Þjóðviljinn - 13.11.1980, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 13.11.1980, Qupperneq 16
NOÐVIUINN Fimmtudagur 13. nóvember 1980. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsins 1 sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Þorskveiðin oröin fast að 400 þús. lestum: Aðeins skrapveiðar verða í desember ef farið verður að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar — fundur með hagsmunaaðilum haldinn í fyrramálið Nú er orðið ljóst, að ef fara á að ráði Hafrann- sóknastofnunarinnar um að heildarafli þorsks i ár verði ekki meiri en 400 þúsund lestir, verður ekki um neina þorsk- veiði að ræða i desem- ber, aðeins svonefndar skrapveiðar. Um sið- ustu mánaðamót var þorskaflinn orðinn 370 þúsund lestir og siðustu vikur hefur verið mjög góð veiði hjá togurun- um. Þarna er þvi um mikið vandamál að ræða og i fyrramálið hefst fundur sem Kristján ltagnarsson. sjávarútvegsráðherra hefur boðað til með hagsmunaaðilum i sjáv- arútvegi, sjómönnum, útgerðarmönnum og fiskvinnslustöðvamönn- um. Að sögn Boga Þórðarsonar, að- stoðarmanns sjávarútvegsráð- herra, hefur enn engin ákvörðun verið tekin um hvað gert verður. Hann benti á að hér væri um stærra vandamál að ræða en svo, að tekin yrði ákvörðun i málinu án samráðs við hagsmunaaðila og benti á að fundur með þeim yrði einmitt haldinn i fyrramálið. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Llú, sagðist ekki eiga von á þvi að þorskaflinn yrði kominn i 400 þús. lestir um mán- aðamótin næstu. Hann sagði að afli togaranna hefði minnkað verulega nú siðustu daga, en hefði verið mjög góður i september og október. Þess vegna sagðist hann eiga von á þvi að fyrri ákvörðun um veiðitakmarkanir i desember myndi gilda, þ.e. veiðar yrðu leyfðar i 13 daga en 18 daga þorskveiðibann. —S.dór. !*»«* !»«**» • 8 ~T'V Engin meiðsli í hördum árekstri Engin meiðsli urðu á mönnum í þeim geysiharða árekstri sem varð á gatna- mótum Miklubrautar og Grensásvegar kl. 15.43 í gær. ökumaöur var einn i Volks- wagenbilnum, sem sést á mynd- inni hér aö ofan heldur illa út- leikinn. Hann mun hafa ekið út á Miklubraut á rauöu ljósi og i veg fyrir strætisvagn, sem kom vestur Miklubraut. I sama bili kom Bronco-jeppinn austur Miklubraut. Fólksvagninn lenti fyrst á vinstra framhorni strætis- vagnsins, kastaðist siðan á Broncoinn og þaðan á götuljósa- staurinn, þar sem hann stöövaö- ist. ökumaöur Volkswagen-bils- ins slapp meö smárispur I andliti og má þaö kallast mesta mildi. — eös. Deilan við Hrauneyjafossvirkjun óleyst: Starfsmenn vilja falla frá verkfallsboduninni Deila v erk a lýðs f éla gs in s Rangæings er óleyst enn. t gær var sainningafundur hjá sátta- semjara og i dag kl. !) árdegis verður annar fundur. 1 fyrradag var haldinn fjöl- mennur fundur starfsmanna við Hrauneyjafossvirkjun þar sem fram kom mikil óánægja með verkfallsboðun Rangæings, þar sem verkfallið og verkbanniö sem sett hefur verið á félagið bitnar á mönnum sem eru félagar i öðrum sléttarfélögum, sem þegar hafa samið. A fundinum var skorað á stjórn og trúnaðarmannaráð Rangæings að falla frá verkíallsboðun. —ká Morgunblaðsmenn felldu tíllögu um yfirvinnubann 1 gær samþykktu blaðamenn á Visi og Dagblaöinu aö hefja yfir- vinnubann, en blaðamenn Morgunblaösins felldu þá tillögu. Samþykkt Visis- og Dagblaðs- manna var bundin þvi skilyrði að yfirvinnubann yröi á öllum blöðunum þremur sem fengið hafa á sig verkbann. Þvi er ljóst að ekki verður af yfirvinnubann- inu, en tilganur þess var m.a. að koma i veg íyrir útgáfu helgar- blaðanna. Hallur Hallsson blaðamaður á Morgunblaðinu sagði i gær, að ljóst hefði veriö að i það minnsta Visir mundi koma út og þvi hefðu blaðamenn Morgunblaðsins talið yfirvinnubann missa marks. —ká i. i l Leikur og bllaumferð fer ekki saman, en hér má sjá eitt dæmið um ástand umferðarmála i gamla vesturbænum. Ljósm: gel. íbúar í Vesturbœnum: Krefjast adgerda vegna umferðaröngþveitis „Borgaryfirvöld fá frest til áramóta til að bæta úr umferðaröngþveitinu i vestur- bænum, en eftir þann tima inunu íbúarnir hugsa sér tii hreyfings”, sagði Stefán örn Stefánsson arkitekt, einn þeirra sem vann tillögur til úr- bóta i umferðarmálum vesturbæjarins, sem lagðar voru fyrir fund lbúasamtaka vesturbæjar sl. mánudags- kvöld. Áskorun á byggingaryfirvöld Ibúar vesturbæjarins i Reykjavik eru margir hverjir orðnir langþreyttir á umferöarástandinu i hverfinu. Þar er keyrt á töluverðum hraða um ibúðargötur, bilum er lagt upp á gangstéttar báðu megin gatna, bilar geta varla mæst sumstaðar og umferöar- óhöpp eru tiö. I hverfinu er mikið af börnum og öldruðu fólki, enda hefur sú breyting orðið á undanförnum árum að ungt fólk með litil börn hefur flust vestur i bæ, og þar er eitt af stærstu elliheimilum bæjar- ins. Ibúasamtök vesturbæjar héldu fund sl. mánudagskvöld þar sem umferðarmálin voru rædd og var þar samþykkt ályktun sem send verður ráöamönnum borgarinnar. Þar er skoraö á borgaryfir- völd að gripa til einhverra ráða til að bæta ástandið. A fundinum var lögö fram greinargerð samin af starfs- hóp sem i voru Siguröur Harðarson, Anna Kristjáns- dóttir og Stefán örn Stefáns- son. Þau settu fram ýmsar til- lögur til breytingar á umferð- inni sem allar stefna að þvi aö gera vesturbæinn aö mann- eskjulegra og öruggara hverfi. 1 samtali við Þjóöviljann sagði Stefán örn Stefánsson að það væri vilji ibúanna sem um málið hafa fjallað aö borg- in leggi fram fjármagn til að vinna aö breytingum. Fyrst og fremst þarf að draga úr umferðinni gegnum hverfiö, en nú liggur mikill þungi neðan úr miðbæ gegnum hverfiö og einnig er bilum lagt um allt vegna skorts á bila- stæðum i miöbænum. ,,Það er ekki markmiðið að koma upp einhverju flóknu kerfi, einstefnugötum og sliku,” sagði Stefán, „heldur að draga úr hraðanum og skipuleggja umferðina. Frá áramótum eru skráöir um 130 árekstrar i hverfinu, flestir þeirra veröa á Hringbraut- inni, Ægissiðunni og Vestur- götunni þar sem umferðin er hvað mest. Stefán sagði að nær væri að beina umferðinni inn á þær götur sem þola meiri umferð, götur þar sem ekki er allt fullt af börnum. ibúarnir langþreyttir „Það rikti mikill áhugi á fundinum og flestir eru orönir langþreyttir á ásandinu” sagöi Stefán. „Fólk óttast um öryggi barna og aldraðra.” Ibúar við Hjaröarhaga hafa aö undanförnu safnað undir- skriftum og ætla að skora á borgaryfirvöld að gera ráö- stafanir til að draga úr umferðarhraða, enda hafa orðið tiö slys þar. Ibúi við Bræðraborgarstig sagði blaðamanni að i fimm húsum i grennd viö hann væru 22 börn og foreldrar þyrðu ekki aö sleppa þeim einum út á götu af ótta við umferðina. Hún sagði greinilegt að umferðaryfirvöld hefðu ekki áttað sig á þeim breytingum sem orðið hafa i gamla vestur- bænum, þar hefur orðið endurnýjun og ibúarnir vilja aö þar verði geröar svipaðar ráðstafanir og i öðrum ibúðar- hverfum svo fólki sé ekki hætta búin i nánasta umhverfi sinu. Þær tillögur sem lagöar voru fram á fundi ibúasam- taka vesturbæjar eru: aðgerðir til að takmarka gegnumakstur og ökuhraða sem komi til framkvæmda strax á þessu hausti. Undir- búningur aö og tilraun meö leikgötu er geti hafist á vori komanda. Heildarendur- skoöun á umferöarskipulagi hverfisins á grundvelli stefnu- mörkunar, sem miðist viö að komast i framkvæmd i siðasta lagi á næsta ári. Allar breytingar verði gerðar i sam- ráði við ibúasamtökin. —ká

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.