Þjóðviljinn - 12.12.1980, Side 16

Þjóðviljinn - 12.12.1980, Side 16
DJÖÐVIUINN Föstudagur 12. desember 1980. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiöslu 81663 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Samningaviðræöur hafnar á Akureyri: Laxápirkjun heimilt ad sameinast Landsvirkjun i gær fóru samninga- menn Reykjavíkurborgar og ríkisins norður á Akur- eyri til viðræðna við eigendur Laxárvirkjunar sem óskuðu eftir því skömmu eftir að Lands- virkjunarsamningurinn frægi var felldur i borgar- stjórn Reykjavíkur að gripið yrði til heimildar í 17. grein laga um Lands- Afleídin^ verkfalls bankamanna Þaö var nóg aö gera hjá afgreiöslufólki Póstgiróstofunnar f gær, eins og veriö hefur siöan verkfali bankamanna hófst. (Ljósm. —eik—). Gíróviðskipti margfaldast Eftir að verkfall bankamanna skall á hafa viðskipti Póstgiró- stofunnar aukist mjög mikið, þvi að hægt er að opna þar reikning, sem hægt er að leggja fé inná og taka út eftir þörfum. Þannig starfar Póstgiróstofan likt og banki. —Ég hygg að mjög margir hafi ekki áttað sig á þessum möguleika fyrr en nú að bönk- unum var lokað. Hin mikla aukning á viðskiptum við okkur og póststofurnar bendir til að svo sé, sagði Birgir Hermanns- son yfirmaður Póstgiróstofunn- ar er Þjóðviljinn ræddi við hann i gær. Birgir sagði, að viðskipti Póstgiróstofunnar hefðu aukist jafnt og þétt siðan hún var opn- uð, en nú allra siðustu dag eftir að baknarnir lokuðust heföu viðskiptin tekið mikinn kipp. Hann sagðist þvi miöur ekki hafa tölur um hvað viðskiptin hefðu aukist, vegna þess að nýir giróseðlar hefðu nýverið verið teknir i noktun og þeir þyrftu að fara i gegnum reiknistofnun bankanna, sem er lokuð. Mest áberandi sagði Birgir vera, hve mörg stórfyrirtæki hefðu opnað giróreikning eftir að bankarnir lokuðust. Arið 1979 var peningavelta Póstgiróstofunnar um 90 mil- jónir króna, en Birgir sagði, að i ár myndi hún fara vel á annað hundrað miljónir; og þvi lengur sem bankamannaverkfallið stendur þeim mun hærri verður þessi upphæð. —S.dór. Davíð og Sjöfn settu stólinn fyrir dyrnar Bönnuðu sýningu á öðrum tillögum en Borgarskipulagsins Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Daviö Oddsson borgarfulltrúar ákváöu á fundi i stjórn Kjarvals- staöa s.l. miðvikudag að setja skipulagsnefnd og Borgarskipu- lagi stólinn fyrir dyrnar og banna sýningu á öðrum tillögum en þeim sem þessir aðilar hafa látið vinna að fram tiðarskipulagi Grjótaþorpsins. Ætlunin var að kynna almenn- ingi skipulagstillögu Hjörleifs Stefánssonar og Péturs Ottós- sonar, sem þeir unnu nýlega fyrir borgina, nokkur lokaverkefni is- lenskra arkitektanema erlendis um framtiðarskipulag þorpsins, eldri tillögur annarra arkitekta um skipulag á þessu svæði svo og myndir úr nýrri litabók Gylfa Gislasonar um Grjótaþorpið. Sýningin hefur verið undibúin vandlega i samvinnu við listráðu- naut Kjarvalsstaða, og reyndar stóð til að hún yrði opnuð s.l. þriðjudag en fyrir þann tima ósk- aði formaður hússtjórnar, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir eftir þvi að fá málið til umfjöllunar á stjórnar- fundi. Á þeim fundi, sem haldinn var á miðvikudag voru þau Sjöfn og Davið að vanda sammála um hlutina og varð niðurstaðan'sú að leyfa aðeins að tillaga Borgar- skipulagsins yrði sýnd. Þar með verður hvorki hægt að rifja upp gamlar tillögur né þær allra nýj- ustu og sýna þá þróun sem orðið hefur á hugmyndum manna um Grjótaþorpið eins og ætlunin var. Ekki tókst að ná tali af Davið Oddssyni i gær enda staddur norður á Akureyri (Sjöfn skellir alltaf á Þjóðviljann) en i gær- kvöldi sagði Guðrún Helgadóttir sem einnig á sæti i stjórninni, að hún teldi það ekki stjórnar Kjar- valsstaða að fylgjast með þvi hvað embættismenn borgarinnar veldu til sýningar þegar þeir fá þar sýningaraðstöðu og ekki er um listaverk að ræða. ,,Ég treysti forstöðumanni Borgarskipulags- ins og skipulagsnefnd fyllilega til að standa fyrir slikri sýningu”, sagði Guðrún „og tel mig ekki þurfa að skipta mér af þvi.” Aður hafði skipulagsnefnd samþykkt sýninguna og voru full- trúar allra flokkanna þar sam- mála um hana. Sýningin á skipu- lagstillögu Hjörleifs Stefánssonar og Péturs Ottóssonar hefst n.k. þriðjudag og stendur fram _yfir_ áramót. —ká virkjun um samruna þess- ara fyrirtækja/ óski Laxárvirkjun eftir því. Tveir borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, sem báðir eru lögfræðingar, þeir Birgir tsl. Gunnarsson og Davið Oddsson drógu opinberlega i efa að þessi lagagrein héldi enn, — hún væri úrelt þar sem margt hefði breyst siðan lögin voru sett. Varð. að samkomulagi að leita álits tveggja hæstaréttardómara, Ármanns Snævarr og Benedikts Sigurjónssonar á þessu atriði og skiluðu þeir sinu áliti fyrir skömmu. Telja þeir lögin i fullu gildi, þar með talda umrædda lagagrein að þvi er Páll Flygering, ráðuneytisstjóri iðnaðarráðun eytisins sagði i gær. Má þvi segja að lögfræðingarnir hafi fallið á prófinu eins og flestir höfðu reyndar spáð. Að fenginni þessari niðurstöðu má vænta þess að Landsvirkjun- armálið svonefnda komist á ný i sviðsljósið en við umræður um það fyrir rúmu ári siðan lagði Sigurjón Pétursson rika áherslu á að sá sameignarsamningur, sem þá hafði verið gerður væri mun hagkvæmari fyrir Reykjavíkur- borg en samruni á grundvelli lag- anna frá 1965. Reykjavikurborg og rikið eiga Landsvirkjun til helminga sem kunnugt er og rikið á 35% i Laxárvirkjun á móti Akureyrarbæ. Páll Flygering sagði i gær að verkefni fundarins fyrir norðan væri að fjalla um sameignar- samning i hinu nýja fyrirtæki og leita samkomulags um verðmæti eigna hvors fyrirtækis fyrir sig en það þykir vænlegri leið en að láta meta eignirnar. Þá sagði Páll að hér væri aðeins um virkjanirnar sjálfar að ræða, ekki háspennu- linurnar, sem rikið hafði f fyrri samningsgerð samþykkt að hið nýja fyrirtæki yfirtæki. Var það að mati fyrri samninganefndar mikilvægt atriði svo að fyrri samningur tryggði Reykjavikur- borg mun betri stöðu i stjórn hins nýja fyrirtækis en lögin gera ráð fyrir. Allt útlit er þvi fyrir að ný Landsvirkjun verði stofnsett fyrr en siðar og hafa Reykvikingar þá litla möguleika til að hafa áhrif á sameignarsamninginn, sem snið- inn verður samkvæmt gömlu lög- unum. En einmitt þessari niður- sjöðu spáði Sigurjón Pétursson þegar Landsvirkjunarsamn- ingurinn var felldur og varaði við henni. ! —AI Jámblendiverksmiðjan: Stofnkostn adur 50 miljarðar Framkvæmdir við byggingu járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga eru nú á lokástigi. Fyrirsjáanlegt cr að heildar stofnkostnaður verksmiðjunnar verður um 428 miljónir norskra króna eða um 50 miljarðar isl. króna á núverandi gengi. A stjórnarfundi járblendifé- lagsins nýlega var ákveðið að fresta ákvörðun um byggingu ofns 3 i a.m.k. eitt ár. Iðnaðarráð- herra taldi stækkun verksmiðj- unnar ekki timabæra vegna slæmra markaðshorfa og mikill- ar óvissu i þessum málum m.a. —eös. Ragnar Aðalsteinsson hefur skýrt frá niðurstöðum Dan- merkurferðar vegna máis Gervasoni. Hver verða örlög Gervasoni? Engin vissa fyrir land- vistarleyfi i Danmörku „Það er ekkert sérstakt sem bendir til þess að Gervasoni verði veitt land- vist eða hæli i Danmörku” sagði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Gervasonis i sam- tali við Þjóðviljann i gær. Ragnar hefur nú skýrt þeim aðilum sem stuðluðu að Dan- merkurför hans frá niður- stöðum ferðarinnar. Ragnar sagði að almennt séð væru ekki likur til þess að Gervasoni fengi neina pappira i Danmörku eða hæli. Danir eru ekki einu sinni skyldir til að takavið honum. í Norðurlandasamn- ingi sem undirritaður var 1957 eru ákvæði um menn sem leita hælis og þar segir, að ef maður fær dvalar- eða atvinnuleyfi i landinu sem hann leitar til, ber landinu sem hann kom frá ekki skylda til að tak a við honum aftur, en Gervasoni fékk at- vinnuleyfi hér. Eina landið sem skylt er að taka við Gervasoni er Frakkland og allir vita hvað biður hans þar. Ragnar sagði að hugsan- legt væri að Danir tækju við Gervasoni á þeirri forsendu að málið væri orðið sérstakt m.a. vegna samskipta islenska og danska út- lendingaeftirlitsins allt frá þvi i september. Og það er ekki útilokað að málið verði leysteftir pólitiskum leiöum. Ragnar sagðist hafa kann- að það sérstaklega hvort nokkur grunur um lagabrot lægju á Gervasoni i Dan- mörku en það kom i ljós að svo var alls ekki. Gervasoni var i felum meðan hann dvaldist i Dan- mörku og sótti ekki um hæli þar vegna þess að þeir sem hann studdu þar töldu það vera vonlaust. Ragnar sagð- ist hafa komist að sömu niðurstöðu, þvi almennt séð hefði hann lögum samkvæmt ekki fengið neina fyrir- greiðslu, það væri þá aðeins vegna þess hvernig málið hefur þróast siðustu vikurn- ar að Danir tækju það til at- hugunar. Niðurstaða ferðarinnar varð sem sagt: Engir pappirar, Danir segjast munu athuga málið þegar Gervasoni kemur til Dan- merkur, engin vissa um landvist eða hæli. Islensk stjórnvöld eiga að snúa við blaðinu og veita Gervasoni griðastað hér á landi”. —ká

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.