Þjóðviljinn - 25.11.1980, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Þriöjudagur 25. nóvember 1980.
Kærleiksheimilid
Þarf aö mála
eitthvaö fleira?
Shogun -
vinsæll
sjónvarps-
þáttur
Shogun heitir 5 kvölda 12
klukkustunda sjónvarpsseria sem
NBC sjónvarpsstööin bandariska
hefur sýnt viö gifurlegar
vinSældir. Hún er gerö eftir sam-
nefndri metsöiubók James Clav-
ell, og gerist á átjándu öld i
Japan. Aöalleikarar eru Richard
Chamberlain og Yoko Shimada.
Sjötiu milljónir manna horföu á
fyrsta þáttinn og i heildina sáu
iseriuna 125 milljónir manna.
Taliö er að Shogun geti orðið vin-
sælasta sjónvarpsseria af styttri
gerðinni ef frá er talinn mynda-
ffokkurinn Rætur eitt og tvö.
— Hversvegna Erlingur
V.V.V. ViggóssonD bauö sig
fram? Nú, auðvitað af þvi að
honum þykir svo vænt um
Kjartan, af þvi að þeir eru svo
góöir vinir, af þvi að málefna-
ágreiningur er enginn og af þvi
aö það er lýðræöislegt að
kjósa...
1) Vildi Veröa Varaformaöur.
Áhrif
hávaða
✓
a
líkamann
Þessa skýringarmynd um
áhrif langvarandi hávaöá á
mannslikamann fundum viö i
„Isaltiöindum”, blaöi starfs-
fólks við álverið i Straumsvik,
þar sem fjallaö er um heyrnar-
skemmdir. Þar segir ma.:
„Viö vitum, aö hljóö hefur
bæöi likamleg, andleg og félags-
leg áhrif á menn. Ef dvalið er
skamman tima i miklum
hávaöa og siöan fariö i hljóö-
látara umhverfi, þá getur
maöur ekki greint veik hljóö
þar. Þetta er kallaö heyrnar-
þreyta. Hafi hávaöinn ekki
veriö heyrnarskemmandi,
dvölin veriö skammvinn eöa
hávaöinn ekki mjög kröftugur,
kemur full heyrn fljótlega eftir
nokkra hvild.
Mikill hávaði, eöa löng dvöl i
hávaöasömu umhverfi, getur
ekki aöeins valdið skemmd á
innra eyra. Hávaöi getur haft
margvisleg uggvænleg áhrif á
likamann. Hann getur m.a. haft
truflandi áhrif á hringrás blóös-
ins og valdið streitu.
Hávaöi getur veriö mjög trufl-
andi og þreytandi. Auk þess
hefur hann óæskileg áhrif á ein-
beitnina og getur haft slæm
áhrif á árangur vinnunnar. Sá,
sem er heyrnarskertur, á i
verulegum erfiöleikum aö
fylgjast meö og hrærast á eöli-
Ljósop stœkkar
Ahríf á skjaldkirtU,
Hjartsláttur
Aukið adrenalin
Áhrif á nýrun
Maga- og
þarmahcrpingur
Vöðvasamdráttur
Hárœðar herpast
Áhrif langvarandi hávaða á mannslíkamann.
legan hátt i þjóðfélaginu. Hann
fer á mis viö svo ótal margt, þar
sem stór hluti allra samskipta
okkar fer fram meö hljóö-
merkjum.”
vidtalid
Rætt við Elísabetu
Þorgrímsdóttur
verkakonu frá
Isafirði
Mikið
félags-
líf og
mikil
vinna
Elfsabet Þorgeirsdóttir er
lesendum Þjóðviljans aö góöu
kunn. llún lætur sér stundum
detta eitt og annað i hug á
sunnudögum og f sumar sendi
hún frá sér kvæöi I tilefni for-
setakosninganna. Ellsabet býr á
tsafirði og vinnur þar I fiski.
Ilún sat landsráöstefnu Alþýöu-
bandalagsins.og þar hitti blaöa-
maöur hana aö máli.
— Er nægileg fiskvinna á tsa-
firöi?
Já, það er alltaf nóg vinna. í
siöustu viku bárust 400 tonn á
land. Þaö er unnið alla daga frá
kl. 8—5 og svo á laugardögum.
— Hvaö er aö frétta aö
vestan?
Það gengur allt sinn vana-
gang. Leikklúbburinn var að
frumsýna um daginn, en annars
hafa allir nóg aö gera.
— Hvaö um pólitiskt starf?
Við stofnuðum áhugahóp um
verkalýðsmál og höldum fundi I
honum. Við höfum rætt um
bónusinn og ýmislegt það sem
ekki fæst rætt innan verkalýðs-
félagsins. Við viljum reyna að
finna nýjar leiðir i verkalýðs-
baráttunni og ræöa um þá deyfð
sem rikir i verkalýðshreyfing-
unni. Ég held að mjög mörgum
finnist að það sé tilgangslaust
að gera eitthvað og að
frumkvæði þeirra hafi ekkert að
segja. Þessu þarf að breyta.
— Þú segir aö þaö sé mikil
vinna og væntanlega eru flestar
konur útivinnandi, hvernig er
ástandiö I dagvistunarmálum?
Vægast sagt hörmulegt.. Ég
held að um io% af börnum á
Isafirði fái pláss. Þar er eitt
dagheimili i eldgömlu húsi. Nýtt
heimili er oröið fokhelt, en það
fæst ekki enn fjárveiting til að
ljúka þvi'. Það eru nokkrar dag-
mömmur i bænum og hallæri.
— Hvernig er meö húsnæöis-
mál t.d. leiguhúsnæöi?
Það er mjög erfitt að fá
húsnæði. Nú stendur til að fara
að byggja á félagslegum grund-
velli svo ef til vill stendur þetta
til bóta.
— Hvað um félagslifið I bæn-
um?
Ég fæ ekki betur séð en að
félagslegri þörf sé fullnægt. Það
eru mikil samskipti milli
manna; i bænum eru bæði karla-
og kvenfélög. Það má nefna
höpa sem rætt hafa breytta
stöðu I hermálinu, en annars
finnst mér vinstrisinnar vera
einangraðir frá öörum. Þaö má
lfka neftia að það eru gefin út 5
blöð i bænum, þar af kemur
Vestfirska fréttablaðið einu
sinni i viku. Við i Alþýðubanda-
laginu gefum út Vestfirðing einu
sinni i mánuöi og fjöllum um
fréttir og bæjarmál.
— Aö lokum,ertu eitthvaö aö
yrkja?
Ég hef stundum sagt að ég
hafi ort vegna leiðinda. Nú
leiðist mér ekkert;ég er að allan
daginn, annast barn og heimili
auk vinnunnar og þá er litið um
yrkingar.
— ká
Molar
Sterkasta afliö
„Þaö er ekkert afl til, sem
stenst gegn þjóö, sem veit hvaö
hún vill og kann aö nálgast tak-
mark sitt”.
Lokaorö starfsskrár
Kommúnistaflokks Tékkósló-
vakiu, samþykkt á miöstjórnar-
fundi 5. april 1968.
Viska og villur
„Vitur er ei sá, sem engar
villur gerir. Slikir menn eru
ekki til og geta ekki veriö til.
Vitur er sá, sem eigi gerir alltof
örlagarikar villur, og megnar
aö leiörétta þær fljótt og auð-
veldlega.”
Lenin
Tilgangurinn
„Menning okkar er máske
fyrsta, algerlega veraldlega
menningin i mannkynssögunni.
Viö höfum ýtt frá okkur öllum á-
hyggjum af og áhuga fyrir
grundvallarvandamálum
mannlegrar tilveru. Viö látum
okkur engu varöa tilgang lifs-
íns.
Erich Fromm;
1 „Escape from
Freedom.”
Blý-vald
„Litiö er vald þess blýs, sem
varö að kúlum, i samanburði við
valdiö I þvi blýi, sem varö að
letri.”
Gcorg Brandfes
I minningarræöu
um Gutenberg