Þjóðviljinn - 07.01.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.01.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 7. janúar 1981 r ÞJÓÐVILJINN SIÐA 3 Tillögur frá Siglmgamálastofnun: Breytingar á gerð gúmmí- björgunarbáta og rekakkerum þeirra A fréttamannafundi, sem Sigl- ingamálastofnunin efndi til i gær, vargerðgrein fyrir tillögum.sem stofnunin gerir um gerð og búnað gúmmibjörgunarbáta, eftir mjög itarlegar tilraunir starfsmanna stofnunarinnar, ásamt skipshöfn varðskipsins Ægis, á siðasta ári. Aðaltilraunin var gerð út af Vestfjörðum i febrúar sl. og lentu þeir sem að þeim stóðu þá í stórsjó og ofviðri, þann- ig að góð reynsla fékkst á þeim breytingum og búnaði, sem Sigl- ingamáiastofnunin hafði gert á gúmmibjörgunarbátunum. Við- bótartilraunir voru svo gerðar i marsmánuði. Niðurstaða þessara tilrauna er sú, að Siglingamálastofnunin leggur til að nokkrar breytingar verði gerðar á útbúnaði og gerð bátanna. Helstu atriðin eru að stækka sjókjölfestupokana og færa þá eins utarlega og hægt er undir botni bátsins; eykur þetta stöðugleikahansað mun. Ný gerð af rekakkerum sem eru þannig gerð að litil sem engin hætta er á að þau flækist, eins og vildi gerast með þær tvær eldri gerðir sem notaðar hafa verið. Þá er komið að veigamiklu at- riði sem er ný gerð inngönguopa I bátana og er hugmynd þeirra fengin úr jöklatjöldum. Núver- andi op eru flest þrihyrnd, og hef- ur viljað brenna viö að þau rifn- uðu á hornunum. 1 tillögu Sigl- ingamálastofnunarinnar er gert ráð fyrir að opin séu hringlaga og þvl litil sem engin hætta á að þau rifaiupp og lokunarútbúnaður op- anna er þannig að þeim er lokað að innanverðu eins og á jökla- tjöldum. Reyndist þessi útbúanð- ur mjög vel. Þá er um að ræða nýnan búnað til að komast um borð i bátana úr sjó og er um net að ræða sem lagt er út með bíý- teini að neðan. Og loks er svo aö geta nýrrar gerðar loftopa, sem nauðsynlegt er að hafa á gúmmi- björgunarbátum vegna þess hversu þéttir þeir eru, eftir að hringlaga opið hefur verið tekið upp. Bretar hafa fylgst náið með þessum tilraunum og sent hingað mann til að fylgjast með þeim. Þá hafa framleiðendur gúmmibjörg- unarbáta bæði i Danmörku og Bretlandi verið áhugasamir um þessar nýjungar og hafa boðist til Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri: Allt er í óvissu um lánamál húsbyggjenda í áramótaboðskap Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra kom fram að ein af þeim ráð- stöfunum sem rikisstjórnin hyggst gripa til er að breyta skammtimalánum húsbyggjenda og þeirra sem er u að festa kaup á ibúðum i föst lán. Auk þess verði vextir af verðtryggðum lánum tii lengri tima en 10 ára ekki hærri en 2% og af lánum til skemmri tima mest 4% umfram verð- tryggingu. Enda þótt skammt sé siðan ráð- stafanirnar voru boðaðar leikur mörgum forvitni á að vita hvenær þessar ráðstafanir komast i gagnið. Þjóðviljinn innti Jó- hannes Nordal Seðlabankastjóra eftir þvi, en það verður verkefni bankans, viðskipta- og félags- málar áðuney tisins auk Húsnæðismálastjórnar að vinna að fyrrgreindum breytingum. Jóhannes Nordal sagði að það væri verið að skipa menn i sam- starfsnefndina og enn væri allt of snemmt að segja nokkuð um það hvenær niðurstöður liggja fyrir. Þaö væri rétt byrjað að huga að málinu, og ekkert hægt aö segja. —ká Þorvaldur ólafsson, sem tók þátt i tilraununum með nýjungar i gerð gúmmibjörgunarbáta.er hér fyrir framan bát, sem þeir misstu i fárviðri en fannst löngu siðar óskemmdur og sannaði ágæti þeirra breytinga sem gerðar höfðu verið.Takið eftir hringlaga opinu sem er nýjung og svo netinu sem hann heldur I sem er til uppgöngu i bátinn úr sjó. (Ljósm. —eik—) að búa til gúmmibjörgunarbát eftir þessum hugmyndum til frekari könnunar. Hjálmar Bárðarson siglinga- málastjóri sagði að hann vildi taka skýrt fram, að hér væri ekki um neitt lokamark að ræða, að- eins áfanga til að gera björgunar- bátana betri en þeir eru nú og öruggari. Þess má að lokum geta að talið er að um 600 manns hafi bjargast i gúmmlbjörguna rbátum hér við land eftir að þeir voru teknir i notkun"l953. —S.dór Hjálmar Báröarson sigiinga- málastjóri með rekakkerið nýja, sem hann telur einna merkast af þeim nýjungum sem Siglinga- málastofnunin leggur til um búnað gúmmibjörgunarbáta. (Ljósm. —eik—) Sjómannasambandið: Mótmælt niðurskurði á rekstrarfé Gæshimiar „Framkvæmdastjórn Sjómannasambands tslands tekur heilshugar undir þá gagn- rýni, sem fram hefur komið á stjórnvöld frá starfsmannafélagi Landhelgisgæslunnar”, segir i tilkynningu sem sambandið sendi út i gær, ,,og itrekar samþykktir 12. þings Sjómannasambands Islands frá þvi í okt. s.l., en þar segir m.a.: ,,Um leið og þingið fagnar komu hinnar nýju þyrlu Land- helgisgæslunnar bendir það á og mótmælir harðlega þeim fráleitu vinnubrögðum fjárveitingar- valds, að skera stórlega niður rekstrarfé til starfsemi Land- helgisgæslunnar á sama tíma og efling hennar er þjóðarnauðsyn. 12. þing Sjómannasambandsins Edda fer til sjónvarpsfns Edda Andrésdóttir blaðamaður, sem að undanförnu hefur ritstýrt blaðinu „Hús og hibýli” er nú að hefja störf hjá sjónvarpinu sem aðstoðardagskrármaður (scripta )j. Við ritstjórn Húss og hibýla itekur Þórarinn Jón Magnússon, ritstjóriSamúels,sem verið hefur útgáfustjóri H&H, en mun áfram sinna ritstjórn Samúels ásamt minnir á það mikla öryggi, sem skip Landhelgisgæslunnar veita sæfarendum við Islandsstrendur og ibúum einangraðra byggða og sjómönnum á fjarlægum miðum. Það er krafa þingsins að Land- helgisgæslan verði efld.” Þegar haft er i huga hiö við- áttumikla hafsvæði, sem er innan 200 sjómilna markanna, er óskiljanleg sú ráðstöfun rikis- valds að fjögur af fimm varð- skipum tslendinga skuli megin hluta þessa árs vera bundin i Reykjavikurhöfn. Slikt andvara- leysi hlýtur óhjákvæmilega að koma i veg fyrir að Landhelgis- gæslan, sem telja má útverði Is- lensks sjálfstæðis, geti sinnt störfum sinum á fullnægjandi hátt.” Edda Andrésdóttir — fer á sjón- varpið Ólafi Haukssyni.Edda mun halda áfram störfum fyrir H&H þótt hún láti af ritstjórn þess. [Sœmilega greiöfœrt \nordanlands og austan IEins og fram hefur komið hér I blaðinu hefur færð á vegum I' hér sunnanlands og vestan veriö afleit að undanförnu og er enn. Okkur lék forvitni á að vita hvernig ástatt væri i þessum efnum norðanlandsogaustanog hringdum þvi til Hvamms- tanga, Akureyrar og Egilsstaða og töluðum við menn hjá mjólkursamlögunum, þvi engir ■ fylgjast betur með færinu en starfsmenn þeirra. Fer hér á eftir það, sem þeir höfðu að segja okkur: I Hvammstangi — Það er eiginlega ekki hægt ! að segja að neitt sé að færi á I vegum hér i sýslunni, sagði I Slmon Gunnarssonhjá Mjólkur- I búinu á Hvammstanga. Um sið- ! ustu helgi var veöur verra og I olli dálitlum samgönguerfið- I leikum en þó ekki verulegum. ■ Við flytjum hingað mjólk úr öll- ! um hreppum Vestur-Húna- I vatnssýslu og einnig úr Hrúta- firðinum vestanverðum. Færðin var einna verst á Vatnsnesinu en þó féllu ekki niður feröir þangað — Við erum með tvo tankbila í förum, sagði Slmon, — en tankar eru komnir á alla þá bæi hér á svæðinu þar sem framleidd er sölumjólk. Mjólkin er sótt tvisvar I viku á hvern bæ. Samdráttur hefur orðið tölu- verður I mjólkurframleiðslunni, einkum siðari hluta ársins. Ein- staka bændur hættu fram- leiöslu, þegar tankarnir komu til sögunnar og þá einkum þeir, sem voru með fáar kýr og töldu tankvæðinguna þar af leiöandi of kostnaðarsama. — Nei, nei, viö þurfum ekkert að kvarta undan færinu hér, sagði Slmon Gunnarsson. — Og ég held bara að veður hafi óvlða eða hvergi verið betra á landinu nú undanfarið en á Norðvestur- landi. Akureyri — Hérerágætt akfæri um allar sveitir að kalla má og mjólkur- flutningar hafa ekkert tafist, sagði Vemharður Sveinsson, forstjóri Mjólkursamlags KEA á Akureyri. — Við lentum að visu I dálitlum vandræðum með tvo bæi úti I ólafsfirði, þá einu, sem framleiða þar mjólk, þvi ófært var fyrir Ólafsfjarðar- múlann. Við höfum ágæta blla með framdrifi og svo eru veg- irnir orðnir góðir. Það hefur auðvitað verið mokað ef á hefur þurft að halda, en aö þvi hafa ekki verið mikil brögð. Mjólk er flutt til Akureyrar úr öllum hreppum sýslunnar og auk þess úr Höföahverfi og Fnjóskadal. Vernharður sagði mjólkurframleiðsluna á svæö- inu hafa minnkaö um 10% I ár og munaði þar mestu um siðari hluta ársins. Orsakir þess væru einkum fóöurbætisskatturinn og kvótakerfið. Egilsstaðir — Við getum sagt að færi á vegumsé yfirleitt þolanlegt hér, sagði Guttormur Metúsalems- Frá Ólafsfirði son hjá Mjólkurstöðinni á Egils- stöðum. — Okkur hefur tekist að ná mjólkinni tiltölulega vandræðalitið að undanförnu nema hvað úr einni sveit, Jökulsárhliðinni, hefur það gengið erfiðlega. Þangað er ófært og við höfum ekki getað sótt mjólk þangað I rúma viku en væntanlega verður opnaö á morgun, (miðvikudag). Mjólkin er sótt tvisvar f viku þangað, sem samgöngur eru lakastar.en annars þrisvar. Mjólk er flutt úr flestum hrepp- • um Norður-Múlasýslu og svo af I Völlunum, Hjaltastaöaþinghá og Skriðdal, en þar hefur ekkert | þurft að moka I vetur. Mjólkur- • tankar eru komnir á flesta bæi I en Mjólkurstöðin rekur tvo tankbila. — Það er óhætt að segja aö • flutningar hafi gengið alveg I vandræðalaust hér, enda batna I vegimir lika ár frá ári, sagði | Guttormur Metúsalemsson. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.