlisstööum. Viö- komandi sveitarfélög veröa hins vegar sjálf aö ákvaröa hvort þau treysta sér til þess að byggja og reka dreifikerfi fyrir fjarvarma- veitu og afhenda orkuna til not- enda á samkeppnisfæru verði. Ef svo veröur ekki og ef ekki takast samningar um verö á raforku til kyndistööva f jarvarmaveitna mun vart veröa af frekari fram- kvæmdum á þessu sviði aö sinni. Til þess aö tryggja rekstrar- grundvöll kyndistöðvanna á Höfn og Seyöisfiröi yröi raforka keypt frá Landsvirkjun eftir almennri gjaldskrá, en nýtingartimi auk- inn m.a. meö þvi aö kynda meö svartoliu i kyndistöövunum á þeim timum, þegar mest aflnotk- un veröur i raforkukerfunum. 1 öörum þéttbýlisstööum munu Rafmagnsveitur rikisins stefna að þvi, að hægt verði að anna eft- irspurn eftir beinni rafhitun á næstu 3—4 árum meö styrkingu á innanbæjarrafdreifikerfum og uppbyggingu á stofnlinukerfum svo og aöveitustöövum. Rétt er aö geta þess hér, aö eitt af þvi sem skiptir aðalmáli um hver fjárhagsleg afkoma fjar- varmaveitna veröur er þaö, hvert samband veröur á milli lánskjara á þvi fjármagni, sem veitt veröur til þeirra,og hækkunar á sölutöxt- um veitnanna. Gera veröur ráö fyrir aö þeir hækki svipaö og annaö verölag i landinu, enda þótt timabundnar sveiflur geti orðið. Leggja verður rika áherslu á það, aö fá sem hagstæöust lánakjör, en slikt mundi tryggja enn frekar góöa afkomu kyndistööva og dreifikerfa fjarvarmaveitna og leiða til þess, aö meiri möguleiki yrði á þvi aö lækka sölutaxta til notenda þegar fram i sækti. Miiming Soffía Túvína Soffia Túvina lést i Land- spitalanum 11. september. Ctför hennar var gerð frá Frikirkjunni þann 18. september aö viö- stöddum fjölmennum hópi vina og kunningja. Margir hafa skrifað um Soffiu og rakiö æviferil hennar og mun ég ekki reyna þaö i þessum fáu linum, sem eiga að vera þakk- lætisvottur fyrir þá vináttu og kærleika sem Soffia sýndi okkur þau ár sem hún dvaldi hér á landi á heimili Arna sonar mins og Lenu dóttur sinnar. Þegar við hjónin komum i heimsókn var það ekki sist við- mót og hlýja Soffiu sem geröi dvölina þar skemmtilega og bjarta. Hún var sérstök persóna. Hún lét sér ekkert óviökomandi. 1 fjölskyldunni var ekkert kyn- slóöabil, þvi hún tók þátt i öllum störfum heimilisins, haföi vakandi auga meö öllu og þá ekki sist börnunum, Snorra og Olgu. Þeirra missir er mikill, en það var þeim lika mikið lán að hafa getaö notiö Soffiu i svo rikum mæli á uppvaxtarárunum. Ég hefi oft sagt, að ekki væru jafnmiklir erfiöleikar með gamla fólkiö og nú er einatt rakið ef sambúðin við þaö væri yfirleitt eins jákvæð og var með Soffiu og hennar fólki. Nú aö leiðarlokum flyt ég henni þakkir og virðingu fyrir alla Soffia Túvina hennar umhyggju og velvild mér og minum nánustu til handa. Hvili hún i friði. Halldóra Arnadóttir. „Leiðarlýsing Vestur- Skaftafellssýslu” Ritlingur meö ofanskráöu nafni komst i umferö laust fyrir siöustu „verslunarmannahelgi”. Útgef- endur hans eru nokkrir mætir Mýrdælingar sem telja sig hafa áhuga á ferðamálum. Þetta framtak þeirra er mjög lofsvert þvi allmikils veröur ókunnugur feröamaöur visari ef hann hefur ritlinginn i höndum þó viöa sé frá- sagnarstillinn all-torskilinn aö dómi ýmsra er hafa ætlaö sér aö sækja fræöslu í hann. Ekki ætla ég mér aö gera neina árás á þessa vini mina sem aö út- gáfunni standa, en þar sem ég skrifaöi Arbók Feröafélags Is- lands 1975 sem var um Mýrdalinn tel ég mig tilney ddan aö mótmæla nokkrum atriöum i þessari nýju leiðarlýsingu þar sem sannleik- anum er skarpast snúið við og mest stangastá við frásögn mina. 1 leiðarlýsingu þeirra félaga stendur um bæinn Fell: „Fell stórbýli og prestssetur áður fyrr sunnanundir Fells- fjalli”. Þarna er vart um hálfan sannleik aö ræöa þvi fram aö siö- ustu aldamótum stóö bærinn vesta n undir sunnanveröu f jallinu en fluttur þá austur með hliöinni undan ágangi Klifandi er var að brjóta og aurkæfa land jarðarinn- ar. Um Loftsalahelli segir: „Þar var þingstaöur Dyrhóla- hrepps til ársins 1900”. Guö- laugur Guömundsson sýslumaöur hélt siöasta manntalsþing þar 1901. Viö Vatnsá stendur: „Kár- hólmar eru niöur meö ánni. Þar feldi Kári Sölmundarson nokkra af brennumönnum aö sögn Njáls- sögu”. Hér átti nú fyrst og fremst aöstanda „Kárhólmi” þvi svo hét bærinn meðan þar var búiö, og i öðru lagi hefur sagngeymd Mýr- dæla ætið viljað láta Kára vega brennumenn i nesi þvi er syöst er i Kerlingardalstúni og aö þar séu þeir dysjaöir, enda sá staður þá i þjóöbraut. Skiphellir; um hann segir i Leiðarlýsingu: „Þaðan var áöur útræöi sem tók af f Kötluhlaupi 1723,þá var 12 faöma dýpi skammt frá Skiphelli, hjá Skorbeinsflúöum hjá Víkur- hömrum þar sem þjóövegurinn liggurnú”.Um þettasegirsr. Jón Salomonsson i sinni ágætu lýs- ingu af Kötlugosinu 1660, tekið oröréttúrskýrslu sr. Jóns:,,Þetta hlaup (þ.e. 1660) tók af útræöi viö Skiphelli, svo frá hellinum eru nú 400 faömar til sjávar, en fyrir þetta hlaup var sjórinn rétt viö Skiphellisnefiö. Lika tókst af út- ræði viö Vikurklett, þaö var milli Askvikur og Krukkshellis. Fyrir þetta hlaup lá sjórinn fast viö Skorbeinsflúöir. Var þar svo mikið djúp aö skip sátu þar á 16 faöma djúpi svo sem 40 faöma frá berginu”. Þarna virðist höfundur leiöar- lýsingar hafa meira en litiö rugl- asti' riminu þegar við þaö sem aö framan er sagt bætist aö Skor- beinsflúöir eru litiö vestan viö miðja Fagradalshamra en ekki hjá Vikurhömrum eins og hann vill vera láta. Leiðarlýsing segir um Vik: „Þar voru aöeins tvö býli Suður-Vik og Noröur-Vik fram til aldamóta”. Att mun viö siðustu aldamót, en iskráöum heimildum frá 1900 eru talin sex ibúðarhús i Vik utan Suöur- og Noröur-VIkur; fyrsta ibúðarhúsiö niður á sandi reisti Einar Hjaltason árið 1895. Þá viröist mér litt greinileg sú frásögn þar sem segir, aö um Brandslæk liggi hreppamörk Dyrhóla og Hvammshreppa. Rétt er aö áþjóövegil og c.a. 400 m. til suöurs eru mörkin um lækinn en að ööru er hann innan hreppa- marka Hvammshrepps. Þetta heföi veriö hægt aö segja I mjög fáum oröum. Þessar athugasemdir læt ég nægja aö sinni, og lái mér hver sem vill þó ég taki þvi ekki þegj- andi aö ráöast svo aftan aö mér sem gert er i umræddri leiðarlýs- ingu meö þvi aö rengja á fleiri stööum frásögn mina i Arbók F.l. 1975 án þess aö tilgreina traustari heimildir en ég haföi i höndum. Þá er ég ekki sérlega hrifinn af þvi að fariö var aö kynna mig aö mér forspuröum i umræddum bæklingi þvf ekki er laust við aö þaö hafi valdið mér litt skemmti- legum átroöningi. Læt ég hér staöar numiö og vona aö þeir góöu menn sem aö Leiðarlýsing- unni stóöu láti ekki þar staöar numið, en sendi a næsta ári frá sér framhald þar sem frum- smiöac . agnúarnir verði sniönir af og framsögn skýrari og áreiöanlegri, þvi svona feröabæk Jingargeta veriö ómetanleg feröar- uppbót ef vel er til þeirra vandað, og mætti þessi byrjun þeirra félaga gjarna vera hvatning lil annarra’sýslna að senda' frá sér stuttar skýrar leiðarlýsing ar íyrir ókunnuga ferðamenn. Skrifað á höfuödag 1980 Einar H. Einarsson, Skammadalshóli. UTBOÐ Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavik óskar eftir tilboðum i eftirtalda verk- og efnisþætti i 60 raðhúsaibúðir i Hólahverfi. 1. Blikksmiði. 2. Hreinlætistæki og fylgihluti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VB Mávahlið 4 frá fimmtudeginum 2. okt. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 15. okt. á Hótel Esju 2. hæð kl. 14.00. Stúdentakjallarinn Klubbur eff ess DJASS I KVÖLD kl. 9—11.30. Nýja kompaníld, Tómas Einarsson og félagar, leika. Stúdentakjallarinn Klúbbur eff ess v/Hringbraut.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.