Þjóðviljinn - 12.11.1980, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 12.11.1980, Qupperneq 15
Miðvikudagur 12. nóvember 1980. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 15 ■ ij Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum, lesendum fra Réttvísin Nýlega var skýrt frá þvi að upp hefði komist um auðgunar- brot af stærri gerðinni. Eftir þvi sem mig minnir er þetta þá fjórða stóra fjárdráttarmálið sem nú er i höndum réttvis- innar. Hin eru: stórþjófnaður úr banka, framinn af starfsmanni bankans, stórsvindl með ávis- anir og stór gjaldeyrissvik við kaup á skipum frá Noregi. A árinu var lokið Jörgensens- málinu, sem hafði verið s.l. 11 ár að velkjast I höndum réttvis- innar. I upphafi var það blásið út sem stórfellt fjársvikamál. En nú eftir 11 ára þvott sýnist helst eftir dómi, að brotið hafi verið litið, eða jafnvel ekkert. Biða nú þeirra fjárbrotamála sem nú eru komin i hendur rétt- visinnar sömu örlög og Jörgensensmálið hlaut? Að vera lögð i 11 ára þrifabað? Þau elstu eru nú þegar búin að vera árum saman i athugun. Byrjun- in var með miklu brauki og bramli, en slðan dregur smám saman af og nú heyrist hvorki hósti né stuna um þá stórfelldu rannsókn sem fram fer að llk- indum á þessum stórsvikamál- um. Ég held að það sé ekki hægt að telja nokkrum venjulegum manni trú um aö það þurfi endi- lega að taka fleiri ár og jafnvel áratugi að komast til botns i svona fjársvikamálum, ef ötul- lega er að þeim unnið. Og enn siður er liklegt að flækjur I mál- um leysist auðveldar þegar búið er aö þvæla þvi árum saman I rannsóknum. Fjölmiðlar mættu þvi gjarnan vera betur á verði meöan þessi mál eru á leið gegnum réttvis- ina, og hnippa við og við I þá sem með þau hafa aö gera, svo þeir sofni ekki fram á hendur sinar. Þaö er lika viöar en I fjár- svikamálum sem grunur um aö réttvisinni séu mislagðar hendur læðist að manni, og er stærsta afbrotamál okkar tima, Guðmundar- og Geirfinnsmálið ekki undan skilið. Glúmur Hólmgeirsson Veöriö hefur haldiö áfram aö leika viö lifriki landsins, — hér höfum viö einn af viröulegum höföingjum þess rikis, sem iætur ótvirætt iljós velþóknun sina yfir bliöunni. Barnahornid Umsjón: Jónas og Birgir. Skrýtlur Faöirinn: Hvert ætlar þú með þessa mýflugu, Mangi minn? Mangi: Ég ætla með hana inn til hennar mömmu og láta hana búa til úr henni úlfalda handa mér. Þú sagðir í gær að hún gerði alltaf úlfalda úr mýflugunni. Nú ætla ég að sjá hvernig hún fer að því. Móðirin: Skelfing hef- urðu fengið slæman vitnisburð í skólanum í dag, Geiri minn. Geiri: Á-á! Kennarinn sagði að hann væri alltof góður handa mér. Jóhannes: Hvort viltu heldur missa peningana eða lífið? Jakob: Lifið, auðvitað. Ég þarf að geyma pen- ingana til elliáranna. Gesturinn: Hversvegna starir hundurinn svona grimmdarlega á mig meðan ég borða? Húsfreyjan: Ætli það sé ekki vegna þess, að þú ert að borða af diskinum hans. é Reiknings- þraut Hlutirnir á myndinni tákna ákveðnar tölur. Sami hlutur táknar sömu tölu. Getur þú fundið út- komuna? Lausn á punktaþraut Ferskt og fryst Sjónvarp O kl. 21.05 Sjðnvarpiö hefur fundiö nýtt vandamál til aö glima við á þessum erfiöu timum: margir neytendur kunna ekki skil á fiokkun og merkingu kjöts. Til þess að koma i veg fyrir frekari afglöp landsmanna á þessu sviöi, hefur sjónvarpið látið gera fræösluþáttinn Ferskt og fryst, sem sýndur verður I kvöld. Á tæpum klukkutima fá áhorfendur að sjá hvernig þeir eiga að umgangast kjöt: velja það, ganga frá þvi til geymslu og matreiða það. Valdimar Leifsson er umsjónarmaður þáttarins—ih Börn i mannkynssögunni • Sjónvarp kl. 17,20 Vert er aö benda bömum og unglingum á öllum aidri á nýjan, franskan framhaids- myndaflokk sem hefur göngu sina i sjónvarpinu i dag og verður á dagskrá næstu fjórtán miövikudaga. Nefnist hann ,,Börn i mannkynssög- unni”. Þetta er leikinn heimilda- myndaflokkur frá franska sjónvarpinu. Að sögn Björns Baldurssonar hjá Sjónvarpinu fjallar flokkurinn um börn og unglinga á ýmsum timum. — 1 einstökum þáttum er sagt frá unglingum sem kom- ust til æðstu metorða, — sagði Bjöm, — t.d. einum pilti sem varð biskup 14 ára og öörum sem varö hershöföingi á svip- uöum aldri. En aö öðru leyti eru þættirnir flestir um sögu- lega viðburði sem á einhvern hátt höföu áhrif á lif barna og unglinga. Má þar nefna t.d. fyrstu skólana, sem settir voru á laggimar, iðnbylt- inguna og þá barnaþrælkun sem hiln hafði i för með sér. Fyrsti þátturinn nefnist „Krossferð barnanna”. Þýð- andi er Ólöf Pétursdóttir. — ih )a Sjónvarp O kl. 22.00 Mynda- flokki lýkur i kvöid lýkur danska fram- haldsmyndaflokknum Arin okkar, sem haldið hefur mörg- um límdum viö kassann undanfarin miövikudags- kvöld. Arin okkarsegir fra danskri sjómannafjölskyldu sem á við aö striða flest þau vandamál sem dunið hafa á Dönum undanfarin ár. Börnin lenda i eiturlyfjum og atvinnuleysi, að ógleymdu poppinu. Krabbameinið kemur lika við sögu. En þrátt fyrir #Útvarp kl. 22.00 Bein lína til Kjartans Kjartan Jóhannsson, nýkjörinn formaöur Aiþýöu- flokksins, veröur i þættinum „Bein lina” sem er á dagskrá hljóðvarps i kvöld. Kjartan hefur verið mikiö I sviðsljósinu aö undanförnu og er ekki að efa að marga hlust- endur fýsir að spyrja hann nánar út i innanflokksmál þeirra krata, og þá kannski sérstaklega þá miklu vináttu sem rikir i þeirra herbdöum, og þann nýja stæl — eða stfl — sem Kjartan hefur boðað. Ekki má heldur gleyma að Kjartan er i' stjðrnarandstööu og hlýtur aö hafa á takteinum lausnir á öllum þeim vandamálum sem stjórnin ræður ekkert viö. Þættinum stjóma Helgi H. Jónsson og Vilhelm G. Krist- insson. — ih Klaus Rifbjerg, höfundur „Aranna okkar”. vandamálin er myndaflokkur- inn vel gerður og skemmtileg- ur, og einmitt vegna vandamálanna kemur hann okkur ölllum við. Margir af þekktustu sjón- varpsleikurum Dana leika i þessum myndaflokki, og er þeim vel stýrt af leikstjóran- um Palle Kjærluff-Schmidt, enhöfundur handritsins er rit- höfundurinn frægi, Klaus Rif- bjerg. — ih

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.