Þjóðviljinn - 02.10.1980, Page 15
Penna-
vinir í
Kóreu
Kennslukona i Seoul i S-Kóreu
hefur sent okkur fallegt bréf
meö mynd af bekknum sinum,
sem hún segir hafa mikinn
áhuga á að eignast pennavini á
Islandi. Nemendur hennar eru á
aldrinum 12—19 ára, af báðum
kynjum. Þeir kunna ensku.
Fólk á þessum aldri, sem
áhuga hefur á pennavináttu,
getur skrifað kennslukonunni og
gefið henni upplýsingar um Miss An-soon Kim
aldur, áhugamál o.s.frv. Centrai P.O. Box 8365
Utanáskriftin er: Seoul, Korea.
Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eða skrifið Þjóðviljanum,
Siðumúla 6.
lesendum
Ekkert annað en.
pólitískar ofsóknir
Reiður Grindvikingurhringdi
vegna bréfs „Reykviskrar hús-
móður” i lesendadálki
Þjóðviljans sl. fimmtudag, en
Skúii Helgason prentari
hringdi:
— Visismenn eru uppfullir af
samúð i garð verkamanna i Pól-
landi, það vantar ekki. Þessir
elsku hjartans aumingjar i
austrinu eru englar með vængi,
hún telur ástæðuna til kennara-
erja i Grindavik þá að Ragnari
Agústssyni gangi illa að halda
aga og foreldrarnir hafi
ef marka má Visi.
Oðru máli gegnir um okkur
prentara hér á Islandi. Við
erum djöflar með horn og klauf-
ir á siðum Visis. Mér finnst
vanta samræmi i þetta hjá
þeim, blessuðum mönnunum.
áhyggjur af að börnin fái ekki
kennslu.
,,Ég hef nú átt krakka i bekk
hjá Ragnari og hefur þaö ekki
verið verra en hjá öðrum
kennurum. Ég tel mig færan um
að fullyrða, að þetta eru
pólitiskar ofsóknir og ekkert
annað,” sagði Grindvikingurinn
sem hringdi.
Hann sagöi, að hér væri að
verki ákveöinn hópur, og skyldi
sig ekki undra þótt formaður
skólanefndarinnar yrði tekinn
fyrir næst.
„Vel má vera, að ekki séu all-
ir kennarar nægilega grimmir
gagnvart krökkunum, en hafi
hinsvegar átt að beita aga, þá
hefur það heldur ekki mátt. Ég
tel, að við hér á staðnum þekkj-
um betur til en húsmæður i
Reykjavik.”
Elsku hjartans
aumingjarnir
Umsjónarmenn óskast!
Jæja krakkar. Nú er lokið
efninu sem þær Sigþrúður
Gunnarsdóttir og Dýrleif Ýr ör-
lygsdóttir komu með til okkar,
og nú vantar okkur nýja um-
sjónarmenn. Viljiö þið ekki taka
ykkur saman, tvö eða þrjú, og
semja svolitiö af efni I Barna-
hornið?
Þið getið fundið margt
skemmtilegt i bókum og blöö-
um, t.d. i gömlum barna-
blöðum — efnið þarf ekki endi-
lega að vera allt frumsamið.
Svo getið þiö áreiðanlega teikn-
aö skemmtilegar myndir með.
En munið að við getum ekki
prentað Barnahornið i litum, og
þvi er best að teikna myndirnar
meö svörtum tússpennum, þaö
kemur langbest út i blaöinu.
Sum ykkar eiga áreiöanlega i
fórum sinum eitthvert
efni — smásögu, skrýtlu, gátu
eða teikningu, þótt þau treysti
sér kannski ekki til að sjá um
Barnahornið i heila viku —• og
svoleiðis efni er lika mjög vel
þegið.
Hingað til hafa allir um-
sjónarmennirnir verið stelpur.
Hvernig er það eiginlega með
strákana, vilja þeir ekki lika
verða ritstjórar?
Þið getið hringt i okkur i sima
81333 eöa heimsótt okkur i Siöu-
múla 6kl. 9-5alla virka daga, og
svo getið þið lika skrifað okkur.
Utanáskriftin er:
| Þjóðviljinn (Barnahorniö)
I Slðumúla 6
j 105 Reykjavik.
HVAÐ ER Á MYNDUNUM?
Getið þið séð af hverju þessar Ijósmyndir eru? Ekki
kíkja strax á svörin! Þau eru á hvolf i hér fyrir neðan.
xa>j z pnus L
barnahorníð
Fimmtudagur 2. október 1980. ÞJóÐVILJINN — SÍÐÁ 15
Djass í
Tónhorni
Sverrir Gauti Diego kennari
sér um Tónhornið I dag og
heldur áfram að kynna gítar-
tónlist.
— Ég hef gitarinn fyrir
fastan punkt I þessum þáttum,
— sagði Sverrir, — og hef áður
kynnt ýmiskonar gitarleik,
klassiskan og annan. Nú er
rööin komin að djassinum, og
ég hef þegar gert nokkra grein
fyrir frumherjum djassins og
blues-tónlist sem er nátengd
djassi. Segja má að ég vilji
með þessu rekja sögu gítars-
ins i djassi. Vissulega tengjast
mörg önnur hljóðfæri þessu,
en gitarinn er það hljóðfæri
sem ég byggi þættina á.
Tónhorniö verður á dagskrá
áfram i vetur. Umsjónarmenn
þess eru Sverrir Gauti Diego
og Guðrún Birna Hannesdótt-
ir, og sjá þau um þáttinn
hálfsmánaðarlega hvort um
sig.
— ih.
Reggae í áföngum
— Mér skilst að ætlunin sé
að við höldum áfram með
Afanga, a.m.k. i
vetur, — sagði Ásmundur
Jónsson Afangamaður I sam-
tali við Þjóðviljann. — Þor-
steinn Hannesson sagðist ekki
vita betur, siðast þegar við
töluðum við hann.
Sem kunnugt er hefur verið
lagt til að leggja niður Afanga
og ýmsa fleiri tónlistarþætti
útvarpsins, og hefur sú tillaga
mælst mjög illa fyrir hjá
hlustendum, a.m.k. þeim sem
ekki hafa náð fimmtugsaldri.
Verður spennandi að fylgjast
með framvindu þessa máls.
Að sögn Asmundar ætla þeir
Guðni Rúnar að kynna reggae-
tónlist i þættinum i
kvpld. — Við höfum ekki fjall-
að sérstaklega um hana fyrr-
en núna, — sagöi hann, — og
finnst þvi timi til kominn,
einkum þar sem þessi tónlist
frá Jamaica er farin að hafa
€| Útvarp
^ kl. 23.00
mjög sterk áhrif á rokktónlist,
aðallega i Bretlandi, þar sem
mikið er af innflytjendum frá
Jamaica.
Við höfum hugsað okkur að
kynna svolitið bakgrunn þess-
arar tónlistar og þau trúar-
brögð sem setja sterkan svip á
hana, rastafari-trúna. Annars
má segja að reggae-menn
skiptist i tvo hópa: þá sem aö-
hyllast rastafari og hinna sem
telja þau frumstæð og enga
lausn á vandamálum fólksins
á Jamaica. Helsti málsvari
þessa siðarnefnda hóps er Lin-
ton Kwesi Johnson. En i þætt-
inum i kvöld verðum við mest
með eldri reggae-tónlist, frá
1970 og árunum næst á eftir,
þegar Bob Marley var að
komafram. — ih
Skilnaður á
sænska vísu
Útvarpsleikritið I kvöld
heitir ,,Þú vilt skilnað” (Du
vill alltsS skiljas) og er eftir
Lars Helgesson. Þýðinguna
gerði Jakob S. Jónsson, en
leikstjóri er Guðmundur
Magnússon. Með hlutverkin
þrjú fara Þóra Friöriksdóttir,
Róbert Arnfinnsson og
Guðbjörg Þorbjarnardóttir.
Flutningur leiksins tekur
rúmar 40 minútur. Tækni-
maður: Astvaldur Kristins-
son.
Hjónaband Ullu og Urbans
er orðið meir en litið hnökrótt,
án þess aö nokkur ein ástæða
sé sjáanleg fyrir þvi. Ester,
móðir Ullu, sem er helsti
ráðgjafi hennar, telur aö hægt
sé að bjarga við sambúðinni ef
rétt er að farið. Dóttir hennar
eigi kannski ekki siður sökina
en tengdasonurinn.
Lars Helgesson er Svii,
Útvarp
kl. 21.30
fæddur árið 1921. Fyrsta út-
varpsleikrithans var „Hringir
á vatni” (flutt 1951), en siöan
hefur hann skrifað milli 20 og
30 útvarpsleikrit. Hann hefur
auk þess skrifað leikrit fyrir
sviö og sjónvarp. Gagnrýnin
lýsing á samfélaginu og
siðræn átök innan þess er
eitthelsta viðfangsefni hans.
örlög einstaklingsins hljóta að
skoðast I ljósi heildarinnar. A
annan veg verða þau ekki skil-
in.
Útvarpið hefur áður flutt tvö
leikrit Helgessens, „Læstar
dyr” 1964 og „Mynd i albúmi”
1965.