Þjóðviljinn - 07.01.1981, Side 16

Þjóðviljinn - 07.01.1981, Side 16
mmu/M Miövikudagur 7. janúar 1981 Sinfónían: V ínar- kvöld Sinfóniuhljómsveit Islands heidur tónleika i Háskólabiói á fimmtudagskvöldið og hefjast þeir kl. 20.30 einsog venjulega.. Tónleikum þessum hefur verið gefið nafnið „Vinarkvöld” þvi að eingöngu verður leikin tónlist frá Vin, þ.e. úr óperettum eftir Strauss, Lehar, Stolz o.fl. Óperusöngkonan Birgit Pitsch- Sarata kemur gagngert frá Vin til þess að syngja á þessum tónleik- um. Hún lærði söng og pianóspil við músikháskólann i fæðingar- borg sinni, Vin. Þaðan lauk hún prófum átján ára gömul og var þegar ráöin við óperuna i Salz- burg. Þar söng hún mörg hlut- verk, en á seinni árum hefur hún ekki verið fastráðin neinsstaðar. Hins vegar hefur hún verið gestur við mörg óperuhús. Mesta áherslu hefur hún lagt á klassiska óperettu eins og hún gerðist I Vinarborg á öldinni sem leið og fyrstu áratugum þessarar aldar. Þegar Austurriki tók þátt i heimsmeistarakeppni i fótbolta i Buenos Aires 1977, var hún send þangaö af listaráöuneyti lands sins, sem sérstakur músiksendi- boði. Stjórnandinn, Páll P. Pálsson hefur starfað á vegum Sinfóniu- hljómsveitar Islands i 30 ár, eða frá þvi hún var stofnuð. Hann er fæddur i Austurriki, en fluttist hingað 1949. Hann hefur undan- farin 20 ár stjórnað hljómsveit- inni i æ rikari mæli og átt mikinn og merkan þátt i uppbyggingu hennar. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 8iz85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Ég hef ekki séð dómiirn sagði forseti sameinaðs þings Ég er ekki búinn að sjá þennan dóm, svo efnislega get ég ekkert um hann sagt, sagði Jón Helgason forseti Sameinaðs alþingis i gær, en hann er nú heima hjá sér að Seglbúðum, þar sem allt hefur verið teppt i vikutima. Jón Helgason rifjaði upp aðdraganda þess að Kjaradómi var falið að ákvarða laun þing- manna, en til þessa hefur það verið verkefni þingfararkaups- nefndar. S.l. sumar varð ekki samstaða um þá ákvörðun nefnd- arinnar að hækka þingfararkaup um 20% frá 1. janúar 1980 og miða að öðru leyti viö 120. launaflokk rikisstarfsmanna. Var þeirri ákvörðun þvi frestað þar til alþingi hafði fjallað aftur um málið og niðurstaðan varð sú að framvegis skyldi Kjaradómur annast það verk að ákveða kaup og kjör þingmanna, sagði Jón. Hann sagði ennfremur að það hefði oft komið til tals áður að fela Kjaradómi þetta verk ef ágrein- ingur hefði risið um kaup þing- manna en þetta væri i fyrsta sinn sem meirihluti hefði verið fyrir sliku. — AI Fimmtán sækja um tvær frétta- Birgit Pitsch-Sarata ásamt Sigurði Björnssyni (ljósm.: eik) Hvað líöur fiskverðinu? Allt er fast vegna stífni í sairniingum segir Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra „Það stendur allt fast vegna þess sem ég vil kalla stífni i samningamálum sjómanna og útvegs- manna" sagði Steingrímur Hermannsson sjávarút- vegsráðherra í gær þegar hann var inntur eftir því hvenær mætti vænta niður- stöðu um nýtt fiskverð. „Þaö eru stöðugir fundir i gangi” sagi Steingrimur og Þjóð- hagsstofnun er að leggja fram nýjar upplýsingar um afkomu sjávarútvegsins sem byggð er á skattaskýrslum. Það verður reynt til hlitar að ná samstöðu um fiskverðiö, en útgerðarmenn hafa neitaðað setjast niður vegna þess sem þeir kalla „afskipti rikis- valdsins”, m.a. út af lffeyris- sjóðsmálum sjómanna o.fl. (Út- gerðarmenn krefjast þess að rikisstjórnin dragi Ioforð sin til sjómanna til baka. Sjá Þjóðvilj- ann i gær — ká) Rikisstjórnin hvorki getur né vill gefa slikar langtimayfirlýsingar. Ég vona aö menn átti sig á þessu og ég vænti þess að skriður komist á málin seinni hluta vikunnar” sagði Steingrimur. —ká Úrskuröur Kjaradóms um: Hœstu embættislaun ■ Ráðherrar njóta ekkl hækkunar frá 1. maí 1980 Kjaradómur ákvað á Iföstudaginn var laun rikisstjórnar islands, for- seta Islands, dómara í ■ Hæstarétti, rikissaksókn- I ara, ríkissáttasemjara og I ráðuneytisstjóra. ■ Samkvæmt ákvöröun em- bqgttisins skulu laun eftirtalinna embættismanna vera sem hér segirfrá og með 1. janúar 1981: Forseti Islands, 24.750 nýkr., forseti Hæstaréttar 19.800 nýkr., aörir Hæstaréttardómarar, rikissaksóknari, rikissátta- semjari 18.500 nýkr., og ráöu- neytisstjórar 15.450 nýkr. á mánuöi. Um verðbætur á laun þessara embættismanna fer skv. bráðabirgðalögum rikis- stjórnarinnar. Þá ákvað Kjaradómur laun rikisstjórnarinnar en ráðherrar taka þingfararkaup eins og aörir þingmenn, en það hækkaöi Kjaradómur frá 1. mai 1980. I dómsoröi um laun rikisstjórnar- innar segir: Frá 1. mai til 31. desember 1980 ákvarðast laun I ráðherra i rikisstjórn Islands þannig aö samanlögð ráðherra- | laun og þingfararkaup haldist • óbreytt þrátt fyrir hækkun þittg- I fararkaups þennan tima. Frá 1. janúar 1981 skulu laun forsætis- I ráöherra vera 11.900 nýkr. á • mánuði en laun annarra ráð- I herra 10.600 nýkr. á mánuöi. mannastöður Fimmtán umsóknir bárust um tvær auglýstar stöður frétta- manna við Hljóðvarpið. Þeir sem um sækja eru: Asdis Jónasdóttir Rafnar, Ellen Nina Sveinsdóttir, Guðmundur Reynir Guðmundsson, Gunnar Einarsson Kvaran, Jón Guðni Kristjánsson, Sigurður Orn Ingólfsson, Sólveig Georgsdóttir, Birna Þóröardóttir, Einar Orn Stefánsson, Erna Indriðadóttir, Jóhann Hauksson, Kristin Ástgeirsdóttir, Klara Bragadóttir, en tveir óska nafn- leyndar. Sjö sækja um hálft starf i afleysingar: Björn Jónsson, Halldór Ingi Guðmundsson, Hörður Erlingsson, Ingólfur Gislason og ólafur Gislason, en auk þeirra tveir þeirra sem einnig sækja um fullt starf, Einar Orn og Jóhann. Umsóknirnar voru lagðar fram á fundi útvarpsráðs i gær en ákvarðanir væntanlega teknar nk. þriöjudag. Styrkur úr Mál- frelsissjóði 9 Stjórn Málfrelsissjóðs hefur veitt Stúdentaráði Háskóla íslands styrk að upphæð 630.500 Gkr. til greiðslu málskostnaðar og miskabóta Gests Guðmunds- sonar og Rúnars Armanns Arthúrssonar fyrrverandi for- manns Stúdentaráðs og ritstjóra Stúdentablaðsins, sem þeir voru dæmdir til að greiða aðstand- endum undirskriftasöfnunar Varins lands. Það var núverandi formaður Stúdentaráös, Stefán Jóh. Stefánsson, sem sótti um styrkinn og komst stjórn sjóösins að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa kynnt sér gengna dóma Hæstaréttar i mál- um þeirra Gests og Rúnars Armanns, að aðstoðin sem farið var fram á félli undir hlutverk sjóðsins. Var styrkurinn afhentur formanni Stúdentaráðs 23. des. sl..

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.