Þjóðviljinn - 13.11.1980, Page 7
Fimmtudagur 13. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Bæjarbókasafn Keflavikur flutti áriö 1974 i ný húsakynni á
Mánagötu 7, þriggja hæða einbýlishús. A þessu hausti hefur
þessu húsi endanlega verið breytt i mjög snoturt safn. Umsjón
með þvi verki hefur haft Karl Jeppesen, arkitekt. 1 sumar var
húsið málað að utan og nú i haust voru tekin í notkun þrjú her-
bergi i kjallara, sem áður voru ónotuð.
1 kjallara eru nú dagblöð, timarit og fræðibækur ásamt mjög
góðu úrvali erlendra bóka. A miðhæð er barnadeild og útlánasal-
ir. A efstu hæð lesherbergi fyrir fræðimenn eða námsfólk. bá er
þar geymt úrklippusafn um sögu Suðurnesja. Ennfremur vinnu-
herbergi starfsfólks. Mörg málverk eftir Suðurnesjamenn, Aka
Granz, Kristin Reyr, Helga S. Jónsson og Þorstein Eggertsson,
prýöa veggi
A fundi bankaráös Landsbanka tslands nýlega, var Arni
Sveinsson skipaður útibússtjóri við útibú bankans i Neskaupstað
og Hreinn Hermannsson við útibúið á Fáskrúösfirði.
Arni Sveinsson er fæddur 1933 á Akureyri, hóf störf i bankan-
um árið 1956 og hefur lengst af starfað i endurskoöunardeild, sið-
ustu tiu ár sem deildarstjóri.
Hreinn Hermannsson er fæddur 1935 á Akureyri, hefur starfað
i bankanum i tólf ár og verið bókari viö útibú bankans á Höfn,
Hornafirði, frá árinu 1971.
Grútarbiblía á bóksöluskrá
Bókavaröan, verslun með gamlar og nýlegar bækur að Skóla-
vörðustig 20, hefur gefið út bóksöluskrá yfir notaðar bækur, is-
lenskar og erlendar. Húmlega 1200 bækur eru I skránni, og eru
þær aðeins hluti þess sem verslunin hefur aö bjóða.
Skráin er flokkuð eftir efni: þjóðlegur fróöleikur, saga, islensk
fræöi, islenskar ævisögur, erlendar skáldsögur, stjórnmál,
náttúrufræði og margt fleira. Kennir þar margra grasa, og bæk-
urnar eru seldar við æöi misjöfnu verði. Sem dæmi má nefna, að
algengustu bækur, ljóð og skáldsögur, kosta þetta 1-4 þúsund
krónur, en sjaldgæf eintök eldri bóka kosta svimandi háar upp-
hæðir, eins og t.d. „Grútarbiblian”, sem kostar kr. 950.000.-
Bókin er nefnd svo vegna meinlegrar prentvillu i textanum, þar
sem „harmagrátur” verður fyrir mistök „harmagrútur”.
Margar aðrar fáséðar og gamlar bækur eru i skránni.
Þeir sem þess óska geta fengið bóksöluskrána senda frá versl-
uninni, meðan upplag endist.
—ih
Framkvœmdastofnunin á Höfn
Stjórnarfundur Framkvæmdastofnunar rikisins var haldinri
sl. föstudag á Höfn i Hornafirði og hefur stofnunin þarmeö haldið
fundi á öllum svæðum landshlutasamtaka.
A fundinn siðdegis var boðið alþingismönnum kjördæmisins,
stjórn og framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga i Austur-
landskjördæmi, oddvitum og sveitarstjórum. Fundurinn var vel
sóttur og fóru fram umræður um helstu hagsmunamál kjör-
dæmisins. Daginn eftir notuðu stjórn og starfsmenn stofnunar-
innar til að heimsækja atvinnufyrirtæki á Höfn.
Nýlega afhenti Heinz Pallasch vestur-þýskur sendiráðsfulltrúi
Bæjarbókasafni Keflavikur myndarlega gjöf frá
Martin-Behaim -félaginu. Þetta eru llObækur á þýsku og er þar
að finna verk eftir marga þekktustu rithöfunda Þýskalands. Við-
stödd afhendinguna voru ögmundur Guðmundsson formaöur
bókasafnsstjórnar og Maria Loebell þýskukennari við Fjöl-
brautarskóiann ásamt bæjarbókaverði. Myndin er tekin I safn-
inu við afhendinguna
Breytt húsakynni Bœjarbókasafns
Arni Sveinsson Hreinn Hermannsson
r
Utibússtjórar á Austurlandi
Kvikmyndir
Ingibjörg
Haraldsdóttir
skrifar
Hjóna
band
Maríu
Braun
Regnboginn hefur tekið til sýn-
ingar eina af nýjustu myndum
Fassbinders: Hjónaband Mariu
Braun (1979). Þetta er jafnframt
ein þeirra mynda þessa þýska af-
kastamanns sem mesta aðsókn
hafa hlotið og jákvæðust viðbrögð
áhorfenda.
Rainer Werner Fassbinder
hefur þann ágæta eiginleika aö
koma áhorfendum sifellt á óvart.
1 þessari mynd gerir hann það
með þvi að nota frásagnaraðferð
sem minnir helst á „melódrama”
frá Hollywood til að segja sögu
sem er vægast sagt óvenjuleg.
Söguþráðurinn verður ekki rak-
inn hér, enda áhorfendum litill
greiði gerður með þvi.
Hinsvegar er ekki úr vegi að
benda á að Fassbinder er samur
við sig i þessari mynd hvað varð-
ar boðskap og hugmyndir. Hann
er enn að kryfja þýskt þjóðfélag
eftirstriðsáranna og nútimans, og
enn er hann að fjalla um þann
menningarheim sem gerir allt að
söluvöru, lika tilfinningarnar.
Ofgnóttasamfélagið elur af sér
tilfinningalega vesöld.
Hanna Schygulla leikur Mariu
Braun. Hún hefur áður leikið I
myndum Fassbinders og fer hér á
kostum i hlutverki sem gagn-
rýnendur hafa kallaö „Mata Hari
atvinnullfsins”. Aðrir leikendur
eru m.a. Ivan Densy og Klaus
4
Hanna Schygulla i hlutverki Marfu Braun.
Löwitsch. Myndatökuna annast
Michael Ballhaus, sem unniö hef-
ur með Fassbinder um margra
ára skeið.
Það er ekki feitan gölt að flá i
bióunum þessa dagana, og þvi
hlýtur kvikmyndaunnendum aö
þykja fengur i þessari mynd i
Regnboganum. Að undanförnu
hefur verið sýnd þar sænska
myndin Mannsæmandi lif, sem
telst til meiriháttar viöburða.
Vonandi er Regnboginn nú loks
kominn á þá braut sem margir
létu sig dreyma þegar húsiö var
opnaö: að nota þá góðu mögu-
leika sem fjórir sýningarsalir
bjóða upp á til að sýna að stað-
aldri a.m.k. eina góða mynd.
—ih
Anna Karina i myndinni Pétur vitlausi
Pétur vitlausi
Myndin sem Fjalakötturinn
sýnir i þessari viku er „Pétur vit-
lausi” (Pierrot le fou), sem Jean-
Luc Godard gerði árið 1965. i að-
alhlutverkunum eru Jean-Paui
Belmondo og Anna Karina.
Godard er einn af þessum kvik-
myndastjórum sem óhætt er aö
fullyrða um aö þeir séu höfundar.
Hann er af kynslóð nýbylgju-
manna svonefndra, sem komu til
sögunnar i Frakklandi I lok sjötta
áratugarins, og af mörgum talinn
þeirramerkilegastur. Hann hefur
aldrei fetað troönar slóöir i list-
sköpun sinni, og þegar jafnaldrar
hans og félagar urðu gróðahug-
sjóninni að bráð, hver á fætur
öðrum, fór hann alltaf lengra og
lengra út I pólitikina og tilrauna-
mennskuna. A siðustu árum hefur
veriö heldur hljótt um hann.
En Pierrot le fou er gerð þegar
hann var upp á sitt besta. Einsog
aðrar myndir Godards hlaut hún
móttökur sem einkenndust af öfg-
um: annaöhvort hældu menn
henni upp I hástert („list vorra
tima — það er Jean-Luc Godard”
sagði rithöfundurinn Aragon) eða
þeir lýstu þvi yfir að myndin vær,
óþolandi með öllu.
Myndin er frábærlega tekin af
snillingnum Raoul Coutard, og
vel þess viröi að sjá hana þótt
ekki væri nema þess vegna.
Sýningar Fjalakattarins eru
sem kunnugt er i Tjarnarbiói i
kvöld kl. 19, á laugardag kl. 13 og
á sunnudag kl. 19 og 22. Skirteini
eru enn til sölu viö innganginn.
—-ih