Þjóðviljinn - 12.12.1980, Page 2

Þjóðviljinn - 12.12.1980, Page 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. desember 1980. Kærleiksheimilid Pabbar fara meö mann í biltúra og út aö hlaupa, en afar fara meö mann út aö labba. y Islenskt blað 1 Kaliforníu „Eina islenska fréttablaöiö sem prentað er i Bandarikjun- um” segir i haus nýs blaös, sem heitir „Gustur” og gefið er út af islensk-ameríska félaginu i Kaliforníu. Fyrsta tölublaöiö er dagsett 22. növember. Blaðið er fjórar siður i litlu dagblaðsbroti og flytur ýmsar fréttir og myndir. Á forsiðu er mynd sem Anna Björnsdóttir tók á Austurvelli. Blaðið er allt skrifað á ensku. Það á að koma út ársfjórðungs- lega. Ritstjóri er hinn kunni tónlistarmaöur Jakob Magnús- son og ritnefndarmenn Sigurjón Sighvatsson, Valdimar Hrafns- son, Sveinn Þóröarson og Vilhjálmur Egilsson. — eös dustur Tfie kflontiír Amtricnn Afvorlathm ,, . . . , , , *'AU‘iir<t m Ia* Antftlt* Kókflaskan: 640 kr. í Reykjavík — 1010 Skrítlur A: Hvernig gengur nýja úrið? B: Ágætlega. Það gengur klukkutímann á 50 mínútum Kaupmaðurinn hallaði sér fram yfir borðið og kallaði til drengs sem stóð rétt hjá eplakassa: ,,Þú, þarna strákur! Ertu að reyna að stela epli?" „Nei, nei alls ekki," svaraði strákurinn stam- andi. ,,Ég er einmitt að reyna að stela ekki epli." j viótalid Rætt við Björgu Arnadóttur ✓ starfsmann SIB Allt annað lagt til hliðar Verkfall bankamanna hefur verið mál málanna hér á landi siðustu daga. Astæðan er einföld. Bankamenn hafa ekki áður gert verkfall og fólk vissi þvi ekki nákvæmlega hvaöa áhrif verkfall þeirra myndi hafa. Nú er verkfaliiö búiö aö standa i nokkra daga og menn farnir að átta sig betur a' hvaöa áhrif það hefur og þau eru margvisleg. t húsakynnum SIB hefur verið mikið um að vera undanfarna verkfallsdaga, og þegar Þjóð- viljamenn bar þar að garði var fullt-hús af fólki, sem var við Björg Árnadóttir. verkfallsvakt eða annað sem til féll i verkfallinu. Björg Arnadóttir, starfsmaður Sam- bands tsl. bankamanna, var önnum kafin þegar okkur bar að garði, en gaf sér samt tima til að rabba við okkur. Hún var fyrst spurð hvort verkfalls- dagarnir hefðu ekki verið æði frábrugðnir venjulegum vinnu- degi hjá henni. — Jú, vissulega, þvi að verk- falliðog það sem þvi tengist hef- ur tekið allan okkar tima, allt annað hefur verið lagt til hliöar. Ég hef ekkert getaö sinnt þeim verkefnum, sem ég hef með höndum daglega við eðlilegar aðstæður, og því verður sjálf- sagt nóg að gera við að sinna þeim, þegar verkfallinu lýkur. — Er eindregin samstaða hjá bankamönnum i þessu verk- falli? — Já, samstaðan er mikil og menn eru einhuga um að ná fram rétti sinum. Eins hefur komiðmér þægilega á óvart hve margir hafa komið hingað til okkar og boðið sig fram til starfa fyrir sambandið. Hátt á annað hundrað manns hafa látið skrá sig til starfa og mun fleiri hafa litið hér við. — Núhafiöþiðekkifariðáður i verkfall. Voruð þið ekkert kviðin um framkvæmdina, þar sem reynsluna vantaði? — Nei, alls ekki. Það var skipuð nefnd manna til að und- irbúa verkfallið, ef til þess kæmi, og mér er kunnugt um að i undirbúningsstarfi sinu leituðu nefndarmenn til BSRB til að fá upplýsingar um ýmislegt frá verkfalli þess á sinum tima. Og margt sem þar kom fram kem- ur okkur eflaust aö gagni. — Hefurðu orðið vör við óánægjuraddir frá almenningi vegna þeirra truflana sem verk- fallið óhjákvæmilega hefur? — Nei, þvert á móti. Til okkar hafa ýmsir hringt og lýst yfir stuðningi við okkur og hvatt okkur i' baráttunni. Ég hef ekki heyrt eina einustu óánægjurödd. — Ég tek eftir þvi Björg, að það er að langstærstum hluta ungt fólk, sem er hér á verk- fallsvaktinni. Kemur fátt af eldra fólki? — Þaðerréttaðþað er frekar unga fólkið sem er viö vinnu, en eldra fólkið kemur lika og fylg- ist með gangi mála. Það er ekkert siður áhugasamt um að sigur vinnist i' málinu en yngra fólkið. — S.dór. Grjótkast að frægri ekkjufrú Hátt að klifa, lágt að falla — var sagt hér áður. Ekkja Maó Zedongs, Jiang Qing, var fyrir nokkrum árum einhver helst valdamanneskja i landinu og ekki nema nokkur skref frá æðstu völdum um nokkra hrið. Nú eru haldin yfir henni og félögum hennar réttarhöld sem liklega lýkur með dauðadómi og hverju barni i Kina er innrætt, að ekkjufrú þessi hafi verið af- hrak allra manna. — Hér eru kinversk skólabörn að kasta. grjóti og henda skutlum i mynd af ekkjunni, sem fest hefur ver- ið á staur. Vegleg bókagjöf til MH Erfingjar Ingvars G. Brynjólfssonar afhentu Menntaskólanum viö Hamra- hlið i vor nær B00 bindi bóka úr safni hans. Flestar eru þær á þýsku og um margvisleg efni. Bækurnar hafa nú verið flokk- aðar og skráðar og hefur hluta þeirra verið komið upp i sýn- ingarskápum við bókasafn MH. Verður sýningin höfð uppi fram yfir áramót. Ingvar G. Brynjólfsson yfir- kennari var þýskukennari við Menntaskólann v/Hamrahlið frá stofnun skólans 1968. Hann andaðist 28. jan. 1979, tæpra 65 ára að aldri. —eös á ísafirði Trúlega gera sér ekki allir grein fyrir þvi hver áhrif flutn- ingskostnaður frá Reykjavik hefur á vöruverð út um land. Eftirfarandi dæmi talar samt sinu máli: í Reykjavik er búöarverð á eins Uters flösku af Coca cola 640 kr. Ef að þessi flaska skyldi nú taka sér ferð á hendur norður á Sauðárkrók þá kostar hún þar út úr verslun 866 kr. Leggi pyttlan leið sina til Isafjarðar þá er hún komin i 1010 kr., hvorki meira né minna._mhg < Q O CL, „Halló elskan! Góður dagur?” „Já, ástin min”. „Mmmmm... en sá matarilmur! „Hæ, þetta var vondur dagur. Littu eftir krökkunum, ég á , eftir aö elda”. „Allt i lagi, en flýttu þér,' ég er þreyttur! ” „Sá kemur snemma! Kiktu i isskápinn, hvort eitthvað er eftir”. „Ég er búinn að borða , úti”. Lygi! Hjónabandið skal ekki eyðileggja lif mitt!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.