Þjóðviljinn - 12.12.1980, Síða 4

Þjóðviljinn - 12.12.1980, Síða 4
4 StÐA —ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. desember 1980. UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan C'rfsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friörikssoii. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnils H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaöur: Ingóifur Hannesson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösia: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. S'mavarsia: ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og augiýsingar: Siöumúia 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Biaöaprent hf. Skref í rétta átt e Lengi býr að f yrstu gerð, segir máltækið. Það hef ur um margra ára skeið verið baráttumál að allir foreldrar í landinu ættu réttá greiðslum i fæðingarorlof i til þess að geta annast vel um börn sín á fyrsta æviskeiði. f sam- ræmi við yfirlýsingu sína við gerð kjarasamninga milli ASl og VSl i október hef ur ríkisstjórnin lagt fram f rum- varp til laga um fæðingarorlof og verður það afgreitt fyrir jólahlé þingmanna. • Stéttarfélögin hafa á liðnum árum knúið fram ýmis ákvæði og afar mismunandi um fæðingarorlof, auk þess sem íhaldsstjórn lagði það á Atvinnuleysistryggingar- sjóðaðstanda undir greiðslum í fæðingarorlofi. I báðum tilfellum er réttur til fæðingarorlofs bundinn atvinnu- þátttöku og aðild að stéttarfélagi. Verkakonum hefur verið skammtaður naumur tími og lítið fé í þessu kerf i, og má m.a. nefna að í kjarasamningum Verkamanna- sambands Islands er fæðingarstyrkur kvenna dagvinnu- kaup í þrjár vikur. • Tafist hefur að afgreiða lög um fæðingarorlof m.a. vegna þess að veigamiklir gallar voru á f rumvarpssmíð AAagnúsar AAagnússonar, fyrrum félagsmálaráðherra, enda varð hún fyrir gagnrýni ýmissa félagasamtaka. Frumvarp það sem nú hef ur verið lagt fyrir gerir ekki aðeins ráð fyrir að lögfestur verði lágmarksréttur til fæðingarorlofs fyrir alla foreldra á almennum vinnu- markaði, heldur einnig til þeirra sem heimavinnandi eru. AAá búast við að um það bil 2000 konur á hverju ári öðlist nú í fyrsta sinn rétt á fæðingarorlof i.Nýjum lögum er ætlað að leysa af hólmi gamla kerfið, án þess þó að skerða skuli betri rétt, sem stéttarfélög hafa þegar í samningnum, eða banna samninga um meiri rétt í f ram- tíðinni. • Öllum foreldrum sem lögheimili eiga á fslandi verður frá og með áramótum tryggt fæðingarorlof í þrjá mánuði. Greiðslur frá Tryggingarstofnun verða hins- vegar mismunandi eftir þátttöku í atvinnulíf inu. Ekki er miðað við ákveðna taxta í samningum,heldur sett upp föst viðmiðun sem gildir fyrir alla. Fullur réttur tryggir 530 þúsund kr. á mánuði um þriggja mánaða skeið miðað við l. desember,en foreldri sem er í fjórðungs til hálfs dags vinnu fær 353 þúsund á mánuði. Heimavinnandi foreldri eða foreldri í hlutastarfi sem ekki nær f jórðungi á réttá ca. 177 þús. kr. á mánuði. Þessar upphæðir munu taka ársfjórðungslegum breytingum í samræmi við þróun kauplags. Algengasta mánaðarkaup verkafólks fyrir dagvinnu er eftir 1. desember ríflega 368 þúsund krónur. Þvi lætur nærri að fullt fæðingarorlof nemi fjög- urra mánaða dagvinnulaunum verkafólks. • I frumvarpinu um fæðingarorlof eru ýmis sér- ákvæði um lengingu orlofs vegna fleirburafæðingar, heilsufars móður eða veikinda barns, svo og um ættleið- ingu. Þá er gert ráð fyrir að óheimilt sé að láta barns- hafandi konu eða foreldri í fæðingarorlofi gjalda að- stæðna sinna með uppsögn úr starfi,nema að knýjandi ástæður svo sem gjaldþrot, flutningur fyrirtækis eða lokun, séu fyrir hendi. • Svavar Gestsson félagsmálaráðherra fylgdi frum- varpinu um fæðingarorlof úr hlaði á Alþingi og sagði m.a. við það tækifæri: ,,Ég vil taka þaðfram að tilgangur með fæðingarorlof i er sá að konur fái tækifæri til að ná sér eftir þá áreynslu sem barnsburður vissulega er. En tilgangur þess er einnig sá að foreldrar geti annast barn sitt á f yrsta ævi- skeiði þess. Þráttfyrir öll sjónarmið í uppeldismálum og deilur um htutverk heimila, fjölskyldna og dagvistunar- heimila í nútima þjóðfélagi, hljóta allir að vera sammála þvi,að fyrsta æviskeiðið verður barn að geta notið for- eldra sinna sem lengst. Að slíku ber þjóðfélaginu að stuðla. Þrir mánuðir eru vissulega ekki langur tími til fæðingarorlofs og greiðslur ekki háar. En líta má á þetta sem eitt skref í rétta átt. Ef til vill verður þessi réttur aukinn síðar í sókn okkar til bætts og betra mannlífs og aukins jafnaðar með öllu fólki". —e.k.h. Þröngsýni Franski herinn kemur tölu- vert við sögu á Islandi þessa vetrarmánuði. Hingað rekur á fjörur skilrikjalausan Frakka úr verkalýðsstéttsem ér á flótta undan frönskum herdómstóli. Af ástæðum sem þjóð er ekki býr við herskyldu ætti að skilja hefur hann neitað að gegn her- þjónustu, og ekki viljað heldur afplána hana með tvöfalt lengri þegnskylduvinnu, sem Amnesty International flokkar undir refsingu. Enda hafa þessi sam- tök gengist við Patrick Gerva- soni sem samviskufanga verði hann fangelsaður. Alltof margir tslendingar eru svo þröngáýnir og foraktugir i garð þeirra alþjóðasáttmála, sem Alþingihefurgengist undir, að vilja senda hann i franskt herfangelsi með eða án milli- lendingar i Danmörku. Diplómatinn En fleiri eiga i útstöðum við franska herinn og vilja ekkert eiga saman við hann að sælda. Einn af sendiráðsfulltrúum Frakka gegnir störfum i franska sendiráðinu á Islandi i stað herskyldu i Frakklandi. Hann nýtur þeirra forréttinda að fá að afplána sina herskyldu sem sendifulltrúi sins rikis með fullum réttindum veifandi diplómatapassa, þegar það á við. Ekki kannast klippari við gripinn en af öllu að dæma virð- ist hann vera ómerkilegur pappir. Ef að likum lætur er hann ekki úr verkalýösstétt, og miklu liklegra er að hann sé broddborgarasonur, sem pabbi hans i kerfinu hefur beðið um gott veður fyrir. k Sérri’ttindi scnilirúdsmunna: T)k á konu ' l.öf;renlan rard aö sleppa ökumann- iinum venna þess u<) hann hafdi yjiplomula- venahré/ ; . Friöhelgur Þegar þessum undanþágu- fulltrúa franska hersins þóknast að aka yfir gangbraut á rauðu ljósi og stórslasa kunnan danskennara i Reykjavik vant- ar ekki að lögin og alþjóða- samningar séu til reiðu honum til varnar. Þá er i gildi Vinar- samkomulag um friðhelgi diplómata og i dómsmála- ráðuneytinu kunna menn full skil á þvi hhvernig túlka ber slik plögg, þannig að allt gangi diplómatanum i haginn „let og smidigt” eins og danskurinn segir. Höföingja- réttlœti A hinn bóginn setja „ráðu- nautin” eins og Dagblaðs-Jónas nefnir þau kikirinn fyrir blinda augað ef minnst er á að til séu alþjóðasamþykktir sem veitt geti Patrick Gervasoni nokkra stoð, og vegi að minnsta kosti jafnt á metunum og röksemdir útlendingaeftirlitsins. Sjaldan hefur eins skýru ljósi verið varpað á það hversu mis- jafnirmenn standa frammifyr- ir þeim reglum sem mannlegt félag hefur sett. Úr þvi fær ekk- ert bætt nema mannúðar- og manngildissjónarmið sem setur mönnum fyrir að túlka og leggja út lög og reglur rúmt fyrir smælingjann. Annars verður réttlætið vont og verra en rang- lætið, eins og Jón Hreggviðsson orðaði um. Höfðingja réttlæti og höfðingjaranglæti Sérréttindi sendiráds- manna: Allt leyfflegt i Frétt Þjóöviljans I gær um franska sendiráösmanninn, sem ók á konu sl. föstudags- kvöld og störslasaöi hana, veifaöi svo diplómata-veea Séra Gervasoni Hinn sanni Gervasoni hefur brotið það eitt af sér á Islandi a ð vera skilrikjalaus og koma án skilrikja til landsins. Fyrir það skal hann ekkert skjól eiga hér ogsendastsem fyrst i fúla vist i frönsku herfangelsi. En séra Gervasonii franska sendiráðinu hefur senniiega marg- og þver- brotið tslensk lög með þvi að aka á rauðu ljósi og limlesta ágæta konu. Og varla hefur það verið af ástæöulausu að hann veifaðirauða passanum erhann var beðinn um að koma i blóð- prufu eins og allir þurfa að gera ervalda slysum. Fyrir það skal hanneiga öruggt skjól á tslandi og góða vist með islenskum höfðingjum. Þetta er sagan um Gervasoni og séra Gervasoni. Prófsteinn Ragnar Aðalsteinsson lög- maður Patrick Gervasoni minn- ir á þær skyldur sem íslending- ar hafa tekist á herðar með aðild að alþjóðasáttmálum um mannréttindi og flóttamanna- aðstoð i viðtali sem Visir á við hann i gær. Hann segir þar m.a.: „Ég lit á þetta mál sem próf- stein á afstöðu okkar Islendinga tilþeirra skuldbindinga sem eru fólgnar i þvi að gerast aðilar að ýmis konar mannréttindasátt- málum og i þeim efnum virðist ekki standa á okkur. En slikri aðild fylgja skyldur og skyldum fylgja siðan ákveðin óþægindi og ákveðin ábyrgð. Spurningin er þvi hvort við séum almennt séðreiðubúin að axla þær skyld- ur og skuldbindingar sem fylgja aðild að alþjóðlegum samning- um um mannréttindi, eða vilj- um við aðeins láta lita svo út á ytra borði að við séum fylgjandi þeim markmiðum sem hinir alþjóðlegu samningar stefna að.”. Stœrra samhengi „Hér er fólk að fjalla um ein- hverja flokkadrætti og menn. Þetta er orðið þáttur i einhverri pólitiskri baráttu hér á landi. Þaö er ekkert verið að hugsa um málið út frá mannréttindasjón- armiðum og mannúðarsjónar- miðum. Mér virðist yngri kyn- slóðin i landinu almennt séð skilja þetta betur og sé reiðu- búiðaðsetja þetta i stærra sam- hengi en margir aðrir, og málið er prófsteinn á það hvernig við bregðumst við slikum málum i framtiðinni. Ég er mjög óánægður með það að frétta- menná Islandi hafa ekkert gert til þess að fjalla um þessa teg- und flóttamannavandamáls i breiðu áamhengi, aldrei verið reynt að gera lesendum grein fyrir þessu máli sérstaklega”. —e.k.b skorið Sporthús- ið komið í Hamborg klrippt Nýlega flutti verslunin Sport- húsið á Akureyri i stærra og betra húsnæöi. Sporthúsiö er i Hafnar- stræti 94, en það hús gengur undir nalninu Hamborg. Verslunin var stofnuð árið 1976 og hefur eigandi hennar frá upphaíi verið Sigbjörn Gunnarsson, fyrrum meistara- flokksmaður i knattspyrnu. Aðaláherslan er lögð á bolta- iþróttavörur hverskonar og vörur i tengslum við skiðaiþróttir. Hinn þekkti hagy röingur, Rögnvaldur Rögnvaldsson, sést hér á tali viö Sigbjörn Gunnarsson, kaupmann I Sporthúsinu. I baksýn er einn af af- greiöslumönnum verslunarinnar, Gunnar (Gassi) Gunnarsson, bróöir Sigbjörns. Hvort Röngvaldur er hér aö biöja um vatnsheldan galla til útreiöa á skáldfákinum, skal ósagt látiö. (Ljósm. R. Lár.)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.