Þjóðviljinn - 13.11.1980, Page 3

Þjóðviljinn - 13.11.1980, Page 3
Fimmtudagur 13. nóvember 1980. ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3 Norrœnu kolmunnarannsóknirnar: Allt er til reidu — þegar nógu hátt verð fæst fyrir kolmunna til þess að veiðar og vinnsla borgi sig, segir Björn Dagbjartsson Þær rannsóknir á veiðum og vinnslu kolmunna, sem Norð- menn, Færeyingar og tslendingar hafa unniö að sl. tvö ár, en nú er lokið, hafa skilað þeim árangri, að þegar nægilega hátt verð fæst fyrir kolmunnann til þess að menn telji veiðarnar og vinnsluna borga sig, þá er allt til reiðu, veiðarfæri, flutningatæki og vinnslutækni í landi, sagði dr. Björn Dagbjartsson, forstöðu- maður Rannsókarstofnunar fisk- iðnaðarins i samtali við Þjóðvilj- ann. Hann bætti þvi við, að nú sem stæði væri verð fyrir kol- munnaafurðir, skreið, marning eða flök tæplega nógu hátt til þess að veiðarnar borgi sig, ef kol- munni er aðeins veiddur til manneldis. Verkaskipting Þjóðirnar þrjár skiptu með sér verkum i þessum rannsóknum. Norðmenn sáu aðallega um veiðarfærarannsóknir, Færey- ingar um vinnslu i marning og á flökum og tslendingar um verkun hans i skreið i landi. Þetta var skiptingin i höfuðdráttum, en að sjálfsögðu var svo um fulla sam- vinnu á flestum sviðum að ræða milli þjóðanna. Varðandi veiðar- færatilraunirnar má segja að Norðmenn og Færeyingar hafi unnið saman að þeim og útkoman varð stórmöskvað troll, þar sem möskvarnir eru 6 kantaðir. Reyndist það mjög vel og nú er svo komið að öll skip sem stunda kolmunnaveiðar nota troll af þessari gerð, en heppileg troll stóðu kolmunnaveiðunum nokkuð fyrir þrifum áður. Dr. Björn sagði að útkoman hjá. Færeyingum i flökun og marn- ingsgerð væri einkar athyglis- verð, sér i lagi flökunin. Það hefði komið i ljós að roðflett kolmunna- flök i blokkum hefðu likað mjög vel á Bretlandseyjum. Þar var þessum fiski likt við þorsk að gæðum en verðið var svipað og fyrir ufsa. Framleiðslukostnaður á kolmunna er aftur á móti hærri en á þorski enn sem komið er. Færeyingar eru samt svo bjart- sýnir að þeir hafa nú þegar keypt verksmiðjutogara, sem mun veiða i sig sjálfur, en siðan veröa um borð flökunarvélar og fyrsti- aðstaða og er áætlað að hægt verði að vinna 100 tonn á dag um borð i þessum 4 þúsund lesta tog- ara. Skreiðarþurrkun vekur athygli Hér á landi fóru fram tilraunir meðaðverka kolmunna i skreið. Það sem mesta athygli vakti i þvi sambandi var þurrkun kol- munnans i þurrkstöðinni i Hvera- gerði, þar sem heitt jarðvatn var notað við þurrkunina. Aðspurður um verð á kolmunnaskreið sagði dr. Björn, að Norömenn hefðu keypt kolmunna af Sovét- mönnum, nokkur hundruð tonn.og verkað i skreið og selt til Nigeriu. Þar hefði skreiðin likað mjög vel en veröið væri ekki nema um 70% af veiði þorskskreiðarinnar. 1 þessu sambandi benti dr. Björn á, að án vafa væri hægt að koma vinnslukostnaöiá kolmunna eitthvað niður þegar menn færu að vinna hann i alvöru, þvi að það væri staðreynd að vinnslukostn- aður i tilraunum væri alltaf hærri en þegar alvaran tæki við. Og taldi hann að framleiðslukostn- aður á kolmunnaskreið þyrfti ekki aö vera hærri en á verkun þorsks, ef islenska aðferðin við þurrkun er notuð. Ef hinvegar þarf aö kyndaþurrkklefameð oliu fer kostnaðurinn úppúr öllu valdi. Gámaflutningur Eitt af þeim vandamálum sem glimt hefur verið við er flutningur kolmunna til manneldis af mið- unum i land. Norðmenn gerðu til- raunir með að i'lytja kolmunnann i sjókældum tönkum, en það gafst ekki nógu vel. Aftur á móti gerðu tslendingar tilraunir með að nnahátldBO Þær voru að undirbúa kvennahátfðina I Sokkholti I gærLjósm. —gel— Kvennahátíð frá morgni til kvölds Rauðsokkahreyfingin efnir til kvennahátiðar á laugardaginn i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Hefst hún kl. 10 f.h. og stendur til kl. 18, enda hefur henni verið valiö heitið „frá morgni til kvölds” einsog fyrri hátíðum Rauösokka. Dagskrá hátiðarinnar er fjöl- breytt og nokkuö frábrugðin þvi sem var á fyrri hátíöunum. Tón- list og leiklist eru i hávegum hafðar, og ætlunin er að léttur blær verði yfir hátiðinni og allir i hátlöarskapi. Kl. 10 f.h. hefjast umræður i hópum og fara þær fram i Stúdentakjallaranum. Þema umræönanna, og reyndar hátiöarinnar allrar, verður Konur i atvinnulifinu. Umræðustjórar veröa fyrir hverjum hópi, en þeir munu f jalla um stöðu kvenna yfir fertugt, húsmæðra, verkakvenna og menntakvenna. Kl. 14 hefst svo sprellið út um allt hús meö „gjörningum” sem leiklistarnemar standa fyrir, og verða þar ýmsar uppákomur i anda dagsins. Siðan skiptast á ávörp og söngur fram að hléi, sem hefst kl. 15.50. Fjórar konur flytja ávörp um stöðu sina i at- vinnulifinu og einnig veröur flutt ávarp Rauösokkahreyfingar- innar. Sigrún Björnsdóttir leikari syngur kvennalög og Brecht- söngva við undirleik Sigurðar Rúnars Jónssonar, og hann leikur einnig undir hjá Jóhönnu og Ingveldi, tveimur ungum söngv- urum, sem einnig munu taka lagiö. Kl. 16.10 heldur dagskrain áfram með söng, ljóðaupplestri kvenria og dagskrá sem félagar úr Alþýðuleikhúsinu flytja og helguö er kvennahátiðinni. Auk þessa veröur sýnd banda- riska kvikmyndin Union Maids, sem fjallar um baráttu banda- riskra verkakvenna um 1930. Mynd þessi, sem er 45 min. löng, hefur hlotið mikið lof. Hún var gerð árið 1976. Union Maids verður sýnd tvisvar i Garðsbúð, kl. 14.30 og 16.10. Barnagæsla verður á staönum frá kl. 10—18. Miðar verða seldir við innganginn og kosta 3000 kr. Þetta er i þriðja sinn sem Rauð- sokkarhalda hátið „frá morgni til kvölds”. í bæði fyrri skiptin hafa hátfðirnar verið mjög fjölsóttar og vel heppnaðar, enda er stefnt að þvi að þær veröi fastur liður i starfsemi Rauðsokka áfram. —ih Dr. Björn Dagbjartsson flytja hann i gámum, sem taka eitt til tvö tonn, og er fiskurinn kældur með is og sjó. Þetta gafst vel og það kom einnig i ljós að hægt er að nota þessa gáma um borð i nótaveiðiskipum, en þar er nærri ómögulegt að notast við kassa til að isa kolmunnann i. Og það sem meira er, það er hægt að veiöa kolmunna til manneldis og jafnframt til bræðslu ef gámarnir eru notaðir. Þetta er einkar athyglisvert, vegna þess að þarna opnast möguleikar á að gera veiðarnar arðbærar. Að veiða eingöngu til manneldis er tæplega hagkvæmt enn sem komið er, vegna þess hve litið magn er hægt að taka i einu og eins telja útgerðarmenn og sjómenn að hærra verð þurfi að fást fyrir kolmunna til bræðslu til þess að veiðarnar borgi sig. En með þvi að sameina þessar veiðar er hugsanlegt að þær borgi sig. Fylgst með Færeyingum Aðspurður um kostnaðinn af þessum rannsóknum sagði dr. Björn að hann yrði sennilega i kringum 20 miljónir danskra króna. Þar af fæst 1,5 milj. d.kr. frá Norræna iðnþróunarsjóðnum og l/2milj. d.kr. frá Nordforsk en hitt myndu sjávarútvegsráðu- neyti þjóðanna greiða. Lang- stærsti kostnaðarliðurinn i til- raununum var útgerð skipa, sem eins og allir vita er mjög dýr við rannsóknir á borð við þessar. Um arðsemi tilraunanna sagöi dr. Björn aö hún kæmi I ljós um leið og farið yröi að veiða kol- munna fyrir alvöru til manneldis og að það gæti orðið fyrr en seinna, þótt hann vildi ekki gerast neinn spámaður um hvenær það yrði. Hann sagði að íslendingar myndu aö sjálfsögðu fylgjast náiö með árangri Færeyinga þegar út- gerð verksmiðjutogara þeirra hæfist, þar sem i ljós hefði komið að tilraunir þeirra með kol- munnaflök hefðu veriö einkar at- hyglisverður. Ef þetta dæmi gengi upp hjá Færeyingum, væri ekkert þvi til fyrirstöðu að Islend- ingar hæfu kolmunnaveiðar fyrir austan land og að vinna hann þá á sama hátt og Færeyingar eða þá að frysta hann á hafi úti og með skreiðarvinnslu fyrir augum, en mjög miklu máli skipti, að fiskur- inn væri frystur sem allra fyrst eftir aö hann væri veiddur. Timinn einn verður að skera úr um þaðhvort hagkvæmt þykir að hefja kolmunnaveiðar i stórum stil, en ef af þvi verður mun árangur þessara tilrauna koma best i’ljós, sagði dr. Björn Dag- bjartsson að lokum. S.dór. Kanna afstöðu Revkvíkinga tíl jafnréttismála Könnun á afstöðu Reyk- víkinga til jafnréttismála fer fram þessa dagana á vegum jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar. Könnunin nær til 2000 manna úrtaks fólks á aldr- inum 20-60 ára. Þetta er í fyrsta skipti sem slík könnun er gerð í Reykja- vík, en áður hafa nokkrir aðrir kaupstaðir kannað hug sinna íbúa. Dreifingu og innsöfnun spurn- ingalistanna annast konur úr kvenfélögunum i Bandalagi kvenna I Reykjavik en könnunin er unnin i samvinnu við Félags- visindadeild Háskóla Islands. Það er ætlun jafnréttisnefndar- innar að kanna hvort hugarfars- breyting hafi oröiö meðal Reyk- vikinga og væntanlega mun hún hagnýta niðurstöðurnar i starfi sinu. Formaður jafnréttisnefndar Reykjavikurborgar er Svala Thorlacius. Heildaraflinn minni —þorskaflinn meiri Fyrstu 10 mánuöi þessa árs varð heildar fiskafli landsmanna 286 lestum minni en var á sama tima i fyrra. Þarna munar ein- göngu um loðnuna en i fyrra var loðnuaflinn þessa 10 mánuöi 918 þúsund lestir en i ár aöeins 609 þúsund lestir. Aftur á móti er þorskaflinn i ár mun meiri eða 369.639 lestir en var á sama tíma i fyrra 325.192 lestir. Heildaraflinn fyrstu 10 mánuöi ársins varð 1.229.712 lestir en i fyrra 1.515.852 lestir. S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.