Þjóðviljinn - 28.11.1980, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 28.11.1980, Qupperneq 7
Föstudagur 28. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Fyrirlestur um mannfrœði 1 kvöld kl. 20.30, veröur fyrirlestur i stofu 201, Arnagaröi. Oskar Borgman Hansen, mag. art. I heimspeki og formaöur antroposofiska félagsins I Danmörku flytur, og nefnir hann fyrirlestur sinn „Vad er antroposofi?” Pianótónleikar á Akureyri 25 ára Guórún breytir um svip Pianóleikarinn Paula Parker heldur sina fyrstu tónleika á tslandi á morgun kl. 17 i Borgarbiói á Akureyri og eru á efnis- skrá verk eftirMozart, Chopin, Beethoven og Ravel. Paula Parker lagöi stund á tónlistarnám viö Royal Academy of Music i London i 5 ár, og var Philip Jenkins pianókennari hennar þar. Ariö 1977 lauk hún á sama tima einleikaranámi á pianó og fiölu, en haföi áöur lokiö kennaraprófi á bæöi hljóöfær- in. I framhaldsnámi i pianóleik hlaut hún Mirian Duncan styrkinn, vann Harold Samuel keppnina 1979 og sama ár styrk frönsku stjórnarinnar til náms hjá Vlado Perlemuter i Paris. Paula starfar nú sem pianókennari viö Tónlistarskólann á Akur- eyri. Aögöngumiöasala fer fram viö innganginn. Paula Parker pianóleikari Tizkuverzlunin Guörún sf. á 25 ára afmæli um þessar mundir og hefur I tilefni af þeim timamótum veriö ráöist I gagngerar endurbætur á húsakynnum verslunarinnar aö Rauöarárstig 1 og nýjum innréttingum veriö komiö fyrir. Gunnar Ingibergsson innanhúsarkitekt teiknaöi, en smlöi og uppsetningu annaöist Ingólfur Pálsson, húsgagnasmiöur, og málarameistari var Val- geir Hannesson. Hjá Guörúnu hefur ávallt veriö á boöstólum úrval af alhliöa fatnaöi fyrir konur á öllum aldri. Verslunin hefur umboö fyrir og flytur inn kvenfatnaö frá fjölmörgum þekktum tiskuhúsum og kvenfataframleiöendum i Evrópu og Bandarfkjunum. Verslunarstjóri og einn af eigendum Guörúnar er Ragnheiöur Jónsdóttir, sem sést hér i húsakynnum verslunarinnar aö Rauöarárstig 1. Ógerlegt aó spá frami timann Kortiö sýnir haflsjaöarinn i tslandshafi allt noröur til Jan Mayen samkvæmt Iskönnun úr flugvélum 21. og 24. nóvember sl. Útbreiösla issins er I meöallagi. Eins og nýlega var greint frá I fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun (Svend Aage Malm- berg) er yfirborö sjávar fremur kalt noröur af Islandi, a.m.k. vestan til og eru þær niöurstööur reyndar i samræmi viö veöur- tunglamyndir af tslandi og hafssvæöunum umhverfis. Skilyröi til hafismyndunar eru þvi tillögulega góö aö þessu leyti. Hins vegar fer hafis viö strendur tslands einnig mjög eftir ríkj- andi vindáttum, sem ógerlegt er aö spá fyrir um aö marki langt fram I tlmann,— (Frá Hafisrannsóknadeild). „A sjö fyrstu timabilunum eftir setningu ólafslaga hefur viöskiptakjaraákvæöi þeirra mælt veröbóta- skeröingu I sex skipti, en aldrei viöauka á veröbætur”, sagöi Asmundur Stefánsson á ASÍ þingi. 1. mars nk. er von til þess aöþaö mæli loks örlitla hækkun. — Ljósm. — gel. Mikil óvissa um kaupmáttinn vegna áhrifa Ólafslaga 1-2% kaupmáttar missir árstjórö- ungslega 1981 „Takist stjórnvöldum ekki aö ná árangri I baráttunni viö verö- bólguna er ljóst aö kaupmætti mun hraka á samningstimanum, væntaniega lækka um 1 tii 2% meö hverjum ársfjóröungi. Viö eigum þvi mikiö undir þvi aö raunhæfum aögeröum sé beitt, til þess aö hamla gegn þessari v e r öb ó I g u þr ó u n ”, sagöi Asmundur Stefánsson framkvæmdastjóri ASt m.a. á ASl-þinginu. t ræöu sinni um kjaramálin út- skýröi Asmundur meöal annars eöli og áhrif visitölukafla Ólafs- laga. Fer sá kafli hér á eftir orðréttur: „Þrátt fyrir andstööu samtakanna fór svo aö samþykkt voru á Alþingi voriö 1979 lög um breytt visitölukerfi og i júni gengu i gildi nýjar reglur um verulega skerta visitölu. Meö Ólafslögunum voru geröar tæknilegar breytingar sem leiddu til þess aö þungi frádráttarliöa jókst viö veröbótaútreikning. Þá var áfengi og tókbak, sem haldiö haföi veriö utan viö útreikning visitölunnar skv. samningum, tekið inn i grunn vísitölunnar aftur. Þó þannig aö látiö skyldi eins og þær vörur hækkuöu alls ekki. Afengi og tóbak kom þannig inn i visitöluna sem einhiiöa frádráttarliöur. Búvöruliðurinn Hinn megin frádráttarliöurinn er hinn svonefndi búvöruliöur, þ.e.a.s. sú hækkun sera veröur á launum bóndans i búrvörugrund- velli og saman hafa þessir liöir væntanlega vegiö um 11 til 14% af útgjöldum visitölufjölskyldunnar á undanförnum misserum. Þetta þýöir I stuttu máli aö vegna þessara frádráttarliöa tveggja hækka veröbótavisitalan einungis um 8.6—8,9% þegar framfærsluvisitaian hækkar um 10%. Þannig tapast 1—1 1/2% I hvert skipti sem framfærsluvisi- talan hækkar um 10%. Viðskiptakjörin Þá er í Ólafslögum gert ráö fyrir þvi að tekiö sé tillit til breyt- inga á viðskiptakjörum þegar verðbótavisitalan er reiknuð. A sjö fyrstu veröbótatimabilunum eftir setningu Ólafslaga hefur þetta ákvæöi mælt veröbóta- skeröingu I sex skipti, en aldrei viöauka á veröbætur. Miöaö viö þá þróun sem oröiö hefur nú á haustmánuöum má hins vegar gera sér nokkrar vonir um öriitla hækkun af þessum sökum hinn 1. mars næstkomandi. óvissa Þær skertu visitölubætur sem lögboönar voru meö Ólafslögum búum viö viö enn þann dag i dag. Það er þannig fyrirsjáanlegt aö á næsta ári munum viö viö hvern verðbótaútreikning þ.e.a.s. árs- fjóröungslega missa i kaupmætti 1—2% Kaupmáttur á komandi ári er þannig i mikilli óvissu vegna skeröingarákvæöa Ólafslaga. Verðbótaaukinn frystur Raunar er rétt i þessu samhengi aö minna á eitt atriöi enn frá ölafslögunum, sem veru- legu máli skipti. 1 samningunum 1977 var i veröbótaákvæðunum sérstakur veröbótaauki, sem var til þess ætlaöur að bæta fólki upp þá bið, sem felst i þvi að bætur eru einungis greiddar á þriggja mánaöa fresti. Veröbótaaukinn var til þess ætlaður aö bæta upp þaö kaupmáttartap sem veröur á tlmabilinu milli verðbótaútreikn- inga og var miðað viö þaö að kerf- ið gæfi sama kaupmátt og veriö hefði ef veröbótaútreikningur heföi fariö fram mánaöarlega. Verðbótaaukinn átti þannig aö tryggj3 aö kaupmáttur héldist næstum óbreyttur, jafnvel þótt mjög mikil aukning yröi á veröbólgunni. Verðbótaaukinn var frystur með Ólafslögum.” Asmundur lýsti síöan þróuninni áriö 1979, og minnti á aö I júni 1979 hefðu samningar veriö framlengdir til ársloka jafnframt þvi sem samiö var um 3% grunn- kaupshækkun, vegna skertra veröbóta og mikillar veröbólgu, megnaði sú kauphækkun þó ekki að viðlialda kaupmætti sem féll stööugt út áriö. Kaupmáttur fór svo áfram rýrnandi þar til samn- ingar voru geröir 27. okt. sl. — ekh Hafa rannsakaö hreindýrastofninn Vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda á Austfjöröum hefur Orkustofn- un beitt sér fyrir rannsóknum á hreindýrastofninum. Voru tveir norskir hreindýrasér- fræöingar, Eldar Gaare og Eigil Reimers, fengnir til þess aö gera áætlun um rannsókn- irnar en Náttúrufræöistofnun- in annaöist þær. Rannsóknir þessar hófust i april 1979. 1 ljós kom, aö hlutfall kelfdra kúa I hreindýrastofn- inum reyndist vera 72%. Þær byrjuðu aö bera um miðjan mal, sérstaklega á þeim svæöum,sem snjóléttarivoru. Taliö er, aö rúmlega helmingur kálfanna hafi drepist tvo fyrstu mánuöina svo ærin eru nú vanhöldin. I júll 1979 töldust hreindýr á Austurlandi vera 3.400. Athug- animar bentu til þess, að auk kálfa væru 76% af stofninum kýr tveggja vetra og eldri, 9% tveggja ára tarfar og eldri og veturgömul dýr 15%. Hreindýrin héldu sig á sömu slóöum og undanfarin ár, í nágrenni Snæfells, einkunr á Vesturöræfum i Kringilsár - rana og noröur aö Sauöá á Brúaröræfum. — mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.