Þjóðviljinn - 02.10.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.10.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. október 1980. I---------------------------------- „Hvaðan kemurðu? Af hverju kemurðu svona seint, þú áttir að koma heim fyrir miðnætti. Hvað varstu að gera, með hverjum varstu?". Ein- . hvern veginn svona hljómar spurninga- demban sem unglingur- inn fær yfir sig þegar hann kemur heim. Pabbi og mamma sitja grút- syf j uð og f úl og bíða ef tir „barninu" sínu. Hver kannast ekki við I svona atburð úr eigin líf i? J Það er eins og himinn og jörð séu að f arast, synda- flóðið yfirvofandi, hinir ■ fullorðnu sitja með lurk- inn reiddan tilbúnir til að lemja niður náttúruna, ef . hún bælir á sér og ungl- ingurinn hleypur sár og reiður inn til sín. Aldrei er honum treyst,alltaf halda þau að hann sé að gera eitthvað af sér, valdið liggur í þeirra höndum og J því er beitt. Þaö er sjálft unglingavanda- máliö margumrædda sem er til umfjöllunar I leikritinu Pæld’í’ðí sem Alþýðuleikhúsiö • frumsýnir um miöjan október. Blaöamaöur slóst i för meö Alþýöuleikhúsfólki og leit inn á I æfingu uppi á Kjalarnesi þar ■ sem leikararnir höfðu komiö sér | fyrir til aö vinna i friöi og spekt, fjærri heimsins glaumi. Leikritiö er þýskt að uppruna ■ og hefur veriö sýnt þar i landi I viö góöar undirtektir og miklar umræöur i hart nær þrjú ár. Þaö var leikhópurinn Rote Griitze * sem settist niöur i tvö og hálft ár og kannaöi lif unglinga út frá sjónarhóli þeirra sjálfra. Niöur- I staöan varö þetta verk sem ' hefur kynlifiö og samband ungl- I inga aö viöfangsefni. Þaö þarf ekki að orölengja * þaö aö leikurinn snerti viö- kvæmar taugar, einkum i I suöurhluta Þýskalands, þar sem kaþólskan ræöur rikjum. • Þar er viö lýöi sú skoðun aö allt sem snýr aö ástinni og kynlifinu / A æfingu hjá Alþýðu- leikhúsinu Unglingar, ástín Þaö slettist upp á vinskapinn hjó ungiingunum, enda vandlifaö I þessum heimi. Guðlaug Bjarnadóttir og Sigfús Már Pétursson I hlutverkum sinum. Síðbúln afmæliskveðja Gestur Guðfmnsson sjötugur 24. september sl. Kæri feröafélagi. Ég vil biðja þig aö fyrirgefa mér aö ég skyldi gleyma afmælisdeginum þinum og þarafleiöandi sendi ég þér hvorki kveöju né heilsaði uppá þig eins og ég heföi þó viljað. Ég á mér fátt til afsökunar nema það að sjaldnast man ég eftir eigin buröardegi og varla annarra, en verö aö treysta á mötun sem brást aö þessu sinni. Auövitaö kippir þú þér ekki upp viö svona smámuni, en ég varö sjálfum mér reiður, og þess vegna veröuröu aö þola kveðju á þessum vettvangi. Eg þekki hins- vegar vel litillæti þitt og andúö á hverskonar fordild og skal þvi strax i byrjun lofa aö ljúga ekki uppá þig hóli sem þú átt ekki fylli- lega skiliö. Viö höfum ekki þekkst lengi, kannske tuttugu ár og fyrst og fremst i gegnum feröamennsku og skyld áhugamál, þótt starfs- vettvangur okkar hafi legið saman i prentsmiðjunni hin siðari ár. Ferðafélag islands, það er þitt félag og hefur veriö allar götur siðan þú komst ungur maöurinn með áætlunarbflnum úr Breiöa - fjaröardölum til þess aö læra á gangstéttarlagiö hér syðra. Þetta félag hefur alla tið veriö eins- konarsegulmiöja þeirra sem iðka feröalög og fjallaráp og á þeim vettvangi hefur starf þitt veriö metiö svo, aö kjörfélagi muntu vera i Fi. Slikar vegtyllur eru lik- lega hjóm eitt i þinum augum og segja reyndar litiö um starfiö aö feröamálunum, sem hefur veriö þitt hálfa lif. Ég á I fórum minum allmargar myndir úr feröum F .1. og ekki fer hjá þvi að þér bregði fyrir á sum- um. Hér á boröinu fyrir framan mig er mynd af ferðahópi á Kaldadal. Ég man að veöriö var dýrlegt þennan dag og þetta var r'óskur og skemmtilegur hópur og ég held endilega aö þú hafir veriö fararstjóri. 1 ferðinni fundum viö Prestahelli sem þá hafði verið týndur um aldir og er ég alltaf svolitiö stoltur af, þótt engan þátt hafi ég átt i þeirri uppgötvun, en þaö áttir þú hinsvegar. A annarri mynd erum viö á Kerhólakambi. Hún rifjar upp löngu liöna sumarferð og ég man eftir þvi aö á niðurgöngunni af þvi Esju fjalli fórstu meö okkur, félaga þina,i huganum, aftur I is- aldir og renndir þarna fyrstu stoðunum undir skilning minn á jarömyndunarsögu landsins. Og þriöja myndin sem ég er meö I höndunum er frá kvöldvöku i Skagfjörðsskála i Þórsmörk. Þarna siturðu i horninu viö glugg- ann bak viö hann séra Jóhann og ert greinilega aö segja félögunum frá einhverju skemmtilegu. i Skagfjörösskála hefur nefnilega löngum veriö haldiö viö þeim gamla siö aö hafa kvöldvökur og mörgum slikum hefuröu lyft á hærra plan, án þess aö vera hátiö- Heiöarhorn. Héöan er fagurt aöllta yfir Mörkina, og hér á Gestur mörg sporin. legur og leiðinlegur, eins og sér- hannaöra menningarmanna er gjarnan háttur. Leiöinlegur get- uröu reyndar alls ekki veriö þvi aö kimni og hóglát glaðværð eru sterkur þáttur i skaphöfn þinni. Þegar ég fer að athuga þessa mynd betur sé ég að hún mun vera tekin i siðustu vetrarferöinni minni i Þórsmörk, fyrir tveimur árum. Þaövar svolitið tafsamt aö leita aö færri leiö yfir isilagöa Krossána og flestir sátu inni i heitum bflunum meðan bilstjórar og fararstjórar voru út og suður um aurana. Miklar ráöstefnur voru i gangi og menn ekki á eitt sáttir hvar skyldi reyna. Allt I einu er hrópað: — þeir eru komnir yfir. Já, þeir voru sannar- lega komnir yfir, kallarnir Gestur og Steini og eftir jaml og fuður var öllum hópnum bent aö fara þá sömu leiö. Þegar við svo komum i skálann voru kallarnir búnir að kveikja upp og hella uppá könn- una i Skagfjörðsskála. Ekki veit ég hverju ég kann best i fari þinu, gamli félagi, en asskoti likar mér vel viö göngu- lagið. Nú færist i vöxt að fjallaráparar tileinki sér göngu- lag Iþróttamannsins og æsi upp leikinn þar til allir i hópnum eru farnir aö keppa hver við annan i hraða. Þvilikt göngulag og hugar- far hefur oft fariö illa i minar fin- ustu taugar, enda hentar þaö illa ljósmyndadellumönnum. Enn siöur hentar slikt göngulag þér sem hefur lifandi áhuga á allri náttúrunni og þú lætur heldur aldrei flaniö og fumið taka ráðin. Þitt göngulag er göngulag Dala- mannsins, „upprunnið i þýfðu og mishæðóttu landslagi, i ferðalög- um og smalamennsku i eltinga- leik viö rásgjarnar rollur” þar sem seiglan er notadrýgri en sprettharkan. Göngulagiö þitt er lika göngulag visindamannsins og takmark feröarinnar er ekki bara tindurinn i f jarska, heldur er blómið litla i móanum og fuglinn i verinu athygli vert. Um lífsstarf þitt er ég ekki maður til aö fjalla. Ég veit þó að þú ert fæddur i Galtardal I Breiöarfjaröardölum og bjóst þar meö foreldrum og systkinum frameftir kreppunni. Eitthvaö fékkstu viö kennslu i heima- byggðinni og tókst virkan þátt i störfum ungmennafélaganna. Ég veit lika aö ýmislegt var reynt i búskap áður en sú ákvöröun var tekin aö flytjast suöur og sumt sem mundi jafnvel teljast til ný- mæla i nútima búskap eins og kanínurækt sem þið stunduðuð og uröuð af fræg um allar sveitir. Eftir aö suöur kom réöistu fljót- lega til starfa viö Alþýöublaðiö og hefur veriö þar við afgreiðslu- störf og blaöamennsku i 35 ár og alltaf veriö jafnaöarstefnunni trúr, þótt stundum hafirðu aö ég hygg kosið aö rauöa fánanum væri haldiö hærra á loft. Fimmtudagur 2. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 eigi aö liggja i þagnargildi; náttúran sjái um sig eins og hún hafi alltaf gert. (Kannast nokkur viö þessa skoöun?). Máliö er bara ekki svona ein- falt. Meö hræsni og yfirdrep- skap er búiö aö gera sára ein- falda og eölilega hluti aö ein- hverju ljótu leyndarmáli sem á að framkvæmda meö leynd og skömm, og vesalings náttúran býr á stundum viö þröngan kost, þótt hún leiti út um siöir. Sagan sem sögð er i verkinu er af venjulegum unglingum i framhaldsskóla. Þeim leiðist lærdómurinn, foreldrarnir eru meö nefiö niöri i öllu og þaö er ekki laust viö aö augnagotur fari á milli kynjanna á skólalóö- inni. Strákarnir eru töff og drjúgir meö sig, stelpurnar setja upp strfösmálningu og hafa sig til. Samdráttur hefst meö öllum þeim sáiarkvölum sem honum fylgja (af hverju dansar hann ekki við mig?) misskilningi, afskiptasemi foreldranna og fleiru þvi sem veldur hugarangri. Foreldrum stelpunnar list ekki nógu vel á strákinn, hann ætlar sér ekki meira en aö veröa útvarpsvirki og þaö finnst þeim hjónum ekki nógu háleitt mark- mið. Mömmu hans list ekki meir en svo á útganginn á stelp- unni. En ekkert fær stöövaö ást- ina; viö segjum ekki meir. Fjórir Alþýöuleikarar fara meö hlutverkin og birtast i mörgum gervum. Viö sögu koma unglingar, foreldrar og afi gamli. Það er sungiö og leikiö af hjartans lyst, þaö rikir lif og fjör. Æfingar hófust um miöjan ágúst undir stjórn Thomas Ahren, sem er þýskur aö upp- runa og starfaði áöur meö Ieik- hópum þar I landi. Hann bregöur sér einnig inn á sviö og sér aö mestu um tónlistarflutn- ing. Þýöandi er Jórunn Sig- uröardóttir, söngtextar eru þýddir og endursamdir af Ólafi Hauki Simonarsyni. Leikendur eru: Guðlaug Bjarnadóttir, Margrét ólafsdóttir, Sigfús Már Pétursson og Bjarni Ingvars- son, en Geir Óttar Geirsson sér um leiktjöld og búninga. Jórunn Siguröardóttir sagði eftir æfinguna að leikritiö væri hugsaö sem kennslugagn, þau heföu fengið til liös viö sig fólk Gestur Guöfinnsson Þótt aö ég þekki störf þin viö Alþýðublaðið minna en margir aörir, lét ég engan Lóm framhjá mér fara. Lómur orti lengi dag- legt skop eöa kimnikvæöi i Al- þýðublaðiö, gjarnan meö skarpri ádeilu haglega blandaöri i stuðla og rim. Lómurinn var oft langbesta efni blaösins og raunar sérstætt afrek og mjög var spáö i þaö út um borg og bý hver höfundurinn væri og ýmsir nefndir, en Lómurin, þaö varst þú. En þú geröir meira en yrkja i Alþýðublaðiö. Eftir þig liggja nokkrar ljóöabækur og einmitt fyrir skömmu var ég aö rifja upp og lesa eitt ljóða þinna sem er þannig aö allri gerð aö mér fannst þú vera að oröa hugsun mina sem Bjarni Ingvarsson leikur kynni, pabba, afa og ungling en auk hans leika þau Guölaug Bjarna- dóttir, Margrét ólafsdóttir og Sigfús Már Pétursson, auk Thomas Ahren sem leikstýrir og sér aö mestu um tónlistarflutn- ing. Ljósm: gel. sem vinnur aö kynfræöslumál- um. Samkvæmt lögum um I fóstureyöingar og ófrjósemisaö- geröir sem samþykkt voru á al- þingi árið 1975 á aö veita kyn- * fræöslu I skólum landsins m.a. til að draga úr fóstureyðingum og ótimabærum þungunum. Eins og allir vita er þessum J lagaákvæöum ekki framfylgt. Þaö eru nánast engin kennslu- gögn til nema i liffræði fyrir 5. ■ bekk grunnskólann og kennslan öll I molum. Umræður um kyn- lifiö teljast til viökvæmu mál- anna hér á landi og ætti lesend- um Þjóðviljans aö vera sú staö- reynd vel kunn. Alþýðuleikhúsiö vill leggja sitt af mörkum til aö auka um- ræöu og veita fræöslu með þessu verki sem þaö telur eiga erindi ■ til allra. Nú er unniö aö þvi aö I kynna skólastjórum og fræöslu- yfirvöldum hvaö þarna er á feröinni og væntanlega verður ■ Pæld’i’öi sýnt I framhaldsskól- I um landsins meö haustinu. Fyrir skömmu var nokkrum krökkum boöiö á æfingu til aö • kanna hvernig þeim félli verkiö I i geð. Þau „filuöu þaö i botn”, fannst það fjalla um heim sem þau þekkja, en er sjaldan * sýndur frá þeirra sjónarhóli. I Hvort sem mönnum er þaö ljúft eða leitt má búast viö aö um- ræður um „náttúrunnar gang” ■ aukist verulega er vetur gengur I i garö og þar veröur Alþýöuleik- húsiö aö verki. — ká vaknaöi vegna máls landflótta Frakka sem kaus útlegö frekar en vopnaburð. Landvörn vor Landvörn vor er vort lag, hver Islenzkur tónn, sem ómaridag, hvert Islenzkt ljóö, sem er lesið og sungiö, ástkært.ylhýrt og ekkaþrungiö. Og dýrö vors lands er lands vors her: bára blá, brim viö sker, fifill i vegg hinn fagurbúni, bær undir fjalli, barn I túni. Og vopn vorrar þjóöar, vörn og hllf, er hiö friösama starf, hiöfrjóa llf, hvert afreksverk islenzkra handa, hver dáö sem er drýgö Iislenzkum anda. Kæri vinur og ferðafélagi. Undanfarið hefur þú átt við veik- indi aö striöa eins og stundum áður. Kjarkur þinn hefur unnið hverja orustu og þannig veröur um þessa. Sjálfur hef ég verið hálf linur við feröalög að undan- förnu, en er nú aö færast i auk- ana, svo aö ég hef góða von um aö finna þig i fjöru á næstunni. Svo ætla ég aö biöja þig að láta mig vita svo litiö ber á næst þegar þú átt stórafmæli, annars áttu á hættu að fá aðra grein. Ég biö svo kærlega aö heilsa systrum þinum, ósk og Pálinu, sem þú heldur heimili meö og skilaðu þökk fyrir kaffið sem ég þáði siðast þegar ég kom i heim- sókn, og var eins og veisla á bæ i afskekktum dal fyrir vestan. je á dagskrá Aðalheiöur h Bjarnf reðsdóttir: ✓ I lesendabréfi eins dagblaðsins rakst ég á það sjónarmið, að uppeldi Gervasoni væri þannig háttað að við ættum ekkert að liðsinna honum. Því miður er þetta sjónarmið til í okkar þjóðfélagi gagnvart okkar hrakningsbörnum. Mannréttindi „Mér finnst nú ekki aö verka- lýösforingjar ættu að vera aö tefja sig frá samningum, til að tala fyrir þennan franska lið- hlaupa”, sagði náungi viö mig, og átti vist viö Jakann vin minn, sem lofað haföi aö tala á Lækjartorgi til stuönings viö ungan flótta- mann. Auövitað spratt af þessu orða- senna, áreiöanlega ekki sú eina þessa dagana. En kemur verka- lýöshreyfingunni máliö viö? Areiöanlega, eins og önnur mann- réttindamál. En þvi eru svona fáránleg rök notuö, aö samninga- þófiö er oröiö afar þreytandi, fyrst og fremst fyrir þá, sem vik- um og mánuöum saman hafa hangið yfir þessu, en lika fyrir hina, sem biöa og veröa að notast viö gamla samninga. Þaö er ekki verkalýðurinn sem græöir á biö- inni, en þaö gera atvinnurek- endur, enda fyrst og fremst þeir, sem þæfa mál. En það má ekki eiga sér staö aö okkar menn hangi i aukaatriöum. Þaö er of dýrt fyrir okkur Sáttasemjari viröist vera að herða tökin siöustu daga og veitir ekki af, en ósköp mjakast hægt. Ég sagði á einni kjararáöstefnu aö verkalýðshreyfingin væri of hógvær i kröfugerð. Mér sýnist þaö hafa sannast nú. Kröfurnar voru hógværar; en i langa tið, ef þá nokkurn tima, höfum við ekki mætt meiri óbilgirni atvinnurek- enda. En snúum okkur aftur að Gervasoni. Þegar ég heyrði hvaöa afgreiöslu mál hans haföi hlotiö hjá islenzkum yfirvöldum, var réttlætiskennd min særð djúpu sári. Hvernig getum viö gert svona? Viö, sem höfum ákveðið að bera ekki vopn, eöa beita þeim á aöra menn. Hvaö meö hlutleysiö og friöarhjalið? Hvað meö þessa marglofuöu is- lensku mannúö? Frönsk fangelsi þykja meö þeim verstu i hinum vestræna heimi. Samt á aö henda þar inn flóttamanni, sem hefur leitaö á náöir okkar og ekki hefur annaö af sér brotiö en aö vilja ekki bera vopn á meðbræður sina. Ég tel þetta mál fyrst og fremst, höföa til mannúöartilfinningar okkar og sem betur fer hafa margir sömu skoöun, hvaö sem stööu þeirra og stjórnmálaskoð- unum liður. 1 lesendabréfi eins dagblaðsins rakst ég á það sjónarmið, að upp- eldi Gervasoni væri þannig háttaö aö viö ættum ekkert að liösinna honum. Þvi miður er þetta sjónarmiö til i okkar þjóðfélagi gagnvart okkar hrakningsbörn- um. Alltof lengi hefur verið horft fram hjá þessum börnum, já, nánast litið á þau eins og óþrif á búsældarlegum likama þjóð- félagsins. Satt aö segja er ég löngu orðin vonlaus um að min kynslóö geri þar eitthvað af viti, en ég var einu sinni aö vona aö unga fólkið geröi eitthvaö, en mér sýnist eins og þaöhafi tekið þá afstöðu, að horfa fram hjá lika. Ég vona að Gervasoni-máliö veki hugsanir hjá unga fólkinu, sem er að berjast fyrir hann af heilbrigöri réttlætiskennd. Og hvaö verkalýöshreyfinguna snertir, kemur henni vissulega viö, hvernig fer meö mál Gerva- soni. Verkalýðshreyfingunni kemur alltaf viö, þegar niöst er á varnarlausum, hvar sem er og hvenær sem er. Við munum fylgj- ast meö þessu máli og mörg leggja þvi liö. Það þori ég að vera viss um. Jarðabókin ljósrituð A blaðamannafundi vegna nýrrar útgáfu Jaröabókar Arna og Páls: F.v. dr. Jakob Benediktsson, Pétur M. Jónasson, sem á sæti I stjórn Fræðafélagsins I Kaupmannahöfn, Einar Laxness forseti Sögufélags- ins og Svavar Sigmundsson cand. mag. (Ljósm.: eik). Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vidalins var gefin út I 11 bindum af Hinu islcnska fræða- félagi i Kaupmannahöfn á árun- um 1913—1943 en i ákaflega litlu upplagi (375 eintök) og hefur hún þvi verið með öllu ófáanleg I langan tima. Nú hefur Fræða- félagið ákveðið að ljósrita öll bindin og llklega tvö að auki með ýmsum skjöium varðandi jarða- bókaverkið og er fyrsta bindið væntanlegt á þessu ári. A blaöamannafundi i húsa- kynnum Sögufélagsins fyrir helgi kom fram aö fyrsta bindiö er jarðabók Vestmannaeyja og Rangárvallasýslu og er áskrif- endum gefinn kostur á aö kaupa bókina á 10.900 kr. óbundna en 12.800 kr. i bandi meö söluskatti. Tilboöiö stendur til 1. desember en eftir þann tima hækkar veröiö um 30%. Askriftargjald skal greiða Sögufélaginu, Garöastræti 13 B sem hefur umboö fyrir Fræöafélagiö. Póstgiróreikn- ingur félagsins er nr. 88484—7. Viöbótar-bindin tvö meö jaröa- bókarskjölunum sem ekki hafa komiö út áöur varöveita ýmsar merkilegar upplýsingar, ekki sist varöandi Múla- og Skaftafells- sýslur, en jarðabókin um þær sýslur er glötuð. Hefur handrit hennar að öllum likindum fariö i brunanum mikla i Kaupmanna- höfn áriö 1728. Eins og kunnugt er var jaröa- bókin skrifuð i byrjun 18. aldar og eru orð þeirra Boga Th. Melsteð og Finns Jónssonar i formála fyrsta bindis enn i fullu gildi. Þar stendur: „Hún er hið langmerkasta heimildarrit, sem Islendingar eiga um landbúnaö sinn og efna- hag. Hún er einstakt verk i sinni röð, rétt eins og Landnámabók á meðal sögurita. Hún er hiö fyrsta rit, sem hefur aö geyma svo ná- kvæmar upplýsingar um kvik- fénaö bænda, jaröir og býli á Is- landi, aö fá má af henni glögga vitneskju um efnahag lands- manna og hvernig hver jörö var i byrjun 18. aldar”. g. pr. Ný hljómplata Þeir gömlu félagar Magnús Sigmundsson og Jóhann Helgason sem fyrir nokkrum árum sungu saman, hafa nú sent frá sér nýja 11 laga hljómplötu með eigin tón- smiöum. Hún heitir einfaldlega Magnús og Jóhann. Platan var tekin upp i fyrra og átti aö koma út þá, en þaö hefur dregist af ýmsum orsökum. Platan er sérstæö aö þvi leyti aö upptaka og hljóðblöndun fór fram samtimis. Þeir Magnús og Jó- hann eru útgefendur plötunnar, en Skifan sér um dreifingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.