Þjóðviljinn - 12.12.1980, Side 1

Þjóðviljinn - 12.12.1980, Side 1
UODVUHNN 30% hækkun á svartolíu Einnig hækkar verð á smjörlíki um 7% og útseldri vinnu um 9,5% A fundi rikisstjórnarinnar i gær var fjallað um ýmsar hækkunar- Bankamenn fjölmenntu við Karphúsið: Erum að sýna stuðning í verki sögðu þeir og klöppuðu fyrir sínum mönnum Það er engan bilbug að finna á bankamönnum, þótt verkfallið dragist á langinn. i gær þegar samninganefndirnar i banka- deilunni komu til sáttafundar um kl. 14 voru um það bil tvö hundruð félagar úr SÍB mættir við Karphúsið að Borgartúni 6. Stóðu þeir i tvöfaldri röð fyrir utan húsið og upp alla stiga þeg- ar inn var komið. Urðu samninganefndarmenn að ganga á milli raðanna. Þegar samningamenn SiB gengu inni húsið klappaði hópurinn og lét ^^J>á heyra hvatningarorð, en þeg- Bankamenn sem fjölmenntu við Karphúsið f gær klöppuðu fyrir sinum mönnum þegar þeir komu til samningafundar. Hér fagna þeir einum sinna manna með lófataki. Þegar samningamenn bankanna komu rikti grafarþögn hjá hópnum. (Ljósm, — eik—) ar samningamenn bankanna gengu inn var grafarþögn. Við gerum þetta aðeins til að sýna samningamönnum okkar stuðning i verki og til að hvetja þá, sagði einn félaga úr SIB. Mikið var rætt um verkfallið og verkfallsbaráttuna meðal manna við Karphúsið i gær. Við inntum tvo menn eftir þvi hvort þeir hefðu átt von á að verkfallið stæði svo lengi sem raun ber vitni. Þeir voru sammála um að fáum hefði dottið til hugar að verkfallið stæði lengur en i einn eða tvo daga. En úr þvi sem komið er munum við berjast til þrautar, sagði annar þeirra. B ANKAMANNADEILAN: Lausn í sjónmáli? Meiri bjartsýni eftir fund bankaráðsmanna og bankastjóra Þeir voru einnig sammála um að fyrstu dagarnir eftir verkfall yrðu likastir martröð, svo mikið yrði að gera. Þær munu skipta miljónum ávisanirnar sem við verðum að bókfæra fyrstu dag- ana, sögðu þeir og greinilegt að þá hlakkaði litið til. — S.dór Samninga fundur í bankamannadeilunni hófst kl. 14 í Karphúsinu í gær og siðdegis var komin mikil hreyfing á samningaviö- ræðurnar. Samninga- nefndirnar og ríkissátta- nefnd voru á lokuðum fundi og þeir sem gerst höfðu fylgst með í gærdag sögðu lausn í sjónmáli. I fyrrakvöld héldu bankaráðs- menn og bankastjórar með sér sameiginlegan fund og munu þar hafa verið lagðar linur sem unnið var eftir i gær og juku bjartsýni manna. Annað sem einnig benti til að eitthvað hefði dregið saman með samninganefndunum var, að for- menn allra félaga innan SIB voru beðnir að vera i viðbragðsstöðu i gærkveld , þvi að svo gæti farið að kalla yrði saman fund með þeim og samninganefnd SIB fyrirvaralaust. —S.dór. beiðnir. Samþykktar voru hækkanir á svartolíu, smjörliki og útseldri vinnu. Verða þessar hækkanir staðfestar i dag og taka aðöllum líkindum gildi á morgun. Frestað var að taka ákvörðun um aðrar hækkanir, þ.á.m. 12,6% bensinhækkun, sem verðlagsráð hefur heimilað. Smjörliki hækkar um 7%, svartolia um 30% (tonnið hækkar úr kr. 128.100,00 i kr. 166.000,00) og útseld vinna hækkar um 9,52%. Fleiri hækkanir biða staðfest- ingar eða frávisunar hjá rikis- stjórninni. Auk bensinhækkunar má þar nefna hækkun á farm- gjöldum skipafélaganna um 7%, hækkun vörugeymslugjalda skipafélaga um 15%, hækkun á taxta leigubifreiða og flutninga- bifreiða. —eös Bankamenn óánægðlr með túlkun tollstjóra Tollstjóri hefur, samkvæmt beiðni frá fjármálaráðuneytinu, túlkað, hvaða vörur teljast til neyðarsendinga sem leysa má út þrátt fyrir verkfall bankamanna og hvað ekki. Að sögn Gisla Jafetssonar ■ verkfallsnefnd SIB eru bankamenn óánægðir með þessa túlkun tollstjóra og telja hana alltof rúma. Nefndi hann sem dæmi innflutt blóm og græn- meti, sem túlkað væri sem neyðarsending, þar sem þaö væri talið liggja undir skemmdum. Þá sagði Gisli, að vörur sem fluttar væru með flugvélum væru taldar til neyðarsendinga, vegna þess að vörurnar væru um borö i flugvél, sem stæði úti á braut og yrði að losa. Mjög mikið hefur verið um undanþágubeiðnir til verkfalls- nefndar SIB undanfarna daga og hafa bankamenn verið strangir i sambandi við þær. En nú ber svo við, eftir túlkun tollstjóra á hvað er neyðarsending, að þrýstingur á að fá undanþágu hefur minnkað mjög verulega. I gær sagði Gisli að gefin hefðu verið svör við 35 undanþágu- beiðnum og hefði 13 þeirra veriö svarað jákvætt. Þar er i flestum tilfellum um lyf að ræða, öðru var hafnaö. —S.dór. Halli á rekstri járnblendiverksmiðjunnar 2,6—2,8 miljarðar: Nemur 30% af veltu Áætlaður rekstrar- halli járnblendiverk- smiðjunnar á þessu ári er 2,6-2,8 miljarðar króna. Greiðsluhalli er hinsvegar mjög óvenju- legur, að sögn Jóns Sigurðssonar forstjóra verksmiðjunnar. Rekstr- artapið nemur um 30% af veltu fyrirtækis- ins i ár. Að sögn forráðamanna fyrir- tækisins hefur afkoman mán- Gert ráð fyrir 4,8 miljarða halla 1981 uðina janúar — og október i ár verið nokkru skárri en ráð var fyrir gert i áætlunum, en búist er við að afkoman i nóvember og desember verði mun lakari en áætlað var, vegna litillar fram- leiðslu og sölu og lækkaðs markaðsverðs á kisiljárni. Markaðsþróun siðari hluta þessa árs hefur verið kisiljárn- iðnaðinum óhagstæð, að þvi er tekur til sölumagns, sölukjara og markaðsverðs. Verðlækkun á markaðinum hefur numið 10-15% og þar að auki hafa ýmis aðföng þessa iðnaðar hækkað mjög veru- lega undanfarin misseri, einkum kol og kox. Sama máli gegnir um flutningsgjöld. Elkem hefur þvi minnkað framleiðslu sina og sagði Jón Sigurðsson forstjóri i gær að um 30% samdrátt væri að ræða I sölu- kerfi Elkem i heild. Þetta fjöl- þjóðafyrirtæki keyrir nú alla ofna með skertu afli og margir ofnar hafa þar að auki verið teknir til viðgerðar á meðan ástandið er Útifundur kl. 14 á Lækjartorgi á morgun: Fangelsi eða frelsi? Útifundur til stuðnings Pat- rick Gervasoni verður haldinn á Lækjartorgi á morgun, laugar- dag, kl. 14.00, undir slagorðinu: Fangelsi — eða frelsi. Fundar- stjóri verður Bryndis Schram en meðal ræðumanna verða Pétur Pétursson þulur, Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir for- maður Sóknar, Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Heimir Pálsson menntaskóla- kennari. Leggið mannréttindum lið og fjölmennið! svo bágborið sem raun ber vitni. Ofn 2 i járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga var tekinn i notkun i' september og hefur verið rekinn síðan, en vegna orkuskorts varfyrri ofninn tekinn úr notkun i októberlok og er ekki gert ráð fyrir að hann verði tekinn i notkun aftur fyrr en i mai 1981. A nýafstöðnum stjórnarfundi járnblendifélagsins var lögð fram fjárhagsáætlun fyrir 1981 og laus- legar spár um árin 1982 og 1983. 1 þessum áætlunum er gert ráð fyrir að rekstrarhalli á næsta ári verði 4,8 miljarðar króna miðað við núverandi gengi. Reiknað er með 1,2 miljarða greiðsluhalla 1981, þar eð lán falla ekki til endurgreiðslu að marki fyrr en 1982. 1 ár hefur fyrirtækið ekki þurft að greiða af lánum sinum. Aætlun ársins 1981 miðast við 44 þús. tonna framleiðslu, en það er um 80% af framleiðslugetunni miðað við nægilegt rafmagn og áfallalausan rekstur. Þrátt fyrir slæmar horfur eru þeir járnblendimenn bjartsýnir og segja, að sé litið til lengri tima megi fullyrða, að félagið eigi öruggan starfsgrundvöll til fram- búðar. —eös • ■■ " Viðtal við forstjóra Járn- blendiverksmiðj- unnar Sjá 13. síðu Verðjöfnun á raforku Sjá síðu 6

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.