Þjóðviljinn - 07.01.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.01.1981, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 7. janúar 1981 MINNING Sigurdur Tómasson úrsmiður Sigurður Tómasson, úrsmiður, lést á Þorláksmessu s.l. þann 23. des. 1980, á 88. aidursári. Hér er horfinn sjónum okkar þekktur og fjölhæfur iðnaðarmaður, sem starfað hefur hér i borg marga tugi ára. Verður hans hér minnst með nokkrum orðum. Og minn- ingin er góð, þvi það er ekki aðeins um góðan iðnaðarmann að ræða, heldur fjölhæfan leitandi uppfinningamann og sérlega elskulegan og háttvisan persónu- leika. Sem kunnugt er vann Sigurður Tómasson allt sitt lif að úrsmíðum og verslun, og að við- gerðum og tækjum sem á ýmsan hátt voru skyld hinu fina og nákvæma gangverki úranna. T.d. sagði hann mér að hann hefði fundið upp mikla endurbót á einni tegund svissneskra úra, sem hann taldi mjög nytsama. Þetta varð þó ekki honum til sérstaks gagns þvi hann lét Svisslendinga vita um það og þeir tóku þetta þegjandi og hljóðalaust i sinn framleiðslurekstur. Ég hygg að i eöli sinu hafi Sig- urður á ýmsan hátt, veriö rann- sakandi og leitandi visinda- maður. Hann glimdi við aö finna upp texta i kvikmyndir fyrir mörgum áratugum og tókst það, aðhann taldi, og var á leiö með að fá þetta viðurkennt. En i raun varð þó ekkert úr þvi. Sigurður glimdi við margar slikar uppfinn- ingar. Og myndasmiður var Sig- urður afbragðssnjall og gerði miklar kröfur um form, lit og gæði myndanna. Og þar var hann ekki við eina fjöl felldur. Flestar voru myndirnar af venjulegri gerð, en auk þess tók hann margar stuttar kvikmyndir og hinar svo nefndu þrividdarmynd- ir, sem ekki var eða er titt. Mynd- ir af fuglum og fögrum skógum, glitrandi hafi og gjósandi fjöllum. Það vakti eftirtekt hér heima fyrir mörgum árum, er hann hafði með íleirum heimsótt Sovétrikin, að þegar hann kom heim setti hann upp sýningu á þar til gerðu hringsviði og sýndi fjölda þrividdarmynda úr ferða- laginu. Það var fast i eðli Sigurðar — snyrtimennska og hugkvæmni, sem ekki var bundin við skyldu- verkin ein heldur einnig tóm- stundir, ferðalög og daglegt iif. Ég kynntist Sigurði fyrst fyrir rúmum 60 árum, og höfum við haft æði mikið samneyti allan þann tima. Mig rekur ekki minni til að ég hafi séð hann skipta skapi eða verða reiðan, en ég minnist þess að hann hafði sagt: „Til hvers er að reiðast og þusa, það bætir ekki fyrir það málefni sem fyrir er, — en ég yrði eftir mig og blóð mitt yrði svart!” Hvað um það. Hitt er vist, að hann kunni að stilla skap sitt og að aga undir skynsemina. Ég hef aldrei þekkt jafn kurt- eisan og dagfarslega háttvisan mann og Sigurð Tómasson. Ég hygg að hér sé ekkert of sagt. Sig- urður var félagslyndur og i mörg- um félagssamtökum. I sumum var hann lengi i stjórn, t.d. Úrsmiðafélagi Islands, og i innkaupasambandi þeirra o.s.frv. Sigurður Tómasson er fæddur i Gegnishólum i Flóa, 12. april 1893. Foreldrar hans voru: Halldóra Sigurðardóttir frá Elliðavatni, siðar Elliðakoti i Mosfellssveit, og móðir Halldóru var Guðrún Halldórsdóttir i Elliðakoti. Voru þær taldar af Fellsætt. Faðir hans var Tómas, bóndi, Bjarnason frá Túni i Flóa, — af hinni svo nefndu Bolholtsætt. Langafi Sigurðar Tómassonar var séra Sigurður Tómasson. Sigurður var heima hjá foreldr- um sinum til 1909. Þá fór hann til Reykjavikur að læra úrsmiði á verkstæði Guðmundar Kristjánssonar úrsmiðs. Hann var ekki sterkur til heilsu og hug- ur hans lá ákveðið i þá átt að komast hjá mikilli erfiðisvinnu. Hjá Guðmundi var hann i eitt ár. Vann hann svo hjá ýmsum úrsmiðum: Magnúsi Benja- minssyni i þrjú ár, Jóni Hermannssyni á Eyrarbakka i tvö ár og hjá Árna Björnssyni, gullsmiði, i yfir át.ta ár. Árið 1916 vatt hann sér til Dan- merkur og þaðan til Þýskalands — Frankfurt am Main, og hélt þar áfram lærdómi ög vinnu allt fyrra striðið. Á þessum tima kynntist hann Þjóðverjum vel, og lifði með þeim sætt og súrt i styrjöldinni. Til Islands kom hann til baka árið 1919. Þá brá hann sér aftur til Þýskalands 1922 og var eitt ár i ferðinni. lengst af i Hamborg, kynnti sér marga nytsama hluti: sjónauka, kvikmyndavélar, ýmsa mæla og fleira. Eftir þessar lærdómsferðir, nokkru seinna, stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, rak það i fjölda ára — og er það til ennþá. Lengi á þessum seinni árum höfðu þeir Jón Dalmann, gullsmiður og hann sama verkstæðið, eða fram i mai 1976. Sigurður Tómasson hefur ekki kvænst eða afkomendur eignast, en sinu fólki hefur hann verið hugstæður og afhaldinn, enda er þar um mannvænlegan hóp að ræða. 011 geymum við hlýja og ógleymanlega minningu um vin okkar og kunningja — Sigurð Tómasson, úrsmið. Blessuð sé minning hans. Haraldur S. Norðdahl. MINNINGARORÐ Jónína Sæborg auðsýnd á svo notalegan og eðli- legan hátt að ljúft var að þiggja. Jóni'na var Bjömsdóttir, fædd 19.júni' 1890 norður á Ólafsfirðii á kvenfrelsisdaginn sem síðar varð, góða mín, sagði hún mér með stoltu og kankvísu brosi, yfir kaffibolla úti f Osló. Foreldrar Jóninu fluttu frá Ólafsfirði að Básum i Grimsey, og þar var Jóni'na fram á unglingsár. Siðar lá leiðin til Akureyrar. Þangað kom einnig hópur Norðmanna, sem vannviðað reisa Krossanes- verksmiðjuna. Einn þeirra var Even Jöhannessen, gjörvilegur og góður maður. Honum giftist Jóni'na og eftir fyrri heimsstyrj- öldina fluttu þau búferlum til Noregs. Þau eignuðust fjögur börn og eru þrjú þeirra á lffi. Eftirað til Noregs kom, tóku þau hjón upp ættarnafnið Sæborg. sem raunar var nafn á húsi sem þau hjón bjuggu i á Akureyri um hrið. Eftir siðari heimsstyrjöldina tóku fslenskir námsmenn að sækja mun meira til Osló en áður hafði verið. Þá voru erfiðir timar i þeirri borg, húsnæði illfáanlegt og ýmsar nauðsynjar af skornum skammti. Þá var það að þau hjón- in Jónina og Even opnuðu heimili sitt upp á gátt fyrir islenskum / námsmönnum og öðru ungu fólki,' sem þangað kom i atvinnuleit. Ég kom til Osló haustið 1947 og hélt i bjartsýni minni að það hlyti að rætast úr með einhverja vistarveru til að búa i á skömm- um tima. En það teygðist úr dvöl minniá hótelherbergiog ég fór að verða áhyggjufull. Við skulum fara til Jóninu Sæborg, sagði kunningi minn sem var orðinn hagvanur i borginni, vera má að hún kunni einhver ráð. Ég var hálf hikandi, þegar við nálg- uðumst dymar á snotra húsinu á Furuvejen. Hvernig skyldu hjónin taka bláókunnugri stúlku- kind? En hikið hvarf um leið og þau heilsuðu og buðu mig vel- komna eins og ég væri náinn ætt- ingi, sem gaman væri að hitta. Við sátum drjúga stund 1 góðu yfirlæti, og þegar við vorum að fara benti Jónina mér á hús-hlið- ina og sagði: Sjáðu, hér erum við búin að fá leyfi til að byggja við og þá fáum við tvö herbergi i við- bót og getum þá haft tvær stúlkur og tvo pilta búandi hjá okkur. Þú getur komið hingað þegar við er- um búin að byggja, ef þú vilt. Siðan sagði hún mér stolt af þvi, hvernig hún hefði sannfært þá sem úthlutuöu torfengnum bygg- ingaleyfum um nauðsyn þess að I dag verður Jónlna Sæborg kvödd hinstu kveðju i Osló, og hér heima á Islandi er stór hópur manna, sem kveður hana úr fjar- lægð með þökk fyrir vináttu og hjálpsemi. Hjálpsemi sem öllum löndum sem að garði bar hjá þeim hjónum Jóninu og Even var u .lUUWarReu L: . Innritun á vetrarönn fer fram í Miðbæjarskólanum miðvikudag 7. jan. og fimmtudag 8. jan. kl. 17-21 islenska 1. og 2. fldkkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli llanska 1.-5. flokkur. Kennslustaöur: Miðbæjarskóli Norska 1.-3. flokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli Sænska 1.-3. flokkur. Kennslustaður: Laugalækjarskóli Færeyska Byrjendaflokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli Enska 1.-6. flokkur. Kennslustaöir: Miðbæjarskóli, Laugalækj- arskóli, Breiðholtsskóli, Fellahellir Þýska 1.-4. flokkur. Kennslustaðir: Miðbæjarskóli, Breiðholts- skóli Latina Byrjendaflokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli Franska 1.-3. flokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli italska 1.-5. flokkur. Kennslustaöur: Miðbæjarskóli Spænska 1.-5. flokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli Rússneska Byrjendaflokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli Auk þess verða byrjenda námskeiö i ölluni ofangreindum tungu- málum. Vélritun 1. og 2. flokkur. Kennslustaður: Laugalækjarskóli Stærðfræði Fyrir grunnskólastig og iðnskólastig. Kennslustað- ur: Miðbæjarskóli ATH! Dagkennsla i stærðfræði á grunnskólastigi verður einnig i Fellahelli. Bókfærsla 1. og 2. ílokkur. Kennslustaður: Laugalækjarskóli • Ættfræði Kennslustaðúr: Miðbæjarskóli Jarðfræði Kennslustaður : Miöbæjarskóli Almenn leikræn tjáning, framsögn, upplestur, spuni. Kennslu- staður: Miðbæjarskóli, Laugalækjarskóli Leikfimi Kennslustaður: Fellahellir Slökun og léttar æfingar Kennslustaður: Miðbæjarskóli Hjálp i viðlögum Kennslustaður: Miðbæjarskóli islenska fyrir útlendinga 1. og 2. flokkur. Kennslustaður: Mið- bæjarskóli Barnafatasaumur Kennslustaðir: Miðbæjarskóli, Breiðholts- skóli Teikning og akrýlmálun Byrjenda og framhaldsflokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli Bótasaumur — Postulinsmálun —Hnýtingar — Myndvefnaður — Sníöar og saumar Kennslustaður: Miðbæjarskóli Leirmunagerð — Ljósmyndun Kennslustaður: Fellahellir leyfa þeim hjónum að stækka húsið sitt svo að þau gætu greitt götu islenskra námsmanna. Aður en margir mánuðir liðu var ég flutt i annað nýja herbergið og bjó þar i nokkurdr. A þeim árum sá ég marga koma á svipaðan hátt og ég kom sjálf og öllum var jafn- vel tekið og einhver úrlausn veitt. Menn fengu aö sofa i stofunni eða á veröndinni þar til úr rættist um húsnæði. Þaö var alveg sjálfsagt mál. Minnisstæður er mér maðurinn sem eitt sinn stóð i dyr- unum og sagði við Jóninu: Ég hef heyrt að þú sért góð við Islend- inga. Jæja góði minn, sagði Jón- ina, gjörðu svo vel að koma inn. Og hann fékk að sofa í stofunni og einnig mat, þvi að peningar reyndust af of skornum skammti til matarkaupa á öðrum stöðum. Þannig var Jónina, og þannig varEveneinnig.Þaunutu þess að greiða götu fólks og hafa marga á heimili sínu. Þegar fram liðu stundið vænkaðist hagur Norö- manna mjög, og þar með einnig húsnæöismál islenskra náms- manna i Osló. og þeim fækk- aði sem skjóta þurfti skjólshúsi yfir. Þá sneri Jónina sér að þvi að selja ýmsa smáhluti og safna fé til að styrkja byggingu elliheim- ilis heima á ólafsfirði. Eftir lát Evens lagði hún mikið kapp á þetta verkefni og gerði það i minningu hans. Þegar Jónina var komin mjög á efri ár, var henni veitt hin is- lenska fálkaorða og var sú orðu- veiting sannarlega vel til fundin. Orðan gladdi Jöninu og hún var vel að heiðrinum komin. Ég hitti Jóninu siöast fyrir þremur árum. Þá var hún komin á hjúkrunarheimili, en hýr i bragði eins og jafnan fyrr þegar gest bar að garði. Hún átti smá- kökur i boxi og gat keypt kaffi i notalegri setustofu og naut þess eins og áður að geta verið veit- andi. Við spjölluðum saman góða stund og ég fann aö minni hennar var enn óbrigðult og hugsunin skýr. Það er gott að hafa kynnst konu eins og Jóninu. Friður sé með henni. Adda Bára Sigfúsdóttir Rafmagnsveita Reykjavikur óskar að ráða raftækni til eftirlitsstarfa. Nánari upplýsingar varðandi starfið eru veittar á skrifstofu vorri i Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 4. hæð, og þar fást einnig umsóknareyðublöð. Láun eru samkvæmt launakerfi Rey k javikurborgar. Væntanlegum umsóknum sé skilað til starfsmannastjóra eigi siðar en þann 14.01.1981. f/3 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa Karls Lilliendahl Marteinssonar, Þiljuvöllum 21, Neskaupstað Guðrún Eiriksdóttir Eirikur M. Karlsson Iðunn Haraldsdóttir Elisabet G. Karlsdóttir Ilagnar Guðmundsson og barnabörn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.