Þjóðviljinn - 07.01.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 7. janúar 1981
Vinningshafar frá siöasta ári ásamt framkvæmdastjóra happdrættisins. Frá vinstri: Eggert Garöars-
son frá Hvammstanga, Auöur Kjartansdóttir og unnusti hennar Steinar Jónsson, Ragnheiöur Ragnars-
dóttir og Jóhannes Helgason framkvæmdastjóri. — Ljós. Ella.
Happdrætti Háskólans 1981 að fara af stað
Dreymdl hjónin
sem hafa umboðfð
— og hljóp þá til og endumýjaði, sagði Ragnheiður
Ragnarsdóttir, ein þeirra heppnu á síðastliðnu ári
— Mig dreymdi hjónin sem eru
með umboðið, og hljóp þá til og
endurnýjaöi. Ég var eiginiega
hætt aöspila i þessu, fannst ég illa
hafa efni á þvi, en tók miðann
upp, sem kallað er, og borgaði
einhverja mánuði til baka.
Þetta segir Ragnheiöur
Ragnarsdóttir, sem spilar á
trompmiða i Happdrætti
Háskólans i umboðinu i Keflavik.
1 júli i fyrra vann hún svo á
þennan sama miða, að visu ekki
hæsta vinning, en peninga sem
hreint og beint björguðu henni
einsog á stóð, segir hún. 500
þúsund komu á númerið og hún
fékk þvi Gkr. 2.500.000. Dóttir
hennar 15 ára hafði slasað sig al-
varlega og til aö hún gæti veriö i
skóla var Ragnheiður sjálf farin
að vinna næturvinnu á veitinga-
húsi til viðbótar daglegri vinnu
sinni i verslun. Ragnheiður er
einstæð móðir með tvö börn.
Ýmsar fleiri sólskinssögur
mætti vafalaust segja um vel-
komna happdrættisvinninga og
sem betur fer fleiri en hinar,
þegar vinningurinn verður ekki
til góðs. bau hjónin Jón Tómas-
son umboðsmaöur i Keflavik og
Ragnheiður Eiriksdóttir sögðu td.
frá kunningjakonu, sem hafði
ekki komið til aö endurnýja og
þau lögðu peningana út fyrir, —
og viti menn, hún vann á miðann,
einmitt i þetta skipti. Ekki að
furða þótt hún færði afgreiðslu-
stúlkunum konfekt þegar hún
vitjaði vinningsins.
í árlegu hófi stjórnar Happ-
drættis Háskóla íslands i fyrra-
kvöld var rifjað upp margt
skemmtilegt sem skeð hefur
gegnum árin og þar voru auk
Ragnheiðar staddir fleiri sem
duttu i lukkupottinn á siðasta ári:
Eggert Garðarsson frá Hvamms-
tanga, sem ásamt konu sinni Arn-
disi Sölvadóttur vann samtals
10.215.000 Gkr., á tvo nifalda miöa
sem þau eiga, og Auður Kjartans-
dóttir úr Reykjavik, sem vann
miljón á trompmiða, þe. 5 miljón-
ir.
Hjá forráðamönnum
happdrættisins kom fram, að auk
myntbreytingarinnar sem að
sjálfsögðu breytir upphæðunum
verða ýmsar aðrar breytingar á
þessu ári. Heildarvinningsfjár-
hæðin hækkar um tæp 50%.
Lægstu vinningar hækka úr 35.
þús gkr. i 50 þúsund eða 500
nýkrónur og fækkar nú heldur, en
i staðinn fjölgar 100 þúsund króna
vinningunum sem áður voru, þe.
100.000 nýkrónur (eða 10 miljónir
Aukavinningar, 450 talsins,
hækka úr 1000 i 2.500 nýkrónur og
falla sem áður á næstu númer sitt
hvoru megin við hæstu vinn-
ingana. Að lokum hefur verið
bætt við nýjum hæsta vinningi,
100. OOOnýkrónur (eða lOmiljónir
Gkr.). Þýðir það, að sá sem á alla
miðana af vinningsnúmerinu
fengi greiddar 900 þúsund nýkr.
(90 miljónir Gkr.) og er það tíæsti
vinningur sem nokkurntima
hefur verið i happdrættinu.
Sem fyrr er 70% af veltunni
varið til vinninga.
Háskólinn hefur nær eingöngu
fengið framkvæmdafé af tekjum
happdrættisins.en á þessu ári eru
fyrirhugaðar framkvæmdir og
tækjakaup fyrir 22.430 þús. nýkr..
Þaraf nemur framlag happ-
drættisins i ár og frá fyrri árum
15.600 þús. nýkr..
Stærsta átakið er áframhald
nýbygginga fyrir læknadeild og
tannlæknadeild á Landspitalalóð.
Þá hófust einnig framkvæmdir
við hús á Háskólalóð i nóvember
sl. en það verður einkum i þágu
viöskiptadeildar, félagsvisinda-
deildar og nokkurra greina heim-
spekideildar, auk þess sem þar
verður almennt kennsluhúsnæði.
Næsti áfangi þar á eftir er fyrir-
hugaður i þágu verkfræði- og
raunvisindadeildar vestan Suður-
götu.
Húsnæöisleysi háir nú mjög
kennslu i Háskólanum og einnig
er tækjavæðing brýn nauðsyn i
verkfræði og raunvisindum,
læknisfræði og tannlækningum,
bæöi vegna kennslu og rann-
sókna.
Norrænn styrkur til bókmennta
nágrannalandanna.
Fyrsta úthlutún norrænu ráöherranefndarinnar (mennta-
og menningarmálaráðherrarnir) 1981 — til úthlutunar á
styrkjum til útgáfu á norrænum bókmenntum i þýðingu á
Norðurlöndunum — fer fram i byrjun júni-mánaðar.
Festur til aðskila umsóknum er: l.april 1981.
Eyðublöðásamt leiðbeiningum fást hjá menntamálaráðu-
neytinu i Reykjavik.
Umsóknir sendist til:
NORDISK MINISTERRAD
Sekretariatet for
nordisk kulturelt samarbejde
Snaregade 10
KD-1205 Köbenhavn K
Simi: KD 01-11 47 11 og þar má einnig fá allar upplýs-
ingar.
Reisa Ásgrími minnisvarða
Um þessar mundir vinnur Arnesingafélagið aö þvi, aö Asgrlmi
Jónssyni listmálara veröi reistur minnisvaröi á fæöingarstaö
hans, Rútsstaöasuöurkoti i Flóa. Hefur sérstök nefnd unniö aö
málinu á vegum félagsins og hefur veriö rætt um aö hafa sam-
vinnu viö aðila heima i héraöi um máliö.
A aðalfundi félagsins kom fram, að merkasti þáttur starfsins
sl. starfsár var útgáfa á lögum Pálmars b. Eyjólfssonar tón-
skálds og organista á Stokkseyri. 1 söngvasafninu eru 36 af lög-
um Pálmars, flest fyrir karlakóra eða 13, en einnig eru mörg
sálmalög og lög fyrir blandaða kóra. Söngvasafnið er gefið út i
eiginhandarriti höfundar og er allur frágangur af hans hálfu með
miklum glæsibrag.
Söngvasafnið kom út fyrir nokkru og annast Arnesingafélagið
dreifingu þess. Það er til sölu hjá félaginu á sérstöku áskriftar-
verði, en auk þess verður það fáanlegt i nokkrum bókaverslun-
um.
Stjórn félagsins var endurkjörin, en hana skipa: Arinbjörn
Kolbeinsson formaður, Bjarni K. Bjarnason, Sigmundur
Stefánsson, Unnur Stefánsdóttir, og Sigriður Guðmundsdóttir.
Sóleyjarsamtökin um sjálfstœði
Sóleyjarsamtökin nefnist nýlega stofnaður félagsskapur,
ópólitískur, sem hefur þaö á stefnuskrá aö vernda og styrkja
efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæöi tslendinga, aö þvl er
segir i fréttatilkynningu.
Telja samtökin, að núverandi þróun i efnahags- og menningar-
málum sé varhugaverð og stefni til ósjálfstæðis þjóðarinnar.
Benda þau á, að fleira séu lifsgæði en það sem metið er i pening-
um og vilja vinna aðbreyttu gildismati gegn núverandi lifsgæða-
kapphlaupi og að þvi að íslendingar miði iðnaðar- og atvinnu-
stefnu viö þörf á innanlandsmarkaöi, nýtingu innlendra hráefna
og orku við að verða sjálfum sér nógir um lifsnauðsynjar og að
félagslegt, menningarlegt og náttúrulegt umhverfi sé tekið með i
dæmið i áætlanagerð.
Herrakvöld Njarðar
í Lœkjarhvammi
Málverkauppboð á herrakvöldi hjá Niröi.
Hiö árlega herrakvöld Lionsklúbbsins Njaröar veröur haldiö
föstudaginn 9. janúar n.k. aö Lækjarhvammi Hótel Sögu.
Lionsklúbburinn Njörður hefur um árabil starfað að liknar-
málum og rennur allur ágóöi af skemmtun þessari i liknarsjóð -
klúbbsins m.a. til styrktar sjón- og heyrnarskertum. Að vanda
verður margt til skemmtunar auk málverkauppboðs, sem flestir
bestu listamenn landsins hafa gefiö listaverk til. Fjöldi aögöngu-
miða er takmarkaður en pöntunum er veitt móttaka i sima 25442
og á kvöldin i sima 71402.
Keppa á hjólum í Noregi í vor
Tveir ungir piltar, þeir ólafur E. Jóhannsson Flataskóla I
Garðabæ og Þórarinn Sævarsson Arbæjarskóla Rekjavik, veröa
fulltrúar lslands I reiöhjólakeppni á vegum PRI, alþjóðasam-
taka umferöarráöa, i Noregi i vor.
Þeir uröu nr. 1 og 2 i lokaúrslitum reiðhjólakeppni umferðar-
ráðs, Ólafur meö 611 stig og bórarinn 607. Umsjónarmaöur
keppninnar var Guömundur Þorsteinsson, en auk hans sáu kenn-
arar og lögregluþjónar um hana.
Keppnin var þriþætt, þ.e. spurningar um umferöarmái,
góöakstur og hjólreiðaþrautir, og var hún alljöfn. I þriðja sæti
keppninnar varð Sigurður Rúnarsson, ÆKÍ, Reykjavik, 4. Stefán
Gunnarsson, Flataskóla Garðabæ, 5. Björg Eiriksdóttir, Gagn-
fræðaskóla Akureyrar, 6. Sigurður Þór Baldvinsson, Viðistaöa-
skóla Hafn., 7.-8. Tryggvi Jónsson, öldutúnsskóla Hafn.,og
Kristinn Einarsson Grunnskóla Njarðvikur, 9.-10. Arni Kolbeins-
son og Bjarnfreður Ólafsson, báðir Mýrarhúsaskóla Seltjarnar-
nesi,og 11.-12. Jóhannes Guömundsson Varmárskóla Mosfells-
sveit og Sveinn Þór Hallgrimsson, Egilsstaðaskóla.
Fjórðungsmót hestamanna í júlí
Akveðiö hefur veriö aö halda Fjóröungsmót sunnlenskra
hestamanna dagana 2. til 5. júli á mótssvæöi hestamannafélags-
ins Geysis á Rangárbökkum viö Hellu.
Framkvæmdastjóri hefur veriö ráðinn Gunnar Jóhannsson
Asmundarstöðum og geta menn leitaö upplýsinga hjá honum eöa
öðrum framkvæmdanefndarmönnum, auk þess geta menn af
þessu svæði snúið sér til formanna sinna félaga.
2259 af 3083 sóttu fræðslufundi
Fimmtán endurmcnntunarnámskeið fyrir grunnskólakennara
voru haldin á vegum Kennaraháskóla íslands á sl. sumri og
stóðu flest I eina viku. Á námskeiöunum var einkum fjallað um
starfshætti og námsefni i grunnskóla og viöhorf í kennsíumálum.
Þátttakendur voru samtals 639.
Einnig stóðu kennurum til boða fræöslufundir um ýmis efni. 89
fundir voru haldnir á árinu og sóttu þá 2259 kennarar.
—vh