Þjóðviljinn - 02.10.1980, Qupperneq 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. október 1980.
skáh
Umsjón: Helgi ólafsson
(Ég hygg að Friðrik rati þarna á
rétta uppbyggingu. Hann fær upp
áþekka stöðu og stundum kemur
upp úr Caro-Kann vörn en samt
með eilitið meiri sveigjanleika,
þvi að d-peðið hans er á d6 en ekki
á d5.)
Stöðumynd yarð illt
Sá sem þessar linur skrifarhef-
ur I u.þ.b. 4 ár dundað sér við að
skrifa um skák fyrir Þjóöviljann,
sjálfum sér og ugglaust öörum til
leiöinda. Eða hvernig á að skýra
siðasta skákþáttinn sem birtist i
Þjóðviljanum i gær (þ.e.efþessi
fær inni)? En þar mátti sjá hjá-
kátleg mistök i formi stööumynd-
ar frá Haustmóti TR, sem, eins og
kunnugt er, hófst siðastliöinn
sunnudag. Stöðumyndin var Ur
biðskák Elvars Guðmundssonar
og Karls Þorsteins, en svo baga-
lega var hún samansett aö bæði
vantaði i hana heilt peö, sem gef-
ur til kynna aö greinarhöfundur
hafi veriðað flýta sér, og svo var
einu peði óleikið, sem i sjálfu sér
skiptir minna máli, þvi að sá
peðsleikur var hvort eð er þving-
aður. Stööumyndin er þessi:
Þeir sem hafa blaðið i gær fyrir
framan augun á sér geta komið
auga á, að svart peð á h6 hefur
vantað, og rétt áður en skákin fór
i bið lék Elvar f4-f5 þannig aö
Karl hefur leikið biðlei. Eru við-
komandi innvirðulega beönir af-
sökunar og svo náttúrulega allir
þeir sem svo rækilega voru hafðir
aö fiflum.
2. umferð á Haustmótinu var
tefld i gærkvöld en ógerlegt er að
birta úrslit i blaðinu i dag þvi að
úrslit lágu það seint fyrir. Þeir
sem áttust viö i A-riðli voru þess-
ir: Bragiog Jóhann örn, Gunnar
og Elvar.Karlog Björn, Júliusog
Stefán, Dan Hanssonog Margeir
og svo Asgeir og Sævar.
Eins og drepið var á i gær, er
mótið ákaflega vel skipað að
þessu sinni og er langt i samjöfn-
uð, og þvi margar skemmtilegar
viðureignir sem fram fara i þessu
móti.
Skák dagsins er ekki frá Haust-
mótinu, heldur frá öðru móti ekki
ómerkara, en það er 3. Helgarmót
timaritsins Skákar sem fram fór
á Isafirði og Bolungarvik
snemma i ágústmánuð. Ég hygg
að þessi skák hafi ekki áður birst i
dagblöðunum, en hún hafði mikil
áhrif á gang mála og var tefld I
siðustu umferð milli Margeirs
Péturssonar og Friðriks Ólafs-
sonar:
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Friörik ólafsson
Kóngsindversk vörn
1. d4-Rf6
2. Rf3-g6
3. Bg5
(Eitthvað á þessa leið hefur
Kasparov nokkrum sinnum teflt.)
3. ..-Bg7
4. Rbd2-c5
5. e3-cxd4!
6. exd4-Rc6
7. c3-d6 9- 0-0-h6
8. Bd3-0-0 10- Bh4-Rh5!
(Friðrik hefur brugðið fyrir sig
áþekkri hugmynd i Caro-Kann
vöminni (d-peð á d5) og unnið
góðan sigur, ég held á Svæðamóti
i byrjun 6. áratugsins. Þaö var
sýnilegt að Margeir þekkti ekki
vel til þeirrar skákar, þvi að að nú
hugsaði hann sig lengi um.)
11. Hel-f5 13. Rxe5-dxe5
12. d5-Re5 14. Rc4?
(Gefur peð eftir baráttulaust.
Betra var einfaldlega 14. Bc4.)
14. ..—Rf4!
15. f3
(Eftir 15. Rxe5 tapar hvitur
manni: 15. — Rxd3, 16. Dxd3 g5
o.s.frv..)
15. ..*Dxd5
(Friðrik hefur unniö peð og eitt
peðgetur skipt höfuömáli. Þannig
er skáklistin kapitalisk I eðli
sinu.)
16. Bfl-Dc5+ Khl-b5
17. Bf2-Dc7 20. Re3-Hd8
18. Bg3-Kh7 21. Dcl
(21. Dc2 kom ekki siöur tii álita.)
21. . .-Rd3
22. Bxd3-Hxd3
23. Rc2-Bb7
24. Rb4-Hd7
25. He2-Dc5
26. Del-e4
27. fxe4-Bxe4
28. Rc2-e5
29. Hxe4
(Það er örugglega rétt ákvörðun
hjá Margeiri að gefa skiptamun i
þessari stöðu. Að öðrum kosti
hreinlega flæða menn svarts yfir
hann.)
29. ,.»fxe4 32. Hel-Hxb2
30. Dxe4-Had8 33. h4-h5
31. Re3-Hd2 34. Rf5
(Skemmtileg mannsfórn sem þó
breytir litlu um gang mála.)
34. ,.-Dd5
(öruggast.)
35. Dxd5-Hxd5 37. Bxe5-Kf7
36. Rxg7-Kxg7 38. c4
38. .. — Hxe5
(Hrókasendatafliö sem nú fer i
hönd er algerlega óverjandi fyrir
hvitan.)
39. Hxe5-bxcj
40. Hc5-Hb4 '
41. Kh2
(Eöa 41. Hc7 Ke6, 42. Hxa7 Kd6
og f ör c-peðsins upp i' borð veröur
ekki hindruð með góðu móti).
41. ..-Ke7
42. g4-Kd6
43. Hc8-hxg4
44. Kg3-Kd5
45. Hd8+-Ke4
46. He8 + -Kd3
47. Hd8 + -Kc2
48. Hd4-Kc3
49. Hd7-Kb2
— og hvitur gafst upp.
Menningartengsl tslands og Ráðstjórnarrikjanna — MIR
SOVÉSKIR DAGAR 1980
Nokkur dagskráratriði Sovéskra daga 1980 með þátttöku
listamanna frá eistneska sovétlýðveldinu:
Föstudagur 3. okt. kl. 20:30: Opnun sýningar á eistneskri
myndiist og nytjalist i Listasafni ASI, Grensásvegi 16.
Eistneskir listamenn skemmta.
Laugard. 4. okt. Tónleikar og danssýning i Vestmanna-
eyjum.
Mánud. 6. okt.Tónleikar og danssýning i Þjóðleikhúsinu.
Þriðjud. 7. okt. Tónleikar og danssýning i Neskaupstað.
Miðvikud. 8. okt.Tónleikar og danssýning á Egilsstöðum.
Laugard. 11. okt.kl. 16. Tónleikar og danssýning i félags-
heimilinu Gunnarshólma, Austur-Landeyjum.
Aögangur að opnun sýningarinnar i Listasafni ASl er
ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Miöasala á
tónleikana og danssýninguna i Þjóðleikhúsinu er i leik-
húsinu. MIR.
Umsjón: Magnús H. Gislason
Frá UlA:
Ársþing UIA, hið 37. í
röðinni, var haldið á
Borgarfirði eystra
13.—14. sept. sl. Tæplega
40 fulltrúar sátu þingið.
Um hvað skyldu þessir þrir forráöamenn UIA vera að fjalla? Frá
v.: Sigurjón Bjarnason, Pétur Eiðsson og Jóhann Hansson.
Mikið um að vera
auk gesta. Meðal gesta
var Sveinn Björnsson,
forseti ÍSI, og flutti hann
ávarp og kveðjur frá
stjórn (Sí.
Stjórn Sambandsins, fram-
kvæmdastjórar þess og öll
iþróttaráð UIA fluttu ýtarlegar
skýrslur um starf samtakanna á
liðnu starfsári. Þar kom fram,
að mikið starf er unnið um
þessar mundir i þeim rösklega
20félögum, sem standa að Ung-
menna- og iþróttasambandi
Austurlands. Miklar umræður
urðu um það fjármagn, sem
stjórn UIA leggur i frjálsar
iþróttir umfram aðrar iþrótta-
greinar, og sýndist þar sitt
hverjum. Mest lif er þó i knatt-
spyrnunni, en þar tefla félögin
fram eigin liöi, hvert fyrir sig.
Akveðið var að hefjast handa
Hermann Nielsson
um byggingu þjónustumið-
stöðvar að Eiðum, þar sem i
fyrsta áfanga yrði reist hrein-
lætisaðstaða og búningsaðstaða
við Iþróttavöllinn, sem þar er.
Mikið var fjallað um fjármál
Sambandsins, en það er sá liður,
sem alltaf stendur starfinu mest
fyrir þrifum.
Þingfulltrúar sátu kvöld-
verðarboð sveitarstjórnar
Borgarfjarðar, þar sem hrein-
dýrasteik var á borðum. Ung-
mennafélag Borgarfjarðar bauð
til kaffisamsætis auk þess sem
ungmennafélagið stóð fyrir
kvöldvöku og dansleik að henni
lokinni.
Undanfarin ár hefur UIA haft
fastan starfsmann á skrifstofu
sinni að Selási 11 á Egilsstöðum.
Núverandi framkvæmdastjóri
er Sigurjón Bjarnason. Eftir-
taldir skipa stjórn UIA næsta
kjörtimabil: Hermann Niels-
son, formaður, Dóra Gunnars-
dóttir, varaformaður, Jóhann
Hansson, gjaldkeri, Björn
Björgvinsson, ritari, Guö-
mundur Gislason, Eskifiröi,
meðstjórnandi. Pétur Eiðsson.
Eyjarnar síga
Frá fréttaritara okkar i Vest-
mannaeyjum, Magnúsi Jó-
hannssyni frá Hafnarnesi:
Atvinnuhjólin farin að
snúast
Þegar þessir pistlar eru
skrifaöir, þann 18. sept.
er atvinna hér í Eyjum
farin að glæðast, unnið
8—10 tíma á dag. Síldar
hefur orðið vart vestan
við Eyjar eða nánar til-
tekið um Þrídrangaslóð-
ina og vestar. Bátarnir
hafa verið að fá 50—100
tunnur af góðri síld.
Nokkrir bátar eru á trolli
en afli er misjafn. Þó
hafa bátar, sem sigla
með af lann, fiskað vel og
gert úrvals sölutúra. Til
dæmis seldi Bylgjan fyrir
rúmlega 700 kr. hvert kg.
Aðalfundur TafIfélagsins
Taflfélag Vestmannaeyja hélt
aðalfund sinn sl. mánudags-
kvöld i Alþýðuhúsinu. I skýrslu
stjórnar kom fram, að blómlegt
starf var hjá félaginu á sl.
starfsári, sem hófst 15. sept.
1979 og lauk með bæjarkeppni
við Akureyri i lok júli sl. Stjórn
félagsins var öll endurkjörin en
hana skipa: Ólafur Hermanns-
son, formaöur, Óskar Sig-
mundsson, gjaldkeri, Ágúst Ó.
Einarsson, ritari og Lúðvik
Bergvinsson, áhaldavörður.
Spilavist á Elliheimilinu
Byggingaþróunarnefnd JC
hefur tekiö að sér að gangast
fyrir spilakvöldum fyrir
aldraða i Hraunbúðum. Allir
ellilifeyrisþegar eru boðnir vel-
komnir til þessa spilakvölds,
sem verður með þeim hætti, að
spiluö verður félagsvist, 12 um-
ferðii’. Þarna verða veitt verð-
laun fyrir bestu útkomu karl-
fremur en hitt
manns og kvenmanns. A eftir
verða svo kaffiveitingar og sið-
ast en ekki sist hefur verið feng-
inn harmonikuleikari til að leika
við þetta tækifæri. Kannski fær
gamla fólkiö sér snúning smá
stund, þvi margt af þvi er létt i
anda og furðu sprækt á fæti.
Litvæðing hjá Óskari
Óskar Björgvinsson, ljós-
myndarinn góði, hefur nú fest
kaup á tækjum til litmynda-
framköllunar á stofu sina. Er
hér um að ræða stækkara, með
litgreiningarútbúnaði og svo
framköllunarvél. Með þessum
tækjum getur stofan annað
flestum óskum viðskiptavina á
mun skemmri tima en áður, þar
sem kaupa þurfti alla fram-
köllun annarsstaðar frá. Óskar
er nú að gera viðeigandi breyt-
ingar, en stofan er þó opin eins
og venjulega. En á næstu vikum
munu litmyndirnar, fram-
leiddar á staðnum, sjá dagsins
ljós.
Jarðsig á Eyjasvæði
Starfsmenn Norrænu eldfjalla-
stöövarinnar, i samvinnu viö
Vestmannaeyjabæ, hafa fylgst
nokkuð reglulega með jarð-
skorpuhreyfingum i Eyjum og
Mikil
aö Hvanneyri
Mikill áhugi er á búnaðar-
námi og meiri en hægt er að
anna á Hvanneyri. Þar er hægt
að taka á móti i mesta lagi 110
nemendum en 130 sóttu um
skólavist.
Um allmörg undanfarin ár
hefur búnaðarnám verið einn
vetur á Hvanneyri, en nú verður
eru m.a. með tvo siritandi
hallamæla staðsetta hér. Er
annar á Stórhöfða en hinn viö
ráðhúsið. Fyrir skömmu fram-
kvæmdu þeir mjög nákvæmar
fjarlægðarmælingar með laser-
geislatækni og kom i ljós, að
fremur á sér stað landsig en ris
við Eyjar. Frá þvi siðast var
mælt hafa hinir föstu mæli-
punktar nálgast um 4 senti-
metra og er það að mati jarðvis-
indamanna jákvæð þróun.
Ný tölvusamstæða
Um miðjan ágúst sl. var tekin
i notkun hjá Bæjarsjóði Vest-
mannaeyja ný tölvusamstæöa
frá IBM, system 34, en það er
samskonar tækjakostur og
tölvudeild Samfrosts hefur haft
til afnota frá byrjun ársins,
Tölvusamstæðan verður notuð
við launaúrvinnslu og færslu
gjaldendabókhalds fyrst um
sinaen um nk. áramót er fyrir-
hugað að hefja vinnslu fjár-
hagsbókhalds bæjarsjóðs og
stofnana hans, samkvæmt nýju,
samræmdu bókhaldskerfi
sveitarfélaga og mun það verk-
efni þá koma til viðbótar þeim,
sem fyrr er getið. Einn kostur
þess að fá þessa nýju tölvusam-
stæðu I notkun er fólginn i aukn-
um möguleikum á þjónustu viö
gjaldendur.
adsókn
einnig um að ræða tveggja ára
nám, eða tveir vetur og svo
sumarið á milli þeirra, sem var-
ið verður til verknáms.
1 búvisindadeild veröa 22
nemendur. Þá munu 38
nemendur hefja tveggja ára
nám og 50 eins vetrar nám.
— mhg